Nýr félagi í kúlunni.

Nú hefur það gerst að nýr meðlimur hefur bæst í kúlufjölskylduna.  Það reiknast beint á dýralæknanemann minn.

Alveg frá því að hún var smástelpa hefur hún komið heim með dýr, hamstra, naggrísi, páfagauka af hinni og þessari gerðinni, hunda, ketti og bara að nefna það.  Og í gær kom hún heim með kettling. 

Auðvitað sigraði hann heimilið eins og skot og Brand líka.

IMG_9245

Stelpurnar eiga hann náttúrulega og hann hefur fengið nafnið Snúður, kallaður Snúlli.

IMG_9251

Þetta litla grey er alveg ótrúlegur, svona lítill og óvaninn á hús, en gerir samt öll sín stykki í þar til gerðan sand án þess að honum hafi beinlínis verið kennt það.  Það átti að aflífa hann.  En ég þekki dóttur mína, veit ekki hvernig hennar heimili mun líta út, þegar hún byrjar praxis. LoL

IMG_9254

Þessi mynd er sérstaklega fyrir Hrönn.

IMG_9262

Dýralæknarnir, læknirinn og neminn.  Þær hafa haft heilmikið að gera undanfarið við að hjálpa dýrum, bæði kindum, kúm og kisum og öllum. 

IMG_9270

Og á meðan Hanna Sól dansar gegnum lífið.

IMG_9275

Leggur litla systir á borð.

IMG_9290

En Snúlli á hug og hjörtu allra á heimilinu i dag.

IMG_9299

Tvö sæt saman.

IMG_9305

Meira að segja Sorró lætur sig hafa að taka á móti litla dýrinu.

IMG_9307

En sá stutti var að leita að allt öðru, hann er svo nýfarin frá mömmu sinni blessaður, en hann borðar og borðar alveg heilmikið.  langaði bara í mjólkursopa.

IMG_9313

Já hann slapp frá sprautunni.

IMG_9318

Létt verk að sigra ömmu.

IMG_9325

Og ennþá léttara að sigra afa. 

En sem sagt nú snýst líf okkar um einn lítinn kettling.  Það er ekki svo slæmt. Heart

eigið góðan dag elskurnar og megi friður ríkja með ykkur og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Ég held að bænir virki.  Allavega virkaði mjög vel bænir ykkar til mín með uppboðið á húsinu, því Húsasmiðjan hætti við að bjóða upp húsið, af einhverjum ástæðum.  Ég held að þar hafi eitthvað gott gripið inn í. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að frétta af húsinu.

Og mikið er Snúlli sætur.

Jólakveðja.

Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er ég glöð að heyra þetta með kúluna þína elsku Ásthildur mín. Knús og kossar til þín elskan, hugur minn hefur verið hjá þér þótt ég hafi lítið komið undafarið er lítið á blogginu núna. Ég sendi þér og þínum kærleik

Gleðilleg jól

Kristín Katla Árnadóttir, 18.12.2009 kl. 18:59

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Yndislegt... allt saman

Jónína Dúadóttir, 18.12.2009 kl. 19:20

4 Smámynd:

Góðar fréttir Ásthildur mín og til hamingju með nýja kúlubúann. Kisur eru gleðigjafar

, 18.12.2009 kl. 19:44

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 18.12.2009 kl. 20:41

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Brandur hlýtur að taka því með stóískri ró að kettlingur komi í "kúluna" enda getur kettlingur aldrei orðið jafn virðulegur og getur ekki haft sama hlutverk og Brandur.

Jóhann Elíasson, 18.12.2009 kl. 21:02

7 Smámynd: Ragnheiður

Kær kveðja til ykkar í Kúlu og megi hún verða ykkar áfram - kisi er flottur

Ragnheiður , 18.12.2009 kl. 21:07

8 identicon

Gott að frétta af Kúlunni. Ég hélt alltaf að jólakötturinn væri svartur, en þessi er sætur . Ég vildi samt ekki hitta hann, hef ofnæmi fyrir köttum í nálægð. Það þarf alltaf að loka köttinn inni ef ég heimsæki Sigga, en það dugir. En til hamingju með kisuna, efast ekki um að hún fær góða aðhlynningu hjá systrunum

Dísa (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 22:04

9 identicon

Snúlli er yndislega fallegur, til hamingju öll með hann

Það er aldeilis frábært hjá Húsasmiðjunni að hætta við uppboðið, þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið í dag. Þið fáið þá vonandi að vera í friði það sem eftir er.

Risaknús til allra heimilisbúa í kærleikskúlunni

Kidda (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 22:13

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Já vonandi tekst okkur að vinna okkur út úr þessum vanda í framhaldinu Kidda mín.  En allt svona er barnaleikur miðað við að berjast fyrir börnunum sínum.  Þetta verður all einhvernveginn smámál. 

Dísa mín þú verður að minna mig á að loka kisurnar inni þegar þú lítur við.

Takk elsku Ragga mín.

Einmitt Jóhann Brandur er svo virðulegur köttur að hann tekur þessum litla bara með ró. 

Knús Sigrún mín.

svo sannarlega eru þetta góðar fréttir Dagný mín.

Takk Jónína mín.

Takk elsku Katla mín. 

Jólakveðja til þín líka Ingibjörg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2009 kl. 22:46

11 identicon

Yndislegar fréttir af kúlunni ykkar. Hugur minn er hjá ykkur, ég veit að bænir virka. Gleðileg jól kæru kúlubúar.

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 00:12

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir mig Þetta barn er dásamlegt.

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2009 kl. 00:51

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Algjör Snúlli!

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.12.2009 kl. 08:23

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegt að frétta þetta með húsið og Snúllinn er æði, en börnin flottust.
Kærleik í kúlu
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.12.2009 kl. 08:24

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega allar saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2009 kl. 13:11

16 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til lukku með litla snúð og svo sendi ég þér ljúft knús í fagra kúluhús.....:):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.12.2009 kl. 23:11

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Linda mín elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 08:38

18 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mikið er ég glöð fyrir ykkar hönd að Kúlan verði áfram ykkar. Til hamingju með Snúlla  Hehe, ég held að Bára ætti að fá sér búgarð áður en hún byrjar praxis  en mikið skil ég hana vel. Stelpurnar eiga aldeilis eftir að dedúa við kisa  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.12.2009 kl. 10:01

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín, já ég held að það dugi ekkert minna en búgarður fyrir dóttur mína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband