Ferð inn í Heydal í Mjóafirði.

Við hjónin fórum inn í Heydal á föstudag seinnipartinn.  Úlfur er að fara í viku dvöl þar á bæ, hjá henni Stellu og Gísla Pálmasyni.  Hann er alsæll að komast í sveitina og er bæði duglegur og hjálpsamur þar eftir því sem Stella segir mér.  Enda er hún ljúf og góð og virkilega natin við börn sem koma í heimsókn til hennar, til stuðnings og uppbyggingar.  Einsstök kona Stella.

En við fórum sem sagt á föstudagskvöldi, eftir æfingu á Tai Kwon Do hjá Úlfi.  Hann ætlar að taka beltapróf 17. desember, svo það er ekki gott að missa of marga tíma úr.  Það eru um tveggja tíma akstur inn í Heydal í Mjóafirði.  Þar sem þau mæðgin reka ferðaþjónustu.  Þar er heitt vatn sem þau nýta til að hita húsið, svo er þarna sundlaug og heitir pottar.  Þau eru líka með hestaferðir og kajakróðra, gönguferðir um svæðið.  Fuglamerkingar og allskonar fróðleik sem hægt er að sækja inn í Heydal.  Má örugglega segja menningartengd ferðaþjónusta.

En við sem sagt lögðum af stað öll fimm um hálf sjö og vorum komin um hálf níu.  Þar biðu húsráðendur eftir okkur með matinn.  Mjög notalegt. Þau hafa búið vel um sig og matsalurinn sem áður var hlaða er nú skemmtilega innréttaður úr grófum viði og allskonar gamlir hlutir og málverk sem þekja veggi, og uppstoppaðir fuglar. 

IMG_5221

Það var samt Kobbi sem heillaði stelpurnar mest.  Hann getur sagt góðan daginn og halló.  Ég tók eftir að hann heilsaði öllum heimamönnum sem komu inn morguninn eftir með góðan daginn. 

IMG_5228

Þær voru stilltar alla leiðina, og það var gott að bregða sér í sturtu eftir bíltúrinn.

IMG_5229

Þetta var svona prinsessubað.

IMG_5230

Já það er gott að vera í sturtu.

IMG_5231

Svo var dansað með sjónvarpinu.

IMG_5234

Áður en farið var að sofa.

IMG_5235

Við fengum lánaðan bílinn hans langafa, því okkar er of lítill.

IMG_5236

Í matsalnum er hlýtt og notalegt, enda gólfið upphitað með heitu vatni.

IMG_5237

Flottir uppstoppaðir fuglar, þessi smyrill er glæsilegur.

IMG_5238

Girnilegur morgunmatur, heimabakaðar bollur nýkomnar úr ofninum og mikið og gott meðlæti.

IMG_5239

Halló Kobbi!!!

 

Það eru fleiri ungmenni sem njóta umönnunnar Stellu en minn stubbur.  Þarna ríkir friður og gott andrúmsloft, og þeim líður greinilega mjög vel krökkunum þarna.

 

Stella var barnaskólakennari, og þekkir vel inn á ungt fólk.  Enda þykir krökkunum greinilega vænt um hana. 

 IMG_5245

Svo er barnahorn. Þar sem hægt er að lita og föndra. 

IMG_5247

Margir skemmtilegir hlutir sem gaman er að skoða og fuglarnir líka.

IMG_5248

Þarna er líka ýmiss þjóðlegur fróðleikur í bókum og pésum, fyrir þá sem vilja fylgjast með og lesa sér til um staðhætti og líf og störf fólks, einnig bækur um hesta.

IMG_5249

Svo er auðvitað Skuggi, hann heillaði stelpurnar upp úr skónum.

IMG_5255

Taktu mynd amma LoL

IMG_5256

Það var kuldalegt að sjá við heitupottana utandyra, en þeir verða fínir í vor.

IMG_5257

Sundlaugin er aftur á móti inni og hægt að nota hana allt árið.  Sérstaklega þegar búið er að gera búningsklefa það væri líka örugglega fínt svona yfir veturinn að hafa geislahitun yfir borðunum.  En þetta er yndislega náttúrulegt með ávaxatatrjám allt í kring. 

IMG_5258

Hér er reyndar líka stunduð skógrækt og er búið að planta mikið af trjám og margar ólíkar tegundir þar sem trjábóndinn hefur mikinn áhuga á fjölbreytileika, og tegundaúrvali.  Mér líkar það vel, því þannig er ég líka. Við gátum því spjallað um kvæmi og tegundir.  Bróðir Gísla Atli er fyrrverandi skólabróðir minn í Garðyrkjuskólanum, hann vinnur í Reykjavík en mamma hans og bróðir sjá um Heydalinn.

IMG_5260

Þá er bara drýfa sig að afklæða og fara ofan í.

IMG_5261

M mátulega heit segir Hanna Sól.

IMG_5262

Þá er ekkert annað eftir en að pakka niður og leggja af stað heim á leið.  Það hefur snjóað mikið í nótt, og hætt við að vegurinn fari að teppast.   En sem betur fer er ekki mikill vindur. Og snjórinn nýfallinn púðursnjór.

IMG_5270

Þær dunduðu sér við ýmislegt á leiðinni stelpurnar.  Nammið varð að allskonar dóti til að leika sér með.

IMG_5279

Eins og sjá má er hægt að leika sér á ýmsan hátt með nammið.

IMG_5272

Fjöllinn okkar vestfirsku eru eins og tússlitamyndir, en svo tignarleg og flott.

IMG_5274

Þarna sést í Kofra og fjöllinn við Súðavík.

IMG_5275

Hesturinn alltaf jafn glæsilegur.

IMG_5278

Þau spila svo skemmtilega við sjóinn þessi fjöll.

IMG_5283

Hrísið í Hestfirðinum stendur upp úr snjónum eins og ló.  Skemmtilegt að sjá.

IMG_5284

Og álfar og huldar vættir eru að ná sér á strik aftur eftir sprengingar og læti við vegagerð.

IMG_5288

Vigur hin græna orðin hvít.  Og hálf einmana svona yfir veturinn, síðan byggðin lagðist þar af að mestu.  En á sumrin iðar hún af lífi.

IMG_5291

Glöð í bíltúr með ömmu og afa.

IMG_5300

Og aldan leikur sér við kletta í fjörunni.  Fuglinn sigur á öldutoppunum og lætur sjóinn bera sit til og frá eins og að sitja í rússíbana. 

IMG_5302

Í Arnardal fjaran keppir við ljós og skugga.

IMG_5303

Hamarsgatið fyrstu jarðgöndinn, og einmitt í gær var sprengt síðasta haftið í Bolungarvíkurgöngum.  En nú þarf að fá önnur göng til Súðavíkur svo við losnum við þessa hlíð þar sem snjófljóð eru tíð yfir vetrarmánuðina.

IMG_5306

en einmitt í gær var mikil veisla í Bolungarvík, þegar Súðavíkurgöng koma, verður þetta eitt svæði.  Því fyrr því betra.

Stella og Gísli innilega takk fyrir okkur, góðar móttökur og gestrisni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi staður virðist vera algjör paradís á jörð.  Ég var farinn að sakna þín og ekki hefur hún verið slæm "bæjarferðin" þín.  Var kallgreyið hann Brandur einn heima á meðan?

Jóhann Elíasson, 29.11.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegt að heyra að þau í Heydal hugsi svona vel um börnin og allir hafa gott af að gista sveitina smá tíma.
Myndirnar þínar að vanda yndislegar elskuleg og maður fær smá heimþrá þó ekki hafi ég búið þarna lengi, er nú að vesta, ættuð.

Við komum næsta sumar, verðum að upplifa nýju brúnna og göngin.

Kærleik til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 12:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jóhann minn við höfum hagað því svoleiðis að hann er alveg sjálfbjarga hann Brandur kemst út og inn, og passað upp á að hann hafi nægan mat.  Þá amar ekkert að þessum prinsi meðan við skreppum af bæ.  En hann er líka alltaf jafn glaður þegar við komum heim.

Já Milla mín, þau eru afskaplega gott fólk gestgjafarnir í Heydal.  Það er von að fólk fái heimþrá yfir þeirri fegurð sem alltaf ríkir hér, ég er svo stolt af því að tilheyra þessari perlu sem Vestfirðir eru.  Sendi þér einnig risaknús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2009 kl. 13:12

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 29.11.2009 kl. 13:32

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég vissi ekkert um þennan frábæra stað, ég á örugglega eftir að koma þarna. Langt síðan ég hef komist á Vestfirðina...

Jónína Dúadóttir, 29.11.2009 kl. 16:08

6 identicon

Æðislega flottar myndir eins og þín var von og vísa. Heydalurinn er fallegur og gott að hafa þar gott fólk sem passar við umhverfið og leyfir öðrum að njóta með sér. Hvað er að frétta af pabba þínum? Er hann ekki að jafna sig?

Dísa (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 16:35

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið yndisleg ferð, frábærar myndir að vanda. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2009 kl. 16:43

8 Smámynd: IGG

Takk fyrir þtta skemmtilega ferðalag með ykkur Ásthildur mín kær.

IGG , 29.11.2009 kl. 20:00

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Alltaf fjör á þínum bæ og með þínu fólki Ásthildur,  hjá mér er líka fjör, er enn með fjögurra manna fjölskyldu í heimsókn auk annarrar dóttur. Líflegt í hæsta máta.

Takk fyrir að deila.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.11.2009 kl. 20:36

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg ferðasaga hjá þér í máli og myndum, takk fyrir mig.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.11.2009 kl. 00:36

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk.

Knús Hrönn mín.

Mæli með honum Jónína mín, og svo auðvitað er ég hér.

Dísa mín pabbi er sæmilega hress. Hann er komin heim aftur, en leiðist frekar.  Við reynum að heimsækja hann eins og við getum.  En hann er óduglegur við að koma sér fram og hafa samband við fólkið á svæðinu.  Annars líður honum vel.

Takk og knús Ásdís mín.

Takk Ingibjörg mín.

Einmitt Jóhanna mín, það er yndislegt að hafa fjölskylduna kring um sig, og bráðum kemur Bára mín heim í smá frí. Þá verður gleði hjá stelpunum mínum.

Mín er ánægjan Jóna Kolbrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2009 kl. 00:47

12 identicon

Hin vestfirska fegurð í myndum og orðum, hvort sem um er að ræða fjöll, sjóinn eða mannfólkið

Knús í kærleikskúluna 

Kidda (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 13:53

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á móti Kidda mín og takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband