Kammerkór, gönguferð og bara eitthvað ljúft undir svefninn.

Ég er búin að vera ótrúlega drusluleg undanfarið.  Loksins er ég að komast á rétt ról.  En ég átti eftir að setja hér inn ýmislegt sem ég hafði lofað ykkur mín kæru.

IMG_5922

Eins og við vorum að ræða hér á undan, þá eru börn ótrúlega fljót að tileinka sér að hlusta og taka eftir því sem við þau er sagt.  það þarf ekki marga mánuði.

IMG_5929

Ingi frændi nýkomin frá noregsi, hafði lofað Evítu Cesil að koma með sleikjó og auðvitað átti Ásthildur líka að fá.  Og svo er bara að ná sér í nógu marga Tounge

IMG_5931

Yndislega Matta mín með Símon Dag, þrjátíu ára og flott.  Og bauð til veislu.

IMG_5937

Stelpurnar mínar þrjár vantar tvær Siggu og Marijönu.  En hér með minnstu börnin sín.

IMG_5942

Að fara út að skemmta okkur með kammerkórnum.  Ég sárlasin en svona er þetta bara. 

IMG_5945

Svona opnar maður rauðvínsflösku þegar ekki finnst upptakari!!!

IMG_5952

Allt í einu voru allir karlarnir horfnir fram í eldhús.

IMG_5953

Málið var að þar sem hér voru líka börn þá var bökuð pizza, og þeir voru að fylgjast með bakstrinum hehehe, en það þurfti svo konu hana Guðrúnu til að taka pizzuna út. LoL

IMG_5954

Við vorum aftur á móti í brauði og fíneríi.

IMG_5955

Mig langaði að heyra lag frá kammerkórnum, og var þeirri bón ljúflega tekið.  En svo var því allt í einu snúið upp á að karlakórsfélagar sem þarna voru í meirihluta tækju Veifa túttum Vilta Rósa.  hehehehe

IMG_5959

Gruna kórstjórann Guðrúnu Jónsdóttur um græsku.  en við konurnar nutum þess að hlusta á strákana okkar syngja.

IMG_5962

En það tók smá tíma að fá karlana til að hitna og syngja, og þetta eru þau bestu tilþrif sem ég hef séð hingað til.  Viðar bara koðnaði niður í ekki neitt við stjórnun Guðrúnar, segi og skrifa. LoL En tilgangurinn helgar meðalið og hún fékk strákana til að syngja Veifa Túttum af krafti.  Svona eiga stjórnendur að vera.

IMG_5965

Svo er það Torfi, hann var að segja sögur, meðal annars af pabba mínum og afa á Straumnesfjalli þar sem hann var með í för ungur drengur.

IMG_5969

Og Torfi kann að segja frá.  Sumum er það bara eðlislægt að segja sögur.  Þetta toppar enginn.

IMG_5970

Ég meina maður "heyrir" hlátrasköllin ekki satt?

IMG_5973

En út í enn yndislega dag á Ísafirði.

IMG_5980

Dóttir mín tók þessar myndir, þar sem ég ákvað að liggja í rúminu og reyna að ná heilsu.

IMG_5983

Stundum held ég að "afi" sé einn af börnunum.

IMG_5987

Það sem honum dettur í hug......LoL

IMG_6002

Njólaskógurinn nær yfir Hönnu Sól, ekkert smávegis þar.

IMG_6031

Horfðu til himins... með höfuð hátt, horfðu til himins.....

IMG_6051

Bara svona, þetta er algeng sjón á pollinum okkar, speglun frá fjöllunum, risastór listaverk sem eru svo tignarleg.

IMG_6058

Svo þarf að hjálpa litlum skottum yfir erfiðustu hjallana.

IMG_6063

en nánar er skoðað sést efst á fjallabrúnum smá sól.  Það er sólin sem við höfum í dag.

IMG_6070

Jamm þetta er sólin sem við höfum i skammdeginu.  En hún er þá ekki í augunum á okkur endalaust.

IMG_6068

Það má finna snjó... með góðum vilja, eins og allt annað.  Við getum allt ef við bara leitum eftir því.

IMG_6073

Yndisleg birta, snæfjallaströndin blasir við í sól.

IMG_6077

Ef þið horfið í augun á barninu, þá er auðséð að hún er ævarreið.  það er vegna þess að mamma hennar fór á kajak með pabba sínum og amma var heima að passa. Það hentaði ekki prinsessunni litlu hehehe...

IMG_6078

Hér er elsku Sunna mín komin aftur í heimsókn.

IMG_6086

Og við kveðjum bara héðan úr kúlunni.

Á morgun á að bjóða hana upp, svo það væri gott að þið mynduð krossa fingur og tær fyrir því að það færi allt á besta veg og að við fáum mögulega að halda henni.  Því það skiptir bara svo miklu máli fyrir mig allavega.  Ég vil bjóða ykkur góða nótt og vona að þið sofið vært og rótt og að gjafir Jólasveinanna rati ofan í skóna ykkar, hvort sem það verður nammi, dót eða bara tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi mín kæru. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður í mínum bænum að kraftaverk gerist á morgun og þetta reddist.

Þú átt það svo sannarlega skilið að halda húsinu þar sem mikil barnahlýja virðist vera viðloðandi þarna:)

Ég hef aldrei skrifað þér en þú hefur oft hlyjað mér um hjartarætur með skrif þín.. Takk fyrir það.

Þú verður í mínum bænum í nótt.

Sigþrúður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 02:02

2 Smámynd: IGG

Takk fyrir frásögn og myndir. Sendi hlýja strauma og óskir um að allt fari á besta veg.

IGG , 15.12.2009 kl. 02:19

3 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 07:33

4 identicon

Kúluna á enginn annar en þið, kæra fjölskylda. Ég á bágt með að trúa neinu öðru. Takk fyrir að deila með okkur hugleiðingum og myndum. Kær kveðja til ykkar.     Steini Árna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 08:12

5 identicon

Knús til ykkar

Gréta (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 08:18

6 identicon

Skemmtileg frásögn. Óska þess af heilum hug að allt fari á besta veg. Get ekki hugsað mér ykkur annarsstaðar eða aðra í Kúlu. Allar góðar vættir veri með ykkur .

Dísa (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 08:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir öll. 

Jamm ég get ekki hugsað mér að búa neinstaðar annarsstaðar.  Skrýtið hvert lífið leiðir mann?  Vonandi fer allt vel. 

Innilega takk fyrir góðar og hlýjar hugsanir.  Ég þarf á svoleiðis að halda núna.

Takk fyrir mig og velkomin hingað Sigþrúður.  Gott að vita.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2009 kl. 09:09

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sendi alla mína krafta í að þið haldið kúlu

Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2009 kl. 09:50

9 identicon

Ég bið þess heitt og innilega að þið fáið að halda kúlunni, hún er ykkar og það má enginn taka hana frá ykkur. Verð með kkur í huganum í dag og reyni að senda góða strauma til ykkar og vona að enginn ásælist kúluna ykkar.

Risaknús á ykkur öll í dag með von um betri tíð

Kidda (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 10:08

10 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Vonandi fer allt vel í dag.  Gangi ykkur allt í haginn í dag og alla aðra daga.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 15.12.2009 kl. 11:01

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman.  Ég er eitthvað tóm inn í mér.  Ætla ekki að vera viðstödd. 

Finnst þetta vera svo óraunverulegt eins og það komi mér ekki við.  Ég held að það séu einhverskonar varnarviðbrögð líkamans. 

Við höfum nefnilega aldrei tekið þátt í þessu kapphlaupi.  Peningarnir skipta samt ekki máli, heldur þessi niðurlægjandi uppákoma.  En svona er þetta bara, við viljum bjarga okkar nánustu og gerum það af kærleika.  Sá kærleikur endar ekkert, þá er bara að taka því sem að höndum kemur með eins mikilli ró og hægt er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2009 kl. 11:26

12 identicon

Kæra Ásthildur!

Ég sendi ykkur allar þær fallegu hugsanir sem ég á í dag og segi eins og fleiri hér að ofan; Kúlan tilheyrir ykkur og bara ykkur.

Ég vona að allt fari vel í dag!

Þórunn Pálsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 15:01

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þórunn mín.  Það er svo gott að vita af fólki eins og þér.  Og þau erum mörg, fyrir það er ég þakklát.

En ég veit satt að segja ekki hvar ég er stödd.  Það mætti víst enginn í dag.  Ef til vill hafa þeir ekki fundið húsið út af öllum fyrirbænunum.   Hvað veit ég.  En mér er sagt að ég sé á byrjunarreit.  Hvað sem það þýðir er hulið mér.  En ég hlýt að fá betri upplýsingar um þetta allt saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2009 kl. 17:55

14 identicon

Vonandi þýðir þetta að þið fáið að halda kúlunni á meðan þið eruð að vinna ykkur út úr þessu. Veit að við öll munum halda áfram að hugsa vel til ykkar og biðja fyrir því að kúlan verði ykkar um aldur og ævi eða þar til þið viljið fara úr henni.

Sofðu nú vel í nótt elsku Cesil mín

Risaknús til allra kúlubúa

Kidda (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 19:10

15 identicon

Dísa (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 22:56

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona það, en ég veit ekkert í minn haus. En ég hlýt að fá skýringar.  Lífið er orðið svo flókið að það er ekki fyrir kerlingar eins og mig að lifa í því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2009 kl. 23:42

17 identicon

Kæru kúlubúar. Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur og kúlunni ykkar. Hún tilheyrir engum öðrum en ykkur. Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum.

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 23:56

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Dísa mín.   Knúsaðu kallinn frá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2009 kl. 09:19

19 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Elsku Ásthildur mín. Ég hef ekki verið mikið inn á blogginu núna vegna anna. Mér brá þegar ég las þessu færslu. Ef ég er í tímaþröng og kíki á bloggið, þá kíki fyrst alltaf í þínu síðu, því mér finnst hún svo góð og einlæg og uppbyggileg. Það hryggir mig að heyra af ykkur í þessari stöðu. Mér finnst það skelfileg tilhugsun. Ég vona að allt fari á besta veg. Kúlan og þið eruð eitt!

Kreppan heggur á þá sem síst skyldi. Elsku Ásthildur mín, ég hugsa til ykkar og vona. Knús og kærleikskveðjur. 

Sigurlaug B. Gröndal, 16.12.2009 kl. 11:20

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Sigurlaug mín fyrir að gleðja mig svona.   Knús og kærleikskveðja á móti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022164

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband