22.10.2009 | 23:16
Smá mömmó.
ég má ekki gleyma mömmunni út í Svíþjóð og ættingjunum á Hellu. Hér koma nokkrar myndir af gleðigjöfunum mínum.
Fyrst ein mynd af Brandi fyrir Jóhann.
Það er mikið föndrað og litað á þessu heimili.
Skottan frekar lystarlaus aldrei slíku vant.
Fiktarass.
Amma taktu mynd!
Þetta heitir að teygja sig.
Hanna Sól vill fá krullur, hún ætlar að vera með flétturnar í þrjá daga, segir hún.
Voða fín.
Prakkarinn okkar.
Og ljúflingurinn.
Uppáhaldsstaðurinn hennar.
En nú ætla ég að fara að leggja mig. Vonandi sef ég lengur þessa nótt. Ég ætla allavega að leggjast með öll hlýju orðin og faðmlögin ykkar og láta þau vagga mér í svefninn.
Mikið á ég gott að eiga svona marga yndislega vini og fólk sem hugsar til mín. Og ég er óendanlega þakklát fyrir það. Það hjálpar mér svo sannarlega. Þúsund þakkir fyrir mig og eigið góða nótt og fagra drauma.
Knús elsku Bára mín til þín.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2022938
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásthildur mín
Guð gefi þér góða nótt
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.10.2009 kl. 23:20
Vona innilega að þú fáir góða nótt.
en það er líka ómetanlegt að hafa svona fólk í kringum sig til að halda veröldinni á réttum kili.Börnin sjá til að lífið haldi áfram. Sendi þér stórt knús og bjartar glaðar hugsanir þú átt það svo skilið. <góða nótt dúllan mín.
Dísa (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 23:30
Þakka þér kærlega fyrir myndina af Brandi það er greinilegt að hann hefur það mjöööög gott. Alltaf skemmtilegar myndirnar þínar úr kúlunni. Guð gefi ykkur öllum góða nótt.
Jóhann Elíasson, 22.10.2009 kl. 23:47
Skemmtilegar myndir. Stelpurnar eru greinilega flottar fyrirsætur. Brandur er flottur köttur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2009 kl. 00:53
Í huganum ætla ég að sitja hjá þér í nótt, reyna að stuðla að því að þú hvílist...
Góða nótt vina mín
Ragnheiður , 23.10.2009 kl. 01:01
Yndislegar eru þær alltaf litlu prinssessurnar þínar Ásthildur, og ég veit að þær veita ykkur einlæga og óeigingjarna gleði á þeirri sorgargöngu sem þið fjölskyldan í Kúlunni gangið í gegnum á þessum nöpru haustmánuðum. -
Ég hef ekki lengi verið hér á blogginu, og nú þegar ég heimsæki síðuna þína mín kæra bloggvinkona sé ég hvílíkar hörmungar þú hefur verið að ganga í gegnum.
- Ég vildi að ég ætti nógu stór og sterk orð til að sefa sorg þína, en orð mín eru svo vanmáttug, og lítils megnug, því miður.
- Ég votta þér og fjölskyldu þinni innilega samúð mína.
- Mér finnst einhvernveginn ég vera farin að þekkja Kúlufjölskylduna og Júlla son þinn, í gegnum bloggið þitt og myndirnar af honum, sonum hans, og ekki síst myndunum af listaverkum hans. Það sem fyrst vakti athygli mína var fegurð augna hans og fallegi koparrauði háraliturinn, sem strákarnir hans hafa erft, og ég hef alloft dáðst að í athugasemdum mínum á blogginu þínu.
En núna eftir að ég hef setið hér í kvöld og lesið öll bloggin sem þú hefur skrifað eftir lát fallega drengsins þíns, þá finnst mér einhvernveginn að svo hafi verið með Júlla, eins og marga mikla listamenn, að næmi hans hafi verið óvenju mikið. Hann hafi verið mikil tilfinningavera, sem fékk útrás í sköpuninni. Að hann hafi sífellt verið tilbúinn að hjálpa öllum, gefa allt frá sér fyrir aðra, því hann mátti ekkert aumt sjá. Og að hann hafi leitað í náttúruna eftir orku og frelsi. Og að hann hafi ekki haft þann skráp, eða skel utanum sig sem "allir venjulegir menn og konur" koma sér upp til að lifa af, en glata þá um leið hæfninni til að elska og njóta, þá gat hann ekki varið sig. - Hann var ein kvika, ein opin kvika. - Þannig tók hann inn á sig vanlíðan umhverfisins jafnt sem gleðina í kringum hann, einsog algengt er að miklir og góðir listamenn geri. Og afþví að hann hafði engan skráp, eða skel, þá gat hann ekki varið sig gegn illskunni sem tröllriðið hefur samfélagi okkar síðustu tuttugu árin eða svo.
Hann gaf og gaf, ást, væntumþykju og sköpun til allra jafnt hárra sem lágra. Og það sem hjálpaði honum, eða sú manneskja, sem nærði hann, og gaf honum sköpunarkraftinn, göfuglyndið og gjafmildina, var sú sama kona sem gaf honum lífið.
Hann var heppinn að eiga þig sem móður Ásthildur, þú ert alveg mögnuð kona, og ég segi það hreint út að hætt er við að ef þín hefði ekki notið við hefði hann ekki lifað það, að eignast þessa tvo dásamlega fallegu syni. Megi allar góðar vættir vaka yfir þeim og vernda þig Ásthildur, í nótt og um alla framtíð. Kær kveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.10.2009 kl. 02:17
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.10.2009 kl. 05:28
Innilega takk öll. Þið eruð frábær.
Já Jóhann minn Brandur lifir eins og kóngur í ríki sínu.
Ragnheiður mín ég svaf óvenjulega vel í nótt.
Elsku Lilja mín innilega takk fyrir þessa hugvekju. Þetta er svo fallegt og ljúft. Ég er djúpt hrærð yfir orðum þínum. Ljúflingurinn minn var vissulega eins og þú lýsir honum, enda þekkir þú vel til listamanna og næmni þeirra, þar sem þú ert ein af þeim.
Næmnin þarf að vera til staðar til að geta gefið af sér. Og þessi næmni er einmitt líka akkilesarhæll listamannsins, sem oft gerir honum erfitt að vera í samfélaginu. Því eins og þú lýsir svo réttilega, þá tekur opinn hugur við öllu sem hrærist í kring um þá. Bæði það góða og það slæma. Þess vegna finnst mér svo gott að skynja allan hlýhug til okkar á þessum erfiðu tímum. Og það sem kom mér mest á óvart er að svo virðist sem allur Ísafjörður sé meðvirkur, fólkið í bænum fylgir okkur alla leið. Það hefur eitthvað stórkostlegt gerst sem ég get ekki útskýrt. En er afskaplega þakklát fyrir. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2009 kl. 08:34
Mikið eru þær yndislegar ömmustelpurnar þínar hér
Mér finnst hún líka falleg færslan hennar Lilju Guðrúnar og svarið þitt við henni Ásthildur. Ég hef sagt það áður að ég þekkti Júlla þinn ekki persónulega, hitti hann bara einu sinni nú í sumar en fékk á þeirri stuttu stund svo sterka tilfinningu fyrir honum sem kemur svo vel heim og saman við það sem Lilja Guðrún segir hér að ofan. Ég tek líka heils hugar undir það sem hún segir um þig sem móður hans. 
IGG , 23.10.2009 kl. 10:22
Takk elsku Ingibjörg mín. Innilega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2009 kl. 10:54
Þær eru algjör draumur þessar yndislegu prinsessur þínar, gleðigjafarnir
Það er alltaf svo gaman að sjá blogg um þær. Skemmtilegir fjörkálfar og væntumþykjan í orðunum þínum gefur okkur öllum svo gott sem lesa bloggið þitt.
Ég verð að nefna líka hvað þau eru falleg orðin hennar Lilju Guðrúnar fyrir ofan og ég er þeim svo innilega sammála. Mér finnst hún hafi sett í orð það sem við svo mörg hugsum yfir blogginu þínu.
Mér finnst hann Brandur algjört krútt, ég veit ekki hvort má segja svoleiðis um svona töffara en mér finnst það bara samt. Hann minnir mig á "Blörra" sem heimsækir læðurnar mínar reglulega ....
Knús og kærleikur til þín og ykkar elsku Ásthildur
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.10.2009 kl. 12:12
Takk Ragnhildur mín.
Þið eruð mér svo góð öll sömul.
Og Brandur er eðalköttur og töffari. Knús og takk
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2009 kl. 16:05
Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2009 kl. 16:41
Knús Ásdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2009 kl. 16:59
ELSKU ÁSTHILDUR MÍN ,MÍN KÆRA BLOGGVINKONA . MÉR VERÐUR ORÐFÁTT .ÉG FÉKK EKKI GÓÐAR FRÉTTIR,OG SATT AÐ SEGJA ER ÉG EKKI BÚINN AÐ ÁTTA MIG ENNÞÁ Á ÞVÍ . ÉG VAR BÚINN AÐ SKRIFA ÞÉR GREYN ,EN HÚN TÍNDIST EINHVERNSTAÐAR Í KERFINU EÐA MÍNUM KLAUFASKAP JÁ VINA MÍN ÞAÐ ER ALLTAF ERVITT ÞEGAR SVONA ÁFÖLL DYNJA YFIR ,OG OFT HUGSAR MAÐUR ÞAÐ GERIST EKKERT SVONA HJÁ MÉR .EN ENGINN VEIT HVER ER NÆSTUR .EITT ER VÍST ,VIÐ FÆÐUMST TIL AÐ DEYJA,EINS OG SRGIR I LJÓÐINU HANNS VILLA VILLA "ÞVÍ EITT SINN VERÐA ALLIR MENN AÐ DEYJA. ÞESSAR LJÓÐLÍNUR ERU RITAÐAR Á LEGSTEININN HANS VILLA VINAR OKKAR VILL ,ÉG FER OFR AÐ LEGSREINI HANS ÞÓ AÐ ÉG ÞEKKI HANN EKKERT ,NEMA ÞÁ ÁNÆJU SEM HANN FLUTTI MÉR OG FLEYRUM .ÞARNA SJÁUM VIÐ HVAÐ ÞEYR SEM ERU FARNIR HÉÐAN AF ÞESSARI JÖRÐU GETA GEFIÐ OKKUR ,MARGRA ÁRA HÝJU OG GÓÐAR TILFINNINGAR .MÉR DATT ÞETTA BARA SVONA Í HUG ÁSTHILDUR MÍN .ÞINN ELSKULEGI DRENGUR ,SEM NÚ ER FALLIN FRÁ ,ÞEYR SEM FARNIR ERU HÉÐAN ,ERU ENNÞÁ MEÐ OKKUR Í SÁLUM OKKAR .OG ÞÓ OFT HAFI KOMIÐ ERFVIÐIR TÍMAR ÞÁ GLEYMAST ÞEYR FURÐU FLJÓTT EN ÞESSAR LJÚFU OG ELSKULEGU MYNNINGAR SEM VIÐ VILLJUM EIGA ÞÆR EIGUM VIÐ ÓSKYPTAR .VIÐ VERÐUM AÐ REYNA AÐ NOTA.ÞAÐ ERU SVO MARGIR MEÐ BÓMULLAR HNOÐRANA ,VÆNTUMM ÞYKJUNNA OG HLÝUORÐIN OG EKKI GLEYMA ÞEYM SEM GEFA MANNI KNÚS AF HREINNI EINLÆGGNI. ELSKU ÁSHILDUR MÍN .ÞETTA ER ALLTAF ERVITT AÐ SKRIFA SVONA GREYN ,MAÐUR VILL BÆÐI REYNA AÐ HRESSA FÓLK VIÐ ,OG LÍKA AÐ SÝNA ÞEYM UMMHYGGJU OG HLÝJU ,SEM ÉG Á NÚ NÓ AF ,EN ÉG VALDI NÚ ÞESSA LEI.GUÐ BLESSI ÞIG ALLTAF ÁSTHILDUR MÍN ,ÉG VEIT AÐ ÞESSI ORÐ ERU FÁTÆKLEG ,EN ÞAU FYLGJA ,GUÐ BLESSI FJÖLSKYLDU ÞÍNA ALLA OG ÞIG OG BIÐ ÉG ALGÓÐAN GUÐ AÐ UMVEFJA YKKUR SÍNUM LÍKNANDI OG HUGGANDI HÖNDUM .Í GUÐS FRIÐI . HILMAR SÆBERG (DRENGUR GÓÐUR).
Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 26.10.2009 kl. 07:51
Takk minn kæri Hilmar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2009 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.