Betrunar eða refsivist. Hvort ætli skili betri árangri?

Já það má spyrja sig hvort við viljum hafa betrunarvist eða refsibúðir.  Og svo kemur stóra spurningin hvort það eigi yfirleitt að setja fíkla í fangelsi.  Ég er hér með einn eitt bréfið frá syni mínum.  Þetta er mjög líklega þegar það gerðist sem ég hef áður sagt frá, hann var að rúnta með vinum sínum á bíldruslu sem hann átti, og þetta var föstudags - eða laugardagskvöld.  kærasta vinar hans var að aka bílnum og það drapst á vélinni. Henni tókst ekki að koma bílnum í gang, en hann snarar sér þá inn í bílstjórasætið og setur bílinn í gang.  Hann var komin út úr bílnum aftur, þegar lögreglan kemur.   Þeir voru þá greinilega búnir að fylgjast með allan tímann.  Hann segir; strákar ekki gera mér þetta, ég var ekki að keyra, ef þið takið mig núna þá verð ég settur inn aftur því ég er á skilorði.  Þeir hringdu upp á stöð og sögðust hafa staðið Júlla að því að sitja undir stýri.  Komið með hann strax var skipuninn.  Komið með hann strax.  Þeir sem þarna áttu hlut að máli og aðrir þeim svipaðir skulu fá að minnast þess um leið og ég óska þeim gleðilegra jóla, að þá megi samviskan naga þá, svo að þeir muni í framtíðinni að það eru lög í þessu landi, sem þeim ber að fara eftir, og það er stjórnarskrá lýðveldisins sem segir að ALLIR SÉU JAFNI FYRIR LÖGUNUM.   Þið viljið ansi oft gleyma þessu, lögreglumenn, fangaverðir, dómarar og sýslumenn.  Sum ykkar aldeilis ekki allir.  En þeir sem eru svona þenkjandi eiga ekki að fá að klæðast þeim búningum sem þið berið, og sem verndar ykkur gegn almenningi í landinu.  Þó enga fáið þið ásökun eða kærur því þessir krakkar vita að það þýðir ekki.  Þá vona ég að í það minnsta þið hafið einhversstaðar enhverja mannlega sómakennd sem nagar sálina þegar þið hugsið um hvað þið hafið gert, og hve mörgum þið hafið brotið gegn.  Og jafnvel hve margir hafa dáið einmitt vegna þess hvernig þið komið fram við það fólk sem hefur orðið utanveltu í lífinu.

 

Litla Hrauni 14.3. 97.

 

 

Sæl og blessuð mamma mín.

 

Ég fékk óvænt bréf frá þér þrátt fyrir bréfabann sem ég er í og á að vera í, í 10 daga í viðbót eða til 24 þessa mánaðar.  Þessi blaðagrein er alveg í lagi og hana máttu birta mín vegna. Ég vona að allt sé í lagi og veðrið sé ekki að leika ykkur grátt. Þetta er voðalega leiðinlegt að lenda í.  Svona refsingu en ég hef frétt að ég verði fluttur strax aftur yfir 24 aðallega vegna þess að ég hef staðið mig vel í vinnunni og svo eru margir sem þarf að refsa líka.

Dótið er allt hér ennþá segja þeir, en það eru alltaf einhverjir hlutir sem hverfa, samanber penninn minn, en hann finnst ekki eftir flutninginn og svo segja þeir blákalt að myndirnar af Jóhönnu hafi aldrei komið þótt þeir hafi sent hana með tóman ramman utan af annari þeirra.  Þetta er voðalega leiðinlegt og gerir mann mjög reiðan svo maður á erfitt með svefn og er úrillur og vondur út í alllt og alla.  Það er eins og þeir vilji að maður springi og þeir geti sett upp hjálmana og kylfurnar en ég er bara rólegur og læt þessa daga bara líða þó að hitt húsið sé ekkert skemmtilegt þá er þetta mun verra og maður hefur ekkert að gera og allstaðar freistingar í kring um mann.  Jæja mamma mín ég ætla að skrifa Jóhönnu bréf.   Líka ástinni minni.  Bið að heilsa pabba og afa, ömmu Ingu, Skafta, Guðný og bara öllum hafið það sem best ég elska ykkur öll þinn sonur júlli.

 

Já þetta bréf vekur upp spurningar, hvort þetta hefur lagast í tíð Margrétar veit ég ekki en vona það.  En setningin; aðallega vegna þess að ég hef staðið mig vel í vinnunni og svo eru margir sem þarf að refsa líka.

 

Og síðan þetta með að það hverfi hlutir úr því sem föngum er sent.  Ég hef talað um þetta áður, ég sendi honum þessa muni og það hvarf fleira en hann telur þarna upp, tildæmis diktafónn og fleira, sem aldrei kom fram.  Ég skrifaði og bað um skýringar sem var aldrei svarað.

 

Svo ég spyr; hvar liggur sómakennd þeirra sem eru að gæta fanga?  Jafnvel fanga sem brutu ekki annað af sér en að setjast undir stýri til að koma bíl í gang og verandi á skilorði.  Er það leiðin til að hjálpa slíkum einstaklingum að geta ekki séð í gegnum fingur, þegar greinilegt var að hann var að taka sig á?

Ég segi svei ykkur bara. 

 

IMG_2094

Hamingjusamur og laus úr viðjum fíknar.

IMG_6362

Í fjörunni á sínum uppáhaldsstað.

IMG_6440

Með strákunum sínum.

Annað3

Hamingjusöm fjölskylda.

IMG_5429

Að kenna syni sínum um skötusel.

IMG_5401

Kenna honum að þekkja steina.

IMG_5392

Slökun í góðu veðri við Kúluna.

IMG_5465

Alltaf með börnin á höndum sér.

skútumyndir 030

Flottur í giftingu bróður síns.

IMG_5679

Knús.

IMG_6356

Og þegar hann lét okkur öll raða upp rósum úr fjörsteinum.  Það er upphafið að listsköpun hans.

IMG_6355

Þ.e. í steinum.

skútumyndir 042

Að síðustu fallegu drengirnir mínir, sá þriði var brúðguminn.

En nú erum við að fara inn á leiðið hans með fjörusteina ætlum að raða þeim fallega upp og eiga saman stund þar innfrá.  Megi þið öll eiga góðan dag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.12.2009 kl. 16:44

2 identicon

 Okkur BER að gæta okkar minnsta bróður/systur skilyrðislaust.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:54

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2009 kl. 17:54

4 identicon

Það er hægt að skilja að fangar megi ekki fá eitthvað, en þá hlýtur að eiga að skila því. Vona að þið hafið átt góða stund innfrá.

Dísa (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 23:04

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Ásthildur mín   

Því miður er margt ljótt framkvæmt hér á þessu litla skeri og erum við að fá fréttir daglega um allskynd ógeð sem hefur þrifist hér.

Dómskerfið hér er núll og nix. Fólk sem stelur einnu sláturkepp er sektað á meðan aðrir hafa dregið að sér mikið fé.

Megi almáttugur Guð lækna sárin þín og gefa þér Gleðileg Jól þrátt fyrir allt og allt.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.12.2009 kl. 23:05

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2009 kl. 23:19

7 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 20.12.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband