31.10.2009 | 18:33
Skilaboð til þín Sveinn.
Elsku karlinn, þú hringdir í mig áðan og sagði mér að þú hefðir komið að elskulega drengnum mínum. Ég vil að þú vitir að ég skil vel hvernig þér líður. Og ég skil vel að þú gast ekki rætt þetta meira í bili þegar ég fór að spyrja óþægilega og nálægt.
Við áttum tilfinningaþrungið viðtal núna áðan. Ég veit ekki hver þú ert, og hvernig þú þekktir drenginn minn, en ég heyrði að þér þótti vænt um hann. Og ég heyrði líka að þú átt erfitt eftir að hafa fundið hann. Elsku karlinn, hafðu aftur samand. Og fáðu áfallahjálp. Ég vildi að ég gæti verið hjá þér og knúsað þig og hjálpað þér yfir þennan erfiða hjalla.
Ég hef svo oft hugsað til þín eftir að ég vissi að einhver hefði komið að honum. einhver sem ætlaði að kaupa af honum fisk. Hugsað um hvernig þér liði og hvað þú værir að pæla. Og ég er þér þakklát fyrir að gera það sem þú þurftir, láta vita og setja hlutina í gang. Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum til þín, því ég veit ekki hver þú ert, eða hvar þú ert. En ef þú lest þessi orð þá veistu að ég hugsa til þín og bið alla góða vætti að vaka með þér og vernda og vona að þú komir við hjá mér næst þegar þú kemur á Ísafjörð.
Knús á þig elsku drengurinn og ég óska þess að þér líði fari að líða betur. Allt í einu er líf okkar tengt, og ég vil endilega fá að hitta þig, þegar þú kemur hingað, eða þú getur látið mig vita hvar þig er að finna. Það er örugglega gott fyrir okkur bæði að hittast og ræða saman.
Þú hefur verið svo oft í mínum hugsunum og bænum. Og svo þegar þú hringdir var eins og loka púslið væri komið í myndina.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022943
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gréta (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 18:58
Hrönn Sigurðardóttir, 31.10.2009 kl. 20:38
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 20:42
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 21:37
Ég þekki Svein og skal benda honum á þessi skilaboð.
Dagný Kristinsdóttir, 31.10.2009 kl. 21:52
Takk allar
.
Dagný mín, segðu honum að þó ég hafi sett þetta hér inn, þá sé það bara til að reyna að ná sambandi við hann. Það sem okkur fer á milli verður ekki opinberað hér. Og hann þarf svo sannarlega að fá áfallahjálp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2009 kl. 22:56
Sæl Ásthildur mín.
Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þennan mann að koma að syni þínum.
Megi almáttugur Guð gefa honum styrk í erfiðleikunum.
Guð veri með ykkur Kúlubúarnir mínir.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.11.2009 kl. 00:30
Sigrún Jónsdóttir, 1.11.2009 kl. 00:43
Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2009 kl. 03:55
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 05:59
IGG , 1.11.2009 kl. 10:46
Dísa (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 11:06
Þú ert svo falleg sál Ásthildur mín. Hugsar svo vel um annað fólk. Hlýjar kveðjur til ykkar í kúluna
, 1.11.2009 kl. 11:44
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 16:29
Elskurnar mínar takk fyrir falleg og hlý orð. Ég get sagt ykkur að ég er bara venjuleg manneskja, get verið grimm og ljót, þegar sá gállinn er á mér. En ég hef þroskast mikið gegnum árin, og í dag er ég að endurspegla allt það fallega sem þið hafið sent til mín og gaukað að mér. Hvernig getur nokkur manneskja orðið neitt annað en falleg og hlý, sem nýtur alls þess sem ég hef notið undanfarnar vikur.
Fyrir það er ég þakklát, og ætla mér að láta það endast lengi. Þegar maður upplifir sára hluti, þá opnast fyrir manni hvað aðrir hafa verið að ganga í gegn um. Og ég get líka sagt það, að allt það góða sem fólk sýnir mér hjálpar mér mjög mikið.
Ég ætla að reyna að láta það leiða mig inn í aðra framtíð, með breyttri lífsreynslu og þakklátari fyrir það sem ég hef.
Birna Dís mín, þú skalt endilega hafa samband við þann sem kom að syni þínum. Ég fann þegar ég rætti við Svein í gær hve illa honum leið. Og hve hann þurfti að ræða við mig. Það var gott fyrir okkur bæði, því ég hafði oft hugsað til þess manns sem varð fyrir þeirri lífsreynslu að koma að drengnum mínum. Það situr nefnilega í sálinni og ef það fær ekki útrás með einum eða öðrum hætti, getur það orðið mein sem aldrei lagast. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir fólk sem lendir í að koma að slysum og andlátum að leita sér huggunar og áfallahjálpar, því oftast fær það ekki þann stuðning og hlýju sem þeir fá sem missa.
Knús á ykkur öll sömul og innilega takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2009 kl. 17:21
Anna Ragna Alexandersdóttir, 2.11.2009 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.