15.12.2009 | 23:57
Spegilmyndir og engladans.
Ísafjörður í spegli tímans....
Mamma greiðir stelpunum sínum fyrir leikskólann.
Veðrið er yndislegt þessa dagana. Svo sannarlega líkara vorveðri en aðventunni.
En það er bara til að njóta.
ég dáist alltaf að því hve glæsilega fjöllin og bærinn minn speglast í pollinum. Þetta er eins og listsýning. Af þeirri stærðargráðu að um það þarf ekki að ræða.
Er þetta ekki alveg ótrúleg sýn? Þó blasir hún við okkur dag eftir dag.
Þessi sett inn í gamni. Hún er á hvolfi.
Síðasta ballettævingin fyrir jól var í dag. Hér eru foreldrar að klæða börnin í búningana.
Hér eru Isobel og Hanna Sól.
Isobel litla var dálítið feimin við allt þetta fólk, svo öryggið var hjá pabba.
Kennarinn er held ég frá Rússlandi, hún hefur ótrúlega góða stjórn á þessum litlu fiðrildum.
Það var dálítið erfitt að ná góðum myndum af þessum elskum, en þær stóðu sig rosalega vel og var virkilega gaman að fylgjast með þeim.
Allskonar æfingar og spor, hopp og stökk.
Framtíðarballerínur.
Við erum heppin að hafa þetta allt hér á Ísafirði. hæfileikana, fegurðina og öryggið. Jafnvel þó allt gangi ekki upp, eins og hjá mér, ég veit ekki hvar ég stend. Þá nýt ég þess að upplifa allt það yndislega og góða í kring um mig. Sem betur fer. Svo kemur nóttin og myrkrið. En jafnvel það verður auðveldara, ef maður getur gleymt sér augnablik við yndislegheit eins og ég hef nefnt hér. En ég býð ykkur góða nótt, og megi allir góðir vættir vaka yfir okkur öllum og vernda. Megi dýrð ljósanna og englarnir vera okkur nálægir. Sérstaklega þeim sem á því þurfa að halda.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022163
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Ásthildur, ég krosslegg fingur og vona að allt gangi upp hjá ykkur í kærleikskúlu. Þetta hafa verið dimmir vetrarmánuðir í meira en bókstaflegri merkingu en nú þegar birtan fer að taka völdin mun vonandi birta allt um kring
Sigrún Jónsdóttir, 16.12.2009 kl. 00:06
Hugsaðu þér elsku vinkona, þú hefur hæfileikana til að sjá hið yndislega í kringum þig og það er það sem mest er um vert, þið og við öll eigum alltaf hvort annað.
Þú gefur okkur gleði með myndum þínum og spjalli við okkur, og það er rétt hjá þér að líkja má veðrinu hjá ykkur sem vorkomu,þakka þér fyrir það ljúfust mín að gefa okkur birtuna frá þér.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2009 kl. 07:29
Kærleikskveðjur til ykkar Ásthildur mín.Sólin er lágt á lofti þessa dagana en það birtir aftur
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 07:32
Úff manni verður bara illt og verður hjólbeinóttur þegar maður sér þær stuttu fara í "splitt" eins og ekkert sé. Ef maður gæti farið í splitt væri alveg öruggt að maður gæti ekki staðið upp aftur í það minnsta yrði maður stórslasaður eftir.
Jóhann Elíasson, 16.12.2009 kl. 07:53
Já þær hafa ekki mikið fyrir þessu sumar stúlkurnar. Og með áframhaldandi þjálfun, helst það fram á miðjan aldur Jóhann minn.
Takk Ragna mín.
Takk Milla mín, já sennilega má ég þakka fyrir að koma auðveldlega á ljós í tilverunni. Það er mér allavega ómetanlegt.
Takk Sigrún mín, já ég er allavega bjartsýnni eftir gærdaginn. Og eins og þú segir bráðum fer að birta á ný.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2009 kl. 08:55
Æðislegar speglamyndirnar, mér koma í hug vorkvöld þegar allt stendur á haus . Ballerínurnar eru líka meiriháttar . Megi allt hið góða vera með þér og styrkja þig elsku dúllan mín .
Dísa (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 09:05
Einmitt Dísa mín, ég tel þetta vera sérréttindi okkar hér að hafa þessar speglamyndir marga daga á ári. Risa listaverk Yfir allan pollinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2009 kl. 10:13
Alltaf eru spegilmyndirnar jafnskemmtilegar og ekki síður myndirnar af ungviðinu. Skilst að það sé von á að þið á Vestfjörðum fái hvít jól, vonandi rætist það.
Nokkrir dagar enn og svo fer að birta á ný, það birtir vonandi til í öllu þínu lífi eins og hægt er mín kæra.
Knús í kærleikskúlna
Kidda (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 11:16
Takk Kidda mín. Já það verður ágætt að fá hvít jól. Annars er þetta voða ljúft. Ég hugsa að allt birti þegar dag tekur að lengja. Takk og knús inn í nóttina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2009 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.