3.12.2009 | 11:32
Smá hugleiðing í skammdeginu.
Mig langar að ræða um viðkvæma hluti núna sem hefur verið í huga mínum nú nokkurt skeið. En þessi tími er sá tími hjá viðkvæmum sálum sem er mjög erfiður. Hann er erfiður fyrir fólk sem hefur verið í meðferð vegna alkóhólisma eða fíkniefna. Mesta hættan á falli er einmitt þessi tími. Erfiður fyrir þá sem eru ennþá í neyslu, aukinn hætta á sjálfsvígum. Erfiður fyrir aðstendendur sem óttast um ástvini sína. Já þessi tími fram að jólum reynist mörgum sá hjalli sem þeir komast ekki yfir.
Þess vegna er mikil þörf á því að sýna samkennd og kærleika. Vera á varðbergi og reyna að hugga og vernda. Við vitum aldrei hvað vanhugsað orð eða fljótræði getur gert viðkvæmum sálum. Þó maður geri ekki annað en að brosa og bjóða góðan dag, það getur oft borið vansæla manneskju heilan dag.
Mitt í öllu annríkinu skulum við minnast þeirra sem eiga í allskonar baráttu og basli. Ekki bara fíkla heldur líka þeirra sem sjá ekki fram úr peningavandræðum.
Við þurfum líka að breyta hugsun okkar. Það eru ekki gjafir né góður matur sem skiptir máli á hátíð ljóssins. Það eru aðrir hlutir sem skipta miklu meira máli. En það er okkar samviska og innri friður.
Við getum setið við matarborð hlaðið allskyns kræsingum horft á jólatré skreytt og fullt af gjöfum, en ef samviska okkar er ekki góð, líður okkur ekki vel þá er þessi hátíð ljóss og friðar ekki til.
Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum vildi sonur minn sem nú er látinn, koma með gest á aðfangadag. Það var svo sem ekkert óvenjulegt, hann vildi alltaf vera að gera öðrum gott og miðla af því sem hann hafði. Þessi tiltekni maður var einstæðingur og ekki allof hreinlátur. Ég var því ekkert voða hrifinn, en ég hugsaði með mér að það gengi ekki að neita syni mínum um þessa bón. Svo gamli maðurinn kom í matinn. Ég verð að segja að það var eintóm gleði að hafa hann við borðið. Í fyrsta lagi var allt í lagi með hann, hafði farið í bað og var hreinn og fínn, þó það skipti ekki máli. En barnsleg gleði hans yfir að fá að vera í okkar félagsskap í stað þess að sitja einn í íbúð sinni smitaðist yfir okkur öll. Við hefðum ekki þurft gjafir né kræsingar. Það hefði ekkert toppað þann innri frið og gleði yfir að fá tækifæri til að gleðja manneskju svona mikið.
Ég vil líka beina orðum mínum til fólks sem á "öðruvísi börn". Afkvæmi sem hafa lent á villigötum. Hugsið fallega til þeirra á þessum tíma. Ég veit að sum eru svo langt leidd að það er ekki hægt að hafa þau heima. Eða bjóða þeim neitt, því það er bara þannig að sumir eru það langt leiddir á braut eiturlyfja að þeim er ekki treystandi.
En það er hægt að senda þeim bréf, og segja þeim að mömmu og pabba (afa og ömmu, bróður eða systur) þyki vænt um þau. Þó þau geti ekki sætt sig við fíkilinn. Ef þau eru í fangelsi, má koma bréfi þangað. Ef þau eru einhversstaðar á götunni, eru ýmsir staðir sem þau heimsækja, til dæmis Konukot og ýmsir barir þar sem þau fara og svo eru þau sem eru í meðferð ekki gleyma að þau þurfa á því að halda að fólkið þeirra elski þau og séu hreykin af því sem þau eru að gera. Ég veit að sumir eru búnir að gefast upp. En ég veit líka hversu mikilvægt er samt sem áður fyrir fólk sem hefur misst allt frá sér að fá smá kærleika eða haldreipi einhversstaðar. Ég veit líka að þó foreldri hafi gefist upp á fíklinum í fjölskyldunni, þá elska allir barnið sem var. Í hörðum köldum, miskunnarlausum heimi eitursins gæti svona bréf verið smá ljós, og jafnvel vendipunktur til að breyta til.
Við skulum minnast þess að allt sem maður gerir í kærleika öðru fólki, fær maður tífalt til baka. Það er því líka gert fyrir mann sjálfan. Manni líður sjálfum betur ef maður hefur komið kærleiksorðum eða hlýju til einhvers sem maður hefur misst út í tómið, en saknar. Og í Guðs bænum ef reiði er til staðar þá skuluð þið moka henni út. Hún gerir ekkert nema eyða manni sjálfum, og gera mann veikan. Reiði og vonbrigði með ástvini sem hafa komið sér út úr mannlegum samskiptum er eyðandi afl, sem engu þjónar. Það er örugglega líka gott að setja upp mynd af barninu sínu kveikja á kerti og fara með bæn eða bara kærleiksorð. Það skilar sér einhvernveginn alltaf á endanum. Það veit ég af fenginni reynslu með minn dreng.
Þó ég gæti ekki bjargað honum og hjálpað til lengra lífs, þá gat ég hjálpað til að gefa honum góð ár í kærleika og friði síðustu árin. Þó var hann einn af þeim sem hvað lengst hafa farið ofan í ræsið. Sprautaði sig á tímabili með skömmtum sem hefðu drepið hvern venjulegan mann. Eina sem ég þakka fyri er að aldrei var hann ofbeldisfullur. Hann var alltaf sjálfum sér verstur. Og á þeim sama tíma sem hann svar sjálfur í ræsinu var hann endalaust að hugsa um og hjálpa örðum.
Ég tel að hluta af því megi rekja til þess að hann fékk kærleiksríkt og gott heimili og ættingja alla stórfjölskylduna sem stóð í kring um hann alltaf. Þó við þyrftum að meina honum aðgang að heimilinu þegar svo var komið. Var honum alltaf sýnt að við elskuðum hann. Persónuna hann sjálfan. Ég skrifað honu til dæmis alltaf bréf, næstum á hverjum degi þegar hann sat inni, og það voru nokkuð mörg skipti. Þó fólki finnist barnið okkar vonlaust, þá er það samt svo og það segi ég vegna þess hve minn sonur fór langt niður, að enginn er vonlaus. ENGINN. En til þess að þau nái áttum, þá er fyrsta skrefið kærleikur og umhyggja. Ef þau finna hvergi neitt slíkt, þá er ekki von til að þau geti rifið sig upp.
Síðan er svo hlutur þess opinbera kerfisins, sem er forkastanleg og þarf virkilega að vinna að því að breyta. Til þess þarf samtakamátt aðstandenda fíkla. En það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur öll að krefja kerfið um betri aðbúnað fyrir fíkla og meðferðarúrræði sem gagnast öllum. Það er enginn lausn að fylla fangelsin með fólki sem er ekki sjálfrátt gerða sinna.
Megi allir góðir vættir vaka yfir okkar minnstu bræðrum núna yfir þennan erfiða tíma, og megi ljós og kærleikur ná til þeirra hvar sem þeir eru.
Ég hugsa oft er herðir frost,
hel dimm nóttin nálgast ossMeð skammdegi og skugga
Er skylda okkar að hugga.
Þann sem ekki á neinn að.
einskis barn, við skiljum það
að þá er þörfin brýna
að þekkja vitjun sína.
Með kærleikann sem leiðarljós
Lifir best vor sálarrós.
það blómið blítt sem dafnar
og birtu andans safnar.
Allt sem innra áttu nú
elsku þína og von og trú
vert er gaum að gefa
grát og sorgir sefa.
Dreyfðu ást um byggð og ból
Þá bestu áttu gleði jól.
Gott er lífið sitt á því að byggja.
Að sá sem gefur öðrum, allt mun þiggja.
Friður sé með ykkur inn í daginn.

Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2022660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir mig elskuleg, það er gott að vita að maður getur sennt kort eða bréf.
Knús í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2009 kl. 11:41
Tek undir þetta allt með þér, ég hringi nær daglega í strákinn minn sem villtist af leið, honum gengur vel núna en ég tek einn dag í einu, hann hlakkar ekki til jólanna en ætlar samt að reyna að vera með okkur og föðurfjölskyldu sinni. kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 3.12.2009 kl. 13:02
Takk fyrir þennan endalsua kærleik sem frá þér streymir Ásthildur mín.
Svo hollt og svo nauðsynlegt.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 13:40
Þú kannst svo sannarlega að koma orðum að því mín kæra

Jónína Dúadóttir, 3.12.2009 kl. 14:40
Dísa (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 17:38
Þú ert gullmoli kona góð
JEG, 3.12.2009 kl. 18:05
Þú ert yndisleg elsku Ásthildur
Sigrún Jónsdóttir, 3.12.2009 kl. 18:12
Takk elskurnar. Við skulum minnast þeirra sem þurfa á hjálp að halda, en enginn hirðir um að hafa áhyggjur af, af því að þau hafa sjálf brennt allar brýr að baki. Er það endilega svo? Það er spurningin, er það virkilega bara á eina hliðina. Ég segi nei.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2009 kl. 19:29
Ég sem hélt að ég væri alveg "grjótharður" nagli ég táraðist þegar ég las þessa grein. Góða nótt Ásthildur mín mikill er krafturinn í þér og kærleikurinn.
Jóhann Elíasson, 3.12.2009 kl. 21:20
Mér er sagt Jóhann minn að enginn sé verri þótt hann vökni... smá djók. Innilega takk elskulegur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2009 kl. 22:13
Mikið er ég sammála þessu, það er kærleikurinn sem gildir alltaf. Ég bauð eitt sinn "ógæfumanni" að vera með okkur á jólunum. Hann þáði það ekki, en ég hef sett aukadisk á borðið ef einhver sem á þyrfti að halda skildi koma. Takk fyrir þessa fallegu hugvekju.
Knús elskuleg mín. Ég hef lítið verið hér inni en er alltaf að hugsa til þín.
Er búin að vera lasin en kíkt samt aðeins við hjá þér 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.12.2009 kl. 00:20
Spök orð Ásthildur mín og svo sönn.
, 4.12.2009 kl. 01:18
Þessi pistill er þörf áminning í aðventunni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2009 kl. 01:37
Þetta er vel mælt. Þú munt alltaf hafa son þinn nálægt þér því þú geymir hann í hjartanu.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 4.12.2009 kl. 07:39
Jóhanna Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 10:04
Guð blessi þig og fólkið þitt, kæra Ásthildur.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 13:15
Takk allar fyrir mig.
Látt þér batna Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2009 kl. 13:54
Þú ert sterk kona
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 14:31
Takk Hallgerður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2009 kl. 15:44
Svo satt og rétt Cesil
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2009 kl. 17:01
Takk Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2009 kl. 19:00
Sæl Ásthildur mín
Falleg færsla og nauðsynleg. Það sem blessaði mitt sálartetur svo mikið var þegar ég las um þegar Júlli vildi bjóða með sér manni í jólaveislu til ykkar. Fyrst voruð þið hugsandi um þetta en létuð slag standa. Þegar upp var staðið þá gaf þetta ykkur svo mikið.
Til fyrirmyndar og auðvita eigum við ekkert að vera eigingjörn í sambandi við jólin sjálf ef einhver vill deila þeim með okkur þá af hverju ekki?
Ekki segja neinum en ég er svo rík að eiga þig. Ussssss
Guð veri með þér trausta vinkona
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 20:30
Flottur pistill Ásthildur.
hilmar jónsson, 4.12.2009 kl. 23:52
Takk Rósa mín.
Takk fyrir innlitið Hilmar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2009 kl. 12:09
Mikið er þetta fallegur pistill.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 5.12.2009 kl. 19:19
Takk fyrir Margrét Birna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2009 kl. 11:42
Takk elsku Cesil fyrir þennan pistil, akkúrat það sem ég þurfti að heyra núna. Mín biðu ekkert sérstaklega góð tíðindi þegar ég kom heim í gærkvöldi.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 10:11
Sæl Ásthildur þetta er fallegur pistill og guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
Set hér inn vísu sem ég las upp á aðventukvöldi í Hólskirkju. Góð áminninng um það sem þú ert að tala um að hugsa til náungans.
Vertu alltaf hress í huga
hvað sem kann að mæta þér
Lát ei sorg né böl þig buga
baggi margra þungur er.
Treystu því að þér á herðar
þyngri byrði lögð ei er
en þú hefur afl að bera
orku blundur nægir þér
Grafðu jafnan sárar sorgir
sálar þinnar djúpi í.
Þótt þér bregðist besta vonin
brátt mun lifna önnur ný.
Reyndu þá að henni hlynna
hún þótt svífi djarft og hátt.
Segðu aldrei vonlaus vinna, því von um sigur lér þér mátt.
Dæmdu vægt þinn veika bróður
veraldar í öldu glaum
þótt hans viljaþrek sé lamað
og þó hann hrekist fyrir straum.
Sálarstríð hans þú ei þekkir
og þig ei veist hvað henda kann,
þótt þú fastar þykist standa
þú ert veikur eins og hann.
Dæmdu vægt þótt vegfarandi
villtur hlaupi gönu skeið
þá réttu hönd sem hollur vinur
og honum beindu á rétta leið.
Því seinna þegar þér við fætur
fléttast mótgangsélið fer
mæti þér þá leiðarljósið
ljós sem einhver réttir þér.
Gunna Gumma Hassa (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 15:11
Takk fyrir innlitið Gunna mín og fallega ljóðið.
Elsku Kidda mín, vonandi verður allt í lagi hjá þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2009 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.