30.11.2009 | 21:10
Hef mikið verið að íhuga af hverju........
Ég ætla að láta verða af því að trúa ykkur fyrir leyndarmáli. Ég hef borið það nokkuð lengi, eða alveg frá því að ég komst til vits og ára og fór að hugsa sjálfstætt. En einhverra hluta hef ég ekki viljað segja frá því, veit ekki af hverju. Einhver pempía ef til vill, eða ótti við að særa einhvern. En hér kemur það loksins, og þá í tilefni þess að á morgunn er 1. des og jólasveinarnir fara að koma sér í bæinn allof snemma að vísu, því þeir eru jú bara þrettán, sumir segja níu. En hvað um það.
Það sem ég vildi segja er að ég hef eiginlega aldrei skilið af hverju íslensku jólasveinarnir, þeir Giljagaur, Stekkjastaur og allir hinir íslensku jólasveinar klæðast rauðum búningum og bera hvít skegg eins og sankti kláus. Þegar þeir koma niður af fjöllunum bera þeir þessi fáránlega rauðu klæði, sem ég er viss um að Grýla hefur aldrei nokkurntímann haft hugsun á að búa til, hvað þá þurfa að lita þetta allt í eldrauðum litum.
Ég gæti skilið það ef við hefðum bara inporterað Sankta Kláusi og það væri þá bara einn glaður jólakarl. En nei aldeilis ekki, nú eru þeir þrettán þessir kumpánar rauðir á húð og hár. Ég verð að segja að mér hefur alla tíð fundist þetta fáránlegt. Og eftir því sem ég verð eldri því fáránlegra.
Íslensku hrekkjalómarnir eru ekkert líkir Sankta Kláusi. Og það er viðurkennt þegar þeir koma, þá bregða þeir á leik og hrekkja fólk. Það gerir Sanktinn aldrei.
Hann er að vísu farin að drekka kóka kóla í gríð og erg, en meira hrekkjerí vinnur hann ekki.
Öðru máli gegnir um okkar gömlu þjóðlegu hrekkjalóma.
Þeir ærslast og hrekkja alla tíð. Eigum við ekki bara að stefna á að vera sjálfum okkur samkvæm og heimta að jólasveinarnir okkar fari aftur í gömu fatadruslurnar sem Grýla gamla útbjó fyrir þá og að þeir hætti þessu nýmóðins jólaeftiröpun frá Evrópu?
En hér eru aðrir hrekkjalómar.
Þessi er ekki bara á jólum, hún er hrekkjalómur allan ársins hring.
Og henni dettur ýmislegt öðruvísi í hug, rétt eins og jólasveinunum.
Litla hrekkjusvínið hennar ömmu sín.
Hér er svo innlifaður söngur, fagur eins og fljóðið.
Auðvitað verður sú litla að gera alveg eins. Vona bara að stóri bróðir sjái ekki myndirnar, hann verður æfur ef hann sér að þær hafa stolist í Ukuleleið hans.
en nú er ekki langt í að mamma komi þá verður fjör.
Svo er það Ísafjörður í dag.
Fyrir fjallafólkið mitt og brottflutta.
Svo ætla ég á endanum að setja hér inn jólasveinakvæðið hans Jóhannesar úr Kötlum, svona til uppryfjunar fyrir þá sem fara að setja í skóinn eftir tæpan hálfan mánuð. Þá er eins gott að vita í hvaða röð karlarnir koma.
Segja vil ég sögu
sem brugðu sér hér forðum á bæina heim.
í langri halarófu
Og einn og einn þeir komu, en aldrei tveir og tveir.
þessir heiðursmenn, sem ekki vildu ónáða allir í senn.
Að dyrunum þeir læddust og drógu lokuna úr. Og einna helzt þeir leituðu í eldhús og búr.
þeir leyndust hér og þar, til óknyttanna vísir, ef enginn nærri var.
var ekki hikað við að hrekkja fólk og - trufla þess heimilisfrið.
stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé.
- þá var þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, - það gekk nú ekki vel.
með gráa hausinn sinn. - Hann skreið ofan úr gili og skauzt í fjósið inn.
og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal.
stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á.
og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar.
var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór.
og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip.
var skrítið kuldastrá. - Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á.
hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti 'ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð.
var alveg dæmalaus. - Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus.
fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund.
- sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr.
hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í.
var skelfilegt naut. Hann hlemminn o´n af sánum með hnefanum braut.
og yfir matnum gein, unz stóð hann á blístri og stundi og hrein.
brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin og hnuplaði þar.
í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik.
grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann.
álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná.
- aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef.
upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann.
kunni á ýmsu lag. - Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag.
þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá.
- þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld.
sem brostu, glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín.
- sagan hermir frá, - á strák sínum þeir sátu og störðu ljósin á.
- það tók þá frost og snjór. Á þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór.
er fennt í þeirra slóð. - En minningarnar breytast í myndir og ljóð.
|
Allur réttur áskilinn börnum skáldsins. |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo sammála þér, en hér norðan heiða eigum við jólasveinana úr Dimmuborgum og þeir eru sko í gömlum ÍSLENSKUM fötum og eru svolítið hrekkjóttir.
Takk fyrir skemmtilegar myndir
Kærleik í kúlu
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2009 kl. 21:26
Börnin mín pældu mikið í þessu þegar þau voru lítil og komust að þeirri niðurstöðu að þeir yrðu auðvitað að eiga spariföt eins og allir aðrir... þetta væru jólafötin þeirra
Jónína Dúadóttir, 30.11.2009 kl. 22:50
Skemmtileg hugleiðing, um þá jólasveina.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.11.2009 kl. 22:57
Þú ert yndisleg kæra Ásthildur, takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2009 kl. 00:54
Hinir einu og sönnu jólasveinar taka fram þeim á Alþingi í gjörvileika og gáfum:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 07:27
Hjartanlega sammála. Hallærislegt að sjá karlana keifa í rauðu lánsbúningunum niður snjóþakið fjall, kannski í lagi að þeir séu eins og allir hinir tískumeðvitaðir og fái sér sparibúning til að fara á jólaball. En þeir eiga að vera í sauðalitunum eins og þeir voru. Þá eru þeir íslenskir jólasveinar. Leyfum ameríkönum að eiga kólasveininn. En mér finnast hrekkjusvínin okkar miklu skemmtilegri.
"Hrekkjusvínin" þín eru líka alltaf skemmtileg og ekki árstíðabundin.
Dísa (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 08:45
Það væri gaman að vita hvenær við tókum upp sankta kláus hinn evrópska? ætli við höfum bara apað hann upp eftir ameríkönum? Sammála okkar skrýtnu karlar eru miklu skemmtilegri, og svo eigum við líka Grýlu og Leppalúða og Jólaköttinn. Þessi fjölskylda er miklu heimilislegri og nær okkur í sálinni en heilagur Nikulás. Enda þegar ég ræddi við fararstjórann okkar í Serbíu, þar sem menn eru afar trúaðir þ.e. Gríska orthodoxkirkjan, þá kom í ljós að hver fjölskylda hefur sinn dýrðling sem þeir dýrka heima hjá sér. Og þegar ég spurði fararstjórann um hans heimilisdýrðling, kom í ljós að það var einmitt heilagur Nikulás. Ertu að tala um jólasveininn? spurði ég. Já ég er að tala um hann, svaraði serbinn. Og þá svona sveif gegnum huga minn, hve lítið væri oft gert úr þessum dýrðlingi í allskonar fyndnum uppákomum og kvikmyndum.
Af hverju þarf fólk að stela jólasveininum? Jólasveinninn er eitt helsta átrúnaðargoð barnanna, börnin gegnum áratugina hafa gert hann ódauðlegan. Svo það er synd að hann skuli ekki fá að vera hann sjálfur, heldur endurunninn upp úr dýrðlingum katólskunnar. Okkar eru ekta og synir Grýlu og Leppalúða. Það er skemmtilegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2009 kl. 09:26
Góð hugmynd!
Hrönn Sigurðardóttir, 1.12.2009 kl. 09:35
Ætli við sitjum ekki uppi með rauðklædda sveinka, enda auðveldara fyrir björgunarsveitir að finna þá, ef þeir hefðu nú einhvern tímann þörf fyrir aðstoð þeirra. Nú fara þeir víst út um allt á snjósleðum, þeim skaðræðistækum.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.12.2009 kl. 11:22
Ég er sömu skoðunar að þessi rauðklæddu jólasveinagrey sem segja hoh-hoh-hooo! eigi fátt skylt við sveinana okkar. Veit ekki hvaðan þeir komu nema það var varla af fjöllum ofan og ekki beint frá Amríku, held helst að þeir hafi komið frá Norðurlöndunum til okkar. Mamma gerði alltaf skilsmun á jólasveinunum -- sem voru okkar gömlu, góðu óféti -- og gúttunum, sem hún kallaði, og ég ætla að hún hafi þar íslenskað julegutten -- norska eða kannski frekar sænska, því hún hafði einhver vinatengst til Svíþjóðar.
Sennilega sitjum við uppi með þessi rauðklæddu jólasveinagrey sem segja hoh-hoh-hooo! Man þó að Þjóðminjasafnið gerði -- og gerir kannski enn -- tilraun til að endurgera okkar gömlu góðu óféti með því að láta leika þau íklædd einhverju mórauðu lopa- og vaðmálsdrasli, í þeirri röð sem jólasveinar Jóhannesar úr Kötlum komu til byggða hér í gamla daga.
Sigurður Hreiðar, 1.12.2009 kl. 11:52
Á sænsku kallar þessi rauðklæddu öðlingar jultomter, norsku julegutter og dönsku julemænd. Er hann ekki bara komin frá Serbíu hann heilagur Nikulás? Veit ekki, en þeir ættleiddu hann ameríkanar og hafa notað hann í allskonar húmbúkk eins og þeirra er siður. Meðal annars í augýsingar fyrir kóka kóla. En það er gaman að spekulera í þessu og spá í hver allt þetta byrjaði, og jafnvel hvernig það endar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2009 kl. 12:45
Íslensku jólasveinarnir eiga bara að vera í sínum gömlu fötum ekki með rauða húfur eða í rauðum fötum. Þeir eru alveg sér á báti og við megum ekki týna þeim.
Kókakóla sveinninn er í rauðu fötunum en hann er orðinn einkennandi fyrir sveinka sem kemur einu sinni en reyndar kemur hann á jóladagsmorgunn. Sem betur fer hefur ekki skapast hefð yfir jólagjöf þá líka.
Ég hef lengi safnað styttum að jólasveinum og snjókörlum og allir jólasveinarnir eru í rauðum fötum. Á reyndar 2 íslenska sveina. Hins vegar þegar ég var í Heidelberg hérna um árið þá voru þar jólasveinar, Sankti Nikulás en hann var í grænum fötum og svo var líka hægt að fá sveina í rauðum eða grænum skykkjum. Ég kann ekki almennilega við svoleiðis sveina. Held að þeir komi frá rétttrúnaðarkirkjunni að ég held í Rússlandi.
Knús í prakkarakúluna
Kidda (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 17:51
Grænir jólasveinar Kidda mín, ja hérna hér
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2009 kl. 19:28
JEG, 1.12.2009 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.