27.10.2009 | 09:38
Hugleiðing.
Það er um það bil mánuður síðan heimurinn hvolfdist yfir mig og ég fékk að vita að sonur minn væri dáinn. Þessi mánuður hefur liðið eins og í þoku. Ég hef einhvernveginn synt áfram, látið mig fljóta á þeim hlýhug og góðum hugsunum og framkomu fólks í kring um mig. Eg hef bókstaflega verið borin á höndum af svo mörgum. Fyrir það er ég þakklát.
Fólk hefur spurt hvernig mér líði. Ég veit það hreinlega ekki. Á daginn er hugurinn bundinn við hin ýmsu störf og að sinna litlu gleðigjöfunum mínum. Kvöldin fara í að sitja annað hvort fyrir framan tölvuna eða sjónvarpið, til að dreyfa huganum. En næturnar eru erfiðastar. Ég vakna um tvö, hálf þrjú, og þá er ekkert sem dreyfir huganum. Það er þá sem hugsanirnar fara á kreik, og alveg sama þó ég viti að ég get engu breytt, þá er bara söknuðurin og sorgin sár.
En það er líka einhver doði í mér. Mér er fyrirmunað að byrja á einhverju, eða hringja eða bara koma einhverju í verk. Og ég hef tekið eftir því að ég bara get ómögulega tekið ákvörðun. Ef ég er spurð að einhverju, hvort ég vilji þetta eða hitt, þá bara lokast fyrir hugsunina og ég get ekki sagt hvort heldur ég vil. Þetta er frekar óvenjulegt af manneskju sem hefur verið með allt að því yfir hundrað manns í vinnu. Og oft þurft að taka skjótar ákvarðanir og segja af eða á um eitthvað.
Ég geri mér grein fyrir því að þetta mun rjátlast af mér. Og orð þeirra sem hafa upplifað það sama og ég eins og Ragnheiður og Birna Dís erum mér hjálp í að viðhalda voninni um betri tíð. Eins og druknandi maður grípur hálmstrá. Það er bara erfitt að vera í núinu, með nístandi sársauka í brjóstinu. Viðkvæmnin á háu stigi þegar eitthvað kemur uppá sem minnir á drenginn minn.
Ég er ennþá að neita alveg að trúa því að ég eigi ekki eftir að sjá hann í þessu lífi. Finnst eins og hann sé að koma, finnst ég heyra í honum. Sennilega er hann einhversstaðar í kring um mig samt sem áður.
Svo er það hitt, þegar ég átti að ákveða hvar hann ætti að liggja, þá vildi ég að hann fengi leg einhversstaðar nálægt mömmu minni, en það var ekki hægt. Ég gat einhvernveginn ekki hugsað mér að hann lægi einn einhversstaðar. Matta tengdadóttir mín benti mér þá á lausn sem ég gat sætt mig við. "Þið getið bara pantað leg fyrir ykkur hjónin við hlið hans", sagði hún. Og það gerði ég. "Elskan ég er búin að panta pláss fyrir þig í kirkjugarðinum". "Ha! Já er það? Maður fer nú að hugsa ýmislegt", sagði bóndinn minn.
Já svona erum við þegar allt kemur til alls. Þegar við erum komin í þrot, þá kemst maður í þennan gír. Ég veit vel að sálin hans er ekki í kirkjugarðinum, að þar hvílir bara skrokkurinn, og sama á eftir að vera með okkur hjónin. En samt ég gat ekki hugsað mér að láta hann vera einan.
Það á að sýna honum mikla virðingu hér á Ísafirði með því að halda minningarsýningu um verkin hans á Vetrarnóttum. Hann hefði verið mjög stoltur af því. Það kom líka til mín maður sem vinnur við safnahúsin í Neðsta. Hann spurði hvort þeir mættu ekki taka inn verkin hans sem eru fyrir utan safnahúsin, geyma þau yfir veturinn, svo þau skemmdust ekki. Og setja þau svo upp aftur næsta vor. Slík er umhyggjan fyrir listamanninum Júlíusi Kristjáni Thomassen.
Hann hefur reyndar alltaf haft sterk á hrif á fólk með því sem hann fæst við. Fyrir mörgum árum áttum við systurnar saman blómabúð. Hann fékk stundum að koma og gera þurrblómaskreytingar, aðallega veggskreytingar. Það var alveg víst að þessar skreytingar voru keyptar strax. Meira að segja vissi ég að sumar þeirra fóru til Ameríku til gjafar. Og þegar pabbi flutti upp á Hlíf, og Júlli var með honum að heimsækja þar vini, þá sá hann nokkrar skreytingar ennþá upp á vegg, sem hann hafði gert fyrir 15 árum eða svo.
Júlli minn var sérstakt náttúrubarn. Listaverkin hans voru iðulega gerð af því sem hendi var næst. tréristurnar voru af eldhúsplöttum, sum málverkin máluð á matardiska, hann gat notað nagla og skrúfur til að gera úr því fígúrur. Ég á hrosshúð á stofugólfinu hjá mér, sú húð hefur minnkað all verulega, því hann notaði utan af henni í ýmislegt skemmtilegt. Hann tók hversdagslega hluti og bjó til úr þeim eitthvað skemmtilegt og fallegt. Og svo komst hann upp á bragðið með fjörusteinana. Það varð hans ástríða nú seinustu mánuðina. Og ég held að hann hafi gefið hálfum bænum litla fiska í vasann. Þeir eru allavega margir sem eiga fisk frá honum.
Á einhvern hljóðlátan hátt snart hann strengi í bæjarsálinni okkar. Bænum sem hann elskaði, og vildi ekki yfirgefa. Hér átti hann sínar bæði verstu og bestu stundir. Honum tókst að rífa sig upp og vinna sig inn í hjörtu bæjarbúa. Eins og ég sagði í ræðunni minni hér neðar, þá tökum við ekki með okkur kornhlöðurnar né peningana. En ég er alveg viss um að góðvildin og hlýhugur þeirra sem eftir standa skipta miklu máli. Kærleikurinn fer með okkur alla leið. Og þar átti hann stóra inneign, sem hann hafði unnið til sjálfur.
En ég verð bara að láta tíman lækna mitt hjartasár. Og ég er í rauninni afskaplega heppin kona að vera umkringd öllu þessu góða fólki, bæði ættingjum vinum og reyndar öllum sem ég hitti og heyri í. Hvað er hægt að hafa það betra? Og ég er þakklát fyrir það. Það hjálpar mér mikið.
Eigið góðan dag elskurnar og innilega takk fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þessi skrif ljúfust mín, þú ert bara yndisleg og allt á eftir að líða inn í gleðiminningar um hann Júlla, það er bara þannig, en tekur misjafnlega langan tíma.
Kærleik í Kúlu
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2009 kl. 09:54
Ég var við jarðarför ungs drengs, sem féll fyrir vopnum eiturfíknar.
Örn Bárður talaði tæpitungulaust um herkostnaðinn og hvað beri að gera börnum þjóðar til varnar. (Aðgengilegt á vef hans.)
Þessi ungi maður var um tíma við vinnu undir minni stjórn og var afar duglegur og vænn en átti sína dimmu stundir, þá var skrifstofa mín opin og hann nýtti sér það á stundum.
Þá áttum við spjall um hvaðeina sem vakti áhuga hans. Þar komst ég að því, að hann var viðkvæmur dýravinur og náttúrubarn. Aron var sem sé ljúflingur líkt og svo oft er með þá sem eru veikir fyrir svona hugbreytandi lyfjum.
Nú nýverið gengu hjón fram á hann liðinn á Langasandi við Akranes, hans jarðvist var lokið og tímatalið marklaust fyrir honum.
Það er skelfilegt, að ekki sé tekið á sölumönnum dauðans og furðulegt, að sparað sé í hundaliði Lögreglunnar, þar fara bestu liðsmenn okkar í stríðinu (ekki bara baráttu) við myrkraöflin. Púki heitinn átti margar sendingar sem hann hafði stoppað á sinni hálsól og hún var stór enda þýskur Scheafer.
Líkt og það tekur okkur nokkur ár að fá fegurstu blómin á Rósirnar, tekur það nokkur ár að sefa sársaukann sem svona fráfall skilur eftir hjá foreldrum. Menn losna ekki við söknuðinn og sársaukann en líkt og Rósin blómstra æ fegurri minningar um þann liðna þegar frá líður og sárasta kvölin er frá.
Megir þú sjá þúsundir Rósa í minningargarðinum þínum.
Vinarkveðja úr Rvík
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 27.10.2009 kl. 10:15
Takk Bjarni minn fyrir þetta innlegg. Og það er umhugsunarefni af hverju öll orka lögreglu fer í að elta þessa sem eru neðst í keðjunni. En ekki þá sem tróna efst og stjórna þessu. Sölumenn dauðans hljóta að eiga sér skjól í æðstu stöðum. Þar má ekki hrófla við neinu. Sennilega hefur Púki og fleiri hundar verið of hlutlausir um hverja mátti þefa uppi og hverja ekki. Segi svona.
En stefnan hér og áherslan er alröng. Ég samhryggist innilega foreldrum drengsins sem þú gast um. Ég heyrði fréttirnar af þessu og þangað til núna hefur hann verið bara lík í fréttum fyrir mér, alveg eins og minn sonur fyrir svo mörgum. En bara með þessari litlu sögu hefur þú búið til manneskju sem lifði og var og hugur minn til hans breytist strax. Þetta gefur mér sýn á að ég er að gera rétt með því að skrifa um minn son, og gefa honum karakter og manneskju sem svo margir elskuðu og virtu.
Takk Bjarni minn.
Í mínum huga ertu samt alltaf Dullur.
Takk elsku Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2009 kl. 11:51
Frábært innlegg Bjarna.
Næturnar eru svo andstyggilegar en smátt og smátt hjaðnar mesta kvölin. Ég gerði eins og þú, við tókum 3 pláss svo Himmi yrði ekki einn ..hann verður á milli okkar og í eilífðinni sofum við Steinar ekki beinlínis saman, heldur með Himma á milli ..
Knús Ásthildur mín
Ragnheiður , 27.10.2009 kl. 12:00
Ragnheiður mín svona erum við bara getum ekkert að þessu gert. Við viljum hafa ungana okkar hjá okkur.
Ég verð víst að vera þolinmóð. Takk. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2009 kl. 12:18
IGG , 29.10.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.