Kúlulíf, tónleikar og veður.

Kúlulífið gengur sinn gang.

IMG_4628

Brandur elskar morgnana með Hönnu Sól.

IMG_4631

Þau eru svo sæt saman.

IMG_4634

Litli fílamaðurinn er samt ekki langt undan.

IMG_4629

Weetabix með rúsínum og lýsi, það er morgunmaturinn.

IMG_4640

Kúlustrákar.

IMG_4643

Kúlustelpur.

IMG_4650

En ég fór á tónleika í kvöld.  Sóley Ebba er að fara að keppa í píanókeppni EPTA (Evrópusambandi píanókennara)  Sem verða haldnir í Salnum í Kópavogi dagana 4 - 8 nóvember n.k.  Héðan fara fjórir keppendur af 16 yfir allt landið. Kemur svo sem ekki á óvart.  Ísafjörður er og verður Mekka tónlistarinnar.  Viðstödd var Anna Áslaug Ragnar, sem er bæði virtur og frægur píanóleikari.  Reyndar systir Sigríðar Ragnar skólastjóra og Hjálmars H. Ragnar.  Hún er hér reyndar í tilefni af afmæli systur sinnar.

Hér fyrir ofan er Sóley Ebba með tveimur öfum mömmu sinni og svo ömmu. 

IMG_4653

Það voru einungis keppendurnir sem spiluðu á tónleikunum.  Og dagskráin var metnaðarfull.  Meðal þess sem þau fluttu öll var frumsamið lag eftir  Tryggva m. Baldvinsson í tilefni keppninnar.  Hugleiðing um íslenskt þjóðlag.  Sem var þrælerfitt bæð hvað hljóma varðar og svo hraða og leikni.  Og það skemmtilegasta var að þau höfðu öll sitthvora túlkunina á laginu.  Þó eru þau öll með sama kennarann.  Beötu Jóh. Sem af mikilli elju hefur hjálpað krökkunum við spilunina.  Þau hafa nú æft sig í allt sumar, og loksins er komið að því að stíga á svið og spila.  Það verður spennandi.

IMG_4655

Aron Ottó. Eini karlþátttakandinn.

IMG_4656

Kristín Harpa.

IMG_4661

Og Hanna Lára. 

Þau voru öll mjög dugleg og virkilega gaman að hlusta á þessa hæfileikaríku krakka spila í kvöld.

IMG_4677

Þau fengu mikið lófaklapp og blóm.

IMG_4678

Innilega til hamingju með þetta framtak Beata mín.  Gangi ykkur öllum vel krakkar mínir.

Og Sóley Ebba, amma er svo stolt af þér ljósið mitt. Heart

Nokkrar góðveðursmyndir.

IMG_4636

Nú er að byrja tími ljóss og skugga.

IMG_4637

Þessar myndir voru teknar í gær. Þá var yndislegt veður.  Í dag var lognið að flýta sér smá.

IMG_4644

Kúlan í ljósi.

IMG_4645

Dularfullur Engidalur.

IMG_4646

Og lognið speglar húsin og bátana í pollinu.

IMG_4647

Sannarlega rómó og víst er Ísafjörður fallegt bæjarstæði.

IMG_4648

Þessi var svo tekin um hálf sex leytið í kvöld.

En ég bara óska tónlistarfólkinu okkar innilega góðrar ferðar.  Og ég ætla að fylgjast með því hvernig þeim gengur.  Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Það eru ósköp að sjá augað á Ásthildi litlu. Vonandi að þetta hjaðni fljótt. Sendi ykkur knús í kúluna

, 28.10.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já... litla Ásthildur er sannkallaður kúlubúi. Flott stelpa hún Sóley Ebba.

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2009 kl. 21:09

3 Smámynd: Karl Tómasson

Bestu kveðjur í Kúluna fallegu úr Mosó.

Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 28.10.2009 kl. 22:49

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Öll mín börn meiddust svona á auga eins og Ásthildur þegar þau voru ung, ekkert þeirra bar skaða af sem betur fer, reyndar sprakk augnbotninn í þeim yngsta en það greri, vona að þetta verði í lagi með litlu skottuna.  kúluknús

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2009 kl. 23:02

5 identicon

Kúluknúskærleiksknús

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:14

6 Smámynd: Ragnheiður

óskaplegt er að sjá litla skottið...þetta var alvanalegt á mínu heimili. Himmi minn gat bara ekki verið öðruvísi en á hausnum !

Kær kveðja...held að ég eigi eftir færsluna á undan..best að skoða það

Ragnheiður , 28.10.2009 kl. 23:17

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Blessuð nafna þín með glóðarauga. Vona að hún hafi ekki skaða af.

Myndirnar af Ísafirði flottar að vanda og unga listafólkið tók sig vel út. Vona að þeim vegni vel.

Þegar ég sá mynd af Kúluhúsinu og brekkuna upp að húsinu þá hugsaði ég: þarna er ég búin að spossera.

Guð veri með þér kæra vinkona

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2009 kl. 23:29

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi, æ litla skinnið. rosaleg kúla við augað hennar.  Vona að Sóley Ebbu gangi vel, hún er mikill músíkkant og syngur svo undurvel líka. Knús í Kærleikskúlu

Sigrún Jónsdóttir, 29.10.2009 kl. 00:41

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Já litla skottið mitt er ótrúlega dugleg með þetta glóðarauga sitt.  En fóstrurnar fóru með hana á sjúkrahúsið til skoðunar, svona til að tékka á að allt væri í lagi, og svo reyndist vera.  Hún gerir bara allt sem hún gerir í botn.  Þar er ekkert hálfkák.

Knús á ykkur öll inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2009 kl. 08:40

10 identicon

Held hún sé soldið lík ömmu sinni og nöfnu. Held að þú mín kæra gerir fátt með einhverju hálfkáki

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 09:21

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2009 kl. 09:40

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þau eru ekkert smá flott og dugleg, öll kúlubörnin þín. Ég vona að Sóley Ebbu og hinum krökkunum gangi vel. Brandur er heldur syfjulegur á myndinni  ég kannast vel við svona morgunstundir, fyrsta verk Þórdísar er að ná í kisu og knúsa hana á morgnana  Það er eitthvað við myndina af Kúlunni, þetta er eins og mynd utan á konfektkassa. Það á eftir að taka nokkra daga að renna niður þetta risa glóðarauga, en gott að hún skaðaðist ekki.

Knús elsku Ásthildur mín.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.10.2009 kl. 10:07

13 Smámynd: Laufey B Waage

Ætla að skoða vel dagskrána á EPTA og reyna að komast þegar ömmustelpan þín spilar. Gaman að það skulu vera 4 frá Ísafirði.

Njóttu daglegs lífs elsku Ía mín.

Laufey B Waage, 29.10.2009 kl. 10:22

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rosaflottar myndir af Brandi og Hönnu Sól.  Kona sem ég þekki fór á þessa tónleika í Salnum og hún talaði mikið um hvað "krakkarnir" frá Ísafirði hafi verið góðir og agaðir píanóleikarar (ég vissi nú reyndar ekki hvað það táknaði svo ég sagði bara já).  Útimyndirnar eru alveg frábærar og maður sér að lognið er ekki mikið að flýta sér hjá ykkur.  Vertu sæl mín kæra og megi guð og gæfan vera með ykkur í kúlunni.

Jóhann Elíasson, 29.10.2009 kl. 10:55

15 Smámynd: IGG

Yndisleg eru þau sem fyrr börnin þín (og Brandur) og gaman að heyra þetta með ungu tónlistarmennina. Ég ætla að fylgjast með þeim. Nu svo er alltaf yndislegt að sjá myndirnar þínar af heimahögunum kæru. Kærleikskveðja til allra í Kúlunni.

IGG , 29.10.2009 kl. 12:47

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mín kæru.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2009 kl. 17:28

17 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Það er bara allt svo yndislegt sem frá þér kemur elsku vina mín, ég sé að við eigum sameiginlega ást á himninum og himnamyndum og vissulega er Ísafjörður yndislega fallegur bær þó ég hafi nú ekki komið þangað síðan á unglingsárum þegar ég var á héraðsskólanum á Núpi og´síðan farandverkamaður á Patreksfirði og svo á Flateyri og ég verð nú að segja eins og er að aldrei hefi ég kynnst eins góðu fólki eins og þar.Ég tek líka undir með henni Rósu hér að ofan að á þessum myndum er ýmislegt sem ég þekki. Lífið í Kúlu er svo heillandi (þó ég geri mér vissulega grein fyrir því að það er ekki alltaf auðvelt) að mann langar helst að rjúka til ykkar, enn og aftur þakka þér fyrir að auðga líf okkar á allan þann yndislega hátt sem þú gerir 

Hulda Haraldsdóttir, 31.10.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband