Þegar ég gerðist boðflenna. Blómamyndir og myndir af fjörkálfum.

Ætla að setja inn nokkrar fallegar blómamyndir úr garðskálanum mínum, svona til að gleðja.  Og svo ætla ég að segja frá því er ég gerðist boðflenna, svona alveg óvart.

En þannig var að við höfðum farið í sund á Flateyri á laugardaginn, skemmtileg laug á Flateyri, og þar ríkir hún Lára vinkona mín.   Takk fyrir mig Lára mín. Heart

Þegar við komu heim sagði Elli við mig.  Ætlarðu ekki að koma með og hlusta á lúðrasveitina spila nokkur lög.

Æ ég veit ekki, sagði ég.  Nenni varla.

Jú þú kemur og stelpurnar líka, þið hafið bara gaman af því.

Ég hugsaði með mér að þetta væri svona æfing þar sem þeir myndu spila örfá lög og við gætum bara haft það notalegt og hlustað á nýju lögin, sem þeir eru að æfa.

Þegar við nálguðums Tónlistarskólann sá ég að það var fullt af bílum fyrir utan.  Aha hugsaði ég með mér, það er sennilega fleira fólk en ég reiknaði með, eða það er ef til vill fundur í Grunnskólanum.

Þið farið inn Hamrameginn sagði Elli ég fer um bakdyrnar.

Það er laust pláss uppi, hvíslaði dyravörðurinn, það fór að fara um mig.  Það var fullt hús af prúðbúnu fólki.  Allir fyrirmenn bæjarins uppábúnir.  Ég og stelpurnar sem vorum bara í hversdagsfötunum, læddum okkur inn í salinn, mættum þar reyndar bara elskulegheitum og brosum.  Fórum upp á svalirnar. 

Allt í einu gerði ég mér grein fyrir að þetta var ekki bara einhver æfing hjá lúðrasveitinni, þetta var afmæliskonsert í tilefni afmælis Sigríðar Ragnarsdóttur.  Þarna var Hjálmar R. kynnir, Anna Áslaug systir þeirra og allt þeirra fólk.  Og allt þetta prúðbúna fólk.  Ég fékk hálfgert sjokk.  Og þegar Elli birtist í dyrunum og benti mér á að fylgja sér út.  Læddist ég fram.  Það er langt í að við eigum að spila sagði hann afsakandi.

Ég hefði ekki haft neitt á móti að vera þarna lengur, því það var greinilega mikið lagt í tónleikana.  Enda til heiðurs Sigríði.  En þar sem ég var nú einu sinni boðflenna, þá var bara best að læða sér út og fara heim.

En innilega til hamingju með afmælið elsku Sígríður mín Heart

IMG_4724

Hjálmar og Anna Áslaug.  Ég smellti af örfáum myndum. 

IMG_4723

Systkinin ræðast við og þarna sést tónskáldið og eiginmaður Sígríðar Jónas Tómasson og þarna sést líka í séra Magnús.

IMG_4725

Tengdadóttir þeirra leikur hér nýlegt verk.  Myndirnar eru ekki góðar því þær eru teknar uppi á svölum.

En svona er lífið stundum.  Ég vildi að ég hefði getað verið lengur. Heart

IMG_4715

En blómin í garðskálanum eru enn mörg við hestaheilsu og falleg.

IMG_4716

Hvað er fallegra en nýútsprungin rós.

IMG_4718

Nema er til vill afskorin rós, þessi er orðin meira en mánaðargömul og stendur enn svona falleg.

IMG_4719

Og ég er að safna saman fiskunum hans Júlla míns til að velja á sýninguna.

IMG_4720

Þar skal vanda vel til verks.

IMG_4726

Gleðigjafarnir mínir.

IMG_4727

Þær halda mér við efnið.Heart

IMG_4735

Hér er verið að spá í mynd.

IMG_4737

Og það er verið að hlusta á Lísu í Undralandi á diski, og skoða myndirnar í bók í leiðinni. Það finnst þeim skemmtilegt.

IMG_4742

Veðrið getur verið fallegt, reyndar er þetta ekki rétti liturinn.

IMG_4740

Þessi ekki heldur.

IMG_4744

En aftur á móti er þessi alveg ekta.

IMG_4813

En ég segi bara góða nótt.  Systir mín lét mig hafa nokkrar svefntöflur, og ég sef þess vegna betur á nóttinni, en er líka á móti þung á morgnana.  En það getur líka verið af því að ég hef svo lengi sofið svo lítið. 

Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Góða nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góða nótt og sofðu rótt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.11.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vona þú hafið sofið vel og vaknað enn betur, eigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 3.11.2009 kl. 06:04

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Elsku gleðigjafadrottning með allar þínar prinsessur og  prinsa, megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur öllum og megi allur sá kærleikur, og allt það ljós sem þú/þið miðlar til okkar allra koma margfalt til ykkar aftur, það er mín bæn til ykkar, og hafðu ævinlega þökk fyrir að auðga líf okkar allra hér í bloggheimi 

Hulda Haraldsdóttir, 3.11.2009 kl. 06:34

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góðan dag í kúlu!

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.11.2009 kl. 07:51

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Gaman að geta gerst boðflenna í smástund  Eigðu góðan dag yndislegust.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.11.2009 kl. 09:20

6 identicon

Góðan dag vinkona góð !   Það er gott að það færist ró yfir þig, finn það á skrifum þínum. Vona að þú eigir ánægjulega daga núna framundan. Hafðu það sem best. Knús á þig og þína  Kv. Steini

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 09:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Já Steini minn, ég er svona að átta mig á hlutunum og líða betur.  Það gæti verið líka núna af því þeim heiðri sem syni mínum er sýndur á margan hátt, til dæmis núna með þessari minningarsýningu.  Og þeirri virðingu og góðum hug sem þar kemur fram hjá mörgum.  Bæði yfirvöldum og svo starfsmönnum safnsins og vinum hans í Tjöruhúsinu.  Allt svona leggur lóð á vogarskál. 

Góðan og blessaðan daginn öll

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2009 kl. 09:39

8 identicon

Þú hefur allavega náð að gerast fluga á vegg, en þægileg er tilfinningin ekki.

Þú verður bara að taka morgunþynglsunum eins og hverjum öðrum fylgifiski, en svefninn er nauðsyn, annars fer allt úr skorðum.

Eigðu góðan dag og njóttu þín í góðum hópi að undirbúa sýninguna.

Dísa (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 09:47

9 identicon

Þar sem ég þekki af eigin raun þessar hjálparpillur þá getur verið að það sé spurning hjá þér að taka bara hálfa í einu til að prófa.Sérstaklega ef þú ert óvön þeim.

En gott hjá Ella að láta ykkur gerast boðflennur

Garðskálinn alltaf jafnyndislegur á hvaða tíma ársins sem er

Knús í yndislegu kúluna

Kidda (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 11:30

10 identicon

Ég má til með að segja þér hvað mér finnst yndislegt að heyra í hænum og hana á morgnana hjá þér þegar ég kem á BK bílasprautun og réttingar,  ég er þar nokkra morgna í mánuði.  Þetta hljóð er svo notalegt og heimilislegt,  dagarnir eru bjartari þegar þeir byrja sona. 

kv.  þórhildur 

Þórhildur Sig. (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 13:07

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vildi að ég gæti keypt hjá þér fisk handa honum pabba mínum, hann er svo mikið fyrir grjót og svo var hann alltaf hobbý sjómaður hér í den.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2009 kl. 13:28

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Dísa mín fluga á vegg væri við hæfi. 

Ég var einmitt að spá í að minnka skammtin Kidda mín.  Best að prófa hálfa, annars gekk mér betur að vakna í morgun.  Hef sennilega verið orðin langþreytt.

Takk Þórhildur mín, gaman að heyra. 

Já elsku Ásdís mín, ég er hrædd um að það sé ekki hægt, því drengirnir eiga þessa fiska sem eftir eru.  Skal samt hugsa til þín ef ég get séð af einhverjum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2009 kl. 15:42

13 Smámynd: IGG

Mikið var gaman að komast svona með þér í afmælið hennar Siggu.   Blómin þin eru aldeilis fín og fiskarnir hans Júlla yndislegir. Svo er alltaf gaman að sjá börnin þín og bæinn okkar. Takk fyrir þetta allt saman.

IGG , 3.11.2009 kl. 16:14

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sjálf elsku Ingibjörg mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2009 kl. 16:31

15 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Góðan daginn Ásthildur, langt síðan ég kíkti inn hjá þér, en mig dreymdi þig í nótt, kom að kúlunni opinni, gekk inn og þar varst þú og mikið ljós og hlýja, þú bauðst mér kaffi og við spjölluðum...... draumur búinn. Mér fannst hann svo notalegur að ég bara varð að deila honum með þér, þetta var líka í fyrsta sinn sem ég hitti þig í draumi

Bestu kveðjur vestur

Herdís Alberta Jónsdóttir, 4.11.2009 kl. 09:00

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra Dísa mín.  Ég hitti nefnilega Málfríði í sundlauginni á Suðureyri á sunnudaginn og við spjölluðum margt, spurði meðal annars um þig.  Svo þú hefur eflaust verið í huga mínum, því Elli hitti hana líka í gær og var að ræða um það sem þau voru að gera og spjalla og var að segja mér frá því áður en við fórum að sofa.  Bestu kveðjur til þín líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2009 kl. 12:58

17 Smámynd: Laufey B Waage

En þú heppin að gerast boðflenna á svona spennandi tónlistarveislu. Ef ég þekki Siggu Ragnars rétt, þá hefði hún örugglega ekki erft það við þig þótt þú hefðir setið lengur, heldur bara þótt þetta fyndið.

Laufey B Waage, 6.11.2009 kl. 09:04

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Laufey ég hugsa það.  Hún hefði örugglega tekið því vel.  Og ég hefði verið lengur ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2022944

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband