Ef þetta er ekki.....

Það jákvæðasta sem maður hefur heyrt lengi þá veit ég ekki hvað.  Svo sannarlega hefur verið þörf á einhverju einmitt svona.  Þjóðfundur!  Af hverju gerðum við þetta ekki fyrir ári síðan?  Þið sem hafið unnið að þessu og útfært hugmyndina eigið þakkir skilið og reyndar allir sem taka þátt.  Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Megi landvættir og goð sitja þarna með ykkur.  Mína blessun fái þið líka. 

 

 

 

Aftur til upprunans og byrjum upp á nýtt.  Það er eina vitið.  Gömlu gildin skulu koma á ný.  konur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er yndislegur fundur og hlakka ég til að fá fréttamyndir frá honum, hún Jóhanna okkar Magnúsar var þarna og talaði fyrir sjálfbærni.

Gömlu gildin aftur þar er ég sammála þér
Knús í Kúlu
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já virkilega flott !

Jónína Dúadóttir, 14.11.2009 kl. 19:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita að Jóhanna okkar var þarna með.  Loksins gerist eitthvað jákvætt.  Ég er bara svo glöð yfir því. 

Knús á ykkur báðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2009 kl. 23:17

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sælar, er ekki frá því að landvættir, goð og Guð, Jesús, Búdda og allt heila klabbið hafi bara setið þjóðfund!  Reyndar hafi andi allrar þjóðarinnar verið þarna að verki. 

Stemmning, skipulag og samvinna alveg til fyrirmyndar. Ég bloggaði um þetta áðan, ætlaði að bíða til morguns - af því að ég var svo orkulaus eftir, en gat svo ekki beðið með það! ..

Þakka hlý orð í minn garð, þið eruð náttúrulega bara BESTAR - og ég get nú bara lofað gagnsemi  bloggsins  fyrir að hafa kynnst svona frábærum konum! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.11.2009 kl. 00:39

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sæl, ekki hef ég trú á því að stjórnvöld hlusti á ályktanir þjóðfundarins.  Heiðarleikinn er mjög vandmeðfarinn, ef stjórnvöld ætla að gerast heiðarleg gætum við fólkið gert uppreisn.  Ég las bloggið hennar Rakelar Sigurgeirsdóttur og fannst mér það alveg frábært.  ->  http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/979571/  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2009 kl. 01:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært Jóhanna mín, gaman að þú skyldir taka þátt.  Þetta verður örugglega til góðs fyrir okkur öll.  Auðvitað hafa allir landvættir og Guðir tekið þátt.  Hvað annað?

Reyndar er það rétt hjá þér Jóna Kolbrún mín, að heiðarleiki er vandmeðfarin og við sjálf alltaf tilbúinn til að taka honum með varúð.  En einhverstaðar þarf að byrja ekki satt?  Takk fyrir linkinn á Rakel.  Hún er skynsöm kona og baráttujaxl. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2009 kl. 11:44

7 identicon

Sæl, þessi mynd sem þú ert með í þessari færslu af konunum tveimur. Ekki vill svo til þú vitir hverjar þær eru? Þú mátt endilega senda mér póst.

kær kveðja

Dagný

Dagný Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 22:32

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dagný mín ég held að þessar konur séu frá Ísafirði.  En myndin er tekinn á Siglufirði.  Sú sem er til hægri, tel ég vera kona sem vann alla tíð í fiski, á reitum við að þurrka saltfisk og í frystihúsi og heiti Jóhanna, alltaf kölluð Jóka stóra, við uppnefndum alla hér á Ísafirði til margra ára.  Hina konuna finnst mér ég kannast við, en er ekki viss.  En ég skal með ánægju spyrjast fyrir um hana.  Amma mín var á síld á þessum árum og ég á nokkrar myndir frá þeim tíma.  Einhverntímann milli 50 til 60 held ég.  En ef til vill fáum við svör hér á síðunni minni um þetta frekar.  Með kveðju Ásthildur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2009 kl. 23:13

9 identicon

Mér fannst einmitt sú sem er hægta megin á myndinni (þessi minni) svo lík henni ömmu, en hún heitir Fanney.

mbk

Dagný

Dagný Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 00:23

10 Smámynd: IGG

Ásthildur meinarðu ekki að Jóka sé til vinstri en ekki hægri á myndinni?

IGG , 16.11.2009 kl. 01:58

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú til vinstri, afsakið mig.  Hún er vinstrameginn okkur frá séð.  Svo hin konan getur vel verið amma Dagnýjar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband