27.10.2009 | 13:21
Smá mömmó og veðurblíða.
Það hefur verið gott veður undanfarna daga, fallegt og hlýtt miðað við árstíma.
Skotturnar mínar una sér við föndur, þegar þær koma heim úr leikskólanum. Hanna Sól hefur reyndra eignast nokkrar vinkonur sem hún fær að fara heim til, eða þær koma hingað. Hún er svo mikil félagsvera.
Það er passað upp á nammidagana hjá henni. Og á laugardögum er ekki undan því komist að fá nammi. Hér er fröken hotlips.
Og fröken skottlips verður að gera alveg eins.
Amma taktu mynd..... skeggjaða konan.
Amma taktu mynd.....
Daníel Örn ömmustrákur var hjá okkur í heimsókn. Það er gaman að hafa hann, hann er svo ljúfur og góður.
Flottur. Reyndar voru þau fjögur krakkarnir sem sváfu hér í nótt, fyrir utan skotturnar. Það var Sóley Ebba og Birta vinkona hennar og Úlfs, Úlfur og Daníel. Þau voru ósköp stillt.
Morgnarnir eru notalegir áður en við förum á leikskólann.
Og ég og systir mín fórum í sláturgerð. Ég hafði herjað út vambir af vinnufélögum mínum sem eru hobbý bændur, fékk hjá þeim líka vélundu. Og blóð, en þegar við ætluðum að fara í slátrið, hafði það gerst sem ekki varð séð fyrir og við urðum að fresta öllu saman. Þangað til í gær.
Lyfrarpylsan er góð.
Hanna Sól var áhugasöm, enda þykir henni slátur og lyfrarpylsa besti matur.
Ásthildur hefur meiri áhuga á að hnoðast með afa.
Þetta er voða gaman. Hún er reyndar eins og fílamaðurinn, því hún datt á leikskólanum og fékk þetta svaka glóðarauga. Og fór á sjúkrahúsið. Hún virðist samt ekkert finna til.
En þetta lítur ekki vel út.
Hér eru alltaf einhverjar furðuverur á kreiki.
Hanna Sól sæt og fín.
Hér eru nokkrar góðviðrismyndir.
Sólin skein við bæjarbúum.
Og þetta fræga Ísafjarðarlogn.
Það er dásamlegt.
Sólin er lágt á lofti núna, og bráðum tekst henni ekki að hífa sig yfir fjöllin. En við bíðum bara og þreyjum uns hún lætur sjá sig á ný. Þá drekkum við okkar sólarkaffi og gleðjumst yfir endurfundum.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022941
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að kíkja til þín í "heimsókn" sé að það er nóg að gera á stóru heimili. Ísafjörður er dásamlegur staður og þaðan á ég mínar ættir að rekja, mamma fæddist á Ísafirði en fluttist barnung með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Afi var rakari og sjómður á Ísafirði og var frá Skjaldfönn. Kveðja í kúlu.
Berglind (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 13:50
Ótrúlegt hvað börn geta meitt sig mikið án þess að finna mikið til. Knús á litla Ásthildi
Þau dafna greinilega vel börnin í kúlunni 
, 27.10.2009 kl. 18:12
Ojoj ljót kúla atarna á litlu skottunni. Óska þér betri svefns í nótt og knúsaðu Ella frá mér. Mér finnst frábært tilsvar hans við legstæðinu
Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 20:47
Gaman að "sjá" gleðina við völd hjá ykkur elskulega fjölskylda. Guð geymi ykkur í nóttinni og dreymi í vel.
Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 21:43
Það er nú meiri kærleikurinn sem skín út úr kúlunni þinni af öllu þessu fallega fólki
..
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.10.2009 kl. 22:18
"Þetta er ungt og leikur sér" dettur mér í huga þegar ég skoða þessar skemmtilegu myndir, mikið eru logn myndirnar af sjónum líka fallegar. Kærleikskveðja til ykkar allra
Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2009 kl. 00:09
Yndislegar myndir ... sé að fletturnar hafa heppnast vel, rosa fínar krullur
Knús í kúlu....
p.s. Skottið fer á Krísuvík á morgun
Ég er búin að sýna henni kveðjurnar frá þér og ég get lofað þér að þær snertu hana... takk elsku Ásthildur 
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 00:38
Gaman að fá að kíkja svona í heimsókn til þín

Jónína Dúadóttir, 28.10.2009 kl. 05:56
Við verðum að huga að sprotunum sem eftir eru hjá okkur.
Líkt og afleggjarar fagurrar plöntu, sjáum við fegurð fölnaðra blóma í þeim, þegar brosið er svona fallegt.
Afamyndin með stelpuna innan í peysunni í skjóli frá kulda og trekki liðinna atburða er ekkert annað en list.
Takk fyrir myndina af Pollinum, mann langar svo oft ,,heim"
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 28.10.2009 kl. 09:56
Agalegt að sjá kúluna á prakkaranum, hún hverfur vonandi sem fyrst.
Myndirnar þínar gleðja mig alltaf jafnmikið, hvort sem það er af mannfólkinu eða fallega umhverfinu þínu.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 10:26
Berglind mín ég er einmitt að vinna með mörgum innan úr Djúpi, einn þeirra er tengdasonur Öddu heitinnar frá Skjaldfönn. Það væri því gaman að fá nöfn hjá þér.
Einmitt Dagný mín, hún er voða dugleg með þetta líka rosaglóðarauga.
Takk fyrir góðar óskir Berglind mín.
Takk Jóhanna mín .
Ásdís já það er satt þetta er ungt og leikur sér. Þær eru algjörlega lausar við leiða, síkátar stelpur.
Beta mín megi henni vegna sem allra best skottunni þinni. Og í Krýsuvík mun henni líða vel. Þar er yndælt fólk sem sýnir gestum sínum virðingu og traust, einmitt það sem þau þurfa sem mest á að halda þegar svona stendur á. Knús á hana og þig.
Vertu alltaf velkomin Jónína mín.
Góð samlíking hjá þér Bjarni minn. Takk, já þetta er krúttlegt hjá afa og lillunni.
Það er gaman að gleðja með myndunum mínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2009 kl. 10:33
Elli er nú alveg sérstakur hvað hann er duglegur að hafa ofan af fyrir litlu skottunum. Þessi tími fannst mér alveg meiriháttar góður þegar ég var á Ísafirði, alveg fram að jólum.
Jóhann Elíasson, 28.10.2009 kl. 10:35
Hrönn mín ég er búin að skila kveðju og knúsi. Jamm hann á til svona tilsvör.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2009 kl. 10:37
Takk Jóhann minn, já Elli hefur alltaf verið mikill barnakall. Það var það fyrsta sem ég sá við hann, því ég var með tvö lítil börn þegar ég kynntist honum.
Takk Kidda mín.
Jamm sú stutta lítur út eins og fílamaðurinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2009 kl. 10:56
Adda (Ásthildur) og afi Guðjón voru syskyni og man ég vel eftir Öddu frænku sem bjó í Arnardal með kalli sínum Marvini Kjarval. Rósa systir þeirra bjó á Ármúla við Kaldalón með spúsa sínum Sigga. Þau áttu dóttur sem heitir Sigurrós og býr á Ísafirði og er með ferðaþjónustu í Grunnavík. Ein systirin, Karen átti Jóa Alexanders sem bjó á Ísafirði í mörg með konu sinni Geiju. Rósa ól upp mörg aðkomubörn á Ármúla og búa afkomendur hennar mörg á Ísafirði. (Kalli Kristjáns og öll hans börn) Öll Skjaldfannarsystkyni afa eru nú látin og býr Indriði sonur Aðalsteins, sem var elstur, enn á Skjaldfönn.
Dóttir Öddu er Jóna Marvins og er Ásta Dís dóttir hennar á sama aldri og ég. Við erum með 2 sumarbústaði inní Djúpi, Kuldaklettur, sem er gamli bústaður Skjaldfannarsyskinanna, og svo annar nýrri ,Skjaldborg. Allt þetta fólk er yndislega gott og hjálplegt. Erum öll í miklu og góðu sambandi á fésbókinni og fylgjumst vel með hvort öðru. Hittumst á ættarmóti í sumar og eru vestfirsku tengslin sterk og órjúfanleg. Kveðja á Ísafjörð.
Berglind (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 13:15
Gaman að þessu Berglind mín ég þekki allt þetta fólk mjög vel. Jói Guðjón Jón Jónsson eiginmaður Gunnvarar Rósu er vinnufélagi minn. Það var mikil vinátta milli fólksins á Skjaldfönn og afa míns Hjalta Jónssonar og fjölskyldu. Og kann ég einhverjar sögur af því fólki gegnum afa minn og líka ömmu. Til dæmis að strákarnir á Skjaldfönn bjuggu til útvarp á Skjaldfönn og var það fyrsta útvarpið í sveitinni og sennilega víðar. Mamma sagði mér líka sögur af því þegar þau útbjuggu fleka með segli og renndu sér á ís á ánni. Hún talaði alltaf fallega um systkini á Skjaldfönn. Það er gaman að rifja þetta upp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2009 kl. 14:10
Þetta eru yndislegar sögur. Ekki vissi ég þetta með útvarpið. Jóna systir Gunnvarar sendi mér þessa uppskrift af rúgbrauði áðan. Ætla að deila henni með þér fyrst við erum búnar að tengja okkur svona skemmtilega saman
þETTA ER RÚGBRAUÐIÐ SEM EG BAKA
6 bollar rúgmjöl
3 bollar heilhveiti
4 1/2 tesk matarsódi
2-3 tesk salt
2 bollar sýróp
1 1/2 lítri súrmjólk
Þetta er allt sett í hrærivélarskálina og hrært saman. Best er að baka brauðin í mjólkurfernum, þá þarf 4 fernur og fylla þær til hálfs, loka með heftara og setja í 200 c. heitan ofn (láta þær standa uppá endann). Lækkahitann niður í 100 c. eftir 15 mín.og baka áfram í 7 klukkutíma Látið kólna smá stund áður en hvolft er úr fernunum, og kælt alveg undir röku viskustykki. Best að geyma í frysti.
kv. Berglind
Berglind (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 09:28
Takk fyrir þetta Berglind mín. Gott að fá svona á krepputímum. Ætla prenta þetta út og geyma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2009 kl. 09:39
IGG , 29.10.2009 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.