23.10.2009 | 16:54
Uns dauðinn aðskilur.
Uns dauðinn aðskilur. Þessi setning hefur af einhverjum orsökum hljómað mér í minni í dag. Þegar fólk missir náinn vin eða ættingja, þá opinberast innihald þessarar setningar. Við hugsum sjaldan út í hvað þetta þýðir, til dæmis þegar við giftum okkur og gefum þetta loforð. Þá er þetta bara hluti af formúlu hjá prestinum. Eitthvað sem maður jánkar án ábyrgðar. Maður gerir sér enga grein fyrir hversu endanlegt þetta er.
Ég hef líka leitt hugan að öllum þeim sem hafa fengið og munu fá heimsókn eins og ég, þar sem heimurinn hrynur allt í einu og tíminn stendur í stað. Maður verður dofinn neitar að trúa því sem sagt er, verður svo reiður, og svo kemur söknuðurinn. Er á einhvern hátt hægt að undirbúa okkur dauðlegt fólk um svona? Málið er að ekkert okkar losnar alveg undan því að missa.
Þegar ég missti móður mína, þá hafði ég tíma, við systkinin ákváðum að leyfa henni að eyða síðustu vikum og mánuðum heima með sín veikindi. Við settum saman töflu þar sem hver og einn hafði sínu hlutverki að að gegna, við skiptum okkur niður á að elda og hugsa um hana. Dauðinn kom hægt og hljótt, og þegar hún kvaddi, vorum við hjá henni ég og Geiri systursonur minn. Ég tók ákvörðun um að leyfa henni að vera langt fram á dag í rúminu sínu og allir systkini og barnabörn gátu komið og átt með henni hljóða stund. Þau höfðu tíma til að kveðja hana, bæði áður en hún fór, og svo eftir á. Þau sem ekki áttu kost á að vera hjá henni síðustu stundirnar áttu greinilega mest bágt. Því þau höfðu ekki getað verið hjá henni.
Ég missti lítinn bróður árið 1968. Hann var aðeins 7. mánaða þegar hann dó. Við mamma vorum óléttar saman og áttum góðar stundir saman að hekla og sauma barnaföt. þar kynnstist ég mömmu sem vini, ég er alinn að mestu upp hjá ömmu minni á efri hæðinni en í sama húsi. Bróðir minn hét líka Júlíus. Það var virkilega sárt að missa hann og ég neitaði algjörlega að trúa því að hann væri farinn. Meðan hann lá banaleguna á barnaspítala hringsins, þar sem hann hafði verið skorin upp og lokað aftur, vegna þess að krabbameinið sem var hans banamein var komið út um allt, neitaði ég að trúa því að hann myndi deyja.
Í báðum þessum tilfellum fékk ég samt viðvörun og tíma til að sætta mig við það óhjákvæmilega. Þegar slys ber að höndum, þá er allt annað uppi.
Ég hef verið að hugsa undanfarna daga til foreldra og barna þeirra sem lent hafa í slysum. Það er víst aldrei hægt að undirbúa mann undir svona. En það gæti verið að það væri hægt að gera einhverskonar almennan undirbúning fyrir fólk. Það sem ég er að meina er; að það er enginn leið að vita fyrirfram hverjir lenda í þessu. En samt sem áður er það stór hluti fólks. Ég sé fyrir mér að það væri hægt að hafa einhverskonar fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð í skólum landsins. Eitthvað sem undirbýr okkur undir það sem getur alltaf gerst. Og ekki bara þá sem fyrir verða, heldur líka þá sem eru utanaðkomandi.
Það eru ákveðin atriði sem eru sameiginleg þeim sem verða fyrir missi. Það er líka til vitneskja um hvað kemur manni best í svoleiðis tilfelli. Þessi þekking er öll til staðar og þekktar stærðir svona að mestu, þó sorgin sé auðvitað einstaklingsbundinn. Þá eru samt sem áður ákveðin atriði sem eru svipuð.
Að fæðast og deyja eru grundvallar atriði lífs okkar. En samt sem áður er svo margt í kring um það algjört tabú. Það er eins og við höldum að ef ekki er talað um hlutina gerist þeir ekki.
Þegar slys verða, þá er það víst að presturinn er fenginn til að tilkynna nánustu fjölskyldunni um það. En hvað svo?
Afar og ömmur og fjarskyldari ættingjar sem ef til vill eru viðkvæm eða veik, og missa mikið. Hvar koma þau inn í dæmið.
Ég er heppin af því að ég trúi á framhaldslíf. Eða ég veit að fólk lifir þó það fari héðan. Fyrir því hef ég allmargar sannanir fyrir sjálfa mig. Og er auk þess alin upp hjá afa sem sá og heyrði margt. Og sagði mér sögur af því sem hann upplifði. Meðal annars þegar hann fór í jarðarfarir, þá sá hann kirkjugesti og prestinn en handan við þau var hinn látni og aðrir ættingjar sem tóku á móti honum. Hann gat þekkt látna ættinga af myndum eftir á. Það má því segja að á einhvern hátt sé ég betur sett en margur sem ekki trúir á líf eftir jarðneskan dauða.
Ég hef rætt við stúlku sem vann á líknardeild á spítala. Hún sagði mér að það færðist ró yfir fólk þegar það vissi að nær drægi andláti. Hún talaði um friðsæld og rósemi. Ég veit líka að fólk sem drukknar hættir að vilja lifa. Það bregst þannig við að það berst gegn hjálpinni. Ég hef líka heyrt af fólki sem var við dauðans dyr, en kom aftur, það hefur lýst ferlinu sem það fór í, í áttina að ljósinu, en var kallað til baka, af því að tíminn var ekki kominn.
Þó svo að segja megi að svona hlutir séu okkur ekki ofarlega í huga þegar við missum ástvin, þá samt sem áður hlýtur það að vera huggun og slá á mestu sorgina þegar til lengdar lætur. Og ef svona reynslu er safnað saman og hún skoðuð og boðuð, og við undirbúinn þannig undir hið óhjákvæmilega þá hlýtur það að leggja grunn að betri líðan.
Þetta er ef til vill óttalegt raus. En má ekki færa fyrir því rök að þetta tvennt skipti okkur öll mestu máli. Það er að fæðast og deyja? Eitt er alveg víst að ekkert okkar kemst undan því. Þetta er brautin sem við göngum öll. Og það er mín staðfasta trú að okkur sé öllum markaður ákveðin tími, við förum ekki fyrr og ekki seinna en áætlað var. Þó ég hafi þessa vitneskju er sorgin sár og söknuðurinn mikill. Hvað þá með hina sem ekki trúa svona. Ég held að ég sé allavega betur undirbúin að takast á við lífið með þessa vitneskju í farteskinu en sá sem ekki trúir því.
HÓTEL JÖRÐ
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
En það er margt um manninn á svona stað
og meðal gestanna' er sífelldur þys og læti.
Allt lendir í stöðugri keppni' um að koma sér
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
En þó eru margir sem láta sér lynda það
að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að
og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.
En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða.
En við sem ferðumst eigum ei annars völ,
það er ekki um fleiri gististaði að ræða.
Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn
og viðbúnaður er gestirnir koma' í bæinn.
Og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn,
en áhyggjan vex er menn nálgast burtferðardaginn.
Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss
reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss.
Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst
í líku hlutfalli' og Metúsalem og Pétur.
Texti: Tómas Guðmundsson
Eigið góðan dag mín kæru. Og innilega takk fyrir allan hlýhug og fallegar hugsanir til mín og minna. Það hjálpar mér ótrúlega mikið og er mér svo kært. Fyrir það er ég innilega þakklát.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þessa fallegu hugleiðingu. Mér finnst ég skilja þig en hef þó verið afar lánsamur sjálfur í lífinu bæði að þessu leyti og öðru. En ég var einmitt að rifja upp í dag hvað mér þótti fallegt þegar hann pabbi minn sagði forðum, og þetta var eitt af því síðasta sem hann sagði: „Nú veit ég hvað það er að vera saddur lífdaga.“ En ég, eins og þú, veit að tilveran heldur áfram eftir jarðlífið -- veit bara ekki nákvæmlega hvernig.
Sigurður Hreiðar, 23.10.2009 kl. 17:22
Ásthildur þú ert einstök kona, hef fylgst með skrifum þínum undanfarið orðlaus.
Það er rétt slysin gera ekki boð á undan sér, en ég held að maður læri að lifa með sorginni, söknuðurinn fer ekki neitt.
Knús á alla í kúlunni, held áfram að kíkja á þig
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.10.2009 kl. 17:36
Hvað skeður við brottför úr jarðneskum líkama okkar?
Við vinnum stöðugt að því að endurbæta lækningarmátinn og styrkleika hans en hann verður alltaf bundinn við móttökugetu farvegsins því að þetta geta verið svo sterkar tíðnir að farvegurinn þoli þær ekki.
Við setjum saman lækningarpakka sem passar fyrir móttökustyrleika farvegsins og sendum hann í gegn en þetta tekur enga stund en á eftir fylgir hrein okra til að dreyfa lækningarpakkanum og til þess notum við miðtaugakerfi sjúklings blóðkerfi og mænu.
Því hreinni og opnari sem farvegurinn er á þróunarbrautinni þeim mun sterkari lækningarpakka getum við sent án þess að farvegurinn bíði skaða af. Meingen eins og krabbamein og finna lækningu eru í stöðurgri þróun hjá okkur og nú eru í prófunum einskonar hylki sem sett er yfir hverja meingensfrumu og sveltir hana næringu og minnkar þannig meinið en þar með er ekki öll sagan sögð því við verðum að finna leið til þess að koma þessu meingenfrumum út úr líkama sjúklings án þess að blóðkerfi hans komi við sögu og er þá helst að útbúa einskonar hjáleið inn í meltingarveginn og skola þeim þannig út. MS og MND eru okkur einnig hugleikinn og vinnum þar að lausn en ekki er hægt að endurnýja skemmdar taugafrumur slíkt er ógerlegt en möguleiki er á að hægja á þróuninni með geislum frá okkur og bæta líðan.Fullkomin lækning er ekki til af okkar hálfu eins og er. Við ræddum óttann áðan og afleiðingar hans en hvers vegna að óttast ef þú hefur gert þið besta í lífinu? Óttinn er í raun óvissan hvað muni ske næst og hvernig verður morgundagurinn? Þeir sem ástunda þetta geta búist við skemmri jarðvistartíma en ella væri vegna sjúkdóma sem þetta framkallar en til getið læknað ykkur sjálf með viljandum einum saman með því að ástunda hugsunina ÉG GET OG ÉG ER EKKI VEIK/UR Hugleiðsla og andlegur hvíldartími ætti að vera hluti af ykkarr tilveru rétt eins og þið væruð í fjallaskörðunum í Tíbet. Á sama hátt á sá sem hefur sýkst að sjá og telja sig á að hann sé fullkomlega heilbrigður og fá heilann inn á þá hugsanabraut. Þegar ögurstundin nálagast í jarðnesku lífi ykkar eftir erfið veikindi þá tökum við vel á móti ykkur en sálin er þá sofandi og umskiptin gerast á microsecundu að ykkar tíma og stundum eigum við erfitt með að hemja gleði viðkomandi sem kemur eftir kvalafull veikindi þar sem þau hoppa um að gleði og telja sig vera að dreyma en gera sér ekki fulla grein fyrir að þau hafi yfirgefið jarðneskt líf þar sem engir eru verkirnir.
Viðauki frá mér
Fyrrilíf er eilífðarspurning sem margir spyrja eftir einskonar martraðir á yngri árum en samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið við spurningum mínum á þetta ekki að geta gerst á meðan einhver er á lífi frá þessu tímaskeiði en þó gætu verið undantekningar.
Sjálfur prófaði ég þetta fyrirbæri Regression past lifes 2007 í þjálfunarskólanum sem ég sæki í Englandi þar sem forfallakennari með 37 ára miðilsreynslu og starfandi sálfræðingur að auki bauð upp á þetta í einkatíma sem veittir eru af kennurum og skellti ég mér í einn slíkan.
Farið var vel af stað en ca.10-15 mínútur inn í hann kallaði hann mig til baka og kvaðst ekki fá aðgang að mér allt harðlæst og virtist það fá á hann því að hann frestaði öllum síðari fundum þann daginn.
Við ræddum saman eftir kvöldmat og kvaðst hann aldrei hafa lent í slíku á öllum sínum miðilsferli og þó reynt ýmislegt en hann hafði enga aðra skýringu en þá að öðrum en mér sjálfum yrði ekki veittur slíkur aðgangur??
30 ágúst viðauki frá mér
Getum við látið vita af okkur?
Svarið er Já en hvort að það sé algilt get ég ekki svarað en set inn hér persónulega reynslu.
Í Október á sl.ári ræddi ég við manneskju sem ég þekki vel til margra ára sem bað um að fá smá viðtal og var það veitt en þetta var almennt spjall um lífið og hvað tekur síðan við en þessi aðili var helsjúkur af krabbameini og aðeins örfáir dagar eftir og því ekki heilun og trúnaður sem henni fylgir.
Þetta málefni var rætt fram og aftur og þar sem mikill húmor var til staðar í helsjúkum líkama var það látið flakka með að viðkomandi myndi nýta öll tækifæri sem gæfust hinum megin til að gefa mér merki um að ég hefði rangt eða rétt fyrir mér um hvort að til væri annað líf eftir þetta og ég héldi áfram minn veg í andlegum málum en hafði ekki vegna kunningsskapar ekki viljað ónáða mig eftir hjálp.
Viku seinna hafði þessi manneskja yfirgefið þetta tilverustig.
Þann 6 júní sl fékk ég tölvupóst frá manneskju sem auðsjáanlega er skrifaður á sjúkrabeði en innihaldið ræði ég ekki en tók mig til að veita svar við spurningum og komin vel á veg þegar ég áttaði mig á nafninu og tölvupóstfanginu sem fyrrum vinar sem var ekki lengur meðal oss og hætti ég frekari skriftum en hugleiddi þetta vel og lengi og ryfjaði upp samtalið góða.
Með góðra manna hjálp viðkomandi símafyrirtækis var málið lauslega skoðað innan ramma laga og fékkst upplýst að öllum símum og viðkomandi póstfangi hefði verið lokað og því ekki hægt að senda þennan póst og virtust þeir meira hissa en ég á því ómögulega en fyrir mig var þetta nægilegt og gladdi mitt litla hjarta að fá sendinguna.
Þennan póst brenndi ég inn á disk til varðveislu
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 17:50
Þessi trú okkar á líf eftir þetta líf er kletturinn sem maður trúir og treystir á þegar einhverjir fara sem okkur þykir vænt um. Við erum lánsamar að trúa þessu eða vita að svona er þetta. Það eina sem er vitað þegar barn fæðist að einhvern tíma fer það úr þessarri jarðvist. Ég á oft erfitt með að tala um að einhver sé dáin heldur segi að viðkomandi er farinn.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 17:55
Þetta er ekkert raus
Jónína Dúadóttir, 23.10.2009 kl. 19:02
Elsku Ásthildur.Þú gefur okkur svo margt með þessum skrifum þínum þótt þú syrgir.Kærleikurinn sem frá þér streymir er svo eftirtektarverður og ég er handviss um það að þú ert þroskuð sál með stóran tilgang á jörðinni öðrum til handa. Kveðja til þín vinan og þú veist að til þín streyma ljósbænir í röðum .
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 19:56
Ef þetta er raus þá er ég hundur eða bara fíll , hugsa bara um hve góð manneskja þú ert. Guð gefi ykkur fjölskyldunni friðsæla helgi. Vona að þið náið að hvílast .
Berglind (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 20:48
Elsku Ásthildur mín, þú ert ekkert að rausa og tek ég undir þetta með þér ljúfust og sendi þér kærleik fyrir allt sem þú hefur gefið mér með þínum skrifum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2009 kl. 20:58
Takk fyrir þessi skrif. Ég er mikið að hugsa þessa dagana þar sem ég á systir sem er ári eldri en ég og er að berjast við krabbamein. Hugsa stöðugt til hennar og vona það besta.
Sendi góðar óskir vestur og vona svo sannarlega að þið náið að hvílast og safna kröftum um helgina.
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.10.2009 kl. 21:17
Sonarmissir hlýtur hverjum manni að vera nánast óbærileg raun. Egill vildi svelta sig í hel. Hann orkti sig frá því fyrir orð dóttur sinnar. Nú ert þú að skrifa þitt sonartorrek. Ég þekki þig ekki og á því erfitt með að geta mér til um hve létt þér leikur það. Mér finnst þú gera það af einlægni og án allrar tilgerðar. Og þú gerir það svo áreynslulaust að hugurinn minn líður sjálfkrafa með þínum í því, sem þú segir.
Ég læt hér fylgja síðustu ljóðlínur í brag, sem ég setti saman með Guðjóni Finndal, vini mínum, norður við Dumbshaf fyrir rúmum þrjátíu árum. Hann er e-s konar æskubrek:
"Á Atlastöðum enda vil ég braginn,
ég engan stað á jörðu betri veit.
Ég lít hér augum logni sleginn sæinn
um leið ég held á braut í mína sveit."
Megi hinn hæsti himnasmiður leggja þér líkn með þraut.
Sigurbjörn Sveinsson, 23.10.2009 kl. 21:34
Ég er jafn sannfærð um framhaldslíf eins og þetta líf Ásthildur mín, vegna þess að ég hef stundum fengið að sjá. Það er samt sárt að sitja eftir.
Varðandi fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð í skólum landsins, þá veit ég að það er a.m.k. komið til okkar í Hraðbraut og fjallað um slíkt við okkar nemendur í áfanga sem heitir Lífsleikni. Það er mjög vel unnið og hafa nemendur verið sáttir við það.
Jóhanna Magnúsdóttir, 23.10.2009 kl. 22:03
Þakka þér fyrir þetta "raus" sem þú kýst að kalla þessi skrif þín. Fyrir mér er þetta merkileg fræðsla sem svalar eðlislægri forvitni, og vonandi hjálpar okkur til að skilja heim þeirra sem misstíga sig á lífsleið sinni í þessu jarðlífi. Knús á ykkur kúlubúa úr Borgarfirði.
Kv. Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 22:19
Ég trúi líka á framhaldslíf, það er ákveðin huggun í því. Þegar ástvinir deyja.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.10.2009 kl. 00:27
Takk öll.
Jóna mín, eigum við ekki að segja ég veit að það er framhaldslíf. Trú er í sjálfu sér efi ekki satt.
Elsku Steini minn knús á ykkur Dísu bæði. Ég er heppin að eiga ykkur tvö að.
Jóhanna mín það er gott að vita að þetta er í gangi því þörfin er brýn að mínu mati. Og það áður en hlutirnir fara úr böndum.
Sigurbjörn ertu að tala um Dalla okkar? Ég er Fljótavíkurmær, frá Atlastöðum og elska þann stað framar öðrum. Her ort um að ljóð.
Fljótavík.Einn á ég unaðsreit.
Engan ég betri veit
Paradís, prýði slík
Perla engu lík.
Ég löngum þar legg mína leið.
Þar lífið er auðnan greið.
Í norðrinu fagra og falda.
Þú fryssandi hvíta alda.
Syngur við kvöldsins kyrrð.
Mín fagra Fljótavík
Af friði ertu rík.
Þögnin er eðal þitt
Þakklætið er mitt.
Tiplar þar tófa létt um sand.
Tilheyrir henni það land.
Í ánni svo silungur syndir
Sál mín þann unaðinn fyndir,
fylgja þar landvætta hirð.
Svo Dísir á ströndinni dansinn sinn stíga.
Stormurinn ógnandi brýtur þar land.
Öskrandi helkaldar öldurnar hníga
Og ærslandi leika við fjörunnar sand.
Svo hljóðnar Ægisönd
Og andar sær við strönd.
Létt fer um vog og vík
volgran engu lík.
Hvíslar angurvær og hlý
hafsins golan enn á ný.
Og lýðurinn gleðst yfir ljóði.
landsins, og biður í hljóði
Um hollvætta nálægð og firrð.
Þú ert reyndar alls engu lík
Mín ástkæra Fljótavík.
Hulda mín, vonin er það sem blívur. Og meðan hún er til staðar, þá er allt hægt. Og enginn fer fyrr en hans tími kemur. Þannig er það bara.
Óska systur þinni góðs bata.
Knús á móti Milla mín.
Elsku Berglind mín fíllinn kæri, þú ert dóttir þinnar móður, ljúf eins og hún og svo lík henni sem mest er hægt að verða bæði í útliti og fallegu innræti.
Takk elsku Ragna mín fyrir þessu fallegu orð.
Knús Jónína mín.
Kidda mín vissulega erum við lánsamar báðar tvær.
Þór minn þakka þér fyrir innleggið þitt og frábæran pistil. Ég er alveg sammála þér í því að svona er þetta.
Elsku Hulda mín takk og knús til þín líka
Sigurður já það er auðvitað gott að fá að fara saddur lífdaga, það er jákvætt en ekki neikvætt eins og merkingin er túlkuð í dag. Þá er maður sáttur við að fara og tilbúin.
Takk öll fyrir innlitið og frábær innlegg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2009 kl. 01:34
"rausaðu" allt sem þú vilt og þarft. Ef þér líður betur á eftir gleður það okkur v.ini þína ósegjanlega og það er frá mínum bæjardyrum séð margt í "rausinu" sem er mjög umhugsunarvert og fær mann til að hugsa. Ég og eflaust flest okkar sem lítum hér inn viljum bara að þú sért þú og skoðum síðuna þína þess vegna. Haltu áfram að vera þú sjálf.


Dísa (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 09:17
Dalli var það. Við sátum í norðurendanum í tvískipta skálanum á Atlastöðum seinni part júlímánaðar sumarið kalda 1979 og reyndum að yrkja okkur til hita. Hann með nikkuna og gerði lítið lag við braginn, sem síðar var fært í nótur.
Minningarnar um þetta eru gersemi, sem ég held upp á. Þannig skaltu líka fara með minningarnar um soninn þinn.
Sigurbjörn Sveinsson, 24.10.2009 kl. 10:29
Þakk þér góða hugvekju og fallegt ljóð kæra Ásthildur.
IGG , 24.10.2009 kl. 13:21
Ásthildur mín, þú ert alveg yndisleg og ert örugglega að hjálpa mjög mörgum með skrifum þínum, sem eru eins og margir hafa sagt á undan mér; hispurslaus, einlæg og gefandi
Knús í kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 24.10.2009 kl. 13:49
Þú veltir því fyrir þér hvort að hægt sé að undibúa sig fyrir dauða ástvina.
Mér finnst þetta ágætis mottó:
"Aldrei að elska eða hata neinn að eilífu".
Af því að allt er breytingum háð og lífið heldur áfram þó að einhver deyji.
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 14:03
Já Sigurbjörn. Það var oft fjör á Atlastöðum og er reyndar ennþá. Ég ætla mér að halda í fallegu minningarnar um drenginn minn. Takk fyrir umhyggjuna.
Takk Ingibjörg mín.
Takk Sigrún mín, ég vona það svo sannarlega.
Jón vissulega heldur lífið áfram þó einhver deyji það er alveg rétt. En þegar sorgin ber að dyrum þá einhvernveginn lokast öll skynsemi úti og sorgin bara er svo þung. Reyndar er ekki hægt að segja að maður ætli ekki að elska neinn að eilífu. Það bara gerist, aftur á móti er annað með hatrið. Það er hægt að hætta að hata. Þar er munurinn á ást og hatri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2009 kl. 16:46
Gott ef trú á framhaldslíf hjálpar fólki. Hef sjálfur misst móður og stjúpföður úr krabbameini á tæpum tveimur árum en get ekki sagt að ég trúi á líf eftir dauðann. Eftir dauðann er maður á sama stað og fyrir fæðingu.....ekki til. Er hér alls ekki að gera lítið úr trú manna á líf eftir dauðann og finnst jákvætt að slíkt skuli hjálpa fólki. Ásthildur, þú spyrð hvort fæðing og dauði skipti ekki mestu máli. Svar mitt er nei, því ég tel tímann þar á milli, sem sagt lífið sjálft, skipta mestu. Hitt er óhjákvæmilegt.
Mig langar hins vegar að velta frekar upp spurningunni; Hvernig líf aðstandenda sé eftir dauða ásvina. Söknuður, sorg og úrvinnsla á því er nokkuð sem ég tel í flestum tilfellum óumflýjanlegt. Hin hliðin sem mér hefur fundist skorta á í umræðunni hér, er hvernig unnið er úr erfðamálum sem geta ekki síður orðið erfið og skaðað sálina og samskipti fólks fyrir lífstíð. Vonandi ganga slík mál oftast vel, en þar sem sú er ekki raunin tel ég það ferli ekki síður erfitt en sjálfur ástvinamissirinn þó með öðrum hætti sé. Slík mál geta jafnvel skyggt á og truflað mikið það sorgarferli sem annars er nauðsynlegt að eigi sér stað. Þetta er amk reynsla mín á lífi mínu eftir dauðann, þ.e. dauða móður og stjúpföður. Slíkt tekur þó oftast enda og við getum snúið okkur að því sem gerist á milli fæðingar okkar og dauða, einmitt að lifa lífinu með góða minningu um látinn ástvin.
Þórður Vilberg Oddsson, 24.10.2009 kl. 17:18
Það er alveg rétt hjá þér Þórður að það hefur oft komið fyrir að heilu fjölskyldurnar sundrist út af erfðamálum. þess vegna ætti að vera algjörlega á hreinu í sem flestum tilfellum hver á að fá hvað og hvernig hlutirnir skiptast. best væri að gera erfðaskrá. Ég hef hugsað út í það, þar sem mín börn sitja ekki öll við sama borð. Til dæmis litli drengurinn sem við höfum tekið að okkur og við fengum ekki að ættleiða, heldur var okkur falin umsjón með honum til átján ára aldurs.
En það er von að þú með þessa afstöðu til lífsins viljir að þetta inn á milli, lífs og dauða skipti mestu máli. Ég aftur á móti segi ef ég hefði ekki fæðst, þá hefði ekkert verið þarna inn á milli. Og af því að ég fæddist, þá hlýt ég líka að deyja. Auðvitað skiptir svo máli hvernig ég haga lífi mínu meðan það varir. Það er svo mitt mál að vinna sem best úr því. Ég sagði við prestinn þegar við vorum að undirbúa jarðarförina, að jarðarförin væri hinsti dómur hvers manns um hvernig hefði tekist til. Ef margir koma og sakna þá hefur viðkomandi lifað skynsamlegu og góðu lífi. Þar sem fáir koma og jafnvel bara erfingjar, þá er eitthvað að. Þess vegna varð ég svo glöð yfir hve margir komu til að fylgja mínum syni alla leið. Elskulegt fólk sem lagði á sig að koma og kveðja hann. Og ekki bara það, heldur vildu allir gera allt sem hægt var að gera fyrir hann og okkur. Þeir sem sungu, bæði einsöngvarar og kórinn gáfu vinnu sína, og ljóðalesturinn var líka gefinn af góðum huga. Allir sem bökuðu og sáu um erfidrykkuna gáfu sína vinnu. Og allt vegna þess að Júlli minn átti sinn stað í hjörtum fólks. Hann fór með reisn þess sem skynjaði það sem skipti máli. Kærleikan og góðvildina og viljan til að gefa af sér.
Ég samhryggist þér innilega vegna dauða móður þinnar og stjúpa. Það er sárt að missa. Og það er sennilega hræðilegt ef svo bætist ofan á ósætti og hörmungar þar á ofan. Og það hlýtur líka að vera erfitt að geta ekki trúað því að maður eigi eftir að hitta ástvini sína aftur. Þú átt ef til vill eftir að fá staðfestingu á slíku. Það gæti komið með auknum þroska minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2009 kl. 18:02
Þó ég þekki þig ekki nema af blogginu þá samhryggist þér innilega og veit að nú tekur við tómleiki nema þú eigir þess betri að. Ég get ekki bent þér á að annað en vera hugrökk fyrir aðra mín kæra.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.10.2009 kl. 18:29
Takk fyrir þetta Tara mín. Ég á sem betur fer marga góða að, og vona að ég njóti ástvina minna á þessum erfiðu tímum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2009 kl. 18:51
Ég er alveg viss um það kæra Ásthildur, enda ertu gegnumsneitt þannig persóna, ég dáist að þér.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.10.2009 kl. 18:56
Er með þér í huganum oft á dag, Ásthildur mín. Sterk kona með yndislegt hjartalag, það ert þú
, 25.10.2009 kl. 00:43
Thu ert einstok kona Asthildur ekki bara thu heldur oll thin fjolskylda.Eg er buin ad vera tolvulaus i nokkrar vikur thannig ad eg var nu bara ad lesa oll brefin thin og eg gat ekki annad en tarast.Saga sonars thins + bloggid thitt orugglega getid gert kraftaverk til ad adstoda odru folki,hjartans kvedjur og thakkir fyrir ad deila thessu ollu fyrir okkur her a blogginu.
Ásta Björk Solis, 25.10.2009 kl. 03:11
Hér sé guð! Þannig ávarpaði gestkomandi á Íslandi fyrir langa-löngu,þá sem hann heimsótti,guðaði á glugga,sem ég geri á þessum glugga þínum góða kona. Ég hef ekki hætt mér í rökræður um trú hérna á blogginu,síðan ég fékk þvílíkar ákúrur fyrir,ath.semd um að bæn ætti að vera heit, full af kærleika. Ég fékk heila síðu af skömmum að ég væri hræsnari.Ég var þá óreynd hér langaði að spjalla. (Tilraun var gerð til að sanna eða afsanna að bænir gerðu sjúlingum ekkert gagn),ég hélt áfram að spjalla um þetta held viðkomandi hafi síðan sæst við mig. Ég hef eins svo margir sveiflast til og frá í trú á framhaldslíf,samt hugsar maður um liðna ástvini eins og þeir séu einhversstaðar í annari vídd. Ég var aðeins 7 ára þegar ég upplifði dauða ástvinar fyrst, horfði á fósturmóður mína deyja,(mundi ekki eftir annari mömmu þá). Síðustu orð hennar voru til mín "ekki gráta Helga mín mömmu batnar bráðum". Sonur minn Júlíus heitir eftir henni. Hér er ég afþví að þú sendir mér hjartamerki,við seinasta bloggi mínu,það þýðir að þú skyldir það.Þá leit ég hér inn og hef dvalið hér dágóðan tíma. Manneskjur eins og þú,með breiðan faðm, stórt hjarta og staðfasta trú,gerir lífið bærilegra,þrátt fyrir sára reynslu.
Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2009 kl. 04:16
Takk fyrir elsku ljúfa......


Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2009 kl. 06:02
Takk fyrir allar
Takk Tara mín.
Takk Dagný mín.
Takk Ásta mín.
Takk Helga mín. Málið er að fólk hefur oft sterkar tilfinningar til trúar. Og margir gera kröfur um að trú eigi að vera svona eða hinsegin. þegar allt sem hrærist inn í manni hlýtur að koma frá mannai sjálfum og þeirri vitneskju sem maður býr yfir. Því sem maður hleypir inn í hjarta sitt og geymir. þess vegna er enginn rétt trú til, eða að einhver einn hafi meiri rétt á trú en annar. Við erum öll jöfn og eigum að fá að vera í friði með það sem við viljum elskuleg mín. Vertu velkomin hingað inn og ég vona að þér líði vel. Þegar öðrum líður vel hjá mér, þá líður mér ennþá betur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2009 kl. 10:28
Ekkert raus mín kæra.... lesning sem fær mann til að staldra við. Bestu kveðjur héðan, allt gengur vel á mínum bæ
Knús í Kúlu 
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:13
Mikið er gott að heyra það Beta mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2009 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.