Úr DV í dag. Viðtal við Mumma í Götusmiðjunni.

ég keypti DV í dag og las þar viðtal við Guðmund í Götusmiðjunni.  þar sem viðtal hans er eins og út úr mínu hjarta talað.  Þá ætla ég að setja það hér inn.  Sýnir svo ekki verður um villst að ekkert hefur breyst þessi yfir 20 ár.

 

Íslensk yfirvöld hafa engan áhuga á að hjálpa fíklum á Íslandi. Að sögn Guðmundar Týs Þórarinssonar hjá Götusmiðjunni.  Hann segir marga krakka enda á götunni vegna skeytingarleysis embættirmanna.  Ef skorið verður niður hjá Guðmundi um áramótin gæti hann þurft að loka Götusmiðjunni.   Ungir fíklar á flæðiskeri.  “Við höfum jarðar mörg ungmennin í gegnum árin og það er ekkert lát á því” 

Kerfið bregst þessum  krökkum kerfisbundið. Ég segi stundum Breiðavík hvað?  Ofbeldið er núna komið meira í hendurnar á embættismönnum sem eru steinsonfandi og hafa lítinn áhuga á málaflokknum. Við höfum jarðað mörg ungmennin í gegnum árin og það er ekkert lát á því.” Segir Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunn.

  

Útskrifuð á götuna.

  

Götusmiðjan er sérhæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum fimmtán til tuttugu.  Þangað sækja einna helst einstaklingar sem glíma við vímuefnafíkn og hafa brotið af sér. DV fjallaði um andlát Lísu Arnardóttur, 21 árs fíkniefnafíkils, um síðustu helgi. Móðir hennar er handviss um að dauðsfall hennar sé sakamál en lögreglan mun ekki rannsaka það.  Lísa var hjá Mumma í Götusmiðjunni um tíma en hann getur ekki tjáð sig um mál hennar þar sem hann er bundinn trúnaði.

 

Hann segir að yfirvöld hafi lítinn sem engan áhuga á ungmennum sem heyja baráttu upp á líf og dauða við fíkniefnadjöfulijnn.

 

“Kerfið hefur engan áhuga á þessum krökkum.  Embættismenn sem eiga að fylgja eftir lögboðnum skyldum sínum og sveitarfélögin sem fela sig alltaf í umræðunni.  Allir horfa á félagsmálaráðherra og ríkið en sveitarfélögin eiga til dæmis að annast krakkana eftir meðferð.  Við höfum útskrifað hér krakka beint út á götuna í orðsins fyllstu merkingu því við komum þeim ekki í hús.

  

Ættu að skammast sín.

  

Mummi segir að yfirvöld skipti sér ekki af krökkum þegar þau ná átján ára aldri.

“Ofbeldið fer nú fram í IKEA húsgöngum á einhverjum skrifstofum.  Þetta er bara skeytingarleysi, áhugaleysi og við horfum á eftir börnunum okkar verða átján ára og daginn sem þau verða átján ára fríar kerfið sig algjörlega ábyrgð.  Kerfið bregst þessum krökkum því stór hluti þessara krakka kemur frá ofboðslega brotnum fjölskyldum og á enga stuðningsmenn. Kerfið dæmir þessa krakka til dauða.”

 

Mummi segist hafa barist fyrir tilvist Götusmiðjunnar í tólf ár og vera enn að berjast.  Hann rekst alltaf á vegg.

“Það hvíslaði einu sinni að mér ákveðin embættismaður í sveitarfélagi í bakherbergi úti á landi; “þau hrökklast bara í bæinn þannig að ég þarf ekki að skipta mér af þesu”.  Þetta er raunveruleikinn.  Sveitarfélögin mörg ættu að skammast sín.

  

Gæti orði gjaldþrota.

 

 

Nú gætir mikils niðurskurðar í þjóðfélaginu og bíður Mummi eftir því að fá upplýsingar um hvort skorið verður niður hjá honum. Ef sú verður raunin gæti hann þurft að leggja upp laupana.

“ég er með þjónustusamning við ríkið um þráttán rými af tuttugu. Ég hef reddað ansi miklu sjálfur og það er að verða ansi erfiður róður, því við stóluðum á velviljuð fyrirtæki sem hjálpuðu okkur að brúa mismuninn.  Nú er það horfið því það eru engir peningar í umferð.  Ef það er eitthvað skorið niður hjá mér sem  skiptir máli þá efast ég um að ég lifi það af. Þá verð égbara gjaldþrota eins og þorri þjóðarinnar er að verða.  Það eru tveir og hálfur mánuður til áramóta þegar þjónustusamningurinn rennur út. Þá fer ég inn í óvissuástand. Ég veit  ekkert hvað gerist. Þessi málaflokkur var í klessu, er í klessu og á eftir að vera í miklu meiri klessu því það er niðurskurður á öllum sviðum, “ Segir Mummi. Hann segist  enn fremur sinna vinnu langt út fyrir þjónustusamninginn með því að sækja um skóla fyrir krakkana og útvega þeim vinnu og húsnæði. 

 

Kostnaðarsamt götulíf.

Mikið hefur verið talaði um að úrræði fyrir fíkla séu kostnaðarsöm.  “Hvað heldurðu að þessir krakkar kosti úti á götu?  Þeir kosta hundruð þúsunda á viku per einstakling í afbrotum, löggæslu og skjúkrakostnað”.  Segir Mummi.  

Mummi__Gtusmijunni_____jpg_550x400_q95

Ég vil bæta við þetta. 

Ætla yfirvöld virkilega að láta það gerast að úrræðin sem þó eru fyrir hendi hverfi og neyðin verði þannig ennþá alvarlegri og stærri.

Hér þarf virkilega að taka til hendi og við verðum að taka höndum saman um að leyfa kerfinu ekki að draga lengur að gera eitthvað í málefnum fíkla á Íslandi í dag árið 2009.

Ég skora á alla þá sem geta haft áhrif með einhverjum hætti að láta í sér heyra um þessi mál og þrýsta á stjórnvöld um að í þessum málaflokki ER EKKI HÆGT AÐ SKERA NIÐUR.  FRAMLÖG OG ÚRRÆÐI HAFA VERIÐ SKAMMARLEGA LÁG OG STJÓRVÖLDUM TIL HÁBORINNAR SKAMMAR.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég las þetta viðtal og veit að hvert hans orð er satt og engu viðaukið. Vildi óska að menn (ríkið)sæu sóma sinn í að reka þetta af fullu viti og heiðarleika. Kær kveðja til þín elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Mummi segir satt,þessi duglegi strákur,ég(við) og hans fjölskylda bjuggum í sama húsi við Bergstaðastræti,þegar hann var ponni.           Vona svo sannarlega að honum leggist eitthvað  til svo hann geti haldið áfram,sínu mikilvæga  og góða  starfi.

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2009 kl. 00:12

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hef alltaf dáðst að elju Mumma og þið gætuð sennilega lyft grettistaki ef þið tækjuð ykkur saman þú og hann

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2009 kl. 00:57

4 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Ég þekki þessi mál vel þar sem ég á eitt öðruvísi barn.

Hann hefur alla sína tíð gert skandala.

Vegna þessa skandala þá þarf hann að berjast við fordóma hvernig hann var áður fyrr en hann er fínn í dag að ég held.

Mjög myndalegur drengur sem á mjög erfitt vegna fordóma þjóðfélagsins.  Hann var látin hætta í vinnu þar sem gömlu félagarnir voru að senda honum sms skeyti og heimsækja hann í vinnuna sem hann gat ekkert að gert enda staðið sig vel í sínum málum.

Það er hrikaleg vinna að vernda börnin okkar til að gera þau af mönnum.  Drengurinn minn er búinn að standa sig vel og er heima hjá sér á hverju kvöldi og vill sína það okkur foreldrum að hann vill gera allt til þess að verða að manni.  Fordómar misvitra íslendinga sem hugsa um hvernig þessir drengir voru áður fyrr eyðileggur þeirra viðkvæmu sálir.

Það er erfitt að sjá þegar ungt efnilegt fólk verður stimplað af samfélaginu og ungir einstaklingar sem vilja rata á rétta braut verða síðan eyðilögð vegna fordóma misvitra og fjandsemi kalla og kellinga.

Það virðist vera þannnig að þegar þú ert stimplaður af þjóðfélaginu sem er ekki þóknanlegt samfélaginu þá ert þú stimplaður ævilangt og átt þér ekki viðreisnarvon,

Ég tel að þjóðfélagið sé jafnvel fjandsamlegra þeim sem hafa prófað óæskilegt efni en þeim sem eru kynferðisafbrotamenn.  Svona er landið okkar helsjúkt um þessar mundir og fordómar gagnvart ungum öðruvísi börnum eða unglingum algjörir um þessar mundir.

Það er kannski kominn tími til að stofna samtök um þessi öðruvísi börn okkar til að styðja þau í því að rata á rétta braut þar sem þjóðfélagið býr við þessa hrikalegu fordóma gagnvart þeim.

Það verður hrikalegt ef mummi í götusmiðjunni verður látinn hætta sínu gjöfuga starfi.

Er það kanski rétt sem Gunnar Tómasson segir að líklegast mun íslenska þjóðin fara í greiðsluþrot.

Hafðu það sem best Ásthildur mín.

Árelíus Örn Þórðarson, 21.10.2009 kl. 05:26

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hrikalegt ástand...

Jónína Dúadóttir, 21.10.2009 kl. 08:03

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásthildur mín fyrir að birta þetta viðtal, ég kaupi nefnilega ekki DV.
Allt sem Mummi er að segja er rétt, þeir sem ekki þekkja til þessara mála, en ættu að setja sig inn í þau, er bara slétt sama og fólk sem maður talar við um mál fíkla eru bara eins og innan úr kú, ga, ga, og hafa engan áhuga.

Það sem er að fara með þetta þjóðfélag eru fordómar=hroki, siðleysi= lítilsvirðing
Jú hroki fólks eru fordóma, að lítilsvirða er siðleysi.
Engin vaknar af þyrnirósasvefninum fyrr en hann lendir í þessu sjálfur.

Kærleikskveðjur í kúluna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2009 kl. 08:07

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Frábært vidtal vid Mumma.

Vonandi vekur tetta upp skildur rádamanna tjódarinnar ad taka til hendinni og Mummi yrdi betri en enginn ad stjórna tví verkefni.

Hjartanskvedjur til ykkar

Gudrún Hauksdótttir, 21.10.2009 kl. 09:06

8 identicon

Takk fyrir að birta þetta. Mummi og skjólstæðingar hans eiga svo sannarlega stuðning skilinn.

Það er sumt sem einfaldlega ekki er hægt að skera niður, vegna þess að kostnaðurinn einfaldlega margfaldast annarstaðar í kerfinu. Svo ekki sé nú minnst á þá skömm að ríkið hefur einfaldlega, og ekki síður í góðærinu, hundsað þennan málaflokk.

Í gegn um tíðina hafa yfirvöld getað falið "Skítugu börnin sín" hjá Mumma, og fleirum. Hvað ætla þau að gera ef þessi hópur lendir á götunni? Hópur sem vænta má að verði aldrei stærri heldur en nú þegar kreppa herjar á allar fjölskyldur. Ó öryggi, atvinnuleysi, Svínaflensa og niðurskurður í skólakerfinu svo eitthvað sé nefnt. Það væri ekki þessari stjórn til sóma.

Ef að Mummi verður með engil Götusmiðjunnar til sölu þessi Jól, hvet ég alla til að taka vel á móti þeim englum. Eða styðja Götusmiðjuna á annan hátt.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:34

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Já svo sannarlega skulum við halda merkjum þeirra á lofti sem berjast fyrir okkar öðruvísi börn.  Þetta einfaldlega gendur ekki lengur.  Við þurfum að hafa hátt svo ráðamenn heyri og breyti um aðferðir.  Setji pressu á kerfiskarlana um að ALLIR Íslendingar séu flokkaðir undir stjórnarskrána, ekki bara sumir.  Við eigum öll rétt á því að vera meðhöndluð með virðingu og fá þá aðstoð sem okkur ber.

Þetta er ekkert flókið ef menn hafa vilja og nennu til.  Segist þessi ríkisstjórn ekki vera VELFERÐARSTJÓRN?

Kallar Samfylkingin sig ekki Jafnaðarmannaflokk Íslands?  Hvað felst í orðinu Jafnaðarmaður ?  Jú að allir eigi að vera jafn réttháir í samfélaginu.  Hvernig er þá hægt að líta fram hjá sístækkandi hópi fíkla og dæma þá nánast til dauða?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2009 kl. 11:12

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er talað hér og reyndar annarsstaðar einnig, um öðruvísi börn, eitthvað væri það nú skrítið ef við værum öll eins.
Ég á bróðir sem segir að fólk þurfi bara misjafna umhugsun, kennslu, tíma og sumir þurfa miklu meiri ást en aðrir, þetta á einnig við um þá sem við þurfum að hjálpa upp úr þeim öldudal sem þeir lenda í.
Engin ætlar sér að fara út fyrir ramman sem hverjum og einum er ætlað að vera í, sumum tekst það með ágætum, en aðrir detta í öldudalinn, þá verðum við að grípa inn í.
Takið eftir að ég tala um ramman sem okkur er ætlað að vera í, hver býr til rammann og ef hann væri ekki svona fast mótaður þá væru vandamálin minni.
Þetta er mín skoðun.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2009 kl. 11:31

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg rétt hjá þér Milla mín, ramminn er til staðar og ekki gerður af hverjum og einum.  Heldur samfélaginu í heild og yfirleitt of þröngt skorin.  Svo upphefst vandlæting hinna heilögu sem eru þar fyrir innan.  Þess vegna er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir að ramminn er rýmri en menn ætla.  Og þar á að rúmast svo miklu meira en gerist í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2009 kl. 11:58

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan engin hefur leifi til að smíða ramman eftir sínu höfði.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2009 kl. 12:53

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég er algjörlega sammála því elsku Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2009 kl. 13:00

14 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

            ÁSTHILDUR MÍN , MÉR FINNST ÞETTA FRAMM TAK HJÁ ÞÉR ALLVEG FRÁBÆRT .ÉG HEF EKKI HEYRT MINNST Á GÖTUSMIÐJUNNA EÐA ÓSÉR HLÝFINN STÖRF HANNS GUMMA Í GÖTUDMIÐJUNNI .HVAÐ ÆTLI ÞAÐ SÉU MÖRG BÖRN OG UNGLINGAR ,OG FJÖLSKYLDUR ÞEYRRA ,HAFI FENGIÐ BETRA BARN EÐA UNGLING ,EFTIR DVÖL HJÁ GUMMA Í GÖTU SMIÐJUNNI ÞAU ERU ÖRUGLEGA  MÖRG SEM HAFA SNÚIÐ VIÐ BLAÐINU ,MEÐ AÐSTOÐ HJÁ GUMMA OG HANS FÓLKI,GANGI YKKUR ALLT Í HAGINN .ÉG HEF ALLTAF REYNT AÐ FYLGJAST MEÐ YKKAR STARFI  OG, FINNST ÞETTA STARF ,ÓMETANLEGT.ÉG HVET YKKUR AÐ BERJAST ÁFRAMM.  
ÉG LENTI PERSÓNULEGA Í ÞVÍ AÐ FÓSTUR SONUR MINN ÞURFTI AÐ LEITA SÉR AÐSTUÐAR ,HANN FÓR,ENN TOLDI EKKI BLESSAÐUR ,OG FÓR ÚT Í NEYSLU AFTUR  SÍÐAN FÓR, HANN Í HLAÐGERÐARKOT SÍÐAN HEFUR ALLT GENGUÐ ÞOKKALEGA OG ER ÉG AL SÆLL AÐ SJÁ AÐ HONUM LÍÐUR BETUR OG UTLIT HANNS HEFUR STÓR BREIST TIL BATTNAÐAR .ÞARNA SJÁUM VIÐ ,ÞÓ AÐ ÞETTA BRÖLT Í FÓSTURSYNI MÍMUN HAFI EKKI GENGIÐ ,ÞÁ BYRJAÐI ÞETTA ALLT HJÁ GÖTU SMIÐJUNNI ,ÞANNIG AÐ VIÐ SJÁUM AÐ ÞETTA VIRKAR , ÞAÐ ER GÖTUSMIÐJUNNI AÐ ÞAKKA AÐ HANN SÁ AÐ ÞAÐ VARTIL ANNAÐ LÍF SKEMMTILEGRA OG MEÐ MEIRI FYLLINGU .ÉG ÞAKKA ÁSTHILDUR MÍN AÐ BENDA MÉR Á ÞESSA GREINÍ D.V ,ÉG KAUPI EKKI D.V OG ÞESS VEGNA HEFÐI ÞETTA FARIÐ FRAMM HJÁ MÉR .ÉG TEL MIG ÞEKKJA ALLA FLÓRUNA Í SAMBANDI VIÐ FÁRVEIKT FÓLK ,VEGNA LÆKNA DÓPS ÁFENGI OG EYTURLIF ,ALLT SEM HÆGT ER AÐ KOMA SÉR Í VÍMU ,SVEPPI SNIFF OG SVONA GETUM VIÐ LENGI HALDIÐ ÁFRAM. ÞETTA ER ORÐIÐ ALLT OF ALLT OF LANGT ,ÉG GET EKKI HÆTT ÞEGAR ÞESSI MÁL BER Á GÓMA ,ÉG ÆTLA BARA AÐ VONA AÐ ÞEYR RÍKU EÐA HAFA FÉ MILLI HANDANNA GERI EITTHVAÐ AF VITI ,SÖMULEIÐIS RÍKISSTJÓRNAR,OMINDIN OKKAR ,É VEIT EKKI TIL HVERS HÚN ER ,KANSKI AF GÖMMLUM VANA .ÉG HVET ALLA TIL AÐ STYRKJA ÞETTA FRÁBÆRA OG ÓSÉRHLÍFNA STARF,ÞETTA ER ERVITT ,OG ÉG GÆTI TRÚAР AÐ MARGIR SÉU ÞREYTTIR ÞEGAR LAGST ER Á KODDAN Á KVÖLDIN.  GUÐ BLESSI GÖTUSMIÐJUNA ,GUMMA OG ALLA ÞÁ SEM ÞAR KOMA AÐ MÁLI ,EF EINGLARNIR  VERÐA SELDIR ,HVET ÉG OKKUR ÖLL AÐ KAUPA ÞÁ ,KAUPA BARA SVOLÍTIÐ ÓDÍRARI JÓLA GJÖF ,ÞETTA VÆRI EFTILVILL VÆRI ÞETTA VERÐMÆTASTA JÓLA GJÖFIN .BERJUMST FYRIR BÖRNIN OKKAR ,ÞAÐ VEIT ENGINN HVER VERÐUR NÆSTUR .(ÉG VAR AÐ HUGSA ,AÐ MEÐ LEYFI AÐSTANDEND VÆRI HÆGT AÐ MERKJA LEIÐI,EÐA KROSSA MEÐ EINHVERJU TÁKNI ,MÉR DETTUR Í HUG AÐ ÞEGAR AÐ FÓLK SÉR HVAÐ MARGIR ,BÆÐI UNGIR OG GAMMLIR DEYJA,OG VERÐA GEÐVEIKIR AF VÖLDUM EFNANA,EIÐA LÍFI SÍNU OG TAKA LÍF SITT VEGNA NOTTKUNNAR ,ÁFENGI EYTURLIFJA SNIFF OG ÖÐRUM VIMUGJÖFUM,EN ÞEI ERU MARGIR,ERU SSTÓR SKEMDIR Í ANDLITI OG HÖNDUM OG VIÐAR ,ÉG Á EINN GÓÐAN VIN SEM VAR AÐ SNIFFA ,SÍÐAN KVEIKTI HANN SÉR Í SÍGARETTU OG PUMM , HANN VAR ANDLITS LAUS OG ER BÚIÐ AÐ GERA MARGAR SÁRSAUKA MIKKLAR AÐGERÐIR ,HANN ER ÓÞEKKJANLEGUR Í DAG ,ÞESSI FALLEGI DRENGUR ,GUÐ BLESSI HANN OG HANNS FJÖLSKYLDU .)GUÐ BLESSI GUMMA OG GÖTU SMIÐJUNA OG ALLA SEM AÐ HENNI KOMA GUÐ BLESSI ÞAÐ UNGA FÓKL SEM ÞAR DVELUR ,ÓSK MÍN ER AÐ GÖTUSMIÐJAN LIFI OG STARFI ÁFRAM  ENS OG HÚN HEFUR GERT ,OG AÐ ÞAÐ STREIMI INN FJÁRMUNIR Í ÞETTA ÞARFA OG GÖFUGA STARF SÆM ÞAR FER FRAMM .HILMAR SÆBERG (DREGUR GÓÐUR).

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 21.10.2009 kl. 13:25

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er allt of algengt að lokað sé á gott framtak. Ég persónulega þekki dæmi um heimili þar sem verið var að aðstoða unga foreldra til að sinna börnum sínum,  bróðir minn var að vinna þar. Þetta var fólk sem kunni ekki einföldustu hluti í ummönnun barna sinna. Þessu heimili var lokað af fjárhagsaðstæðum. Unglingaheimili í Kópavogi var lokað, en þetta var eini staðurinn sem krakkarnir áttu samanstað, krakkar sem voru að ná sér út úr neyslu,  nemandi minn var að segja mér frá þessu.  Bergiðjan, þó af öðrum toga var verndaður vinnustaður fyrir geðfatlaða, þar þekkti ég mann sem gengur um atvinnulaus í dag... þetta eru bara nokkur dæmi sem ég þekki, það hljóta að vera fleiri. Hvað eru stjórnvöld að hugsa?? og er þetta hið "illa" sem stöðvar hið góða framtak eða hvað er þetta eiginlega??..

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.10.2009 kl. 19:28

16 identicon

Frábært viðtal við Mumma.... hann er snillingur með brennandi áhuga á sinni vinnu.... Minn fíkill hefur fengið mikla hjálp á Götusmiðjunni og Mummi er endalaust til staðar fyrir okkur ef eitthvað er, einstakur maður þar!

Hann talar  um úrræðaleysi eftir meðferð, að þurfa jafnvel að útskrifa börnin á götuna og hvað þau kosta þjóðfélagið þegar þau eru í neyslu. HVERNIG VÆRI AÐ BJÓÐA ÞINGMÖNNUM OG RÁÐHERRUM AÐ FYLGJA OKKUR OG OKKAR ÖÐRUVÍSI BÖRNUM Í BARÁTTUNNI. Ætli þeir hefðu áhuga á að sjá hvernig líf þetta er??... Ég stórefa að þeir hafi hugmynd um hvernig kerfið þeirra vinnur á móti öllu sem ráðlagt er í baráttunni... Það er hræsni á háu stigi að flokka fíkla sem annars flokks fólk, en það er því miður raunin.  Ég hef svo oft orðið reið í þessari baráttu, reið við kerfið. Þegar fíkillinn klárar meðferð, oftast eftir langa og mikla neyslu, á hann engan stað til að fara á, þá byrjar gangan milli stofnanna sem hver vísar á aðra... þar gefst einstaklingurinn oft upp ....  þá hefst hringrásin enn og aftur..... sorglegt en satt.

Kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið af virkum fíkli er gífurlegur..... og athugið að kostnaður vegna fárveikra aðstandanda er ekki lítill...... Fyrir mér er þetta dæmi svo einfalt, en ég er bara kona út í bæ. Ég vil ekki trúa því að ráðamenn þjóðarinnar ætli að kasta krónunni fyrir aurinn.....

Hvað getum við gert gott fólk ?? Við virðumst bara skipta máli á kosningadaginn.... arg... nú er ég aftur orðin reið!!

Ég er ekki að hugsa um icesave eða esb alla daga, hvort ég búi í íbúðinni eftir mánuð eða hvort ég endi á vanskilaskrá.... mér er slétt sama ....  en ég hugsa alla daga um hvort öðruvísi barnið mitt sé á lífi, hvort hún sé edrú og hvar hún geti fengið hjálp til að vinna í sínum bata þegar henni gengur vel.... Ég berst alla daga við sjálfa mig og aðra, ég ætla ekki að gefast upp þó brekkan að velferðarkerfinu sé brött...

Ég óska Mumma alls hins besta.... Götusmiðjan á stóran þátt í að skottið mitt er á lífi í dag !!

Höldum umræðunni gangandi gott fólk, munum að fíklar eru líka fólk !!!

Knús á þig elsku Ásthildur mín.... Takk fyrir að vera til, þú ert stórkostleg

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 23:38

17 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Hann Mummi hefur lyft Grettistaki í þessum málum og gert svo miklu meira heldur en hann hefur fengið kredit fyrir. Ég held að það væri bara góð hugmynd að við allir foreldrar í landinu tækjum höndum saman við að slá  skjaldborg utan börnin okkar hönd í hönd og veita hvort öðru alúð og stuðning. Þessi mál eru DAUÐANS alvara og við berum öll ábyrgð.

Hulda Haraldsdóttir, 22.10.2009 kl. 00:54

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mummi í götusmiðjunni hefur unnið þrekvirki undanfarin ár, það er honum að þakka að mörg börn hafa bjargast..  Honum persónulega, maðurinn er góður starfsmaður á eigin vegum.  Honum má þakka margt gott. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.10.2009 kl. 02:03

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég held að við þurfum að skoða þetta dæmi betur.  Hilmar Sæberg kveikti hjá mér hugmynd um Engla.  Ég þarf að hugsa það aðeins betur.  Ætla að setja eitthvað niður á blað um það fljótlega.  Þegar ég hef orku til.  Takk fyrir innlegginn ykkar öll.  Við skulum hafa Götusmiðjuna og Mumma með í hugsun okkar og bænum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2009 kl. 03:39

20 Smámynd: IGG

Takk fyrri að birta þetta hér Ásthildur, ég sá ekki blaðið. Mummi hefur sannarlega lagt mikið af mörkum í þessum málum. Vonandi fær hann að halda áfram með sitt góða starf.

IGG , 22.10.2009 kl. 11:13

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það bara verður að vera þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2022932

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband