Mömmó og minningarsýning.

Ég er þessa dagana að undibúa sýningu sem halda á til minningar um Júlla minn á Vetrarnóttum, sýningin verður sunnudaginn 8. nóvember í Tjörushúsinu þar sem flest listaverkin hans eru, staðsett af honum sjálfum.  En þar verður meira, ég er að láta ramma inn nokkrar teikningar eftir hann og myndir sem hann teiknaði á leður.  Hann var mikið náttúrubarn og hráefnið var hvað sem var, platti úr eldhúsi móður sinnar eða leðurbútur sem hann fann einhversstaðar.

Það er líka hægt að sjá á myndum hans í hvernig skapi hann var, eða hvort honum leið vel eða illa.  Það voru dökk tímabil í lífin hans og líka ljós og fögur.   Þetta sést afar vel í teikningunum hans.

Ég er líka að fara yfir steinaverkin sem hann kildi eftir, sum hálfköruð.  Hann hefur greinilega verið að byrja á einhverju nýju.  Ég ætla að hafa þessa sýningu eins lifandi og fallega og mér er unnt.

IMG_8069

Svo eru nokkrar mömmu og pabba myndi.

IMG_4679 

Óðinn Freyr fékk að gista í fyrrinótt.  Og Brandur er auðvitað til í að koma sér í mjúkin hjá honum líka.

IMG_4681

Hönnu Sól finnst það svo sem allt í lagi.

IMG_4683

Hún fær stundum vinkonur í heimsókn, það finnst stelpunum gaman. 

IMG_4685

Og Álfaprinsessur bókstaflega tilheyra kúlunni.

IMG_4689

Dansandi prinsessur líka.

IMG_4690

Svo er bara að vanda sig.

IMG_4691

Já það er fjör og veitir ekki af þegar amma dettur ofan í kjallara.

IMG_4693

Heart

IMG_4695

Bestu vinkonur.

IMG_4702

Á föstudögum er farið í bókasafnið og svo má alltaf biðja um ís.

IMG_4704

Í gær var amma búin að kaupa bók um Bangsimon og myndir til að líma inn.

IMG_4705

Það er skemmtilegt.

IMG_4707

Knúsirófan komin á sinn uppáhaldsstað.

IMG_4709

Algjör knúsírófa þessi stelpa.

IMG_4710

Og þessi er síðan áðan.

IMG_4698

Veðrið er ljúft þessa dagana milt og lygnt.

IMG_4699

Og haustlitirnir löngu komnir í ljós.

Úlfur fór á Tai Kvon do mót fyrir sunnan, vonandi gengur honum vel.  Því miður komumst við ekki með honum.  En önnur mamma sem fór með hópnum ætlar að hugsa um hann, og svo þjálfararnir.  Hann er í góðum höndum. 

Ingi minn og fjölskylda er líka fyrir sunnan, Sóley Ebba er að fara að keppa á EPTA vonandi gengur henni líka vel.

Og Óðinn Freyr er einnig fyrir sunnan þar sem hann fór á körfuboltamót. Vonandi gengur honum líka vel, hann er bara 6 ára ennþá lítill stubbur en rosalega duglegur.

IMG_4686

Hún er dönsk hann er franskur.  Hún vinnur í Reykjavík hann er hér í skóla og í lúðrasveitinni.  Hann hefur komið í heimsókn og nú vildi hann kynna okkur fyrir kærustunni.  Þau eru yndæl bæði tvö og meiri íslendingar í sér en margur íslendingurinn.  Heart  Ég hef tekið eftir að það er ákveðin hópur fólks sem hingað kemur erlendis frá sem laðast að okkur og kúlunni. Og það er notalegt. 

 

En ég ætla að safna sjálfri mér saman og hugsa jákvætt.  Hella mér út í minningasýninguna um drenginn minn.  Eigið góðan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður örugglega ljúfsárt að taka saman verkin hans fyrir sýningu, en samt eitthvað sem betra er að ljúka.

Börnin eru sjálfum sér lík og hafa gaman af að vera saman. Augað hennar Ásthildar minnir mig á fermingarmótið á Núpi 1958 sællar minningar.

Kær kveðja til ykkar allra. .

Dísa (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eslku Ásthildur, það er sjaldan lognmolla hjá þér og alltaf nóg að gera. Ósköp held ég að þú snertir og gleðjir marga með persónu þinni og framkomu á lífsleiðinni.  Kær kveðja til ykkar allra og takk fyrir myndir dagsins, þið eruð orðinn stór hluti af daglegu lífi mínu og mér finnst ég þekkja ykkur ótrúlega vel.  Kærleikskveðja og gangi þér vel með sýninguna, hún verður örugglega syni þínum og ykkur til sóma

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig og gangi ykkur öllum vel   Kærleiksknús

Sigrún Jónsdóttir, 31.10.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða helgi kæra vina

Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 14:02

5 identicon

Hafið það gott vina um helgina.Kveðja.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 14:19

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ástarþakkir mín kæra

Hulda Haraldsdóttir, 31.10.2009 kl. 15:40

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar. 

Knús á ykkur. 

Ásdís mín gleður mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2009 kl. 17:27

8 Smámynd: IGG

IGG , 1.11.2009 kl. 10:44

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ásthildur er svo flott inni í skyrtunni hans afa. Greinilega mikil afastelpa og hún á alltaf eftir að búa að þessum tengslum  Það verður falleg sýningin með listaverkunum hans Júlla, og á afmælisdaginn hennar Þórdísar. Ég skoðaði listaverkin við Tjöruhúsið, ótrúlega falleg. Við fáum vonandi myndir frá sýningunni. Stórt knús til þín.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:40

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég skal taka myndir af sýningunni.  Takk Sigrún mín.

Takk Ingibjörg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband