20.10.2009 | 10:39
Nokkur ljóð.
Var að skoða pappírana mína og rakst þá á þessi ljóð mín. Set þau hér inn í gamni. Fyrsta er samið fyrir jól fyrir nokkrum árum.
Ég hugsa oft er herðir frost,
hel dimm nóttin nálgast oss
Með skammdegi og skugga
Er skylda okkar að hugga.
Þann sem ekki á neinn að.
einskis barn, við skiljum það
að þá er þörfin brýna
að þekkja vitjun sína.
Með kærleikann sem leiðarljós
Lifir best vor sálarrós.
það blómið blítt sem dafnar
og birtu andans safnar.
Allt sem innra áttu nú
elsku þína og von og trú
vert er gaum að gefa
grát og sorgir sefa.
Dreyfðu ást um byggð og ból
Þá bestu áttu gleði jól.
Gott er lífið sitt á því að byggja.
Að sá sem gefur öðrum, allt mun þiggja.
Ásthildur Cesil.
Þessar urðu til, þegar skotturnar mínar fóru með mömmu sinni í fyrra sumar til dvalar með henni fyrir sunnan.
Ég sakna þín barnið mitt blíða,
Með björtu augun þín skær.
Á röddina hjartnæmu að hlýða,
Og knúsa þig brjósti mér nær.
Að ræða um prinsessu pakka
Og pörin af ballettsins skóm.
Um daglegar þarfir, og þakka,
þegar þú færir mér blóm.
Á ömmu sín æ viltu hlýða .
upphugsar alskonar gjörð.
Fallega prinsessan fríða.
Fróm vil ég stand um þig vörð.
o0o
Prakkarinn litli sem lærir.
Og lætur mér líða svo vel.
Ákveðin hrund, sem að hrærir
hjartanu bljúga í mér.
Þú kannt að gleðja og gefa
Gott er að hlúa að þér.
Grátin þinn gjallandi sefa.
Gefa þér sálina úr mér.
Örmum mig víst er þú vefur
Vaktar og vilt ömmuskinn.
gæfuna mikla mér gefur.
gullmolinn yndæli minn.
Þessi fjallar um áhyggjur mínar af Júlla mínum þegar hann var langt niðri.
Í fegurð vestfirskra fjalla,
finn ei í sinninu ró.
Sálir í kvöldhúmið kalla
því komið er alveg nóg.
Af sársauka og svörtum dögum,
er sífellt þrengja sér inn.
Og mikið af svipuðum sögum
segjast þar sonur minn.
Sögur, er baráttan bitur
brýtur þrekið vort allt.
Af eitri sem allstaðar situr
hér öllum börnum falt.
Samt lifir nú vonar neisti
sem nærist, og þerrar mín tár.
Svo áfram ég trúi og treysti
að tíminn lækni öll sár.
Og þó að veik mín nú vonin
og virðist svo brjótanleg.
Þá samt ég vil fá þennan son minn.
á sigursins mjóa veg.
Ásthildur Cesil.
Þessi er bara tilraun til að gera eitthvað öðruvísi.
Íslandstungu, elska enn
orðin til mín ríma.
Fegurst sungu fornir menn
fram til okkar tíma.
Við meistaranna munablóm
mannsins hugur göfgast.
Þegar kanna þeirra dóm
þá mun listin höfgast.
Ásthildur 2005
Eigið góðan dag mín kæru og takk fyrir mig.


Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 10:40
Þér er margt til lista lagt, þetta er fallegur kveðskapur.
Jóhann Elíasson, 20.10.2009 kl. 10:51
Svo koma blessaðir vetragosarnir upp og manni líður skömminni skár.
Svo bætast við liljur svo túlípanar og þá er óðar komið vor.
Bjarni Kjartansson, 20.10.2009 kl. 11:00
Takk fyrir það Jóhann minn.
Knús Ragna mín
Já gamli vinur, vetrargosar og perluliljur, páskaliljur og vetrargosar gleðja þegar vorar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 12:08
Yndislegur kveðskapur, takk fyrir mig í dag
Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2009 kl. 14:34
, 20.10.2009 kl. 14:50
yndislegt
Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2009 kl. 14:56
Love you guys
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 17:23
Það er einmitt skylda okkar að hugga.Svo falleg ljóð
Ég hitti í minni vinnu þá sem þarfnast huggunar,á einn eða annan hátt.Það er ósköp ljúft að hugga þá og ekki minna gaman að gleðjast með þeim.Ég hef þau forréttindi að fá að gera hvoru tveggja
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 19:15
Helga Magnúsdóttir, 20.10.2009 kl. 19:58
Þetta finnst mér fallegt
Jónína Dúadóttir, 20.10.2009 kl. 21:00
Ásthildur mín svo sannarlega er þér margt til lista lagt. Virkilega falleg og vel kveðin ljóð.

IGG , 20.10.2009 kl. 21:06
Takk allar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.