Tónleikar T.Í. og konukvöld hjá Karlakórnum Erni.

Ég veit að ég hefði átt að liggja í rúminu í gær, en í fyrsta lagi þá átti Úlfurinn að spila á tónleikum.  Hann er nýkomin úr sveitinni.  Hann nýtur sín afskaplega vel hjá Stellu í Heydal, enda er hún alveg sérstök.  Og svo var konukvöld hjá Karlakórnum Erni. 

IMG_5635

Fyrst þurfti að pússla svolítið.  Evíta og Ásthildur báðar mjög áhugasamar um púsl.

IMG_5636

Prinsessan mín stóra búin að klæða sig upp á til að fara á Tónleika.

IMG_5639

Sæt og fín.

IMG_5643

Við dyrnar á Hömrum, en það er salur Tónlistaskólans á Ísafirði annað af tveim menningarhúsum hér.

IMG_5645

Og á tónleikum situr maður hljóður og hlustar á músikina.

IMG_5648

Úlfurinn ótrúlega flottur, kom úr sveitinni þennan sama dag, og spilar feillaust bara eftir nótum.  Það myndu ekki margir leika eftir.

IMG_5649

Þessi unga dama þandi nikku og gerði það vel.

IMG_5650

Hér er svo verðandi gítarleikari.

IMG_5651

Feiri nikkarar.

IMG_5652

Það er eitt víst að ísfirskar hljómsveitir mun ekki skorta færa hljóðfæraleikara.  Og það eru raunar tveir tónlistaskólar hér, Tónlistaskóli Ísafjarðar, gamall og rótgróin, og svo Listaskóla Rögnvaldar.  Þar er meira um aðrar listir líka, ballet, freestyle  dans og margt fleira.

IMG_5653

Ekki skortir heldur trommara.  En ég varð því miður að láta mig hverfa af vettvangi.  Þau sátu áfram Elli og börnin.  Það er nefnilega kurteisi og virðing við nemendur að sitja alla tónleikana, svo eru þeir bara svo skemmtilegir.

IMG_5654

Og úti er jólalegt, veðrið var yndisleg 9°hiti og logn.

IMG_5655

Silfurtorgið allt í ljósum.

IMG_5656

Jólalegar útstillingar í gluggum.

IMG_5657

Rut bregst heldur ekki.  Stollenbrauði og allar góðu kökurnar í Gamla bakaríinu.

IMG_5658

Allir geta fengið sér nýja flík fyrir jólin.  ´Þessi búð er greinilega alveg ný.  En ég versla mín dress hjá Jóni og Gunnu, þau eru með föt í öllum stærðum, líka minni.

IMG_5659

Ég gekk líka framhjá Slunkaríki, þar er greinilega sýning í gangi.  Þetta er minnsta gallerí Íslands. Og heitir eftir Sóloni sem byggði sér hús sem hann kallaði Slúnkaríki, sérstæður maðurinn sá.

IMG_5661

Þessi jóli hefur annað hvort verið orðin örþreyttur eftir að hafa sett í skó fyrir ísfirsk börn, eða þá  að hann hefur fengið sér of mikið neðan í því.  Hann lá allavega svona kylliflatur. Tounge

IMG_5662

Fiskarnir hans Júlla míns liggja víða.  Þessa setti hann niður sjálfur þegar hann var að laga steinvegg fyrir vini sína.

IMG_5664

Það yljar mér að sjá verkin hans. Heart

En skyndilega kallaði rám rödd, jeppi stoppaði, og ég heyrði Viltu far?

IMG_5668

Var þetta þá ekki Rúnar Þór vinur minn og Öddi, báðir þessar elskur.  Þeir eru að spila í Krúsinni í kvöld, þú kemur nú og tekur lagið með okkur sagði Rúnar.  Ég var með þessum elskum í hljómsveitum hér í denn.  Og ég kallaði Rúnar lyklabarnið mitt.  Það eru ástæður fyrir því  en ... Við verðum að láta taka mynd af okkur sagði ég.

IMG_5670

Já eins og í gömlu daga.  Oh hvað það var skemmtilegt að hitta þá. Heart

IMG_5671

Þessi glæsilegi kórfélagi tók svo má móti mér með jólaglögg við innganginn.

IMG_5673

Það var mikið fjör á konukvöldi.  Hér er formaðurinn doktorinn að ræða við einn úr skemmtinefndinni.

IMG_5686

Mugipapa var veislustjóri eins og auðvitað alltaf, hann er með skemmtilegri mönnum, pilturinn sá.

IMG_5692

Hér eru þeir verðlaunaðir sem lengst hafa verið í kórnum frá upphafi. 

IMG_5695

Svo komu krakkar úr Litla Leikklúbbnum og sungu fyrir okkur, lögin hennar Ellýjar Vilhjáms.

Þau ætla að frumsýna í febrúar, og ég er ákveðin í að fara.  Það verður örugglega skemmtilegt.

IMG_5698

Gummi Hjalta og hljómsveit spila undir.

IMG_5700

Virkilega gaman að sjá þessa flottu krakka uppábúin eins og hér í den, og syngja svona ljómandi vel.

IMG_5710

Hér er svo aftur á móti fyrsti tenór sem tók lagið fyrir okkur.

IMG_5711

Tvíundarsöngur, þeir sungu minnir mig ó mín flaskan fríða en þeir sungu það á Ungversku. 

IMG_5715

Hér er svo kórinn allur, þeir eru rosalega flottir.

IMG_5722

Og hér kemur lagið sem Viðar tannlæknir fær að stjórna með tilþrifum.  En það kallast Veifa Túttum, vilta Rósa.  Það er að vísu ítalskt og tekstinn ekki alveg í anda stjórnandans.  En hvað um það við öll hin elskum þessa útgáfu af laginu og horfa á Viðar stjórna. LoL

IMG_5728

En allt tekur svo enda og líka þetta skemmtilega kvöld.  Ég verð að segja að maturinn var algjört lostæti en Gestur Elíasson sá um eldamennskuna, grafin lax, grafin ýsa, síld og plokkfiskur.  En þvílíkt sem þetta var gott. 

En nú er að reyna að ná úr sér þessu lungnakvefi.  Við fórum að vísu í göngtúr í morgun, við Elli minn Bára og stelpurnar.  En ég læt inn myndir af því seinna í kvöld.  Það var yndislegt veður og eins og vor í lofti. 

En nú sendi ég ykkur knús inn í helgina. Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan bata ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 12.12.2009 kl. 15:54

2 identicon

Þú veist að forfaðir Gests hét Hallgrímur og var bróðir þeirra Magnúsar og Þórhildar sem við erum komnar út af. (Þetta er örugglega sá Gestur).

Góðan bata.

Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú lætur ekki bévítans pestina stoppa þig en þú verður að fara varlega ekki viltu vera rúmföst yfir hátíðirnar, ef það vantar einn úr fjölskyldunni um jólin þá fer lítið fyrir hátíðarbragnum.  Ég man eftir því þegar ég var púki, þá var stjúpfaðir minn á sjó ein jólin og okkur krökkunum fannst ekki vera nein jól þá.

Jóhann Elíasson, 12.12.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu elskan mér finnist bara fínt hjá þér að koma með smá come back og syngja með strákunum
Gaman að þessum myndum og þá sér í lagi af prinsessunum, þær eru bara flottar.
Knús til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2009 kl. 17:28

5 identicon

Flottar myndir hjá þér af prinsessum stórum og smáum og tónlistarfólki og verst að hljóðið vantar . Gaman að sjá myndir af ykkur Rúnari, ég á alltaf hlut í honum síðan ég reyndi að ala hann upp í den, árangurinn var ekki góður. En hann kláraði það sjálfur sem betur fer .

Viltu gera það fyrir mig að fara vel með þig, ég vil eiga þig lengur

Dísa (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 22:45

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega Jónína mín.

Ingibjörg mín, já ég held það.  Gestur var sonur Elíasar Ívarssonar, amma sagði mér að hann væri frændi sinn.  Ég hef því alltaf litið á strákinn sem frænda minn.  Man reyndar vel eftir pabba hans. Sem var kokkur á sjó.

Jóhann minn ég skal lofa þér að fara varlega. Ég vil ekki liggja í einhverju skítaveseni yfir hátíðirnar, svo eru síðust forvöð að vera með börnunum mínum, sem eru að fara til Noregs strax eftir áramótin. 

Milla reyndar fór ég ekki, en var með strákunum í huganum.  Þeir eru flottastir.  Svo gaman að hitta þá. 

Elsku Dísa mín takk fyrir þessi fallegu orð.  Ég lofa þér að fara vel með mig.  Ég vil nefnilega líka eiga bæði þig og alla í kring um mig mikið lengur.  Elsku hjartans æskuvinkona mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2009 kl. 00:21

7 Smámynd: IGG

Ji hvað það hefði verið gaman að heyra líka en takk fyrir allr þessar myndir Myndirnar af ykkur Rúnari frænda og Erni Jóns eru líka yndislegar

IGG , 14.12.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022165

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband