Bestu vinir og Jólin.

Í gær var kveikt á jólaljósunum á Silfurtorgi. 

IMG_5449

Bestu vinir.

IMG_5451

Þær fóru í pössun í gær, önnur til Tinnu frænku og hin til Möttu frænku.  Sú stutta var frekar súr, vildi bara fá að vera í ömmuholu.  En svo var allt í lagi.

IMG_5455

Við erum að undirbúa okkur að fara niður á torg til að vera með þegar kveikt verður á jólatrénu.

IMG_5457

Það þarf að laga ýmislegt, og þá er nú ekki amaleglt að eiga stóra systur sem er tilbúin að hjálpa.

IMG_5459

Amma taktu mynd.

IMG_5460

Óðinn Freyr fékk að koma með okkur á torgið.  Bærinn er fallega skreyttur að venju.

IMG_5461

Og fólk farið að safnast saman.

IMG_5462

Og afi að spila.

IMG_5463

Þarna eru þau öll þrjú að hlusta á afa spila.

IMG_5465

Það var dálítið kalt þó veðrið væri gott, svo við fengum okkur heitt kakó og lummu hjá fólkinu í Tónlistaskóla Ísafjarðar sem var með sína árlegu sölu.  Þarna var líka hjálparsveitin og hjá þeim var hægt að kaupa og smakka eldiskrækling algjört sælgæti.

IMG_5470

Gaman gaman.

IMG_5472

Já það var hálf kaldranalegt á torginu í gær.

IMG_5476

En Hjalti stóð vaktina og hjálpaði Matis við að stjórna lúðrasveitinni.  Flottur hann Gummi.

IMG_5480

Bæjarstjórinn okkar hélt ræðu, og síðan voru ljósin tendruð.

IMG_5481

En börnin voru orðin eftirvæntingarfull.  Eftir hverju skyldu þau vera að bíða?

IMG_5485

Jú jólasveinunum.

IMG_5486

Þessir kátu karlar sungu og gáfu krökkunum svo súkkulaði.  Nú er alveg ljóst að jólin nálgast.  Bráðum fara þau að setja skóinn út í glugga.

IMG_5488

Evíta Cesil kom í heimsókn áðan.

IMG_5491

Eftir áramótin missir amma hana til Noregs, ásamt öllum hinum.  En þangað til ætla ég bara að njóta þess að eiga þau öll að. 

Knús á ykkur öll inn í næstu viku. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er alveg hræðilegt að missa unga fólkið úr landi.

Fallegar myndir eins og alltaf, kær kveðja vestur til ykkar

Ragnheiður , 6.12.2009 kl. 16:36

2 identicon

Takk fyrir að leyfa mér að sjá jólin "heima". Nauðsynlegt að fara á föstunni og fá smástemningu. Fór í Jólaþorpið í Hafnarfirði í dag til að fá forsmekk, svo fer fjölskyldan um næstu helgi, það er einn af hittingunum okkar í fjölskyldunni. Byrjum á að fara til Hörpu og svo er rölt í þorpið og svo til baka í kaffi hjá henni.

Dísa (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 18:33

3 identicon

Sæl Ásthildur.Ég hef lesið hugleiðingar þínar lengi,og alltaf hrifist af hvernig þú setur hugsanir þínar á blað.Það sem þú hefur gert fyrir barnabörnin þín er svo fallegt og yndislegt,og hugsaðu bara hvað þú hefur gefið þeim margar minningar sem þau eiga eftir að ylja sér við í framtíðinni.Það er greinilega alveg óskaplega að vera barn í kúlunni þinni.Í ömmu og afa húsi.Í mínum huga eru þið amma og afi ársins.Og hvernig þú hefur getað sett hugsanir þínar fram um son þinn,það er engu líkt.Þú ert hetja mín kæra,ég leyfi mér að segja þetta við þig af því að kærleikurinn er greinilega það afl sem þú gengur fyrir.Og ég met það svo mikið.

Kær kveðja.

Margrét

Margret (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 18:40

4 identicon

Á að sjálfsögðu að vera óskaplega gott að vera barn.osf

margret (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 18:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kær kveðja til þín líka elsku Ragnheiður mín.  Við munum deila sorginni yfir jólin yfir sonum okkar, ásamt hinum sem hafa misst.  En mikið þykir mér vænt um öll innleggin þín og hjálpina, hún er ómetanleg.

Dísa mín kæra, það er eitt af því sem aldrei dvín, en það er ánægjan yfir að eiga æskuvinkonu eins og þig, sem alltaf stendur við hlið mér þó hálft landi skilji að.  Segir manni bara að fjarlægðin skiptir ekki máli, það er kærleikurinn sem þarf og er til staðar sem skiptir öllu máli.

Innilega takk fyrir þetta innlegg Margrét mín.  Ég táraðist þegar ég las það sem þú skrifar.  Eitt er að setja hugsanir sínar niður á blað.  Annað er að finna að þær hitta í marg og skipta aðra máli.  Innilega takk fyrir að koma hér og gefa mér þessa jólagjöf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2009 kl. 20:16

6 Smámynd:

, 6.12.2009 kl. 20:54

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, það eru að verða fáir eftir til að borga skattana.  Ætli það verði ekki skattahækkanir fljótlega????

Jóhann Elíasson, 6.12.2009 kl. 21:33

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Jóhann minn. það verða fáir eftir til þess. ég hélt satt að segja að það væri míta að vinstri menn bara hækkuðu skatta, en ég er að sjá því miður að það er bara sannleikurinn nakinn.  O vei.

Knús Dagný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2009 kl. 21:36

9 identicon

Það verður erfitt að sjá af börnunum sínum úr landi og kannski sérstaklega barnabörnunum. Segi nú bara að sem betur fer þá höfum við netið, veit ekki hvar við værum stödd ef við hefðum það ekki margra hluta vegna.

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 09:54

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sem betur fer höfum við tæknina í dag sem gerir okkur kleyft að vera í nánara samabandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 2022662

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband