19.10.2009 | 23:45
Aðstaða listamanns og nokkur orð.
Þegar elskulegar vinkonur mínar og Júlla fóru heim daginn eftir jarðarför, þær Sigrún og Áróra, komu þær við á vinnustað hans og fundu fisk og fleira. Áróra mín sagði, þið þurfið að fara niðureftir og huga að því sem þar kann að leynast.
Ég fór í dag. Það tók á svo sannarlega á að fara þar sem hann var að vinna og sjá alla steinana sem hann var búin að týna til að vinna með, fara inn í aðstöðuna sem hann hafði og finna þar ýmislegt. Ég var gjörsamlega búin á sálinni minni. Og ég er ennþá með grátin í kverkunum. Elsku barnið mitt. Þarna vann hann sín listaverk, og svo var annar staður sem ég heimsótti líka. Þann þriðja þurfti ég ekki að fara á, en það voru gróðurhúsin okkar þar var hann meiri partinn af vetrinum að gera fallegu listaverkin sín. Ó guð hvað þetta getur verið sárt.
Það er formlega búið að fara fram á að haldinn verði minningar sýning um hann á Ísfirskum Vetrarnóttum, núna í byrjun nóvember. Þar skal allt gert til að verði honum til sóma.
Þetta er gámurinn sem hann var að vinna í. Ekki nein súper aðstaða. En við gáfum honum svokallaða ljósavél í afmælisgjöf í vor. Svo hann gæti notað það sem þurfti til að skapa.
Hér er aðstaða númer tvö. Grunnur af gömlum hjalli frá pabba mínum. Hér vildi hann halda sýningu í sumar og hér vildi hann fá gáminn sinn.
En engum datt í hug að hann hefði svona lítinn tíma eftir. Ég hef reynt að vera rökrétt og ekki vera með samviskubit. En málið er að ég veit að ég hefði getað hvatt hann meira áfram og gert betur en ég gerði. En það er alltaf þetta EF ekki satt?
Honum verður sýndur sá sómi sem hann átti skilið, það skal ég sjá um. En fyrst og fremst gerði hann það sjálfur með því að vera frábær listamaður og hlý manneskja.
Á blaðsíðu 14 í minningum mínum skrifa ég þetta m.a.
Hvers vegna skrifa ég!
Ég hugsa að aðalmarkmiðið þess að festa þetta niður á blað sé að reyna að skrifa mig frá þessari reynslu og sársaukanum, reiðinni og öllu sem því fylgir. Koma þessari lífsreynslu út úr systeminu á mér. Ef þetta hins vegar kemur fyrir almenningssjónir er það vegna þess að mér hefur fundist að einhverjar hrjáðar sálir í svipuðum sporum gætu haft af þessu nokkra fró og huggun. Inn í þessum blöðum eru nokkur bréf sem sína hversu langt ég fór í örvæntingu minni og hjálparleysi í tilraunum til að reyna að bjarga leifunum af sundurtættu lífi heillar fjölskyldu.
En ég segi góða nótt og takk fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022841
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða nótt elsku vina.
Áður en Júlli lést þá hafði ég oft skoðað myndir af fiskunum hans og hafði hugsað mér að hafa samband við listamanninn og fá fiska í garðinn minn. En tíminn flaug burt og stundaglasið tæmdist...
Guð geymi Júlla og þig, alla sem elskuðu hann og það voru sko ekki fáir !
Ragnheiður , 19.10.2009 kl. 23:56
Takk Ragga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 00:02
IGG , 20.10.2009 kl. 00:46
Það er greinilegt að listamenn gera ekki miklar kröfur þegar kemur að aðstöðu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2009 kl. 01:12
Jónína Dúadóttir, 20.10.2009 kl. 05:55
Einmitt Jóna mín. Þeir una bara glaðir við sitt. Júlli minn elskaði að vinna við fiskana sína og blómin.
Takk Ragnheiður mín.
Takk allar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 08:30
Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2009 kl. 09:06
Ásthildur mín, því miður ég "datt" í þennan fasa eftir fráfall mjög náins ættingja það gekk svo langt að ég varð að leita mér hjálpar. Þar var mér gerð full grein fyrir því ég bar ekki ábyrgð á hvernig fór, ég yrði að halda áfram með mitt líf og alls ekki að vera með "nagandi"sjálfsásakanir, ef maður er með þær er endalaust hægt að finna eitthvað sem maður HEFÐI GETAÐ gert betur. Í guðanna bænum Ásthildur mín reyndu að forðast þessar hugsanir, þú átt falllegar og góðar minningar um Júlla reyndu að kalla þær frekar fram, þegar svona hugsanir "hellast" yfir þig þá líður þér mikið betur og það eru líka allir í kringum mann sem skynja það hvernig manni líður lífið verður að halda áfram þó erfitt sé.
Jóhann Elíasson, 20.10.2009 kl. 09:09
Takk fyrir þetta Jóhann minn. Já ég ætla ekki að sökkva mér niður í slíkar hugsanir. Þær koma bara ósjálfrátt, og það er erfitt að hrinda þeim frá sér. 'Eg varð svo sorgmædd þar sem ég gekk um staðina sem hann hafði verið að vinna. Sá grjótið sem hann hafði týnt saman og ætlaði að gera listaverk úr, og fann einn og einn lítinn fisk. 'Eg veit að ég þarf að takast á við þetta og það tekur tíma.
Takk bæði tvö
.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 09:28
Júlli var sannur listamaður sem þurfti ekki merkilega aðstöðu til að vinna listaverkin sín. Segi eins og Ragga, næst þegar ég hefði farið vestur þá ætlaði ég að eignast hluti eftir hann. Búin að fylgjast vel með myndunum þinum að fiskunum hans og öðru sem hann gerði.
En Cesil mín, hafi einhver gert allt sem hægt var fyrir barnið sitt þá varst það þú. Í fyllingu tímans munt þú sjá það, þó svo að þér finnist það ekki núna.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 10:09
Ég sé ekki betur en allt sé með eðlilegum gangi hjá þér Ásthildur mín.Sorgin á mörg andlit og eitthvað eitt er ekki endilega það rétta.Þetta er svo ólýsanlega sárt,missirin er svo mikill.Ég varð vör við þunglyndi og tilgangsleysi þegar 6 mánuðir voru liðnir frá því að minn strákur dó.Það var svo mikið að ég grét þegar ég vaknaði að morgni ,vonbrigðin við að vakna voru svo mikil.Í dag er þetta að mestu farið.Það eina sem ég get ráðlagt fólki er er gera ekki eins og ég.Ekki fela þunglyndið ef það kemur,þá hangir það lengur .Þú ert svo dugleg og skrifin hjálpa ekki bara þér heldur okkur hinum líka.Guð blessi þig og styrki ,og þína fjölskyldu .
Hárgel Hauksins míns var í 3 ár á baðhillunni,ég þurrkaði af því rykið og lét það standa.Það var svo óbærilegt að fjarlægja það.Ég þurfti þess ekki heldur,hvað lá á ?Svo einn daginn er ég var að þrífa baðherbergið þá var því hent.Tíminn var kominn.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 10:13
Þú barðist eins og hetja alla tíð, - og berst enn. Það eru fáir sem ganga hiklaust alla leið eins og þú. Ég dáist að þér fyrir það.
Og þú lést hann finna hvað þér þótti til hans koma, það er ekki spurning. Manni finnst samt alltaf að maður hefði getað gert betur, - sérstaklega þegar fólk er farið.
Og annað sem þú mátt ekki gleyma, - þú leyfðir þér að njóta augnabliksins, - augnablikanna með honum, - ekki síst seinustu árin, þegar honum leið betur en oft áður.
Guð styrki þig og leiði á þessum erfiðu tímum.
Laufey B Waage, 20.10.2009 kl. 10:21
Takk elsku stelpur mínar. Það er svo gott að geta verið í sambandi við ykkur og finna styrkin og góða huginn sem frá ykkur kemur öllum. Ég er þakklát fyrir það. Innilega takk.
Mér finnst eins og ég sé dofin að utan en með hvirfilvind inn í mér. Það er dálítið erfitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 10:29
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 10:39
Sendi þér og þínum innilegar samúðarkveðjur Ásthildur mín. Þó við höfum ekki hist í langan tíma þá leitar hugurinn til þín á tímum sem þessum. Kær kveðja, Jómmi.
Jómmi (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 11:45
Takk minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.