14.10.2009 | 14:16
Brot úr ævi.
Ég hef gegnum tíðina skrifað mig frá reiðinni og sett niður á blað það sem gerst hefur með brotnu börnin mín. Þetta er flest skrifað næstum jafnt því sem það gerist. Hér er brot úr því. Skrifað fyrir cirka 12 árum.
Fangelsisdvöl sonar míns var eins og við var að búast erfið fyrir þau bæði. Hann byrjaði með að fara of seint inn, vildi reyna eins lengi og hægt væri að njóta samvista við unnustu sína. Þau fengu sér herbergi á hernum og náðu sér í einhverja aukadaga. Þetta var auðvitað ekki vel séð af yfirvaldinu, þeir gátu ekki gert sér í hugarlund ungæðishátturinn sem lá að baki, enda er ekki verið að husa um óþarfa hluti á þeirri stofnun. Þau fundust svo auðvitað, hann var fluttur í járnum á Skólavörðustíginn. Þar þurfti hann svo að dúsa í u.þ.b. tvo mánuði. Hann hafði vonast til að fá að fara á Kvíabryggju og læknirinn hafði mælt með því. Í báðum skýrslum bæði frá lækni og sálfræðingi hafði staðið að andlegt ástand hans væri það slæmt að best fyrir hann væri að fara á Kvíabryggju. En það er nú ekki verið að taka tilliti til slíkra hluta hjá fangelsismálastofnun, eins og siðar kom í ljós. Þar á bæ er mönnum sama um ástand og framtíð þess fólks sem þeir hafa á valdi sínu. Hann var því settur á hraunið eftir þessa 2ja mánaða bið. Að vísu var hann settur þar á eitthvað sem heitir fyrirmyndargangur.
Ég ætla ekki að orða um dvöl hans þarna, en ég ætla þó að geta þess að á meðan hann dvaldi þarna, bað hann mig um að senda sér ýmsa hluti sem hann vildi fá inn, m.a. forláta dictafóók, myndir af unnustunni og karotínbætiefni þar sem hann ætlaði að fara að byggja upp líkama sinn.
Það er um þetta að segja að flest af því sem ég sendi mátti ekki fara inn til hans. T.d. bætiefnin þótt þau kæmu beint frá búðinni og væru sérstaklega merkt sem slík. Þó hafði eigandi stúdíósins sagt mér að hann hefði áður sent föngum þessi nákvæmlega sömu efni og þau hefðu komist í réttar hendur. Myndirnar af unnustunni fékk hann aldrei inn til sín. Þeir sögðu að þær hefðu aldrei komið til þeirra, en samt gátu þeir skilað römmunum. Annað tók langan tíma að fá til baka og sumt fékk ég aldrei í hendur aftur t.dl. dictafóninn fína, hann hefir aldrei sést síðan. Þetta varð ekki til að auka tiltrú mína á stofnun sem vinnur með fanga og á að því manni finnst að sýna gott fordæmi.
Unga konan hafði veriðbundin öðrum manni þegar þau byrjuðu saman og þegar hún var lagalega laus frá því sambandi vildu þau festa ráð sitt. Þau voru búin að ákveða giftingardaginn og fá alla appíra sem þau þurftu og tala viðsýslumann á Selfossi, en þá kom babb í bátinn. Fangelsisstjórinn vildi ekki hleypa brúðinni væntanlegu inn fyrir dyr á Litla Hrauni þar sem hún var fyrrverandi refsifangi. Það endaði með að ég hringdi í manninn og að lokum féllst hann á að lofa henni að koma og giftast, þetta voruhans orð; hún getur svo sem komið hér inn og gifst honum sen hún fer út strax að lokinni athöfn.
Ég hef hoft hugsað um þessa afstöðu síðan og það sem mér finnst einkennilegt er í fyrsta lagi, það er alltaf sagt að þegar manneskja sé búin að ljúka refsivist, þá sé það búið mál. Þetta hélt ég að gilti um alla, en greinilega ekki þarna.
Í öðru lagi virðist mér að eftir þessu að dæma, sé verið á einhvern hátt að hefna sín á mönnum, sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Eg skil ekki svona afstöðu. En þetta hefur sjálfsagt sínar ástæður þótt ég komi ekki auga á þær. Um þetta verður hver að dæma fyrir sig, en hvert orð er satt sem hér er sagt.
Þegar leið að því að tengdadóttir mín fæddi barnið fluttist hún heim til okkar. Það var ánægjulegt að sjá hve hún blómstraði. Og ég sá í henni góða og dugmikla stúlku sem var ákveðin í að standa af sér storma og hríð.
Við fórum að undirbúa jarðveginn að unnustinn fengi að koma heim og vera viðstaddur fæðinguna, því við töldum alveg víst að það yrði ekki vandamál. Við vorum sannfærðar um að það yrði litið á það sem gott innlegg í að gera hann að betri einstakling að fá að fylgjast með fæðingu barns síns. Við vorum með lög og reglur um fangelsismál frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1995. 5. kafli 38. grein. Um leyfi til dvalar utan fangelsis í sérstökum tilfelum. Þar segir orðrétt Heimilt er eftir beiðni fanga að veita honum leyfi til dvalar utan fangelsis í eftirfarandi sérstökum tilfellum, ef slíkt telst heppilegt sem þáttur í refsifullnustu eða til að búa hann undir að afplánun ljúki.
A) Til að heimsækja náinn ættingja sem er alvarlega sjúkur.
B) Til að vera viðstaddur jarðarför eða kistulagningu náins ættingja.
C) Til að vera viðstaddur fæðingu, skírn eða fermingu barns síns.
D) Til að gæta sérstaklega brýnna persónulegra hagsmuna sinna. Með nánum ættingjum í þessu sambandi er einungis átt við; maka, börn, foreldra, systkin, föður- eða móðurforeldra og barnabörn.
Þegar hún svo fékk hríðarnar þann 8. mars hringdi ég suður strax tiil að láta vita svo hann gæti náð flugi. En svörin voru þau að hann fengi ekkert að fara út til að vera viðstaddur. Í fyrsta lagi væri hann ekki búin að vera nógu lengi inni og í öðru lagi væri ekkert vistunarfangelsi á staðnum.
I fyrsta lagi af hverju var ekki hægt að ræða þetta við okkur á vinsamlegri nótum.
Í öðru lagi hvað með það þótt hann væri ekki búin að sitja nógu lengi inni, til hvers er verið að loka menn inni, sérstaklega menn sem eru mest hættulegir sjálfum sér? Er ekki verið að reyna að bæta þá, eða eiga bara hörkulegar reglur að gilda í öllum tilfellum, dæmi nú hver fyrir sig. Hvað varðar vistunarfangelsi, þá eru þau bara á örfáum stöðum í landinu, og hvað með jafnrétti borgara þessa lands án tillits til búsetu og fleira. Eg veit ekki betur en aðhann hafi verið geymdur í tvo mánuði á Skólavörðustígnum og ég veit að þar ekki ekki bjóðandi neinum að vera. Ég vil að fólk hugsi um þetta og spyrji sjálft sig þeirrar spurningar hvort þetta sé rétt stefna hjá Fangelsismálastofnun og hvort hér sé verið að fara þá leið að betrumbæta fólk sem er lokað inni, eða hvort þetta sé árangursrík leið til að koma í veg fyrir að þetta fólk haldi áfram í vitleysunni. Ég veit ekki hvort fangelsis- og dómsyfirvöld hafa sett sér afmarkaða stefnu um hvernig þau vilji reka fangelsi landsins, en ég get fullyrt að með svona framkomu við fólk þá er ekki furða að menn leiðist æ ofan í æ í sama farið. Ég vil leggja til að það verði strax farið í að endurskoða starfshætti þessarar stofnunar og hlutverk. Ég ætlast til að við foreldrar þeirra barna sem eru ofurseld þessari stofnun hreinlega heimti að þessu sé breytt. Það má bæta við að þarna eru engir skipulagðir faghópar í vinnu, sálfræðingar læknar og félagsfræðingar. Eftir því sem mér skilst þá mun vera einn sálfræðingur og einhver læknir sem er komin á eftirlaun, þótt hann sé auðvitað allra góðra gjalda verður, á er nú ef til vill full mikið til ætlast að hann sjái um öll fangelsi landsins. Þess vegna segi ég að þetta unga fólk á ekki að fara í fangelsi. Það á að loka það inni á stofnun þar sem allt er til staðar meðferð til að losna undan fíkniefnum, sálfræðingar til að lækna brotna sál og félagsfræðingar til að hjálpa þeim að komast út í lífið á ný, til að lifa í okkar heimi. Komast upp úr þessum svarta ljóta heimi sem eiturlyfjabarónarnir hafa skapað sér og sínum. Þeir passa upp á sitt. Og eg veit að þegar þetta unga fólk kemur út úr fangelsinu, þá bíður þeirra flestra ekkert annað en að lenda aftur í fanginu á þeim sem bíða handan við hornið með falskt öryggi og peninga.
Eftir allt sem á undan var gengið var það tengdamamman sem fór með ungu eiginkonunni upp á fæðingarstofuna og sat hjá henni og fylgdist með litla manninum koma í heimin.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er engin þjónusta við fanga í refsivist, ég komst að því.
Aðrir fangar komast í dag upp með hvað sem er gegn þeim veigaminni, ég komst að því.
Við getum alveg eins lokað þá inni í hellum og látið frumskógalögmálið ráða
Ragnheiður , 14.10.2009 kl. 14:25
Enn ein sorgarsagan... ömurlegt fara svona með manneskjur.
Þú varst flott í viðtalinu í DV... ég geymi blaðið til að sýna Viktoríu... eins hef ég tekið hluta af póstinum frá þér til hliðar til að lofa henni að lesa það... kannski það opni eitthvað hjá henni að heyra frá reynslu annarra mæðra.
Knús í KÚLU
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 19:21
Nákvæmlega Ragnheiður mín. Þetta er nokkuð ljóst því miður.
en ég vil loka aðra í helli og láta frumskógarlögmálið ráða, þ.e. þeirra sem eiga að setja leikreglurnar. Þeir þurfa að læra og það læra heil ósköp.
Takk Elsku Beta mín. Já ég held að Viktoría geti haft gott af að lesa sumt hér elskuleg mín.
Knúsaðu hana frá mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 19:43
Fángelsismálastofnun er viðbjóðsleg stofnun og veit ég það af eigin raun að eiga við menn þar innandyra er hreint helviti ,og er hann duglegur i mannvonsku sinni þar hann Erlendur.Asthildur ég ætla mér að senda þér bréfið mitt sem ég fékk frá barnavend þegar ég bað um aðstoð á vogi þeirri stofnum mætti nú vel breyta .Mér finst frábært hjá þér að vekja athygli á málum fikla ,Þú ert hörku kona og átti Júlli virkilega góða mömmu Knús
Rakel Þórisdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 21:38
Mikið er dapurlegt að vita til þessara viðbragða fulltrúa kerfisins.
En
til þín Ásthildur mín fyrir kærleikann og þrautseigjuna í baráttunni.
IGG , 14.10.2009 kl. 22:41
Það er eitthvað mikið að þarna allavega Rakel mín.
Takk Ingibjörg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2009 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.