Undir svefninn.

ég var að fara yfir myndirnar mínar og sá myndir af syni mínum, sem hann hafði sjálfur sett inn, myndir sem vinkona hans Frída hefur tekið og hann sjálfur líka.

IMG_6614

Ég var að byrja að ganga frá fiskunum hans eftir sýninguna, og það er svo margt fallegt sem liggur eftir hann að ég táraðist.

IMG_6616

Og það sem hann hefur afkastað eftir svona stuttan tíma, eftir að hann fann sig í listinni um steinana.

IMG_6868

Sín fyrstu verk gerði hann hér upp í gróðushúsinu mínu.  Aðstaðan var ekki góð, frekar en gámurinn sem hann var í seinustu mánuðina.

IMG_6870

Hafið þið séð fallegri rós, fyrir utan þessar ekta?

IMG_6873

Því miður hafa tapast margar af rósunum hans.  ég á bara þrjár eftir.

IMG_6874

Og svona verk er lítið eftir af.

IMG_6882

Aðal aðstaðan hans var úti á þessu borði sem pabbi hans smíðaði.

IMG_6886

Og þetta eru tólin sem hann notaði.

IMG_6891

Æ yndið mitt.

IMG_6913

Þetta er nú aðstaðan sem hann vann við, og aldrei voru börnin langt undan.

IMG_6915

Enda var hann eins og barn.  Þau vita sem er, þegar falleg sál er hjá þeim, það fer ekki milli mála.

IMG_6921

En svona er þetta bara.

 

Þó dagsins ljós nú dvíni enn,

 

Og dimmar nætur ríki senn.

 

Þá ljósið skæra sólstöðu mun skína

 

Og skríða inn í undirvitund mína.

 

Þegar ljósin kvikna eitt og eitt

 

allstaðar um bæinn gegnumsneitt.

 

Þá vona ég að höfgur hugur minn

 

huggast láti, inn í mér ég finn,

 

að einhversstaðar hér er huggun mín,

 

hugsunin um soninn minn þar skín.

 

Eins og litrík fögur jólaljós.

 

ljúf og góð sem fögur steinarós.

 

Því eftir lifir falleg listin hans

 

ljúf og góð um ævi þessa manns.

 

 

 

Nú nálgast jólin naum er tíð

 

niður tímans ár og síð

 

Nú sit ég hér og syrgi soninn minn.

 

Samt á svona stundum vel ég finn.

 

Að allir eiga hér sinn stund og stað

 

samningurinn ritaður á blað.

 

Ekkert getum við því gert á ný.

 

Guð einn veit að enginn breytir því,

 

Hvað okkur liggur fyrir enginn veit.

 

Ekki sjáum við þann næsta reit

 

á skákborðinu lífsins leikinn er

 

líklega  það er sem betur fer.

 

Nú set ég stopp á hugans feril hér

 

helgar vættir allar hjálpi mér.

 

Knús á ykkur öll inn í nóttina og megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og vernda. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Þú átt samt rósirnar þrjár og minningu um yndislegan son.

Mikið óskaplega er alltaf gefandi og gott að heimsækja þig Ásthildur mín og að fá heimsókn frá þér.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 26.11.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábærar myndir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.11.2009 kl. 02:12

3 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 07:27

4 identicon

Mikið rosalega er rósin falleg, en lítur út fyrir að vera viðkvæm eins og hin blómin þó úr steini sé. En hans hefur örugglega verið meiri þörf annarsstaðar og þessvegna kallaður burt.

Dísa (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 08:49

5 identicon

 svo flott verkin hans Júla og litlu krílin yndisleg.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 09:09

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann hefur verið afkastamikill og fiskarnir bera þess merki að hann hefur lagt líf og sál í það sem hann gerði, en ég gerði mér ekki grein fyrir því að hann gerði fleira, hann hefur sannarlega verið þúsund þjala smiður.  Þú ert gæfusöm að eiga svona falleg og góð verk eftir hann því miður þá búa ekki allir foreldrar, sem hafa misst börnin sín, svo vel en allir hafa fagrar og góðar minningar.

Jóhann Elíasson, 27.11.2009 kl. 09:45

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll  Jóhann minn, elskulegi drengurinn minn var fallegur utan sem innan.  En það eru flestir sem ganga þann veg sem hann gekk.  Fallegar sálir sem ekki fengu að njóta sín.  Ef til vill hefur hann fengið meiri stuðning en margir, og ef til vill hefur Hornstrandagenið gefið honum þá orku sem hann þurfti.  En hann fann að hann hafði ekki mikinn tíma, og þess vegna vann hann eins og berserkur þegar hann loksins fann sig í listinni.  Og fyrir það er ég þakklát.

Takk Birna Dís mín.

Dísa mín, já ég er sannfærð um það, og það gerir sorgina léttbærari.

Knús Ragna mín.

Takk Jóna Kolbrún mín.

Takk Kalli minn, og já ég hef margar fallegar minningar hjá mér um drenginn minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2009 kl. 10:16

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Júlli þinn hann var sko gullmoli, margir sem senda honum hlýjar hugsanir fyrir utan fjölskylduna svo hann örugglega góða daga á nýju sviði, kærleikurinn fylgir honum hvert skref. kveðja til ykkar allra.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.11.2009 kl. 10:59

9 identicon

Fallegt ljóð og myndir af fallegum hlutum. Listaverkin hans eru svo falleg. Veit að það hefur ekki verið alveg ryklaust í kring um hann á meðan hann vann að verkunum.

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 11:05

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar.   Knús á ykkur báðar inn í helgina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2009 kl. 12:16

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín ljúfust, þú ert hetja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 12:25

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín, sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2009 kl. 12:27

13 identicon

Gott að geta sent frá sér fallegar minningar í ljóðum eins og þínu. Það gefur svo ótrúlega mikið. Minning um góðan dreng lifir. Sendi þér kærar kveðjur og bið alla góða vætti að styðja ykkur og styrkja.

Dísa Gests (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:04

14 Smámynd: JEG

Það er nefnilega málið......hvað er list ????..... t.d. að að geta gert fallega hluti úr engu með engu :)  Svo sannarlega ekki hver sem er sem hefur þann hæfileika.  Knús og kveðja héðan úr kuldanum á Ströndum

JEG, 27.11.2009 kl. 14:13

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kærleiksknús í kúluna þína Ásthildur mín

Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2009 kl. 14:54

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg verk eftir fallegan dreng Ég er stoltur eigandi fisks sem prýðir mitt borð alla daga.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.11.2009 kl. 16:27

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín, já einhvernveginn er mér fró í að setja þetta á blað.  Orðin vilja endilega bara koma.  Ég á samt eftir að fara aðeins yfir þetta áður en ég læt það endanlega frá mér.  Soðið saman á korteri.. 

Takk JEG mín og kveðja til þín líka.

Kærleiksknús til þín líka Sigrún mín.

Takk Hrönn mín, já ég er glöð yfir að hafa getað fært þér fiskinn þann arna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2009 kl. 16:43

18 Smámynd: Laufey B Waage

Einstaklega fallegt ljóð. Þú ert rík að eiga þessa náðargáfu. - Að geta komið tilfinningum þínum frá þér með þessum fallega hætti.

Góða helgi mín kæra.

Laufey B Waage, 27.11.2009 kl. 18:19

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín

Listaverkin hans Júlla eru svo falleg. Blómin hans eru svo eðlileg og virkilega falleg.

Sorglegt að þessi góði strákur er farinn. Nú þarft þú að vera dugleg að safna saman fallegum minningum um hann og eins listaverkum. Góðu minningarnar munu ylja.

Megi almáttugur Guð styrkja þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 22:59

20 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

 Virkilega fallegir gripir, sem Júlli hefur lagt alúð við.   "Steinblóm" er eitthvað svo varanlegt, rétt eins og dauðinn, á meðal þeirra sem eftir lifa.

Helltu þér nú inn í aðventuföndur, poppkorn á streng með rauðum slaufum á milli, er t.d. skemmtilegt fyrir litla pollagallafólkið sem unir sér vel í miðjum pollinum.

Hlýjar kveðjur

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.11.2009 kl. 02:08

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fallegt allt saman, myndirnar, listaverkin og ljóðið

Jónína Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 07:42

22 Smámynd:

Falleg listaverkin hans Júlla eins og hann sjálfur. Eigðu góða helgi Ásthildur mín

, 28.11.2009 kl. 23:17

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka ykkur fyrir.

Takk Laufey mín, já það einhvernveginn léttir á mér að setja þetta niður á blað.  Orðin þrengja sér inn og vilja komast út. 

Já Rósa mín, ég er að ganga frá þeim eins vel og ég get til að þau lifi áfram.  Takk fyrir mig.

Takk Jenný mín, já ég er að fara í jólakortin núna.  Geri þau venjulega sjálf, og svo er ég að leggja lokahönd á söguna mína, sem verður jólagjöfin til barnabarnanna í ár, eins og síðasta ár.   Hugmyndin með poppkornið er góð, jafnvel hægt að hafa stelpurnar með í slíku. 

Takk Jónína mín.

Takk sömuleiðis Dagný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2009 kl. 11:39

24 identicon

Þetta er nú meiri paradísin Ásthildur mín. Takk fyrir færslurnar þínar.Þær eru mannbætandi.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 12:32

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragna mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2009 kl. 13:13

26 Smámynd: IGG

Ég bara elska fiskana og verkin hans Júlla þíns. Það er eitthvað svo dásamlega yndislegt við þau. Það er gott að geta yljað sér við sköpunarverk hans trúi ég. Hjartnas kveðjur til ykkar allra.

IGG , 29.11.2009 kl. 20:04

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ingibjörg mín, já það er ótrúlega gott að handfjalla hlutina sem hann skildi eftir sig.  Gefur góðar áþreifanlegar minningar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2009 kl. 00:49

28 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús elsku ljúfa Ásthildur mín.......<3<3<3

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2009 kl. 13:12

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til þín líka Linda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband