Eitthvað sætt undir svefninn.

Ég ætlaði að setja hér inn í kvöld gönguferðina okkar í morgun.  En ákvað að setja inn myndir frá því í gær.  Bara svona ljúfar yndislegar myndir af yndislegum krökkum.  Það er ljúft undir svefninn, göngutúrin kemur bara á morgun, og ævintýri dagsins í dag. 

IMG_5587

Eigum við ekki bara að láta það eftir okkur að vera í smákrúttkasti?

IMG_5588

Óborganleg fegurð, hrein og tær.

IMG_5590

Sakleysið algjört.

IMG_5591

Gleðin svo einlæg, að hverjum manni getur vöknað um augu.

IMG_5595

Svo má brosa gegnum tárin.

IMG_5604

En í allri þessari eymd sem við erum að upplifa, þá er nauðsynlegt að njóta þess fallega, saklausa og yndislega sem okkur býðst af gleði og ánægju sakleysisins. Heart

IMG_5615

Allavega er ég rosalega þakklát fyrir það sem ég hef í kring um mig, og langar að miðla því til fólks sem mér þykir vænt um, og miklu fleiri en tjá sig hér.  Því ég veit að þar eru miklu fleiri sem fylgjast með og þakka mér fyrir og knúsa þegar það hittir mig.  það þykir mér mjög vænt um líka.

IMG_5626

Hér er elsku Sunnubarnið sem er hetjan mín.  Notar sína lífsreynslu til að hálpa öðrum.  Er það ekki einmitt það sem við ættum öll að gera?

IMG_5627

Sakleysið er okkur nauðsynlegt til að lifa af í þessu lífi.  Segi og skrifa.

IMG_5629

Nákvæmlega.

IMG_5742

Litla yndislega fjölskyldan mín sem hér er núna.  En það er meira eftir að koma.

IMG_5745

Í boði Hönnu Sólar, fjölskyldumynd, fjölskyldufaðirinn var teiknaður inn eftir á, og takið eftir að það er vídd í teikningunni.  En ég get sagt ykkur að á morgun koma myndir af göngutúr, 30 afmæli tengdadóttur og skemmtun með kammerkór Ísafjarðar.  Það er því bara ................ nú hljóma ég eins og Stöð2 heheheh... En er ekki lífið til að lifa því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.12.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Sæl yndislega kona ! Í gær sátum við fjölskyldan hérna í eldhúsinu og ræddum lífið og hvernig við erum mötum af samfélaginu og  um hvernig lífið á að vera. Við ræddum fjölmiðla og hvernig við erum spegilmynd fjölmiðla. Hversu langt frá raunveruleikanum við erum, hvað við viljum sjá og hvað við viljum sýna. við ræddum þetta út frá myndlistarlegri sýn, og út frá pólitískri sýn. 

Við birtum myndir af fögrum augnablikum, við tökum myndir af fögrum augnablik. Við sendum út á netheim, það sem segir öðrum hversu fallegt líf okkar er með staðlaðri fegurð sem allir skilja og engum bregður við að sjá.

Við sem mannfólk erum svo langt frá hinu raunverulega lífi. Minningamyndirnar fyrir framtíðina í fjölskyldualbúminu, er uppstillt og fallegt, það er ekkert að því, en það er bara lítill hluti af raunveruleikanum. 

Sagði ég þá frá hversu mikil áhrif það hafði á mig, þegar þú birtir myndir af syni þínum látnum, og mynd af syni kveðja föður í hinnsta sinn. Þessar myndir fengu hjartað í mér til að stoppa. Myndir af raunveruleikanum eins og hann er, en við flest afneitum. Það spunust umræður um hugrekki, og að vera sá sem maður er, án allrar glannsmyndar. 

Það ert þú, og takk fyrir að hafa gert tilveruna hjá mörgum okkar ríkari með einlægni þinni kæra Cesil !

Megið þú og fjölskylda þín hafa fallega aðventu með þriðja kertaljósinu

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.12.2009 kl. 07:25

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 13.12.2009 kl. 07:31

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hún segir meira en mörg orð - myndin hennar Hönnu Sólar

Hrönn Sigurðardóttir, 13.12.2009 kl. 08:37

5 identicon

Gleði og fjör í Kúlu. Myndin hennar Hönnu Sólar er flott

Dísa (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 19:41

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar

Steina mín ég var hreinlega hrærð að lesa innleggið þitt.  Mikið er ég sammála þér í þvi að við erum svo langt komin frá því mannlega og upprunalega sem ætti að vera okkur leiðarljós.  Ég hugsaði mig tvisvar um áður en ég setti myndina inn.  Það var ekki út af því að ég sjálf væri ekki tilbúin, heldur hugsaði ég um blygðunarkennd annars fólks, en hugsaði svo með sjálfri mér... þetta er mitt líf, minn sonur og mér finnst að þetta eigi erindi til fólks sem er þarna úti fullt af þeim, sem misstu af kistulagningunni og misstu af jarðarför, og þau hreinlega eiga það inni hjá mér að fá að sjá og fá að gráta yfir vini sínum.  ég veit nefnilega hvað það er erfitt að fá ekki að vera með, fá ekki að taka þátt og vera langt í burtu.  það er erfitt.  Það voru margir sem hringdu og þökkuðu mér fyrir og þá vissi ég að ég hafði gert rétt.  það er einmitt það sem skiptir mig mestu máli.  Elsku Steina mín ljósið þitt skín yfir mér svo oft og við erum svo innilega sammála í okkar lífsýn.  það gleður mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2009 kl. 21:08

7 Smámynd: IGG

IGG , 14.12.2009 kl. 01:51

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleikur yfir hafið til þín systir mín !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.12.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022165

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband