Göngutúr og ýmsar hugleiðinar.

Ég er búin að slaka vel á í dag.  Hugsa um heilsuna og sona.  

En ég lofaði nokkrum myndum að gönguferð í gær.

IMG_5731

Byrja á smáknús.

IMG_5747

Tilbúin í göngutúr.

IMG_5748

Það þarf samt töluverða þolinmæði að bíða eftir að litla systir verði klár.

IMG_5750

Og trúið eða ekki, hér erum við að tala um næstum hádegi.

IMG_5753

Reyndar er þetta svona nær birtunni en samt!!!

IMG_5767

Og sumstaðar er ennþá snjór ennþá.

IMG_5781

En svona að mestu er enginn snjór í byggð og það eru að koma jól.

IMG_5782

En það var virkilega gaman að rölta með fjölskyldunni mæli með því sem heilsubót og líka sálarhreinsandi.

IMG_5785

Blessuð börnin eru okkur betrumbætingar á meira en einn veg.  Þau geta hreinlega bjargað sálarheill okkar, ef við tökum þannig á málunum.

IMG_5789

ef við skoðum sakleysið, og allt það smáa sem gerir okkur að þeim manneskjum sem við erum, sjáum jafnvel gleðina í því einfalda og smáa.  Kitlum hláturtaugar við það einfalda og saklausa.  það er mikilsvirði að geta það á þessum tímum.  Gleyma sér í einfeldni og sakleysi æskunnar.

IMG_5799

Það er allt fyrir framan nefið á okkur, ef við bara lítum upp og leyfum okkur að njóta þess.

IMG_5803

Já við getum svo sem leyft okkur að verða börn aftur. 

IMG_5810

Muna þegar maður sjálfur var svona lítill og saklaus.

IMG_5816

Vinna svo sálartetrið sitt þaðan út í lífið.

IMG_5819

Muna að þrátt fyrir allt þá eigum við ennþá þetta land og þess dásemdir, ef okkur tekst að koma í veg fyrir að ráðamenn selji það allt undir erlend yfirráð.

IMG_5823

Ég er nefnilega alveg klár á að erlendis gera menn sér miklu meira grein fyrir hvað er hér í boði og húfi.  Það fer að verða skortur á ýmsum nauðsynjum eins og vatni og ósnertri náttúru, og ef við gætum ekki að, gæti alleins farið svo að þeir sem við veljum til að gæta hags okkar, sæju sér tækifæri í að framselja þetta í hendur annara, fyrir sig og sína.  'Eg er ekki að segja að það sé endilega núna, en það er bara tímaspurnsmál, hvenær það verður, því það er bara þannig.  Þess vegna þurfum við að fara að huga að því sem við eigum, og hverju við viljum fórna fyrir tímabundin lífsgæði.  Og þá er eins gott að muna að við eigum börn og barnabörn og jafnvel barnabarnabörn sem þurfa líka að lifa eins og frjálsborið fólk.

IMG_5829

Þá dugar ekki bara að fylgja "sínum flokki" eða hugsa um flokkshollustu.  Þá dugar ekkert annað en að velja það sem best er fyrir okkar afkomendur.  Ég vil sjá mína frjálsa með öll þau tækifæri og metnað sem landið mitt getur gefið þeim.  Ekkert minna en það dugar mér.  Ég gæti sennilega farið út í stríð og jafnvel drepið svikara til að vernda börnin mín.  Og þetta segi ég sem er uppfull af því að bjarga hunangsflugum upp úr tjörninni á vorin, og búin að kenna barnabörnunum að gera það sama.

IMG_5834

Á leið heim aftur eftir yndislegan göngutúr.

IMG_5835

Og þá erum við komin heim. 

En ég verð að segja ykkur að dóttir mín kom í Séð og Heyrt, já ég get svo svarið það.  Hef reyndar aldrei keypt það blað fyrr en nú, og hér er skýringin.

Séð og heyrt

Veit svo sem ekki hver þessi Daníel er, en hann er víst að gefa út lög.  En þau ásamt ástvinum fóru saman til parísar í línuskautarallí.  Sel það ekki en ég keypti, en þetta er fallega dóttirin mín. Heart Svo þið sjáið að Hanna Sól og Ásthildur eiga nú ekki langt að sækja fyrirsætugenin.

11456_1269763656959_1015860115_832117_6371898_n

Tók þessa mynd af vefsíðu Sæfara í dag.  Þau Elli minn og Bara brugðu sér á kajak í dag í þessu yndislega veðri sem er hér þessa dagana. 

Eigið góða nótt elskurnar mínar. Heart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða nótt

Jónína Dúadóttir, 13.12.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða nótt

Hrönn Sigurðardóttir, 13.12.2009 kl. 22:11

3 identicon

Já, börnin  eru yndisleg og saklaus og fátt skemmtilegra en að tala við barn sem þeir fullorðnu eru ekki búnir að kenna að fela og skrökva. Þar á ég við mig og  þig og alla hina sem segja, nei það má ekki segja svona þá getur einhverjum sárnað. En meðan þau eru lítil finnst okkur dúllulegt ef þau segja nei ég vil ekki þetta það er ekki fallegt.

En það er yndislegt að ræða við litla manneskju og finna rökhugsunina, sem er aðeins frábrugðin okkar en rökin samt góð. Börnin auðga lífið og minna okkur á margt. Vona að þið eigið margar svona góðar stundir, ekkert getur skemmt þær.

Dísa (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 22:13

4 identicon

Sæl Ásthildur.

Alltaf jafn notaleg lesning og myndaskoðun.

Takk fyrir . Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 23:44

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Litla fólkið gefur lífinu gildi.  Skemmtileg lesning og frábærar myndir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.12.2009 kl. 00:45

6 Smámynd: IGG

Þið eruð bara yndisleg. Takk fyrir þetta allt kæra Ásthildur.

IGG , 14.12.2009 kl. 01:50

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 14.12.2009 kl. 03:21

8 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 07:42

9 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Svei mér þá ef þetta er ekki Ísafjörður Ásthildur mín :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 14.12.2009 kl. 07:50

10 identicon

Hm smá afskiptasemi, hefði viljað sjá þig með trefil um hálsinn

 En gott að þú ert komin með smáheilsu aftur. Og myndirnar þínar klikka ekki frekar en fyrri daginn.

Knús í jólakúlu

Kidda (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 10:40

11 Smámynd: Rafn Gíslason

Takk fyrir myndirnar og pistilinn Áshildur mín og það er ekki laust við að manni langi vestur á heimaslóðir þegar maður skoðar myndirnar þínar.

Rafn Gíslason, 14.12.2009 kl. 16:39

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir, asskoti ertu töff týpa í pelsinum þínum Ásthildur mín. .. Reyndar bara svona generalt töff.

Jóhanna Magnúsdóttir, 14.12.2009 kl. 17:56

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll. 

Takk Jóhanna mín.

Rafn í og með eru myndirnar til þess að reyna að láta fólk langa til að koma heim aftur, eða í það minnsta í heimsókn.

Kidda ég lofa að vera með trefil næst.  Knús.

Já einmitt Tara mín

Knús Ragna mín.

Knús Sigrún mín.

Takk Ingibjörg mín.

Takk Jóna mín.

Kveðja til þín líka Þói minn

Sammála Dísa mín það er mjög gott að rökræða við börn og hlusta á það sem þau hafa að segja.  það er oft svo skynsamlegt.  Við hlustum bara ekki nógu vel eftir því.

Góða nótt Jónína mín og Hrönn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2009 kl. 21:19

14 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Börn hafa oftar en ekki rétt fyrir sér. Það er ekki búið að menga þau af ósanngirni. Ég man t.d. oft eftir einu tilraunaverkefni þar sem börn áttu að svara spurningum. Ein spurningin var "Er í lagi að stela ef við erum veik og eigum ekki pening fyrir lyfjum?" 14 ára svaraði: "Já, ef við þurfum lyfið"  7 ára svaraði: "Það má ekki stela. Þeir sem eiga pening eiga að láta þennan veika fá pening fyrir lyfjum". Ég ætla rétt að vona að þessi 7 ára hugsun verði allsráðandi þegar einhverjum dettur í hug að selja vatnið okkar!

Það er ótrúleg heilsubót að fá sér göngutúr, að ég tali ekki um í rólegheitum með börnin með, yndislegt  Bára og Hanna Sól eru bara flottar fyrirsætur, og sækja það allt saman beint frá þér  

Knús elskuleg mín.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.12.2009 kl. 21:35

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín.  Já við skulum vona að þessi 7 ára hugsun verði ofan á.  Knús inn í svefninn elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022164

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband