26.11.2009 | 12:09
Hugleiðing og áskorun til forsetans.
Ég er að hugsa um mannlegan hugsunargang kosti og breyskleika. Þar kennir ýmissa grasa og margt fer í gegnum kollin á mér. Það er svo sem ágætt að ég er komin svo langt að geta farið að huga að öðru en sorginni. Mér finnst ég vera að vakna og vera meira lifandi en í langan tíma. Þó er framtaksleysið ennþá til staðar. En smátt og smátt eykst mér orka til að gera hlutina. Og ég verð glaðari og ánægðari með sjálfa mig, þegar mér eykst þrekið.
En nú er ég sem sagt að hugsa um ástandið í samfélaginu okkar og hugleiða út frá því. Við erum einkennilegt samfélag. Það hef ég gert mér grein fyrir í langan tíma. Eða allt frá því að ég fór utan 17 ára gömul í lýðháskóla í Svíþjóð. Og síðan dvaldi 2 ár í Glasgowborg sem aupair.
Þar uppgötvaði ég að fólk utan Íslands er bara fólk, þeir sem eru duglegir komast áfram, hinir sitja eftir. Enginn ofan í hvers manns koppi. Svona heilt yfir. Auðvitað eru alltaf frávik og ég er ekki að segja að þar ríki ekki afbrýðisemi þess sem minna má sín til þeirra sem fleyta rjómann. Og ég er heldur ekki að segja að menn komist ekki áfram á óheiðarleika og misnotkun á trausti. Þetta er bara allt einhvernvegin fjær og utar en hér heima.
Við aftur á móti erum í eintómum klíkum. Og oft kemur það fyrir að haldið er aftur af fólki með mikla hæfileika á einhverju sviði vegna þess að öðrum finnst að þeir eigi ekki skilið að komast að. Öðrum er lyft upp og fá ótrúlegustu tækifæri af því að þeir þekkja rétta fólkið, eða eru í réttu klíkunni. Auðvitað eru undantekningar, en þær eru færri ef tilefni gefur til. Og þeir sem þannig brjótast fram skara oft það mikið fram úr að þeir vekja eftirtekt langt út fyrir litla Ísland.
Þetta leiðir svo til þess að það er ekki endilega færasta fólkið sem situr í bestu stöðunum, eða er í forsvari eða jafnvel bara bestu listamennirnir. Af því að við viljum einhvernvegin ráða því hverjir sitja þar. Eða einhverjir vilja ráða. Það eru mörg dæmi um svona. Þarf ekki að leita langt.
Þetta háir held ég líka stjórnvöldum, þegar nýir aðilar komast til valda. Því þá situr klíkulið frá fyrri ráðamönnum og sjá til þess að hlutirnir gangi eins og þeir vilja. Hver man ekki eftir skemmtilegu þáttunum bresku Já ráðherra Ansi er ég hrædd um að þar leynist mikill sannleikur falin í spaugi að hætti spaugstofunnar.
Þetta er svo sem engum að kenna, heldur er þetta afleiðing af fámenninu og heimóttarskap okkar allra. Þetta lýsir sér m.a. í því að hér eru kosningar nánast skrípaleikur, því við höfum gefið leyfi til að hér starfi einungis fjórir stjórnmálaflokkar, flokkar sem sitja á gömlum merg, eða nýtt vín á gömlum belgjum. Okkur dettur ekki í hug að breyta til þó allir fjórir flokkarnir hafi einangrast og eru nánast úr öllum takti við þjóðina. Það má ekki breyta út af þessu hvað sem tautar og raular. Þó ný framboð komi og reyni að breyta, þá leggst allt á eitt að rífa niður og liggja yfir hverju smáatriði til að sundra og drepa niður. Fólkið sem kom inn fullt af hugsjónum og góðum áætlunum um að gera góða hluti er úthrópað sem tækifærissinnar og fábjánar eða ég veit ekki hvað. Við tökum Lúkasinn á hvert nýtt framboð sem vogar sér að storka fjórflokknum.
Og það merkilega er að þetta sama fólk er hundóánægt með ástandið og traust almennings virðist vera ansi lítið á stjórnmálamönnum. Og þá hugsa ég, hvað er hægt að gera í málinu.
Ef fólk virkilega vill breytingar, verður það að gefa öðrum tækifæri, gefa þessum fjórum flokkum frí, og þora að taka slaginn með öðrum framboðum. Í mínum huga er ofarlega bæði Frjálslyndi flokkurinn, þar sem ég var innanbúðar og veit að flestir þar vildu virkilega breyta áherslum. Og það sést í dag að allt sem við töluðum um hefur annað hvort orðið ljóst að þurfti, eða stjórnvöld hafa tekið það upp á sína arma vegna þess að það var rétta leiðin. Og síðan Borgarahreyfingin sem var af sama meiði, fólk sem vildi leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið. Fólk gerir það sér til dundurs að kalla þessa flokka og fólkið sem þar er innanbúðar allskonar nöfnum, eins og krakkar í sandkassa, einn er fitubolla annar dvergur.
Meðan við komumst ekki upp úr þessum sandkassa breytist ekki neitt. Meðan við samþykkjum allt og verjum sem OKKAR FLOKKUR gerir ekki af því að okkur líkar endilega það sem þeir gera, heldur bara af því að þetta er mín klíka. Þá er enginn hvati til að breyta neinu. Menn ganga að því vísu að EIGA svo og svo mikið fylgi, og geta raðað sínum mönnum upp í goggunarröð samkvæmt því, og lofað öðrum feitum bitum til að halda þeim góðum.
Nú þegar fólk kallar á nýtt Ísland, og krefst : Heiðarleika, virðingar og sanngirni, þá verðum við að skilja það, að það fæst aldrei fram nema við tökum málin í okkar hendur og þorum að treysta nýjum einstaklingum fyrir fjöregginu. Við verðum að losna af þessum fjórflokkapólitíska klafa. Ég er ekki að segja að forystumennirnir séu ekki gott fólk, en vald spillir, og þegar menn gera sér grein fyrir að þeir þurfa ekkert að vanda sig, og það er nánast sama hvernig þeir haga sér, þjóðin nöldrar bara út í horni og að svo er það búið, þá er ekki von til að þeir fari að leggja á sig að gera betur. Þetta er bara hrákaldur sannleikur.
Það var augnablik sem þessir herrar skulfu, og það var þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. Þá urðu þeir virkilega hræddir, en bara augnablik. Því alveg eins og þeir vonuðu, þá var þetta bara enn ein bólan. Fólk hætti að nenna að mæta, bara örfáir einstaklingar sem virðast vera vakandi og hrópa ennþá í eyðimörkinni. Hinir hafa sofnað aftur svefninum langa.
Ekki af því að ástandið sé orðið betra, og ekki af því að stjórnmálamennirnir hafi tekið sig á, og ekki heldur af því að það sjáist nein merki um iðrun eða sjálfsásökun þeirra um hvað þeir gerðu rangt. Nei þetta versnar ef eitthvað er.
Eitt er líka og það er fréttaflutningur, sem er með ólíkindum. Það virðist enginn blaðamaður þora eða mega rannsaka eitt eða neitt. Það er bara vasast í smáatriðum og talað um það sem má ef einhver reynir að opna á einhver mál, þá rísa sérhagsmunagæðingarnir upp til handa og fóta og þessi skal burt. Við viljum ekki að fólk fari að hugsa um annað en það sem við viljum mata það á. Það gengur ekki. Þau gætu farið að rísa upp og breyta þessum hlutfjöllum. Eins og í frönsku byltingunni.
Ég hef líka velt því fyrir mér hvernig útrásarliðinu líður á sálinni. Að vísu eru þeir verndaðir í bak og fyrir sumir af einni klíkunni, aðrir af hinni. Og grátkórar kyrja á víxl um óréttlæti yfir því af hverju þeirra maður fær á baukinn þegar hinir eru miklu verri. Og almenningur kyrjar með. Þá hlýtur það samt að svíða í sálinni að vera orðin ómerkingur og óbótamaður í eigin landi. Jafnvel þó menn geti sprangað um í útlöndum með öðrum auðkýfingum og þóst menn með mönnum. Þá vita þeir að ef þeir ætla að nálgast það sem þeir hafa sölsað undir sig hér heima, verða þeir fyrir allskonar aðkasti og leiðindum af afbrýðisömum almenningi, sem auðvitað eiga bara að þegja og þrauka og borga skuldirnar.
Ætli þeim líði hótinu betur en þeim sem hefur misst allt sitt vegna útrásarinnar, á einn veginn eða annan? Eini munurinn er sá að þeir hafa það val að skammast sín og koma til baka með ránsfenginn og biðjast afsökunar. Það er nokkuð ljóst að almenningur sem er almennt séð afskaplega undirgefinn og auðmjúkur þegar valdamenn og auðkýfingar eiga í hlut, munu strax fyrirgefa þeim og bugta sig og beygja í auðmýkt og undirgefni.
Víkingar hvað!
Nei þetta er auðvitað orðið ansi langur pistill sem enginn nennir að lesa. En það er ágætt að setja þetta svona á blað, það hverfur þá ef til vill úr undirmeðvitundinni, því ég satt að segja hef miklar áhyggjur af ástandinu og ekki síst af því að við erum svona þröngsýn og ég geri mér grein fyrir að ástandið mun ekki breytast. Því fyrr frís í helvíti en fólk hætti að kjósa flokkinn SINN og verja SÍNA MENN, af því þeir eru í sömu klíkunni, heldur en að fólk fylki sér til nýrra afla sem vilja vinna þjóðinni vel. Meira að segja þingmenn sem hafa svarið eið að því að fylgja sannfæringu sinni sitja frekar heima eða sitja hjá en kjósa með íslenskri þjóð, samkvæmt réttlætishugsun sem það þó hefur stundum.
Og þetta er sama fólkið og er alveg til í að færa einhverjum lokuðum klúbbi fyrirtæki annars á silfurfati, bara af því hann er svo ömurlegur. Án þess að vilja fá að vita hver hinn aðilinn er, og hvort hann er ekki alveg jafn sökóttur og slæmur.
Hvenær ætlum við að komast upp úr þessu hjólfari? Eða viljum við ef til vill engar breytingar? Við höfum nú haft tækifæri til þess í tíu ár að refsa fjórflokknum, sem er hver um sig jafnsekur um ástandið sem er hér í dag. En við höfum ekki þorað því, og hætt og smánað það fólk sem hefur viljað ganga fram fyrir skjöldu og breyta. Það þarf nefnilega ekki nema að byrja á kviksögum, þær byrja venjulega í afkimum núverandi flokka, af því að menn eru ennþá dálítið smeykir um að missa stólinn sinn, og við tökum Lúkasinn á það og æpum og skrækjum eins og vitleysingar tökum undir og flytjum söguna áfram. Og svo endar það með því að enginn, ekki nokkur maður hefur minnstu löngun til að reyna að bjóða sig fram til að laga ástandið. Til hvers að leggja persónu sína í flórinn bara fyrir hugsjónina um að bæta ástandið? Þakkirnar sem fólkið fær er bara skítkast.
Ég segi það alveg satt, þetta er ósköp andstyggileg skrif, og eflaust les enginn alveg niður að þessum orðum, en fyrr en við tökum til í okkar eigin ranni, og tökum leppana frá augunum, reynum að horfa allra átta og láta skynsemina ráða, gerist nákvæmlega ekki neitt. Ekkert nýtt Ísland, enginn ný hugsun, engin upprisa lýðræðis. Og við getum bara sjálfum okkur um kennt. Þannig er nú það.
Ef einhver heldur að ég sé að skrifa svona út af vonsku, þá er það einmitt vegna þess að mér þykir vænt um Ísland, fólkið í landinu og framtíðina að ég skrifa þetta núna. Ég hef virkilegar áhyggjur af þróuninni. Og hvað gæti hugsanlega tekið við. Mín ósk er sú að við þyrðum að gefa núverandi flokkum og forystumönnum þeirra frí. Þau hefðu bara gott af því að vera fjarri stjórnun landsins næstu árin. Hugsa sinn gang og hreinsa til. Þá er hægt að koma tvíefld til leiks með ferskar hugmyndir og nýjar áherslur. Þetta dæmi er ekki að ganga upp. En til þess að svo megi verða, þurfa að koma fram ný framboð, eða að það fólk sem stendur að Borgarahreyfingunni, Hreyfingunni og Frjálslyndaflokknum taki sig saman og myndi afl sem þarf til að breyta. Það fólk sem þar er í forsvari hefur ný sjónarmið, heilbrigða sýn á málefni og þarf að vera sterkari rödd. En það þýðir ekki að tala út og suður, það þarf eina sterka rödd sem heyrist upp úr fjórflokkakórnum. Skýr skilaboð og stefnumál sem staðið verður við.
Og aðeins eitt að lokum: hér er tækifæri til að gera eitthvað. Set inn skilaboð sem ég var að fá.
Eins og þið hafið kannski séð í fréttum í kvöld þá hrinti InDefence af stað undirskriftasöfnun til að skora á forseta Íslands að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar.
Undirskriftasöfnunin er á www.indefence.is
Það væri frábært ef þið sæuð ykkur fært að dreifa þessum skilaboðum áfram til eins margra og þið getið og hvetja fólk ti lað skrifa undir. Þeim mun fleiri sem skrifa undir þeim mun meiri pressa verður á Ólaf, sem er búinn að setja sér skýr skilyrði með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis þann 2. september sl.
Endilega hfingið í mig ef þið viljið nánari upplýsingar. 6648334
Það er reyndar ekki þessi forseti sem við ætlum að senda áskorun. En það kemur maður eftir mann. Sendum Ólafi áskorun um synjum á staðfestingu á Icesavesamningi. Þ.e. þeir sem eru andvígir þessum samningi. Sýnum í verki að við getum gert ýmislegt, þó það sé bara í formi áskorunar. Jón Steinar vinur minn benti mér á að setja inn link á áskorunina, hér er hún: http://www.indefence.is/
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Myndarleg færsla kæra vinkona og er ég svo sammála þér. Heimskt er heimaalið barn og ég held einmitt að ég hafi lært svo mikið um mannleg samskipti þegar ég dvaldi erlendis sem unglingur og kynnist öðrum hugsanahætti en hér tíðkaðist, heimóttarskapurinn í okkur er oft skelfilegur. Takk fyrir þennan góða pistil. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2009 kl. 12:17
Þarfur og góður pistill, las hvert einast orð og fannst hann ekki langur Vona að sem flestir skrifi undir þessa áskorun og að Ólafur Ragnar taki til greina vilja þjóðarinnar.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 13:14
Takk stelpur mínar. Já við megum svo sannarlega taka okkur á hvert og eitt okkar, og gera nú eitthvað sjálfstætt og fylgja því sem við sjálf trúum á, en ekki það sem okkur er sagt að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2009 kl. 13:20
Aftaða mín er einföld, en hún er sú að ef ég kýs ekki gegn þessu og leiði þetta hjá mér, þá er ég að gefa frumvarpinu atkvæði mitt og styðja kúgunina og það án þess að gera neitt.
TAkk fyrir góðar hugleiðingar Ía mín. Það mætti annars vera tengill inn á Indefence, svo fólk setji það nú ekki fyrir sig að þurfa að kópíera og peista þessum link. Hér munu allir kjósa í aðra hvora áttina, hvort sem þeir sleppa því eður ei. Vilja menn axla þá ábyrgð?
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2009 kl. 14:17
JEG, 26.11.2009 kl. 15:17
Við sem þjóð eigum að getað kosið um það hvort við viljum borga skuldir óreiðu og glæpamanna.. sá sem skilur þetta ekki.. sá hinn sami getur þá bara flutt af landi brott.
Ef Óli undirritar þessi lög þá er hann að segja að við séum aumingjar með hor og slef.. hann undirritar að við almenningur eigum að borga fyrir elítuna sem hann plöggaði út um allan heim.. . Hans eina von til að sýna að hann sjái eftir því að hafa verið tól glæpahundingja er að hafna að skrifa undir þetta plagg... Er hann forseti okkar.. eða bara einn af aumingjunum sem eyðilögðu ísland.
Hvað ertu Óli?
DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 17:26
Jón Steinar það er einmitt málið að standa með sjálfum sér en ekki öðrum. Já ég ætti eiginlega að setja inn tengil, rétt athugað hjá þér.
Knús JEG mín.
Það er enginn spurning í mínum huga Doctor að bæði núverandi stjórnvöld og þau sem á undan fóru hafa haldið illa á málum okkar. Fyrir það erum við að borga í dag. Og auðvitað eigum við sjálf að hafa síðasta orðið ekki nokkur spurning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2009 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.