29.10.2009 | 17:27
Áfall.
Ég byrjaði þennan dag bara nokkuð vel, var nálægt því að vera glöð og í jafnvægi. En svo kom reiðarslag. Jamm, venjulega hefði það ekki haft mikil áhrif á mig, en þegar ég er svona brotin þá komst ég að því að ég þoli afskaplega lítið, til að koma mér úr jafnvægi.
Ég fékk sum sé tölvupóst. Hann var frá félögum mínum í Samgus, sem er samband garðyrkjustjóra. Félag sem ég hef verið í frá stofnun þess félags, og á þar marga góða vini. Þeir hafa verið mér nánast eins og vin í eyðimörk gegnum tíðina, starfslega séð. Það þekkja þeir sem búa úti á landi og hafa ekki í sínu bæjarfélagið samstarfsfólk sem hefur sambærilega menntun eða starfsþjálfun. Þá er gott að hitta fólk í sama geira, og ræða málin fara yfir sitt svið og finna samstöðu. Þetta er okkur mjög mikilvægt og hefur gefið mér mikið gegnum tíðina. Ég sótti fundi hjá Samgus lengi vel og var virk í stjórn og allskonar uppákomum.
Svo fæ ég tölvupóst í morgun þar sem komin er út ný félagaskrá. Og ég er ekki á henni. Í staðin fyrir mig er komin starfsfélagi minn, sem hefur unnið hér í ca tvö ár, var ráðin hér umhverfisstjóri. Ég hef ekkert á móti þessum ágæta manni, síður en svo. En ég get ekki skilið af hverju ég er dottin út og hann kominn inn. Þetta eru jú samtök garðyrkjustjóra. Við samþykktum jú fyrir nokkrum árum að aðrir innan græna geirans í sveitarfélögum gætu fengið inngöngu, og þar yrðu þá fleiri ásamt garðyrkjustjóra. En að garðyrkjustjóranum væri úthýst fyrir annan starfsmann hefur held ég ekki hvarflað að okkur.
Nú vona ég að þetta sé einhver misskilningur og einhvers staðar á leiðinni hafi eitthvað gerst sem hægt er að laga og taka til baka.
Ég hef sent bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bréf, þar sem ég fer fram á svör við spurningunni.
Ég ætla mér að bíða eftir svari, en það getur verið að ég birti bréfið í heild sinni. Ef svar berst ekki eða útskýringar. Það hangir nefnilega meira á spýtunni.
Ég hef starfað sem umsjónarmaður skrúðgarða og opinna svæða, og síðar garðyrkjustjóri síðan árið 1978. Eða eða í 30 ár, og þar áður með barneigna hléum síðan árið 1966. Mér finnst því sérkennilegt að svona geti átt sér stað.
En ég sé til. Sennilega er þetta bara leiður misskilningur og öllu verður kippt í lag. Ég beðin afsökunar á þessu og allt í gúddí.
Síðasta ár komst ég ekki á haustfund eða aðalfund, þar sem ég eyddi peningnum sem átti að fara í ferðirnar í að kaupa lauka fyrir bæinn. Ég set nefnilega niður nokkur þúsund túlípana í miðbæjarkjarnana og hef gert um mörg ár núna. Þetta hefur mælst vel fyrir meðal bæjarbúa og reyndar líka fleiri sem hingað koma á þeim tíma þegar allur bærinn er í túlípanablóma. En í fyrra sem sagt var ekki gert ráð fyrir þessu og mér fannst peningunum betur varið í að kaupa túlípanana en að fara á fundi.
Ég hef þó ég segi sjálf frá lagt stolt mitt í að halda bænum eins snyrtilegum og fallegum og hægt er. Reyndar hafa peningar sem til þessa málaflokks fara, minnkað ár frá ári. Og í fyrra var tekin sú ákvörðun að taka af mér allt starfsfólkið og láta vinnuskólann sjá um hreinsun og gróðursetningu.
Það sést þvi miður á umhirðunni. Og þá er ég ekki að setja út á vinnuskólann og starfsfólkið þar. Þetta er bara verkefni sem krakkarnir ráða ekki við. Og ég varaði við því í fyrra að þetta myndi ekki ganga upp. Og það sést á bænum í sumar, að ég hafði rétt fyrir mér.
Það er ekki hægt að gera eitthvað úr engu. Og ef fram fer sem horfir, fáum við aftur stimpilin sem var á bænum þegar ég tók við honum, en hann var Sóðalegasti bær á Íslandi. Núna undanfarin ár var farið að kalla bæinn Túlípanabæinn. Sem mér finnst snöggt um betra viðurnefni.
Ég hafði ákveðið að ræða ekki þetta viðkvæma mál svona opinberlega. Þar sem mér hefur líkað vel við það ágæta fólk sem hefur séð um vinnuskólann og hefur tekið yfir þau störf sem ég sá um. Enda er ég ekki að sakast við þau. Heldur sparnaðinn og stjórnsýsluna, sem virðist ekki átta sig á því hve miklu máli skiptir fyrir ímynd bæjar að hann sé snyrtilegur og beðum og sláttusvæðum vel við haldið.
En svona er lífið. Ég er orðin gömul og grá, og ef til vill eru ráðamenn orðnir leiðir á mér. En samt sem áður, finnst mér að svona ellibelgur sem hefur lagt allt sitt í starfið, og gefið bænum líka bakið og heilsuna, eigi skilið að fá að enda með virðingu, en ekki svona kveðju.
Svo sjáum við bara til hvaða svör ég fæ. Og ef þetta er misskilningur, þá mun ég leiðrétta það allt saman hér.
Að lokum mér þykir vænt um bæinn minn, mér þykir vænt um fólkið sem hér býr, og mér þykir vænt um vinnufélagana. Þess vegna vona ég að þetta allt sé á misskilningi byggt. Það mun svo koma í ljós.
Eins og ég væri ekki í nógu andskotans rusli fyrir.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022942
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segðu
Hrönn Sigurðardóttir, 29.10.2009 kl. 18:31
Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2009 kl. 19:32
Vonandi er þetta bara skilmissingur og allt kemst á hreint. Annað væri ansi kaldar kveðjur finnst mér.
Helga Magnúsdóttir, 29.10.2009 kl. 19:40
Vonum að þetta sé allt á misskilningi byggt og leysist farsællega. Það má ekki fara svo að ævistarf fólks sé ekki metið að verðleikum - sama hvernig efnahagsástandið er. Sendi þér baráttukveðjur
, 29.10.2009 kl. 20:15
Þú yrðir fyrsta manneskja til að fá að vita um breytingar. Maður vill ekki trúa að fólk frétti af breytingum svona.
Sigurður Þórðarson, 29.10.2009 kl. 21:23
Ég ætla rétt að vona að þetta sé eingöngu misskilningur. Kannski að menn séu orðnir svo vanir hvað allt er fínt og haldi að það gerist sjálfkrafa...en varla. Ég hef einmitt nokkrum sinnum heyrt talað um Túlipanabæinn og finnst fátt fallegra en vel blómum skrýddur bær. Ég vona það besta fyrir þína hönd

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.10.2009 kl. 22:15
Eins og þú hefðir ekki nóg að bera fyrir..... það hlýtur einhver að hafa gert mistök þarna .... knús í kúluna.
., 29.10.2009 kl. 22:41
Jónína Dúadóttir, 29.10.2009 kl. 23:15
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.10.2009 kl. 00:16
Axarskaftaháttur er á þessu..! Vonandi er þetta misskilningur
En að hinu sem ég vildi koma að nú, um nokkuð langan tíma muntu höndla slíkt mótlæti verr en þú ert vön. Gerðu ráð fyrir því og farðu með gát í daglega lífið, þú finnur fljótt hvað þú þolir.
Hjartaknús elsku Ía
Ragnheiður , 30.10.2009 kl. 00:18
Vonandi leysist þetta mál farsællega fyrir þig.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.10.2009 kl. 01:00
Misskilningur vona ég,sem verður leiðréttur hið fyrsta
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:10
Takk öll, ég var að fá svar frá Samgus. Sem betur fer var þetta misskilningur frá þeirra hálfu. Svo það er ekki við mína yfirmenn að sakast í þessu máli. Sem betur fer. Þetta verður leiðrétt. Það er þungu fargi af mér létt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2009 kl. 10:17
Gott að heyra. Það hlaut að vera að þetta væri misskilningur
IGG , 30.10.2009 kl. 10:32
Mikið er það nú gott að þetta verður leiðrétt.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:32
Auðvitað var þetta leiðrétt! Guð sér um sýna

Heiða Þórðar, 30.10.2009 kl. 11:27
Hitti góða drengi í gær.
Eiríkur Finnur er ljúflingur. Vonandi verðu hann næsti Bæjarstjóri ,,heima"
Örn Bárður Séra er skilningsríkur á vandkvæði aðstandenda þeirra viðkvæmu, sem véluð hafa verið í neyslu en rökfastur mjög.
Kíktu á vef Arnar, þar eru ræður sem eru afar góðar og innihaldsríkar.
Nú þarf svo lítið til að rífa ofan af nánast ógrónum sárum.
Min kæra
Þeir sem yrkja jörðina og vilja lífga upp á umhverfið með fegurð Guðsgjafa, vita, að viðkvæmur gróður þarf skjól. Eins er um annað lifandi, sem er jafn viðkvæmt og Rós í roki.
Þeir sem þekkja vandann eiga að hóa sig saman og uppfræða yfirvöld. Byrja mætti með fræðslu innan stjórnmálaflokkana, því þar eru völdin til breytinga.
Sölumenn dauðans mega ekki fá að halda áfram án mikilla áfalla. Lögregluhundasveitir eru ekki bara nauðsyn í baráttunni, heldur LÍFSNAUÐSYN margra ungmenna. Þar eru dæmin ólygnust.
með ljúfu kvaki Vestur (heim)
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 30.10.2009 kl. 12:13
Hvað í ósköpunum er eiginlega í gangi, er það orðin einhver þjóðaríþrótt að menn séu að "narta" í bakið hverjir á öðrum?
Jóhann Elíasson, 30.10.2009 kl. 13:48
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.10.2009 kl. 15:16
Ég er svolítið fegin að þú og Ragga þekkist
Þrátt fyrir allt.
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2009 kl. 18:47
Haltu áfram Ásthildur.
Sólveig Hannesdóttir, 30.10.2009 kl. 22:26
Mig langar til að setja inn slóðina á Séra Örn Bárð.
Margt af því sem hann segir er íhugunarefni.
Vonandi skilur þú þetta og hyggur mér til hlífðar.
http://ornbardur.annall.is/
með ljúfum kveðjum
mibbó
Bjarni Kjartansson, 31.10.2009 kl. 01:48
Knús í kúluna ljúfust
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 02:39
Það gat bara ekki verið annað en misskilningur elskuleg, engin hefur borið bæinn eins vel fyrir brjósti eins og þú.
Kærleik í Kúlu
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2009 kl. 09:42
Jóhanna Magnúsdóttir, 31.10.2009 kl. 09:53
Takk öll, já ég þarf nú ekki meira en þetta. Fór alveg ofan í kjallara tilfinninganna.
Takk fyrir slóðina Bjarni minn. Ég ætla að skoða skrifin hans Arnar þekki hann frá því hann var púki hér á Ísafirði.
Innilega takk öll fyrir mig. Það er mér mikils virði að vita að þið hugsið til mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2009 kl. 09:58
Ég er mikið fegin að heyra að þetta hafi verið mistök, óska þér kærleiks og ljóss og hafðu þökk fyrir allt
Hulda Haraldsdóttir, 31.10.2009 kl. 15:30
Takk Hulda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2009 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.