19.12.2009 | 23:48
Nostalgía.
Við hittumst í gær fjölskyldan. Strákarnir komnir heim frá Noregi yfir jólin, tilbúnir til að fara aftur eftir áramót. Með alla fjölskylduna. Svo við verðum að njóta þess að vera saman meðan gefst.
En Snúlli á hug og hjörtu barnanna í kúlunni. Brandur er að reyna að vera kúl, og dálítið abbó, en það er bara svona fyrst.
Ásthildur elskar melónur, og amma keypti tvær.
Hann er ótrúlegur þetta litla dýr, aðeins eins mánaða, alltof ungur til að yfirgefa móðurina, en þar sem átti að lóga honum, þá var ekki hugsað út í það. En svo er hann bara eins og algjörlega kassavaninn, er að reyna að þvo sér líka þó taktarnir vekji kátínu okkar hinna. Ætli endi ekki með að Brandur þurfi að kenna honum að þrýfa sig. En hann er rosalega duglegur lítill kettlingur.
Hann er líka í góðum höndum bæði hjá Hönnu Sól og svo með tvo dýralækna sem ábyrgðarmenn.
En það var mjög yndælt í gær, við grilluðum saman og áttum góða stund.
Mamma sterkust í heimi.
Og það þurfti auðvitað að lyfta Evítu líka, maður þarf nú að vera alveg eins.
Líka Símon Dagur.
Flottar stelpur.
Rosalega kúl að posa fyrir ömmu
En það var yndælt að hafa alla fjölskylduna í kring um sig.
Þau minnstu þurftu líka að spjalla.
Og hér eru náttúrlega bæði prinsar og prinsessur.
Og allir hjálpast að, ekkert stress eða vitleysa. Bara að taka öllu með stóískri ró og vera saman, það er heila málið.
Og maturinn smakkaðist mjög vel.
Krakkarnir horfðu á mynd.
Svo þarf amma aðeins að taka á þessum elskum.
ég áida!!!
Ég og mamma mín.
Frostrósirnar eru æðislegar og veðrið svo fallegt bæði i dag og í gær og reyndar bara svo lengi núna.
Sólin rétt sleikir fjallatoppa og það verður aldrei alveg bjart, en samt þetta er bara notalegt.
Ein lítil var að fá tattú.
Málið er að hún verður sennilega kokkur, því hún vill alltaf standa við eldavélina meðan verið er að elda til að fylgjast með.
Ó kisa mín, lítil og doppótt....
Kæri Jóli!
Fallegt aftur í dag.
Þessi er tekin inn í kirkjugarði. Við fórum þangað sama í dag.
Fyrst var farið með krakkana í fjöruferð að ná í steina.
Svo var þeim raðað upp á leiðinu hans.
Við erum búnar að leyfa okkur að gráta svolítið mæðgurnar undanfarna daga, það er gott að geta grátið saman og syrgt.
Við þurfum víst að sætta okkur við orðin hlut, og vinna okkur út úr sorginni, en það er svo gott að geta gert það saman.
Hér er svo mamma mín blessunin.
Svo fyrir hana Dísu vinkonu mína af því að hún kemst ekki til að vitja foreldra sinna, þá eru þeir hér.
Það var svo gott að koma heim og fá sér heitan kaffisopa og slaka á. Ólöf Dagmar spilaði nokkur lög á píanóið.
En héðan segi ég bara megi allir vættir vaka með ykkur og vernda. Og ef þið haldið að ég sé reið, vegna færslunnar hér á undan, þá er ég ekki reið. 'Eg er auðvitað sár út í kerfið, verulega. En ég skrifa svona til að vekja fólk til umhugsunar um það sem aldrei er talað um, en það er hvernig kerfið malar yndislega sálir í smælki, og þau kvarta ekki, því þau vita að það þýðir ekki neitt. Þess vegna þurfum við að vera á vaktinni og láta ekki fara illa með börnin okkar, jafnvel þó við viljum ekki taka þátt í neyslu þeirra. Þá þurfum við að vera á verði og láta vita að við viljum að þau njóti þeirra mannréttinda sem þeim ber samkvæmt stjórnarskrá. Við megum ekki gefast upp á því. Ég veit VEIT að ef við stöndum vaktina og látum vita að við fylgjumst með, þá þorir kerfið ekki að ganga of langt. Því þeir eru ekki að fara að lögum eins og þeir haga sér oft á tíðum.
En ég segi bara takk innilega fyrir mig og góða nótt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vina, þú ert eðlilega zár, & líklega máttu líka vera reið, ill & örg.
En ég nem ekkert annað frá þér en að þú notir þínar beztu hliðar í að takazt við það verzta zem að upp getur komið.
Enda ertu hetjan mín, knúz frá mér í kúlu þína til þinna fallegu kúlubúa.
Steingrímur Helgason, 20.12.2009 kl. 00:02
Fallegar myndir sem segja manni að fjölskyldan er mjög samhent og þið hafið átt ótrúlega góða stund saman. Góða nótt Ásthildur mín og eigið þið góðar stundir í "kúlunni" og þá meina ég ALLIR íbúarnir.
Jóhann Elíasson, 20.12.2009 kl. 00:39
Takk drengirnir mínir báðir. Ég á svo marga góða vini allstaðar og fyrir það er ég þakklát.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2009 kl. 01:03
Alltaf svo hlýlegt að fá að kíkja svona í heimsókn, takk fyrir
Jónína Dúadóttir, 20.12.2009 kl. 07:21
Elsku vinkona, kærleikurinn sem kemur frá bæði bloggi þínu og myndum, vekur alla til umhugsunar, annað er ekki mögulegt.
Þið eruð flott og svo gaman að sjá myndirnar.
Þú mátt bara vera örg, ill, leið svo lengi sem þú hugsar um sjálfan þig.
Knús til ykkar allra í kúlu
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.12.2009 kl. 08:45
Ég segi nú bara eins og Steingrímur og bæti því við að þessi kettlingur er algjör dúlla
Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2009 kl. 09:33
Ég sé að þið áttuð saman yndislega stundbæði í garðinum og heima. Gaman að sjá ykkur öll samankomin heima að gleðjast yfir samverunni. . Og takk fyrir myndina, það var svo skrítið að þegar ég sá myndina af leiði mömmu þinnar hugsaði ég, "skyldi hún hafa litið á mitt leiði", fletti svo niður og sá myndina. .
Dísa (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 10:59
Við vitum um svo margt óréttlæti sem öðruvísi börnin okkar fá og um þau mál má ekki þegja um.
En þið eruð frábærlega rík þið Elli, þó svo að fækki aðeins í fjölskyldunni eftir áramótin þegar synirnir flytja til Noregs með sínar fjölskyldur. Það er frábært að sjá svona samhenta og hamingjusama fjölskyldu, þrátt fyrir allt. Veit að Júlli var með ykkur.
Knús í gleðikúluna
Kidda (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 12:07
Sæl elsku vinkona, langt síðan ég hef litið við, varð þó að sjá nokkrar myndir fyrir jólin, mikil gleði hér að vanda þrátt fyrir sorg og söknuð, jólin eru alltaf viðkvæmur tími. Kisa litla er algjör draumur. Kærleikskveðja til ykkar allra.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2009 kl. 12:55
Takk öll.
Ásdís mín við erum auðvitað öll upptekin af jólastússi. Ég aðallega bara að vera til og útbúa jólagjafirnar. Hitt /þrif og tiltekt) situr á hakanum. Takk.
Einmitt Kidda min, við verðum að vera á varðbergi til að gæta þess að þau fái mannsæmandi meðhöndlun, þegar þau lenda í ógöngum. Knús á þig.
Takk Hrönn mín.
Takk fyrir mig elsku Milla mín.
Takk Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2009 kl. 13:07
Ásthildur þú átt póst frá mér á fésbókinni þinni. Með bestu kveðju vestur og gaman að sjá að allir fjölskyldumeðlimir eru komnir heim í kúluna
Kveðja Erna Stefánsdóttir
Erna Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 13:21
Kíki á það Erna mín takk fyrir innlitið,
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2009 kl. 13:33
Flottar myndir hjá þér eins og venjulega, börnin og kettlingurinn alveg dásamleg. Ég myndi ekkert lá þér þótt þú verðir reið, við viljum börnunum okkar það besta hvað sem á dynur.
Helga Magnúsdóttir, 20.12.2009 kl. 17:50
Bestu kveðjur til þín Ásthildur mín - njóttu fjölskyldunnar eins og þú best getur - yndislegar myndir af fólkinu þínu
, 20.12.2009 kl. 21:43
Takk báðar tvær. Ég er á einhvern hátt dofin, þannig að tilfinningar eru fjarri eins og er. Sennilega einhverskonar sársaukaviðbrögð. Annars væri ég sennilega öskurreið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 09:07
Sæl Ásthildur !
Flottar myndirnar eins og alltaf. Fólkið þitt er afar svipsterkt í ættarmótið. Eins og profíllinn á dóttir þinn( held ég) sýnir til dæmis.
Takk fyrir ylinn að Vestan.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 11:45
Þetta eru hornstrandagenin Þói minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 11:56
Þú ert mesta bloggsnúllan af öllum.
Bið að heilsa Snúlla.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 21.12.2009 kl. 23:50
Þú átt fullan rétt á því að vera reið og það þarf að tala um þessi mál.
Það er gott að þið getið verið saman um jólin, bæði til að syrgja saman og gleðjast saman. Ótrúlega sæt myndin af stelpunum með kisa
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.12.2009 kl. 10:18
Takk Sígrún mín.
Takk og bestu kveðjur til þín líka Kalli minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.