Afmælisræða og blaðagrein.

Ég hef verið að renna gegnum skjölin í tölvunni minni og rakst hér á tvær greinar.  Önnur er aðkomin, hin hugleiðing sem ég flutti árið 2004, í september þegar við hjónin héldum upp á 60 afmælin okkar, saman.

Hin er athygliverð grein eftir Jón Kaldal. 

 

Þær eru ólíkar þessar greinar, en sprottnar af sama meiði samt.

 

Dauðaskammtur úr apótekinu

 jón kaldal skrifar

Einn reyndasti yfirmaður löggæslumála í Bretlandi, Richard Brunstrom, lögreglustjóri í Norður-Wales, lagði til í haust að öll fíkniefni skyldu leyfð.Einn reyndasti yfirmaður löggæslumála í Bretlandi, Richard Brunstrom, lögreglustjóri í Norður-Wales, lagði til í haust að öll fíkniefni skyldu leyfð. Um leið hvatti hann stjórnvöld til að binda enda á misheppnað stríð gegn ólöglegum eiturlyfjum.Meðal ástæðna sem Brunstrom tiltók fyrir afstöðu sinni var að framboð eiturlyfja hefur aldrei verið meira og verðið lægra en nú þrátt fyrir sífellt harðari aðgerðir gegn eiturlyfjasölum.Brunstrom benti á að núverandi baráttuaðferðir dygðu alls ekki og hvatti til róttækrar endurhugsunar. "Ef baráttan gegn eiturlyfjum á að vera raunsæ en ekki siðræn, drifin áfram af siðfræði en ekki trúarsetningum, verður að hafna núgildandi bannstefnu sem er bæði óframkvæmanleg og siðlaus," sagði hann og vill að mótuð verði stefna sem miðar að því að lágmarka skaðann sem fíkniefni valda í samfélaginu.Lögreglustjórinn í Wales lagði fram hugmyndir sínar á sama tíma og birt var skýrsla um ástand fíkniefnamála í Bretlandi sem hluti af stefnumótunarvinnu til næstu ára. Það þarf ekki að koma á óvart að sjónarmið hans fengu lítinn hljómgrunn meðal yfirvalda sem boðuðu þvert á móti enn harðari aðgerðir af sama meiði og tíðkast hefur. Fleiri lögregluþjóna á götum úti, strangari landamæragæslu og fjölgun fangelsa til að taka við eiturlyfjasölum. En vandinn mun örugglega ekki minnka. Sagan segir okkur það."Eina vörnin sem dugar er styrkur unga fólksins til að segja nei. Það er alveg sama hvað við fjölgum í lögreglunni, það mun aldrei duga," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi í gær þegar hann kynnti forvarnadag sem haldinn verður um land allt næsta miðvikudag að hans frumkvæði.Með þessum orðum fangaði forsetinn í hnotskurn það atriði sem skiptir öllu máli þegar kemur að því að forða fólki frá því að verða háð fíkniefnum. Í þessum orðum er líka fólginn vísir að þeirri endurhugsun sem velski lögreglustjórinn kallar eftir.Ríkjandi hugsunarháttur snýst um að kalla yfirvöld til ábyrgðar fyrir fíkniefnavandanum og viðbrögð stjórnvalda um allan heim beinast að því að uppræta framboð efnanna. Vandamálið liggur þó ekki þar heldur í eftirspurninni. Þótt öllum kókalaufsökrum Suður-Ameríku og valmúaökrum Asíu yrði eytt þannig að kókaín og heróín fengist hvergi framar, þá hyrfu ekki fíknin úr manninum. Fíklarnir myndu leita uppi önnur efni. Fréttablaðið sagði í gær frá einum, sem líklega fékk sinn dauðaskammt eftir að hafa sprautað sig með rítalíni sem var keypt út á lyfseðil í apóteki.Baráttan verður að snúast um leiðir sem minnka líkurnar á því að fíklar verði til. Og íslenskar rannsóknir segja okkur að þær leiðir séu til staðar og séu ekki flóknar. Sú allra mikilvægasta er að foreldrar eyði tíma með börnum sínum, ein klukkustund á dag getur skipt sköpum. Það þarf að halda börnum við íþrótta- og tómstundastörf, og það þarf að forðast áfengi sem allra lengst. Ef lögð er rækt við þessi þrjú atriði eru innan við eins prósents líkur á að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. Og takið eftir að lögreglan kemur þarna hvergi við sögu. Eða eins og forsetinn orðaði það: "Forvörnin felst í okkur sjálfum; hvorki foreldrar né samfélagið geta vísað ábyrgðinni á einhverja aðra."   

 

 

IMG_2093    

 

Hlýhugur?Það er orð sem maður skilur ekki fyrr en maður er orðin eldri en tvævetur.  Þegar maður er ungur, þá heyrir maður þetta orð, og það virkar mjög fjarlægt.  En það er ekki mjög langt síðan að ég fór að setja merkingu í þetta orð.  Hlýhugur, þegar maður loksins skilur það, þá segir það svo óendanlega margt.  Það segir að þegar maður finnur hlýhug, þá þýðir það það, að einhverjum þykir vænt um mann.  Hlýhugur kemur ekki út af engu, sá hugur er áskapaður, maður hefur unnið fyrir honum.  Enginn nennir að sýna einhverjum hlýhug, sem honum líkar ekki við.  Til hvers ? það er hægt að smjaðra, og biðja og rella.  En að sýna hlýhug........ nei, fyrir honum þarftu að eiga inneign.   Ég hef undanfarið verið að átta mig á þessu.  Og skynja þenna fallega hug, sem ég finn fyrir.  Og mér líkar hann vel.  Og hjarta mitt fyllist þakklæti, til þeirra sem sýna mér hann, og forsjóninni fyrir að hafa gefið mér tilefni til að geta vænst þess að einhver sýni mér slíkan hug.  Það er sagt að bágt eigi vinalaus maður, og slíkur á svo sannarlega bágt.  En enginn er vinalaus, ef hann hefur ræktað vináttuna við náunga sinn.  Vináttu og kærleika þarf að rækta eins og hvert annað kærleiksblóm, hlú að henni, og leggja sig fram um að eiga innistæðu.  Leggja inn í kærleiksbankann.  Að gefa af sjálfum sér.  Annað sem ég get þakkað forsjóninni fyrir er, að ég er maður hversdagsins.  Ég er almúgakona, svo að það þarf enginn að smjaðra fyrir mér, eða leika neinn leik.  Þeir sem hafa völd, peninga og frægð, verða að búa við það, að vita ekki hvenær vinátta er boðin af góðum huga eða af löngun í vegtyllu, eða viðurkenningu af einhverju tagi.  Enginn þarf að smjaðra fyrir mér, þannig að þeir sem eru mér góðir, eru það af því að þá langar til að vera mér góðir, eða þeir hafa fundið eitthvað í minni persónu, sem gerir það að verkum að þá langar að auðsýna mér velvild og hlýhug.  Eftir því sem ég verð eldri, því vænna þykir mér um slíkt.  Og kann betur að meta það.  Sennilega spilar þarna inn í, að þegar við hverfum héðan, þá förum við eins og við stöndum.  Við tökum ekki með okkur kornhlöðurnar eða peninga.Það sem við getum hugsanlega tekið með okkur yfir móðuna miklu, er einungis kærleikur og væntumþykja.  Ég er þess fullviss að þeirri sál, sem þannig fer, mun vegna betur, og ganga betur að aðlagast nýjum aðstæðum.   Þess vegna mínir kæru gestir, er ég þakklát þegar ég lít yfir hópin í kvöld og sé ykkur öll standa hér, til að fagna með mér og mínum elskulega maka til þrjátíu og fjögurra ára.  Þakklát fyrir að þið skylduð taka frá tíma til að koma og fagna með okkur, og sýna okkur þann hlýhug sem við höfum orðið áskynja.  Ég vil líka þakka þeim sem höfðu samband og gátu ekki verið með okkur hér í kvöld.   

Svo ég segi bara kærlega takk fyrir okkur.  Og megi kvöldið vera öllum ánægjulegt. 

IMG_2007

Ég sagði að þessar greinar væru sprottnar af sama meiði.  Þið undrist auðvitað þau orð.  En það sem ég meina er að það þarf að fara saman umburðarlyndi og hlýhugur ef menn ætla að ná tökum á fíkniefnavandanum. 

Í niðurlagi greinarinnar þar sem lögð er áhersla á ábyrgð foreldra vil ég segja þetta.

 Baráttan verður að snúast um leiðir sem minnka líkurnar á því að fíklar verði til. Og íslenskar rannsóknir segja okkur að þær leiðir séu til staðar og séu ekki flóknar. Sú allra mikilvægasta er að foreldrar eyði tíma með börnum sínum, ein klukkustund á dag getur skipt sköpum. Það þarf að halda börnum við íþrótta- og tómstundastörf, og það þarf að forðast áfengi sem allra lengst. Ef lögð er rækt við þessi þrjú atriði eru innan við eins prósents líkur á að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. Og takið eftir að lögreglan kemur þarna hvergi við sögu. Eða eins og forsetinn orðaði það: "Forvörnin felst í okkur sjálfum; hvorki foreldrar né samfélagið geta vísað ábyrgðinni á einhverja aðra."  Það virkar afskaplega vel og fallega að segja þetta svona.  En í fyrsta lagi þá hefur íslenskt þjóðfélag ekki boðið foreldrum upp á mikinn tíma með börnum sínum.  Því ef þau eru ekki vinnandi fram á kvöld til að hafa í sig og á, þá eru þeir dauðþreyttir eftir vinnuna, og börnin eru í allskonar íþróttum, dansi og slíku.  ég er ekki að lasta það, en málið er að ekkert foreldri getur neytt börnin til að eiga með þeim ákveðin tíma á dag.  Það er því ekki hægt að setja dæmið upp á þennan hátt.  Við verðum að skoða samfélagið eins og það er.  Samvinna foreldra og skóla er auðvitað góð og nauðsynleg.  Það er hins vegar afar erfitt fyrir foreldra að halda börnum frá áfengi og fíkniefnum. Samfélagið er fljótandi í hvoru tveggja, og allstaðar fólk sem vill koma þeim á bragðið.  Annað sem er áberandi að það virðist ekki skipta máli hvaða þjóðfélagsstöðu fjölskyldan er, þetta leggst jafn á alla.  En meðan kerfið okkar er ekki samvinnufúsara og tekur fljótar á vandanum með afgerandi hætti.  Og hættir að líta á fíkla sem óalandi og óferjandi, þá getum við gleymt því að okkur muni takast að vinna bug á þessum fjanda.  Þar þarf svo sannarlega hlýhug og umburðarlyndi.  Kærleika í stað hörku.  Og kerfiskarlar þurfa að skilgreina upp á nýtt að hverju stefnt er í málefnum fíkla.  Vill kerfið bara losna við þau sem fyrst út í dauðann, eða er einhversstaðar til skilgreint markmið um að reyna að koma þeim aftur til manns?  Fyrr en þessari spurningu hefur verið afdráttarlaust svarað, er ekki hægt að vinna markvisst í málefnum þeirra.  Við eigum því að byrja á að heimta þau svör opinberlega, skýrt og skorinort.   post-6389-1132924550 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég dáist af þér  fyrir skoðanir þínar og elju sem þú hefur til að berjast fyrir þeim :)) kv. Steini Árna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður pistill hjá þér Cesil og vekur svo sannarlega margt upp. Bæði spurningar og tilfinningar. Megi englarnir vaka yfir þér og þínum í dag

Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2009 kl. 12:55

3 identicon

 flott grein

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 15:01

4 Smámynd: IGG

IGG , 25.10.2009 kl. 15:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2009 kl. 17:00

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 25.10.2009 kl. 18:49

7 Smámynd:

Ég er þér hjartanlega sammála - okkar samfélag er ekki barn- og fjölskylduvænt og auðveldar ekki foreldrum að annast um börnin sín eins og þarf. Sum börn þurfa nefnilega meiri umönnun til að plumma sig heldur en önnur. Kærleiksrík umönnun foreldra er besta veganesti sem þeir geta veitt barni sínu út í lífið. Það vildi ég óska að foreldrum væri kleift að setja börnin sín í forgang.

, 25.10.2009 kl. 22:56

8 Smámynd: Ragnheiður

Tek nákvæmlega undir þessi orð og í raun segir Dagný hér það sem ég vildi sagt hafa...

Kom til að knúsa þig í huganum fyrir nóttina, ég verð hjá þér. Næturnar eru enn verstar

Ragnheiður , 25.10.2009 kl. 23:38

9 identicon

Góða nótt yndislega kona  Takk fyrir enn eina frábæru lesninguna!!

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 00:59

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera alltaf heima á daginn með mínum börnum, þau eru ófá börnin sem fylgt hafa mínum heim úr skólanum í gegnum árin.  Mér þótti það alltaf æðislegt að geta verið húsmóðir og mamma á daginn.  Minn vinnutími hefur verið á kvöldin í yfir 20 ár, ég er ennþá heima á daginn fyrir þau tvö börn sem ennþá eru heima hjá mér.  Þau þekkja ekki annað en að ég sé vinnandi á kvöldin. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.10.2009 kl. 01:08

11 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

     ÁSTHILDUR CESIL . KOMDU SÆL ELSKU BLOGG VINKONA MÍN . ÉG VEIT VARLA HVAR ÁG Á AÐ BYRJA . ÉG FRÉTTI AF ANDLÁTI ÞÍNS ÁSTKÆRA SONAR ,FYRIR STUTTU ,VINA MÍN ,OG ÉG SAMHRYGGIST ÞÉR INNILEGA AF ÖLLU HJARTA .ÉG GET SVOSUM EKKI SAGT MARGT ,ÉG ER ENNÞÁ AÐ JAFNA MIG ,OG LESA ÞESSAR ERVIÐU GRYENAR SEM ÉG ER AÐ LESA HÉR ÞAÐ HAFA FALLIÐ MÖRG TÁR ,EINS OG GENGUR OG GERIST HJÁ MÉR ,SEM MÁ EKKERT AUMT SJÁ OG EF ÉG GET ENGVANVEGINN KOMIÐ TIL HJÁLPAR .ÉG BYÐ ALGÓÐAN GUÐ AÐ BLESSA MINNINGU ELSKULEGA DRENGSINS ÞÍN ,(YKKAR) .OG BYÐ GUÐ AÐ BLESSA OG VARÐVEIA YKKUR ÖLL OG UMMVEFJA YKKUR SÍNUM LÍKNANDI HÖNDUM .SKRIFA MEIRA Á EFTIR ELSKU VINA MÍN .ÞINN BLOGGVINUR HILMAR SÆBERG(DRENGUR GÓÐUR).

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 26.10.2009 kl. 05:28

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnheiður mín, innilega takk, það er rétt sem þú segir næturnar eru verstar, þegar maður getur ekki sofið og er einn í heiminum.  Þá hafa hugsanirnar frjálsan að gang að manni.  Og það getur verið erfitt.  Því er svo gott að vita af hlýjum hugsunum þarna úti sem streyma til manns.

Knús Jónína mín.

Einmitt Dagný.  Við höfum einhversstaðar á leiðinni gleymt aðalatriðunum að hlú að fjölskyldunni og setja hana í öndvegi.  Stjórnvöld hafa þar sofið á verðinum í mörg ár.  Mammon hefur séð til þess.

Knús Beta mín og gott að vita að allt gengur vel hjá þér og þínum.

Ég var líka mikið heima við þegar börnin voru minni.  Og eins og hjá þér var alltaf fullt hús af krökkum, hjá mér fengu allir krakkarnir að koma heim með vini sína, og ótakmarkað.  Ég gat ekki staðið og sagt þú mátt koma en þú ekki.  Það var því oft líkara leikskóla en heimili hjá mér.  Og ég hugsaði með mér, ég vil frekar venja þau á að vera heima hjá sér, og þegar þau stækka þá vita þau að þau eru alltaf velkomin með vini sína heim.  Þetta bara dugði ekki alveg til í öllum tilfellum, eins og ljóst er orðið. 

Það eru forréttindi að geta verið heima hjá börnunum sínum Jóna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2009 kl. 09:37

13 identicon

Dísa (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 16:40

14 identicon

13.2.2008 05:14:37 / heilun

Mynt Kærleikans

                                                         Mynt kærleikans

 Að morgni þegar sólin hefur risið þá horfir þú upp á nýjan dag.Áhersla er lögð á”Nýjan”.Það er ekki meint þannig að þú sért tengd við gærdaginn ekki frekar en að vera borin á höndum meistaranna fram á enn nýjan dag.

Þetta er nýr dagur sem Guð hefur gefið ykkur,enn nýtt tækifæri til betrumbóta fyrir mistök gærdagsins hafi þau einhver verið.

Nýr dagur til að búa til fyrir ykkur sjálf  meira af  trúarlegum ástæðum sem eru einhvers virði fyrir ykkur sjálf og sálina,gefur ykkur hlýju birtu og yl í hjartarótina.Jesus sagði:

Geymið fjársjóð ykkar þar sem hvorki mygla ryð eða þjófar geta stolið honum frá ykkur.Auðvitað er ég að tala um andlegan fjársjóð ekki veraldlegan í þessu tilliti.

Auðvitað hafið þið ykkar leiðir til að lifa sem hafa verið sköpuð af mannavöldum en við vitum að ykkur er nauðsynlegt að lifa samkvæmt lögmálum ykkar.Þið þurfið mynt  kyrrðarinnar til að kaupa þarfir ykkar til daglegs lífs.

Það er til”Mynt” kærleika hér í landi okkar þaðan sem þið komuð í upphafi "lífs" ykkar í móðurkviði,himnaríki,þangað sem þið öll tilheyrið,landi sem drottinn stýrir og þið ákallið á ögurstundu.

Þið öðlist rétt til að kaupa”mynt"kærleikans rétt eins og þeirrar sem þið kaupið til daglega þarfa ykkar.Þið öðlist hana með góðverkum ykkar.Þið öðlist hana með samtryggð og mannkærleika

Þið öðlist hana með einlægni,með fyrirgefningunni,og með því að hlúa að þeim sem minna mega sin landi ykkar fram fyrir ykkur sjálf.

Það er enginn gjaldkeri sem á ákveðnum degi kemur og segir”Hér eru vinnulaunin fyrir vikuna”Þessi heilaga”Mynt”virkar ekki á sama hátt og þið notið í ykkar daglegu amstri á jörðinni.Heldur er það ást og umhyggja á hvort öðru sem er hin táknræna mynt.

Þess vegna þurfið þið svo mikið á að halda samryggð fyrirgefningunni vináttunni,  á milli ykkar sjálfra.Þú þarft ekki að bíða þess sem þið kallið”dauða”til þess að vinna ykkur inn”mynt”kærleikans heldur getið þið byrjað strax innlagningu með mannlegum samskiptum og kærleika.

Ég vil að þið sjáið ástúðina hún er jafnvel meira áríðandi heldur en móðurmjólkin sem er gefin ungbörnum,því eins og þið vitið án hennar getur líf barnsins ekki náð fram að ganga og myndi á endanum fjara út.

Ég vil að þið sjáið og finnið að ástúðin er jafn öflug til að viðhalda ykkar eigin lífi á jörðinni og skapa sömu skilyrði og eru fyrir hendi í ríki Guðs.Þetta eru sama kjarnauppspretta og þið þurfið til að skapa þessar kjöraðstæður þess himnaríkis

.Þetta er það andrúmsloft sem ríki Guðs er í og það er okkur jafn mikilvægt og loftið sem þið andið að ykkur til að fá súrefni til þess að viðhalda lífi í líkama ykkar

.Andrúmsloft sem hvert  einasta ykkar mun koma inn í  á einhverjum tímapunkti ævi ykkar fyrr eða seinna.Enginn getur umflúið þetta því allir sem lifa á jörðinni munu fara í gegn um svokallaðan”dauða” og upphefja líf á nýjum stað í nýjum tilgangi.

Fyrir marga sem koma í okkar ríki er þetta ekki auðveldur ferill því að þeirra veröld hefur verið snúið á haus.

Sérstaklega fyrir þá sem hafa verið valdamiklir í jarðlífi og haldið háum stöðum yfir öðrum jarðarbúum og nýtt sér það til þess að sækja hitt og þetta fyrir þá því að þeir uppgötva að nú”Þurfa þau sjálf að sjá um að sækja þetta og hitt og bera það sjálf

”Geislabaugur sjálfsdýrkunnar og frægðar fylgir þeim ekki yfir til okkar. Sumir eiga  afar erfitt með að sætta sig við þessi breyttu hlutskipti sin og munu því læra upp á nýtt með okkar kennurum.Stjórnsemi og þörf að ráða yfir öðrum á lægri stigum þjóðfélagsins fylgir þeim heldur ekki hingað til okkar.

Þar sem þeir gátu áður sett ótta í hjörtu fólks með lagabálkum og öðrum veraldlegum gæðum eins og að missa heimili sitt atvinnu sína gildir ekki hér.

Þeir munu upplifa Gjaldþrot þar sem á lífleiðinni hafi þeir aldrei lagt inn í banka Guðs góðverk sín,hann mun eiga fáa vini hér vegna þess að allir voru hræddir við hann í jarðvistinni.

Hann setti einnig í framkvæmd gjörðir með auði sínum í jarðvistinni en eins og kornabarnið sem ekki getur lifað án móðurmjólkurinnar þá getur hann ekki lifað í himnaríki án ástúðar þeirra sem þar eru fyrir.

Leiðin hans verður þyrnum stráð og erfið og hans helsti þröskuldur á nýrri þróunarbraut verður vöntun á þeim eiginleika að geta fyrirgefið sjálfum sér gjörðir sínar í lifenda lífi.

Þegar hann fer í hreinsunareldinn sem Jesús mælti um mun hann gera sér ljósar þær gjörðir sínar í lifenda lífi munu færa honum einmannaleika og vansæld.

Hann mun verða sjónarvottur allra gjörða sinna verjandi og dómari þeirra.

Svo að þið sjáið erfileikana sem hann mun standa frammi fyrir í ríki Guðs því að hann mun einnig finna sjálfan sig á eyðimörk lífsins,algjörlega án fyrri valda því að þetta verður eins og hann skapaði sér sjálfur í jarðvistinni.

 Ég gef ykkur dæmi:Ég vil sýna ykkur hversu nauðsynlegt það er fyrir ykkur að kaupa”mynt” kyrrðar og umhyggju í jarðvistinni því að þið getið ekki ætlast til að þiggja ef þið gefið ekki neitt af ykkur í staðinn.Já eins og þið þiggið munu þið og fá í staðinn margfalt.

Ég er viss um að þið hafið heyrt þetta þúsund sinnum”EINS OG ÞIÐ GEFIÐ MUNU ÞIG OG ÞIGGJA”Fyrir þann sem hefur gefið ást og umhyggju sína til annars mun hann og þiggja margfalt til baka á þróunarbrautinni.

Það verður verðgildi”Myntarinnar”sem sent verður áfram inn á þróunarbraut framhaldslífsins sem hjálpar framþróun einstaklingsins í nýju hlutverki.Svo börnin góð.

Ég vil að þið hugsið um ÁSTINA því að í allri ykkar lífsreynslu í jarðríki ber hana á góma.Þið munuð upplifa að án hennar verður lífið mjög kalt,tómlegt,og tilgangslaust nema að þið hafið þessa ÁST og Umhyggju.Það var ekki auður mannsins,verðugleiki hans eða staða sem kom honum í stöðu fátæka mannsins í okkar heimi.

Það var algjör vöntun á ÁST sem olli því ásamt græðgi.Það skiptir ekki máli hvaða stöðu þið hafið gegnt í lifenda lífi eða auði svo lengi sem þið munið að ÁST OG UMHYGGJA FYRIR ÖÐRUM hafi verið uppfyllt til opnunnar á dyrum HIMNARÍKIS.Ástúð Guðs á manninum og uppfylling skilmála Guðsríkis en því miður eru blikur á lofti vegna spillingar sem eyðileggja möguleika ykkar á frjálsum vilja mannsins,og þróun hans fyrir það sem koma skal í ríki Guðs á síðari stigum.

Þess vegna þarf Guð að grípa í taumana og stöðva frekari öfugþróun mannkyns sem hefur kostað mannfórnir og miklar hörmungar.Hans gjöf í upphafi til ykkar til að nota í friðsömum tilgangi milli ykkar sjálfra er orðin að engu og hefur í staðinn kostað ykkur vansæld.

Hann mun ekki líða gráðugum mönnum að eyðileggja verk hans til manna og hefur hann þegar gert ráðstafanir til þess því án hans vilja mun líf ekki þrífast á jörðu.GUÐ HEFUR  ENGAN VILJA TIL ÞESS AÐ LÁTA ÞETTA HALDA ÁFRAM.

Hlutir sem hafa verið settir fyrir ykkur á vegi lífsins eru álíka miklir og hræðsla við það óvænta sem muni ske en það er líka ákveðin lífsfylling  að allt sé í lagi. Jafnvel þótt þið þyrftuð að bíða og sjá það ske en það mun ske.

LÖGMÁL GUÐS STENDUR.VILJI GUÐS MUN VERÐA.FAÐIR VOR ÞÚ SEM ERT A HIMNUM HELGIST ÞITT NAFN VERÐI ÞINN VILJI.

ÞAÐ GETUR EKKI ORÐIÐ A ANNAN VEG EN ÞENNAN

Íhugið þennan boðskap vandlega

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 18:56

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já það er gott að vera heima og taka á móti stelpunum sínum þegar þær koma heim eftir skóla :) gefa þeim kakómalt og brauð og fara svo í lærdóminn og eiga góða stund saman.... og já þetta eru mikil forréttindi.:)

Knús á þig yndislegust

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.10.2009 kl. 23:29

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Dísa mín.

Takk fyrir þessa færslu Þór.  Þarna er margt sem ég hef verið að tala um.  Og það er einmitt þannig með lögmálið.  Hvaðan sem það kemur getum við deild um.  En það er til staðar og við upplifum það ef við veitum því athygli. 

Takk Linda mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband