Brot úr ævi.

Það hafa margir hvatt mig til að skrifa meira um örlög sonar míns.  Það er sárt og rífur upp það sem hefur legið einhversstaðar í undirmeðvitundinni.  En ef til vill er það einmitt það sem ég þarf að gera.  Rífa það upp og skera burtu.

Ég ætla því að birta fyrstu skrifin mín, en ég kalla þetta Sagan mín.  Og þetta er kafli sem heitir inngangur.

Ég get svarið það, að bara við að rifja þetta upp slítur úr mér hjartað.  Hvernig getur fólk látið þetta viðgangast.  Við skulum spyrja okkur hvort ekki sé komið nóg.  Ég geri mér alveg grein fyrir að sonur minn er ekki sá eini sem hefur þurft að líða svona.  Þau eru fleiri þarna úti sem þurfa stuðning og hjálp.

 

Júlli l tán.

Sagan mín. Inngangur. 

Hún var allt í einu komin inn í líf mitt.  Stóð þarna með syni mínum, lítil fjarlæg og gugginn. Maður tók varla eftir henni. ‘Eg hafði vitað af henni einhvern tíma, sonur minn hafði sagt okkur að hann færi farin að vera með stúlku.  Það var í sjálfu sér ánægjulegt. Því hann hafði ekki sýnt neinn áhuga í þá veru í mörg ár.  Ekki síðan.... æ já...

 

Þar sem hún stóð þarna og hélt sig bak við son minn, eins og til varnar, reyndi ég að virða hana fyrir mér í laumi. Hún leit vissulega hálf tætingslega út, en hún var alls ekki ólagleg. Ég vissi að hún var í óreglunni eins og hann.  Svo fékk ég gamalkunnan sting í hjartað.  Hvernig skyldi þetta allt saman ganga. Ég sendi stutta bæn til Guðs um að vaka yfir okkur öllum.

 

Sonur minn átti langa sögu fíkniefnaneyslu og afbrota að baki þegar þar var komið sögu.  En hann var alltaf jafn góður og kærleiksríkur við mömmu sína og skyldmenni.  Eins góður og slíkir neytendur geta verið.  Hann gat horfið í nokkra mánuði og maður vissi ekkert hvar hann var eða hvað hann var að gera.  Allt í kring um hann var eitt laumuspil.  Ég veit ekki hve mörgum nóttum um ævina ég hef eytt í að hugsa um hvar hann væri og hvað hann væri að gera og hvernig honum liði.

 

Nú var hann komin heim einu sinni enn og með kærustu upp á arminn “ég elska hana mamma”.

Þau bjuggu  í nokkurs konar kommúnu – maður heyrði nöfn eins og dópbæli, nálapúðinn og ég veit ekki hvað og hvað. Ég reyndi að láta sem ég heyrði ekki neitt.  Þau komu stundum heim – alltaf um sama leyti rétt eftir kvöldmat og fengu að ljúka við leifarnar af matnum. 

 

Tengdadóttir mín minntist stundum þessa tíma.  – Ég gleymi aldrei þegar hann tók kjötbitan af diski hundsins og grillaði hann og át með bestu lyst” segir hún og hlær.

 

Svo kom vendipunkturinn – þegar ég gat ekki lengur verið hlutlaus og varð að taka afstöðu.  Þvílíkur sársauki og vanlíðan, en samt einhver undarleg óskiljanleg gleði tilfinning.

 

Ég hafði verið úti og þegar ég kom heim voru þau heima upp í gamla herberginu hans, sátu þar og biðu dómsins. Hún var orðin barnshafandi og þau vildu fá að flytja heim til okkar.  Maðurinn minn hafði sagt við þau að þau gætu komið heim ef þau hættu allrei neyslu, ef það væri ekki hægt yrðu þau að fara.  Þau mættu vera í nótt en síðan yrðu þau að gera upp við sig hvað þau vildu gera.  Ég var alveg eyðilögð yfir þesu, en ég gat ekkert gert.  Í raun og veru var þetta það eina sem við gátum gert, en það tók á okkur bæði. 

Þótt við elskuðum drenginn okkar gátum við ekki horfst í augu við að hafa tvo neytendur á heimilinu.  Þau voru samt látin vita að þau hefðu þetta val.

 

Sonur minn hefur alltaf verið stoltur og hefur aldrei látið bugast sem betur fer fyrir hann.  Hann tók þá ákvörðun að fara, þau voru bæði ákveðin í að eiga barnið, afstaða sem ég skildi mjög vel.

  

Þau fluttu heim til kunningja síns sem var með stóra íbúð, hann var ekki í neyslu að ég tel og leyfði þeim að deila íbúðinni með sér.

 

Um tíma tókst mér að deyfa sjálfa mig fyrir sársaukanum í hjartanu.  Ég man lítið eftir þeim tíma.  Svo ákvað ég að fara í heimsókn og sjá hvernig þau hefðu það.  Íbúðin var vægast sagt óhrjáleg og allt einhvernveginn gert af vanefnum, eins og úr öðrum heimi.

Það var málið, þau lifðu í öðrum heimi, öðrum raunveruleika en ég.  Þau voru hætt að þekkja neitt annað.  Hann vann stopult við slægingu og einn og einn túr á sjó, þegar hann var í standi.  Hún fékk vinnu við að þrífa rækjuverksmiðju með manninum sem þau leigðu með.  Með þessu gátu þau keypt í matinn og greitt sinn hluta af leigunni.

 

Alltaf þegar ég kom, þá fór hún.  Lét sig hverfa.  Ég vissi að hún var reið og ég skildi hana vel. Henni fannst að við hefðum hafnaði henni og nú var hún viss um að ég væri að reyna að skilja þau að.  Að ég vildi stía þeim í sundur.  ‘Eg reyndi að vingast við hana, segja henni að ég vildi bara hjálpa en hún var öll á verði.  Eins og sært dýr.

 

Ég vissi að ég yrði að ná trausti hennar til að geta hjálpa þeim.  Ég hafði gert upp hug minn að ég gæti ekki lifað með sjálfri mér ef ég léti þau afskiptalaus.

 

Ég var að spá í félagsaðstoð og slíkt.  Ég vildi líka reyna að fá hana í læknisskoðun.  Sonur minn fullvissaði mig um að hún væri ekki í neyslu, en hún aftók með öllu að nokkur skipti sér af henni.

 

Mér er minnisstætt þegar ég ámálgaði þetta í fyrsta sinn.  Ég ræddi við son minn og ég vissi að hún var í næsta herbergi.  Það var bara þunn efnisdrusla fyrir dyrunum  ´

Ég sagði; elsku strákurinn minn, segðu henni að ég vilji bara hjálpa ykkur.  Ég vil bara að hún fari í skoðun, það er til öryggis fyrir hana og barnið.

 

Ég veit það mamma, en hún vill ekki fara.

Þú verður að segja henni að ég sé að skipta mér af þessu vegna þess að mér stendur ekki á sama, ég er ekki óvinur ykkar.  Þetta er barnabarnið mitt og þar sem hún er móðir þess og unnusta þín ætla ég að láta mér þykja vænt um hana líka.

 

Við ræddum lengi á þessum nótun, og svo kom hún fram úr svefnherbergiskompunni, hún var bókstaflega brjaluð. Öskraði og skammaðist, hún yrti ekki einu orði á mig heldur fékk sonur minin alla gusuna á sig.  Svo rauk ´hún á dyr og skellti hurðinni svo fast á eftir sér að eitthvað hrökk niður af veggnum og brotnaði.  Sonur minn varð miður sín;

 

Hún er allta brjáluð í skapinu núna mamma.

 

Ég veit elskan mín, en veistu að ég skil hana vel, henni finnst veröld sinni ógnað, henni finnst eins og það sé verið að vinna í að eyðileggja það sem hún hefur.

 

Þá sagði hann mér að hún ætti þrjú börn fyrir og þau væru öll hjá mömmu hennar og pabba.  Þá skildi ég til fulls örvæntingu hennar.  Eftir nokkra stund hringdi síminn, hún var að hringja til að vita hvort ég væri farin.  Hvort henni væri óhætt að koma heim. 

 

Segðu henni að ég sé að fara elskan mín, sagði ég og fór aðklæða mig í kápuna.  Og með sjálfri mér var ég orðin harðákveðin í að ná trausti hennar og vinna hana á mitt band.

 

Ég var ekki eina ógnin sem vofði yfir þessari litlu fjölskyldu.  Yfir þeim hékk yfirvofandi fangelsivistun sonar míns, fyrir brot á reynslulausn.  Þetta ofan á allt annað nagaði  líka litla samfélagið, eins og þau ættu ekki rétt á að fá að vera hamingjusöm.  Nýbúin að finna ástina og lítið barn í vændum.  En nei ónei, þau áttu lengra í land en okkur óraði fyrir þarna.  Þegar ég hugsaði um þau og framtíðarhorfur þeirra varð mér bókstaflega illt.  Mér fannst eins og maginn í mér væri eitt flakandi sár. Svo mikið vorkenndi ég þessum tveimur viðkvæmu og vængbrotnu manneskjum, sem höfðu með kjánaskap snúið sig úr úr mannlegu samfélagi og þurftu að gjalda þess svo harkalega.

  

Ég fór að koma oftar í heimsókn, sonur minn var alltaf glaður þegar ég kom, hjá henni og vininum, þegjandi samkomulag um að þola ágengnina.  Þó kom fyrir þegar hann var ekki heima að þá var ekki opnað. Ég stóð þarna fyrir utan dyrnar eins og asni og bankaði og bankaði.  Aðrir íbúar þessa óhrjálega fjölbýlishúss voru farnir að kíkja út um gluggana og sjá hver stæði fyrir þessum hávaða.  Ég kyngdi stoltinu og hélt áfram að mæta í  “pleysið”.

 

Í þessum heimsóknum hitti ég fleiri af þessum einstaklingum og það fór að opnst fyrir mér veröldin sem þau lifðu í.  ég fór að skilja að sá heimur lítur öðrum lögmálum, annarsskonar samtrygging.  Sá sem á pening í það skiptið lánar þeim sem ekkert hefur. Þau læra að líta hvort eftir öðru af veikum mætti og leyndarmálin eru geymd.  Þar gilda ákveðnar reglur og siðalögmál alveg eins og í mínum heimi.  Sameiginlegur óvinur þeirra er... já því miður íslenska réttarkerfið.

 

Sonur minin hafði mörgum árum áður verið ástfangin af stúlku, það var góð stúlka sem hafði góð áhrif á hann.  Hann var þá búin að vera nokkurn tíma í neyslu og með einhver afbrot að baki.  En allt breyttist þegar þau byrjuðu að vera saman.  Hann var hamingjusamur.  Ég held að ef það samband hefði fengið að blómstra hefði hans raunarsaga ekki orðið lengri.  En því miður, hún var dóttir lögregluþjóns.  Einn vinur hans í lögreglunni spurði hvort hann vissi hvaða strák dóttir hans væri farin að vera með. Þar með lauk því sambandi.  Faðirinn sendi hana þvert yfir landið, eins langt burtu og hæft var.  Þau hafa samt alltaf verið vinir.

 

Þetta var hrikalegt áfall fyrir son minn.  Hann fór alveg yfir um.  ‘Ég varð vör við sálarhvöl hans.  Hann grét á nóttunni og ég gat ekkert gert nema sitja við rúmstokkinn hans og reyna með öllum ráðum að sefa örvæntingu hans, það var sárt. Svo hvarf hann í fleiri mánuði og ég vissi ekkert hvað varð um hann.  Ég verð að viðurkenna að ég hugsa enn þungt til þessara manna og hvað þeir gerðu. Þó geri ég mér grein fyrir að ég verð hætta að eyða kröftum mínum í að láta framferði misviturra manna hafa áhrif á sálarlíf mitt.  Það hjálpar heldur ekki syni mínum.  Eitt af því versta sem fylgir aðstandendum fíkniefnaneytenda  a.m.k. mér er einmitt þetta, að láta hatrið ná tökum á sér.  Hatur út í óvininn andlitslausa sem gerir börnin okkar að villidýrum og svo refsikerfið sem er fyrirfram búið að dæma þau óalandi og óferjandi, réttindalaus í samfélaginu.

Við foreldrarnir erum gjörsamlega varnarlaus. Skiljum ekki neitt, þekkjum ekki nóg til þeirra raunveruleika og vitum oftast ekkert um allt ranglætið sem þau verða að þola.  Eða trúum þeim ekki, því það er erfitt að höndla sanleikan í kringum þau.  Þau flækja sig í lyfavef sem þau komast ekki sjálf út úr.   Lygin verður þeim stundum tamari en sannleikurinn og þau verða meistarar í feluleik í kring um sannleikann.  Það er partur af því að geta lifað í þeim hrikalega leik sem þau eru þátttakendur í.

  

Það var aldrei minnst á bréfið sem við vissum þó að var á leiðinni. Ég fann að son minn kveið fyrir því óhjákvæmilega, innilokun í fangelsi, enn einu sinni. Við vorum búin að hafa samband við lækni og sálfræðing, sem voru sammála um að andlegt ástand hans væri slæmt og að honum kæmi best að fara á Kvíabryggju, ef hann þyrfti að fara inn, þar sem hann var hættur í afbrotum og farin að minnka neyslu., bæri að athuga hvort önnur úrræði væru ekki fyrir hendi. Það var álit þessara fagmanna að það væri óheppilegt að rífa hann upp úr þeim farvegi sem hann var í. Þar sem forsendur væru breyttar og hann orðin fjölskyldumaður og að reyna að breyta lífi sínu til hins betra.

 

Fangelsismálayfirvöld eru nú ekki á því að taka svona forestndur til athugunar.  Þar er kerfið ósveiganlegt.  Það kom í ljós að það sem síðar varð okkur hrollköld staðreynd að á þeim bænum eru engar mannlegar tilfinningar sem komast að. Það er bara kerfið í sinni verstu mynd, kalt og miskunnarlaust.  Bréfið kom frá stofnuninni.  Þann 16. desember skyldi hann fara in og ekkert múður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Ég sé skrifin þín fyrir mér á útgefinni bók:

Sagan af Júlla. - Baráttusaga móður.

Margt ómerkilegra hefur nú verið gefið út. Og sú bók yrði (vil frekar segja; verður) örugglega mörgum til góðs.

Laufey B Waage, 18.10.2009 kl. 18:02

2 Smámynd:

Ég finn bara örvæntinguna í gegn um þessi skrif. Skil þig vel að vilja vinna traust stúlkunnar - móðir barnabarnsins og stúlkan sem sonurinn elskar. Hvað móðurhjartanu hefur fengið að blæða öll þessi ár.

, 18.10.2009 kl. 19:01

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 18.10.2009 kl. 19:58

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég dáist að hugrekki þínu og einlægni Ásthildur. kv.

hilmar jónsson, 18.10.2009 kl. 23:38

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.10.2009 kl. 23:39

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir Ásthildur, að deila. Þú vekur vonandi marga af þyrnirósarsvefni.

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.10.2009 kl. 00:34

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk...þetta er falleg  saga mín elskuleg!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.10.2009 kl. 00:39

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir að deila þessu með okkur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.10.2009 kl. 01:06

9 Smámynd: IGG

IGG , 19.10.2009 kl. 01:09

10 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ég á engin orð til fyrir þig mín kæra, orðið þakklæti er of fátæklegt en bænir mínar fylgja ykkur í Kúlu  

Hulda Haraldsdóttir, 19.10.2009 kl. 02:44

11 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk

Benedikt Halldórsson, 19.10.2009 kl. 08:16

12 identicon

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Ég er sammála, þetta ætti að koma í bók svo fólk geti gert sér grein fyrir hlutunum. Ég er fús til að lesa yfir stafsetninguna svo prófarkakostnaður yrði minni. Líka þá fyndist mér ég geta eitthvað gert fyrir þig. Það er svolítið erfitt að standa hjá og fylgjast með erfiðleikunum og geta ekkert gert. Samt finn ég að þó erfitt sé að lesa greinarnar þínar að ég öðlist örlítið meiri skilning á hvað þið hafið gengið gegnum.

Dísa (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 09:28

13 identicon

Knús og kærleikur í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 10:00

14 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Sammála Laufey er viss um að það yrði fróðleg bók sem gæfi hinum foreldrum sem og öðrum smá innsýn í þennan ljóta heim

Guðrún Jónsdóttir, 19.10.2009 kl. 10:11

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  .  Já Skrifa bók.  Þessir punktar mínir hafa ef til vill verið undirliggjandi í þá veru að opna á þessi mál með einhverskonar útgáfu.  Ég veit ekki hvað ég geri.  Ég er ennþá of brotin og langt niðri til að geta af skynsemi ákveðið eitthvað.  En ég þakka ykkur innilega fyrir tilmælin og takk Dísa mín fyrir þín orð. 

Ég finn þegar ég les aftur það sem ég skrifaði fyrir ca 10 - 12 árum síðan, rífur upp sár, sem ég hélt að væru gróin, eða allavega lokuð djúpt í undirmeðvitundinni.  Við að lesa þetta, sem ég skrifaði mitt í því sem var að gerast, þá kemur þetta einhvernveginn allt upp aftur og ég verð magnþrota og ráðvilt. 

En ég veit að það þarf að koma þessum málum á dagskrá.  Þetta getur ekki gengið svona lengur.  Við foreldrar og börn erum manneskjur af holdi og blóði, manneskjur með tilfinningar og væntingar til þess að lifa lífinu í friði og kærleika.  Aðstandendur hafa í mörg ár reynt að koma á framfæri hve illa er búið að fíklum,  en fólk hefur ekki gert sér í hugarlund allan þann sársauka, ótta og martraðir sem aðstandendur þurfa að upplifa oft í mörg ár. 

Það sem mér þykir verst í þessu öllu er, þegar þetta brotna fólk okkar finnur tilgang með lífi sínu, þá skuli kerfið mala það undir sér í algjöru miskunnarleysi.  Hér verður að gera bragarbót á.  Ég held að á þessum tíma hefði verið hægt að komast hjá öllu því erfiða sem þessir tveir einstaklingar þurftu að ganga í gegn um, ef tekið hefði verið á þeirra vanda öðruvísi.  Hugsað um tilganginn með því sem verið var að gera, en ekki bara kaldur lagabókstafurinn.

Líf er líf, og líf er alltaf dýrmætt.  Og hverjir geta dæmt og sagt þessum er ekki bjargandi, við skulum því bara gleyma honum úti í kuldanum.  Það sem þér gjörið mínum minnsta bróður, það gjörið þér mér, er það ekki boðskapurinn sem boðaður er í kirkjunni.  Og fara alþingismenn ekki í kirkju til að sýna kristilegt innræti sitt?  Ég hef sagt þetta áður.  En það þarf sennilega að hamra það inn.  Að ætla svo að fara og dæma og sortera er ekkert annað en hræsni. 

En ég hef fengið að vita að a.m.k. tveir nýkjörnir alþingismenn hafa haft samband og vilja skoða þessi mál og laga.  Ég er glöð með það og þakklát.  Svo er að sjá hvað úr verður. 

Breytt gildismat hlýtur að vera forsenda þess að öðruvísi sé tekið á málum.  Og þekking og skilningur hlýtur að verða til þess að menn fari að hugsa öðruvísi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2009 kl. 10:29

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 19.10.2009 kl. 13:54

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 takk og mér finnst að þetta eigi að koma út á bók.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2009 kl. 14:22

18 identicon

Hugsanlega gróa sárin betur ef stungið er á kýlinu, þó það sé sárt

Dísa (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:09

19 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 19.10.2009 kl. 19:18

20 identicon

Takk fyrir að deila þessu með okkur. Ég get ekki gert mér í hugarlund það helvíti sem þú hefur gegnið í gegnum. Að vita ekki heilu dagana hvar barnið manns er niður komið. Ég hef kynnst því þegar móðir hefur þurft að taka son sinn og þrífa hann þar sem að vegna neyslu hafði ekki rænu á að þrífa sig og þurfti að henda ollu því sem hann var í vegna þess að hann var búin að missa bæði þvag og saur í sig. Ekki það að það væri það versta heldur sýnir að þegar menn eru svona sjúkir þá eru þeir veikir en það var það sem þessi móðir fannst " VIÐ HIN " ekki skilja að hann er veikur.

Bið góðan guð um að varðveita ykkur fjölskylduna og ég vona svo innilega að þið náið að lifa með sorginni og sársaukanum við fráfalls Júlla. Guð geymi ykkur öll.

Berglind (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 20:41

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.

  Berglind mín sem betur fer hef ég ekki þurft að ganga í gegnum það að þrífa drenginn minn þannig.  Þó ég vissulega hefði gert það ef það hefði komið upp.  En hann hefur alltaf verið hreinlátur og þrifinn. Það er bara þetta vonleysi og niðurlæging sem ég er svo ósátt við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2009 kl. 23:20

22 Smámynd: Jens Guð

  Mikið rosalega ertu sterk að deila þessu með okkur.  Ég er í svipaðri stöðu og þú. 

Jens Guð, 20.10.2009 kl. 01:28

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jens minn það hryggir mig að vita.  Það er samt gott að finna samstöðu og skilning eins og hér er.  Veit ekki hvort ég er sterk.  Ákveðin ef til vill.  Ég hef grun um að ég hafi valið mér þetta hlutverk í upphafi, og það hafi verið ákveðið áður en drengurinn minn fæddist.  Ég held það einhvernveginn.  Þess vegna hef ég undirbúið mig með þetta allt með því að geyma en ekki gleyma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 08:28

24 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mér finnst hugmyndin að gefa út bók mjög góð. Þ.e.a.s. ef og þegar þú munt treysta þér til þess. Baráttusaga ykkar Júlla gæfi fólki innsýn í þennan heim og væri skref í þá átt að breyta þeirri hugsun sem ríkir í garð fíkla.

Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.10.2009 kl. 12:28

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín, ég skal allavega skoða það með jákvæðum huga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2009 kl. 12:43

26 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

                ÁSHILDUR MÍN .HAFÐU ÞAÐ BAKVIÐ EYRAÐ ,EINS OG VIÐ SEIUM AÐ ,TAKA SAMAN Í RÓLEGHEITUM ALLT SEM ÞÚ ÁTT Í SAMBANDI VIÐ ALLA ÞESSA HRYLLILEGU ERVIÐLEIKA SEM ÞÚ ,OG ÞIÐ ERUÐ BÚINN AÐ GANGA Í GEGNUM ,MEÐ GUÐS MJÁLP .HUGSAÐU MÁLIÐ Í ALVÖRU MEÐ AÐ GEFA ÚT BÓK ,ÞAÐ GÆTI KANSKI HJÁLPAÐ EINHVERJUM ,OG EF ÞAÐ HJÁLPAR EINHVERJUM ,ÞÁ HEFUR ÞESSI BÓK GERT KRAFTAVERK .MEÐ KÆRLEIKS KVEÐJU .JÁ ÞÚ MÆTTIR FINNA EINHVERN SEM VEIT MEIRA EN ÉG UM ÞESSI MÁL ,EN ÞESSI BÓK ER NAUÐSIN.  MÉR DATT EINN GÓÐUR MAÐUR Í HUG ,OG ÉG ER AÐ HUGSA UM AÐ NEFNA HANN HÉR ,MÉR HEFUR FUNDIST HANN ALLTAF SVO LÍTIÐ SÉRSTAKUR OG TILFINNINGA NÆMUR EN ÞAÐ ER JÓN ÁRSÆLL .ÞETTA ER BARA SVONA HUGDETTA .GUÐ VERI MEÐ ÞÉR OG ÞINNI FJÖLSKYLDU ,HUGUR MINN OG HLÝJAR TILFINNINGAR ERU HJÁ YKKUR.HILMAR SÆBERG. (.DRENGUR GÓÐUR).

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 26.10.2009 kl. 09:09

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hilmar minn.  SKoða þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband