1.12.2009 | 18:02
Ég er víst afdalasinni og stolt af því.
Ég verð nú að segja það, að oft hef ég verið skömmuð fyrir ljótt orðbragð, einkum hér áður og fyrr, þegar ég var óþroskaðri og var heitt í hamsi. En ég er bara venjuleg kerling út í bæ. Ég held að við verðum að gera meiri kröfur til þeirra sem sitja á hinu ´"háa" alþingi...... eða þannig, hæstvirtur og háttvirtur. Þetta er eina stofnunin sem krefst þess að menn séu ávarpaðir þannig. Sennilega vegna minnimáttarkenndar alþingismanna svona yfirleitt.
En þegar ég sé svona á prenti eftir þessa leikara í leikhúsi fáránleikans, verð ég næstum því kjaftstopp.
Afdalasinnar og ESB Baráttan fyrir inngöngu Íslands í ESB - á forsendum góðra samninga - hefst fyrir alvöru á komandi vikum. Afdalasinnaðir einangrunarsinnar mega eiga sín sérhagsmunarök og sosum tími kominn til að þeir finni til tevatnsins.Ekkert verkefni er mikilvægara nú um stundir í stjórnmálum en að tengja Ísland umheiminum - og afnema innmúrað sérhagsmunapot í viðskiptum og umsýslu hins opinbera. Karlaklíkan er fullreynd á Íslandi … þar sem eftirlitið felst í flissi briddsfélaganna.Meginverkefnið er þetta: Að fletta ofan af lygavef afdalamennskunnar um ESB-hætturnar. Þar hafa áhugamenn um umsókn látið deigan síga að undanförnu. Og allt of lengi.Ég ætla að byrja lokaorrustuna með Eiríki Bergmann Einarssyni á ÍNN í kvöld kl. 21.30 og afhjúpa helstu rökleysur afdalasinna … svona í tilefni fullveldisdagsins … og þeir mega áfram flissa sem halda að sérgæsku samfélagsins sé hvergi lokið …- SER.
http://www.sigmundurernir.is/2009/12/01/afdalasinnarm-og-esb/Það er ef til vill svona sem virðingin kemur.
http://www.youtube.com/watch?v=Q0--r8ZiH0k
Ég segi nú bara fyrir mig ef þetta er afstaðan sem þingmennirnir okkar bera til okkar almennings í landinu, þ.e.a.s. þeirra sem þeim eru ekki sammála, þá held ég að komin sé tími til að skipta þeim út fyrir venjulegt fólk. Helst einhverja sem ekki hafa komið nálægt alþingi síðustu 20 árin eða svo.
Flissað bara eins og þú vilt Sigmundur Ernir Rúnarsson. En það er hvorki afdalamennska eða einangrunarmennska að vilja vera sjáfstæð þjóð. Og við sem berjumst gegn kjána- og sleikjumennsku ykkar ESB sinna, erum einmitt að benda ykkur á að við getum verið sjálfstæði þjóð í sjálfstæðu landi. Það er okkar réttur að fá að kjósa um það, og meirihlutinn sker þá væntanlega úr um málið. Þangað til sé ég nákvæmlega EKKERT rangt við það að þæfast á móti gönuganginum í ykkur.
SKÁL!
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu skráður félagsmaður í samtökin okkar Bjarna? ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 1.12.2009 kl. 19:00
Vel mælt
Eva Sól (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 19:18
Vel mælt mín kæra ! Skál !

Jónína Dúadóttir, 1.12.2009 kl. 19:21
Já ég held það Hrönn, er það ekki Heimsýn? Ég er allavega þar megin við borðið.
Takk Eva Sól.
Skál Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2009 kl. 19:25
Hroki kallast þetta á afdalamannamáli og Sigmundur Ernir sýnir enn á ný sitt rétta andlit
, 1.12.2009 kl. 19:48
Skál
Kidda (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 20:20
Já það tók hann ekki langan tíma að sýna hvern mann hann hefur að geyma blessaður.
Skál Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2009 kl. 21:08
Jú það eru afdalasamtökin okkar Bjarna ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 1.12.2009 kl. 21:30
Ég er líka félagi í afdalamannasamtökunum og stolt af því.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2009 kl. 00:47
Náttúrlega bý ég frekar bara á annnezi frekar en í dal.
En ég zkála frekar við þig en ~Zimmann~, alla daga árzins, alla daga mánaðarinz, alla vikudaga, hvern dag, zérhvern klukkutíma & hverja zekúndu í zérhverri mínútu...
Meira að zegja zkálarlauz, enda þá drekk ég bara úr lófa mínum, úr íslenzka læknum.
Við þekkjum það...
Steingrímur Helgason, 2.12.2009 kl. 01:07
Þeir kalla sig "Evrópusinna" sem vilja beygja sig fyrir kúgun gömlu nýlenduveldanna og leggja að þeirra ósk drápsklyfjar á afkomendur afdala- og útkjálkamanna. Sigmundur vill ekki vera "afdalamaður" hann kýs frekar að fá sér rauðvín og svissneska osta í boði Kaupþings fyrir þingfund og skála í Brussel, skítt með lýðinn.
Rauðvínsklúbburinn er helst i óvinur afdala- og útkjálkamanna.
Sigurður Þórðarson, 2.12.2009 kl. 06:32
Svo hafa ESB sinnar kallað okkur sjálfstæðis sinna "Bjart í Sumarhúsum". Þegar menn þökkuðu pent fyrir það og þeir sáu að það kom ekki við kaunin á neinum leita þeir nú að einhverju öðru eins og t.d. að við séum með hræðsluáróður gegn útlendingum. Þeir hafa ekki sterkari rök en það. Annars eru sterkustu rök ESB sinna sem ég hef séð hingað til þau að við fáum svo ódýrar kjúklingabringur ef við göngum í ESB.
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 08:32
Já Helgi rökin þeirra eru fáránleg, eins og kemur vel fram hér að ofan frá Sigmundi, hann er að tala um að það þurfi að tengja Ísland við umheminn. Með því að múlbinda hann við ein samtök, okkur sem sitjum hér í miðju heimsins, með Bandaríkin á aðra hlið, Evrópu á hins og svo Canada Noreg, Grænland næst okkur. Ríki sem við eigum miklu meira sameiginlegt með en miðEvrópu.
Þeirra rök halda ekki vatni, og ekki vilja þeir hlusta á okkar. Það grætilegasta verður ef fámennri klíku tekst að bola okkur inn í þennan óskapnað.
Sammála Siggi þessi rauðvínsklúbbur er ekkert fyrir okkur. Þó þykir mér rauðvín ansi gott, en bara í góðum völdum félagsskap.
Skál á móti Steingrímur minn, hér þurfum við öll að standa þétt saman og reka þessa óværu af okkur.
Gott að vita Jóna Kolbrún mín, vér afdalamenn.
Skál Hrönn mín og kysstu hann Bjarna frá mér.
Aðalmálið er að afdalamannafélagið er ópólitískur hópur. Ef hann tæki sig saman og byði sig fram gegn núverandi stjórnmálaflokkum, yrði hann ansi öflugur. Það er mín meining. Þetta er fólkið sem er raunhæft og þykir vænt um landið sitt og fólkið í því. Það er meira en hægt er að segja um rauðvínsklúbb Evrópusinna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2009 kl. 08:48
Ég held að Sigmundur Ernir hljóti að sjá hlutina í þessu ljósi í gegnum botninn á glasinu...
Birgir Viðar Halldórsson, 2.12.2009 kl. 09:09
Ætli kjósendur í NA-Kjördæmi viti hvað þingmanni þeirra finnst um þá?
Annars eru líka til pólitísk samtök okkar afdalamanna Ásthildur; Samtök Fullveldissinna sem ætlar að bjóða fram gegn núverandi stjórnmálaflokkum.
Axel Þór Kolbeinsson, 2.12.2009 kl. 09:20
Góður pistill og hvert orð sem þarna stendur er sannleikanum samkvæmt. Á meðan formaður Heimsýnar er með "kápuna" á báðum öxlum, stendur fyrir því að SVÍKJA Ices/L)ave inná okkur, skrái ég mig ekki inn í þau samtök, en ég stend heilshugar ámóti ESB-rauðvínsþömburunum.
Jóhann Elíasson, 2.12.2009 kl. 09:35
Hahah Birgir góður.
Það er sennilega að renna upp fyrir þeim ljós allavega þeim sem lesa það sem hann skrifar Axel. Samtök fullveldissina jamm, ég er að hugsa minn gang. Er orðin leið á fjórflokknum og er Frjálslynd kona. Ég mun líka vera á verði fyrir því að einhverjir eigni sér ekki ný framboð. Er búin að fá nóg af svoleiðis fólki, sem kemur inn til þjónustu reiðubúið, en er í rauninni að koma inn til að stela glæpnum. Þetta gerist alltaf í nýjum hreyfingum. Eins gott að vera á verði. Þess vegna er best að hafa sem breiðasta samstöðu, en vera ekki flokksklafi. Það er mín meining allavega. En ég mun fylgjast með öllum þessum hreyfingum og skoða vel minn hug.
Já Jóhann, ég ætla að gæta mín á þessum rauðvínsþömburum sem aldrei hafa í rauninni komist út fyrir 101 Reykjavík og eru að rústa landsbyggðinni smátt og smátt, þar er enginn betri en annar af þessum fjörflokkum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2009 kl. 10:27
Góður pistill hjá þér.
Ég sem hélt að Sigmundru Ernir þyrfti einungis að fara í áfengismeðferð en sé nú að hann þarf líka á sálfræðingi að halda.
Sigurður Sigurðsson, 2.12.2009 kl. 11:17
Hann þarf líka að fara á námskeið í mannlegum samskiptum og kurteisi, svona í leiðinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2009 kl. 11:39
Flott hjá þér vinkona ég er ánægð með þessi skrif þín og deili skoðunum þínum. Kveðja vestur í vonda veðrið
Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2009 kl. 12:59
Gott að vita Ásdís mín. Og já hér er frekar leiðinlegt vetrarveður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2009 kl. 18:18
Ég er ESB sinni en knús á þig Ásthildur mín
Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.12.2009 kl. 22:12
Margrét mín, hver verður að hafa sína skoðun í friði, ég virði það. Ég vil bara ekki láta ljúga að mér eða þvinga mig í eitthvað sem ég vil ekki. Sérstaklega ef það er meirihluti á sama máli og ég. Við búum nú einu sinni í lýðræðisríki. Knús á þig líka mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2009 kl. 23:05
Tek undir hvert orð með þér Ásthildur. Þetta er svona með því hrokafyllra sem maður hefur lesið frá þingmanni og hafi hann skömm fyrir. Við verðum afar stotir afdalasinnar og skálum beint upp úr lækjarsprænum með Zteina sem og örðum þeim sem eru sama sinnis.
(IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 16:07
Yes Sigurlaug, stolt gerum við nákvæmlega það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2009 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.