13.10.2009 | 12:23
Er ekki komin tími til að breyta, laga og bæta?
Til að fólk skilji hvað hér er um að ræða þarf að koma fram samskipti milli fíkla og þeirra sem um þeirra mál sjá.
Ég verð að byrja á að taka fram að flestir sem vinna náið með fíklum skilja ástandið og þeim líður ekki vel yfir því hvernig málin eru. Því þeir þekkja meira til og vita að hér er verið að höndla með lifandi fólk. Lögreglan er sjálf oft ráðalaus þeir eru að framfylgja lögum. Flestir eru góðir og grandvarir menn, þó oft leynist þar innan um menn sem ættu ekki að vera í slíkum störfum. En það er svo allstaðar því miður einstaka svartir sauðir sem setja blett á alla hina.
Það eru ráðamenn fyrst og fremst sem sníða þessa stakka of þröngt og gefa of lítið svigrúm, þar sem sennilega er mest á því þörf að menn fái að beygja og teygja lögin til þess að bjarga því sem bjargað verður.
En hér eru nokkur bréf sem ég tel að eigi erindi inn í þessa umræðu.
2. 9. 2002.
Elsku mamma mín sterkasta kona í heimi mig langaði til þess að tala aðeins við þig í gegnum pennann. Ég gæti aldrei fundið nógu stóra afsökun fyrir þig gagnvart því sem ég hef reynst þér.
Ég virðist vera að versna það hefur kannski farið eitthvað í hausnum á mér.
Þú getur ekki hafa fundið neina reiði eða eithvað í þá veru frá mér vegna þessa sviptingamáls, því það skil ég ósköpð vel.
Það er erfitt að eiga litinn gosa þessa dagana, því ég get ekki annað en hræðst það að hann gæti líkst foreldrum sínum þ.e.a.s. slæmu hliðunum. En hann hefur þó forvörnina og vel veit ég að bæði ég og Jóhanna höfum margt til að bera. Það þarf bara að leiðbeina honum vel ég gæti aldrei sagt (ég vildi að ég ætti ekki barn) því hann er hjarta mitt og það sem ég lifi fyrir, því ég veit að hann er búinn að bjarga mér oft frá því er ég veit að ég á ekki að gera.
Læknirinn sem kom í gær var vægast sagt óheppilegur, ég haf einu sinni farið á stofuna til hans, sem endaði með rifrildi og ljótum orðum. Ég man ekki nafnið á honum, en ég gat séð er hann sat hér í klefanum, með lögregluþjón í gættinni (enginn trúnaður eða sjúkraleynd) að þetta var ekki leiðinlegt fyrir hann, að segja mér að ég væri ekki í lífshættu, svo hann ætlaði ekki að gera neitt mér til hjálpar. Ég gæti bara byrjað meðferðina strax. Eitthvað tiltal fékk hann þó, því eg fékk 30 mg af líberíum í staðin fyrir 150 sem ég var á niður á Skólavörðustíg og þar er annar svipaður læknir ögn skárri þó.
Jæja þetta var ekki ætlun mín að kvarta og kveina. ********* hringir í mig á eftir því hitt var eingöngu fyrir 1. dag. Mig langaði bara að þakka þér þína óbilandi þolinmæði líka styrk og segja þér að ég er stoltur af kjarnamömmu.
Gott finnst mér líka að þið krosstrjáasystur standið og vinið saman á við fimm fótboltalið þegar þig teljið nauðsyn.
Eitt er vont/gott hjá mér því ég má eki sjá tré né hellulögn því a hugsa ég um að þarna gæti ég ásamt fjölskyldunni verið við vinnu (áhugi!) mér finnst pabbi vera einstakur maður því sennilega væru þeir er hefðu unnið jafn hart og lengi orðnir eitt hrúgald, ég vildi bara að hann væri blóðfaðir minn líka.
Nú er ég orðin orðlaus enn enn og aftur. Þúsund þkkir og þúsund kossar. Júlli.
P.S. kyssið og knúsið litla maninn frá mér bless bless.
(Læknirinn hringdi svo aldrei. )
4. september 2002.
Varðstjórinn Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.
Reykjavík.
Ég undirrituð skipaður forrðismaður Júlíusar K. Thomassen kl. 0807693269, fer hér með fram á að tekinn verði skýrsla af honum vegna samskipta hans við lækna frá heilsgugæslustöðinni á Ísafirði, meðan hann dvaldi í fangelsinu þar frá morgni mánudags 2. september til seinniparts 3. september er hann fór suður með kvöldvél. Ég vil fá fram hans hlið á öllum samskiptum við læknana og líðan hans á meðan hann dvaldi á Ísafirði. Þetta tekur til símtala til lækna og aðstandenda hans. Einnig heimsíma læknir og ástand hans þegar hann átti að fá son sinn í heimsókn.
Einnig vil ég fá skýrslu um þann atburð er hann reyndi að fremja sjáflsmorð í fangaklefa sínum fyrir stuttu. Ég þarf að fá þetta fljólega, vegna þess að verið er að vinna að undirbúningi þess hvernig best er að meðhöndla Júlíus eftir að dómur fellur í máli hans á miðvikudag í næstu viku.
Virðingarfyllst... Ásthildur Cesil skipaður forræðismaður.
Ísafirði 4. september 2002.
Varðstjóri Önundur Jónsson
Lögregluststöðinni ´
Ísafirði.
Ég undirrituð skipaður forræðismaður Júlíusar K. Thomassen fer hér með fram á að fá skýrslu frá lögreglunni á Ísafirði um öll samskipti og öll símtöl Júlíusar við lækna heilsugslustöðvarinnar á Ísafirði frá því hann kemur inn á stöðina með morgunvél á mánudag 2. september og þangaðð til hann fer suður með kvöldvél þriðjudaginn 3. september. Ég vil líka fá vitnisburð lögreglumanna sem urðu vitni að ástandi hans í bæði skipti sem hann átti að hitta son sinn og viðbrögðum mínum við því að læknar sinntu ekki umbeðinni læknisaðstoð. Ég vil einnig að það komi fram ef rétt er, að læknir sem heimsótti hann í klefa hafi haft lögregluþjón á vakt í dyrunum á meðan á heimsókn hans stóð. Einnig staðfestingu á því að sængurföt hans voru rennblaut af svita og ef satt er að þurft hafi að skipta á rúmfötum um nóttina.
Virðngarfyllst
ÁC.. Skipaður forræðismaður JKT.
Ísafirði 3. september 2002.
Eftirfarandi símtal átti sér stað þann 3. sept. 2002 kl. 13.30 Ásthildur hringir á heilsugæslustöð og biður um að fá að ræða við *******
Stúlka í móttöku. Hann er því miður ekki við.
Ásth. Ég er að hringja vegna sonar míns, út af símatíma.
St. Hann er á fundi eins á stofunni sinni eins og er og ég næt ekki sambandi viðhann og það hefursitthvað dregist meðað hann hringi út. En ég sé að Júlíus er hér á blaðinu hjá honum.
Ásth. Ég vil biðja þig þegar þú nærð sambandi við hann að biðja hann að hringja í Júlíus því honum liður illa og hann bíður eftir símtali frá honum.
St. Já alveg sjáflsagt ég skal gera það.
Kannski ekki orðrétt en aðalinntakið í símtalinu.
Staðfest hér með að samtalið gekk nokkurnveginn svona. Undirritað af starfsstúlku.
Ísafirði 7. nóvember 2002.
Fangelsismálastofnun ríkisins
b.t. Erlendar Baldurssonar
Borgartúni 7. 105 Reykjavík.
Varðar Júlíus K. Thomassen kt. 080769 3269.
Júlíus Kristján Thomasen var úrskurðaður í 10 mánaða fangelsi í september s.l. Júlíus á langan afbrotafeil að baki og hefur verið í fíkniefnaneyslu allt síðan um 12 ára aldur. Hann var kominn á gott ról í fyrra og fór í meðferð í byrjun þessa árs. Hann hefur sagt mér að hann vilji hætta þessu lífi. En vandamál Júliusar er að hann er orðin það veikur að mjög erfitt er fyrir hann að komast upp úr neyslu. Hann hefur aldrei farið í langtíma meðferð, heldur hætt þegar afeitrun er lokið. Þess vegna tók ég móðir hans það til braðgs í sumar aðsvipta hann sjálfræði. Það var gert í lok ágúst. Hann hafði farið sjálfivljugur í meðferð á Geðdeild Landstpítalans fyrir þennan atburð en vegna þrýstings frá mér. Þá hafði hann fengið pláss í Krýsuvík en skilyrðið var að hann færi í afeitrun. Af geðdeild 33a fékk hann svo bæjarleyfi tæpri viku eftir innlögn og þar með hófst sorgarsaga innbrota og botnlausarar neyslu, þar til hann var settur í síbrotagæslu að tilhlutan minni.
Hér eru auk mín allir sem til þekkja sammála um að Július þarfnist langtímameðferðar en ekki fangelsisvistunar. eftir símtal við Erlend Baldursson hjá fangelsismálastofnun um hvaða meðferðarúrræði stofnuninn telur fullnægja skilyrðum hennar, þá lagði ég inn umsókn um meðferð á Staðarfelli og afreitrun á Vogi.
Þriðjudaginn 29. október fór Júlíus inn á Vog til að byrja meðferð. Hann hefur ennþá staðið sig vel. Á fundi með fulltrúa skóla og fjölskylduskrifstofu og heimilislækni hans Hallgrími Kjartanssyni kom fram að þeir aðilar væru tilbúnir að vinna með mér að því að fangelsismálastofnun samþykkti að afplánun Júlíusar færi fram með neð langtímameðferð. Þetta hefur einnig komið fram í samtölum við sýslumann og lögregluna. Júlíus fékk heilablæðingu fyrir tæpum tveimur árum og hefur síðan átt við mikið þunglyndi að stríða og höfuðkvalir. Meðan hann afplánaði síbrotagæslu í fangelsinu á Hverfisgötu reyndi hann að fremja sjálfsmorð með því að skera sig á púls. Þrátt fyrir að varðmenn þar væru honum góðir. Július hefur tjáð mér að hann hafi miklar áhyggjur af því að þurfa að fara í fangelsi eftir meðferð, því hann segist hafa svo mikla innilokunarkennd að hann geti ekki setið inni ódeyfður.
Mitt álit er að ef hann lýkur langtímameðferð þá muni hann geta funkerað í samfélaginu okkar. Einnig myndi sú vitneskja hans að hann gæti lokið afplánun í meðferð staðfeseta hann ennfrekar í þvi að vinna sig út úr vandanum á þann hátt.
Ég fer því hér með fram á það við háttvitra fangelsismálastofnun að Júlíusi verði gefinn kostur á því að afplána fangavist sína að öllu leyti í meðferð á Vogi og á Staðarfelli. Til áréttingar þessu bréfi munu koma bréf frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og bréf frá Ingvari Kjartanssyn settum yfirmanni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði.
Virðingarfyllst ÁCÞ. Skipuð forráðamaður Júliusar K. Thomassen.
12. nóvember 2002.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Seljalandsvegi 100
Ísafirði.
Með bréfi, dags. 7. nóvember farið þér þess á leit að Júlíus K. Tomassen fái að afplána alla tildæmda refsivist á sjúkrastofnunum SÁÁ.
Dómur sá sem þér getið um í bréfi yðar hefur ekki enn borist Fangelsismálastonfun til fullnustu. Þegar hann berst stofnuninni verður Julíus boðaður til afplánunar með vísan til 2. gr. reglugerðar um fullnustu refsidóma nr. 29/1993.
Ákvörðun um langtímameðferð á afplánunartíma verður einungis tekinn eftir að Júlíus hefur hafið afplánun í fangelsi.
E.u. Erlendur S. Baldursson.
22. nóvember 2002.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Fangelsismalastonun hefur borist bréf yðar dags. 18 nóvember sl. varðandi afplánun Júlíusar K. Thomassen.
Dómur hefur enn eki borist til fullnustu en að öðru leyti vísast með svat til fyrra bréfs Fangelsismálastonfunar til ypar varðadi sama erindi, dags. 12., nóvember sl.
e.u.
Erlendur S. Baldursson.
Það skal ítrekað hér að þeir gáfu enga miskunn og létu sækja hann upp á Staðarfell til afplánunar. Það eina sem ég fékk út úr þessum bréfaskrifum ásamt því að fylgja drengunum í viðtal við Erlend, var að hann var settur inn í Kópavogsfangelsið en ekki Litla Hraun.
Það er nákvæmlega þetta sem ég er að tala um. Ekkert svigrúm gefið, þó fagaðilar ráðleggi annað og jafnvel skrifaðar skýrslur lækna og geðlækna um að þetta sé óheppilegt. Allt voru þetta smámál með 0.eitthvað af ólöglegum fíkniefnum í vasanum ásamt innbrotum til að ná sér í fíkniefni og pillur. Hringrásin ógurlega sem er daglegt brauð enn þann dag í dag, án þess að yfirvöld leiði hugan að því einu sinni að það sé eitthvað að þessu kerfi hjá þeim. Að það gæti verið hægt að bjarga mörgum einmitt með því að huga að hverjum og einum og hvað hentar best. Eins og til dæmis lokuð meðferðarstofnun myndi gera. Hefði sennilega gert kraftaverk í þessu tilfelli. Fer ekki að verða komið nóg?
Þess vegna lýsi ég yfir ábyrgð yfirvalda á mörgum af þeim ótímabæru dauðsföllum sem hafa orðið síðan fíkniefnadjöfullinn komst til valda í íslensku samfélagi. Og þó minn drengur sé fallin frá, þá eru aðrir þarna úti í sömu sporum ætla yfirvöld að horfast í augu við samfélagið og sjálfa sig áfram með það á bakinu að bera þá ábyrgð?
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2022938
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er skelfilegt ástand og fer síst batnandi. Ef peningarnir sem notaðir hafa verið í allskyns flottræfilsskap hjá hinu opinbera færu í þennan málaflokk væri hægt að halda uppi öflugu forvarnastarfi og reka vel mannaða endurhæfingadeild fyrir fíkla. En viljinn er bara ekki fyrir hendi.
, 13.10.2009 kl. 13:12
Ég dáist að þér elsku Ásthildur, þú ert fyrsta flokks móðir
Sigrún Jónsdóttir, 13.10.2009 kl. 13:56
Þvílíkt stríð, ég las greinina í DV í dag, þú ert dugnaðarforkur.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2009 kl. 15:05
Þú ert sönn hetja kæra Ásthildur og ég þakka þér mikið vel fyrir að opna augu mín betur fyrir því hvers konar ástand hefur ríkt í málum þeirra sem glímt hafa við fíknarsjúkdóminn á háu stigi með skrifunum þínum hér um reynslu Júlíusar og ykkar af kerfinu. Þar er sannarlega mikilla úrbóta þörf. Með kærleikskveðju.
IGG , 13.10.2009 kl. 15:56
Knús í kúluhús og ljúfur faðmur af ást og hlýju
Hér er kveikt á kerti ykkur til handa...
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.10.2009 kl. 19:29
Elsku Ásthildur mín.
Mér þótti svo leiðinlegt að hafa ekki vitað af fráfalli Júlíusar þegar ég hitti þig á flugvellinum í gær. Af einhverjum ástæðum fór þetta allt saman fram hjá mér þar til í dag.
Ég votta þér mína dýpstu samúð.
Ég þykist líka vita að þú hafir verið drengnum þínum stoð og stytta í gegnum þykkt og þunnt. En við sumt fær enginn ráðið og "enginn má sköpum renna" eins og þar stendur.
Málefni fíkniefnaneytenda eru í miklum ólestri á Íslandi, eins og þú bendir réttilega á. Ég vil þakka þér fyrir þinn þátt í því að opna augu almennings fyrir því sem úrskeiðis hefur farið.
Guð blessi þig og veiti þér styrk í sorginni.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.10.2009 kl. 19:49
Jú Cesil. Það er svo löngu komið nóg!!!
Stjórnmálamenn blaðra og þvaðra og meina ekki orð af því sem þeir segja. Allir sem einn í atkvæðaveiðum. Það er kominn tími til að orðum fylgi framkvæmd!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.10.2009 kl. 21:35
Heyr,heyr,ég reyndi að fá samband við heilbrigðisráðherra í 3 ár.En fékk aldrei viðtal ,ekki einu sinni símtal.Minn strákur dó vegna þess að kerfið brást honum eins og þínum strák.Og pólitíkusum og embættismönnum og konum er slétt sama um þá.EKKI OKKUR
Þú ert dugleg að berjast og átt allan minn stuðning
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 21:56
Það er óhugnarlegt hvað þú hefur þurft að ganga á marga veggi öll þessi ár. Og allir hinir sem hafa lent í því sama og þú. Maður gerir sér enga grein fyrir hversu slæmt þetta kerfi okkar er. Umræðan þín mun skila sér áfram í þekkingu til margra. Knús á þig baráttukona.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.10.2009 kl. 22:32
Hæ elskan.
Það væri hægt að gera svo margt fyrir þessi "öðruvísi " börn okkar.... bara ef fólk vildi skilja hvaða sjúkdóm þau eiga í baráttu við. Ég er svo sammála þér að það er FULLT af fólki sem við leitum til sem vill svo mikið reyna... kerfið hleypir því bara ekki lengra, það er svo sorglegt því það er hægt að hjálpa mörgum fíklum bara ef það væri litið á þá sem sjúklinga sem eiga VON.... meðan er líf er von. Kerfið þarfnast rækilegrar endurskoðunar, þetta er svo óréttlátt.... það er svo ömurlegt að ekkert hefur breyst á öllum þessum árum. Að lesa bréfin þín og að lesa bréfin frá Júlla seigir ALLT.... það vill engin lifa svona lífi, ekki fíkillinn og alls ekki fjölskyldan hans, við erum fólkið sem horfir upp á börnin okkar fjara út og við getum ekkert gert.... guð hvað ég óska þess heitt að einhver af öllum þessu háu herrum og frúm sem stjórna kerfinu okkar lesi það sem er hér á síðunni og taki þessi mál að sér... öðruvísi fólkið okkar er upp til hópa dásamlegt fólk, þegar það er ekki í neyslu. Veistu Ásthildur að í gegnum allt ferlið með skottið mitt hef ég stundum spáð í hvort það sé ekki bara "eðlilegt" að deyfa sig.... sorgin, sársaukin, hræðslan og fl. er svo oft óbærilegt, og ekki hjálpar kerfið til, stundum þykir manni eins og engin vilji neitt gera fyrir fíkilinn og það er vont. Þá á ég ekki við lögguna, læknana, skóla og fjölsk. skrifstofu og fl..... ég á við kerfið.
Ég er svo óendanlega stolt af þér elsku Ásthildur, eftir allt sem þú reyndir og gerðir fyrir Júlla þinn. Í mínum augum ertu HETJA. Farðu vel með þig yndisleg. Knús í KÚLU
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 23:33
Elsku hjartans Ásthildur mín.
Ég er bara nýlega búin að frétta af andláti sonar þíns og ég samhryggist þér og þínum innilega. Það nístir í hjartað að fá svona fréttir, þótt að við höfum aldrei hist, þá skiptir þú mig miklu máli sem bloggvinkona.
Elsku myndarlegi strákurinn þinn búinn að kveðja þennan heim, sem er svo kaldur og harður oft og tíðum og svo oft gagnvart þeim sem þurfa virkilega á aðstoð að halda sem er byggð á skilningi.
Mér finnst þú svo dugleg að koma með fram í dagsljósið sögu sonar þíns og ykkar sem hafið staðið í ströggli með honum. Þessi skrif verða örugglega til þess að ýta við einhverju sem verður til góðs varðandi málefni fíkla.
Ég hugsa til þín elsku vina og megi allt hið góða og styrkjandi halda utan um ykkur.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.10.2009 kl. 00:18
Kæra vina mín, ég leyfi mér hér og nú að fullyrða það hér og nú að þú ein Ásthildur mín hefur unnið þessum málaflokki meira gagn heldur en nokkur alþingis eða stjórnmálamaður eða gaddfreðnir kerfiskarlar hafa nokkurn tíma gert. Við vitum öll að í þessu svokallaða góðæri (sem var náttúrlega bara fyrir fáa útvalda) að þá var heldur aldrei til ein einasta króna til þess að bjarga þessum einstöku börnum (því auðvitað eru þetta alltaf börn einhverra alveg óháð aldri).
Það er þvílík hneisa og skömm hvernig þessum málaflokki hefur verið stýrt, og því miður getur maður ekki annað en hugsað útí það hvernig þeir sem hafa haft stjórn á þessum málum myndi líða ef þetta væru þeirra börn og líf þeirra að veði. Ég held að þessi mál myndu þá fá smá trukk í afturendann, en auðvitað myndi ég ekki óska neinum ekki einu sinni mínum versta óvini (þó ég eigi nú vonandi engan) þess hlutskiptis að missa barnið sitt í víti eitursins og jafnvel þess að horfa á eftir þeim eins og þú nú. Enn og aftur þakka ég þér og bið allar góðar vættir að blessa þig og alla í Kúlu, þú ert alger undraengill.

Hulda Haraldsdóttir, 14.10.2009 kl. 00:50
Jónína Dúadóttir, 14.10.2009 kl. 05:32
sendi þér styrk í baráttunni fyrir það að engin barátta en tilgangslaus, þó svo að það virðist á meðan á því stendur.
S
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.10.2009 kl. 07:28
Langar að benda þér á að kíkja hingað http://hross.blog.is/blog/hross/entry/964326/
...bara svo þú sjáir að það er ljós í myrkrinu - kannski langt í það hjá þér en það er þarna
Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2009 kl. 09:36
Takk innilega allar saman fyrir hughreystingar og hlýleika. Ég þarf svo sannarlega á þessu að halda og er innilega þakklát.
Búin að kíkja Hrönn mín og svo sannarlega er þetta upplífgandi að lesa. Takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 11:04
Takk Ólína. Ég vona að alþingismenn fari að skoða þessi mál alvarlega og hvort ekki má breyta þar einhverju um stefnuna og huga að því hvort þessi mál þurfi að vera svona ómannúðleg eins og þau eru í dag. Ég legg traust mitt á ykkur sem viljið skoða málin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 11:08
Elsku besta Cesil, las viðtalið í Dv og fékk þá grun minn staðfestann. Júlli er sá fimmti sem ég hef heyrt um frá því í júlí. Það er 5 of mikið.
Held að það sé kominn tími til að við sem eigum þessi öðruvísi börn opnum opna síðu og segjum frá baráttunni við kerfið og baráttunni við fíkniefnadjöfulinn sem börnin okkar verða heltekin af. Síðu sem foreldrar og vonandi þeir sem vinna fyrir kerfið geti séð svart á hvítu hvernig baráttan gengur fyrir sig.
Vona að dagurinn verði ykkur öllum aðeins léttari
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 11:09
Takk Kidda mín. Já það er satt þetta er allof mikil fórn. Að vísu er ekki vitað hverngi drengurinn minn fór, vegna þess að niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir ennþá. En hann var byrjaður í neyslu aftur og hefur sennilega ekki þolað það. En fyrir mig skiptir það ekki máli. Hann er farinn horfinn og komin í betra líf, eða eins og ein vinkona mín sagði, það er alveg ljóst að hann hefur fengið stöðuhækkun.
En við verðum að hugsa um þá sem á eftir koma. Þetta gengur bara ekki lengur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 11:22
Kom til að færa þér hlýhug
- af honum á ég þó sannarlega nóg, helling um umburðarlyndi líka og skilningi. Mest allt gjafir frá Himma mínum sem kenndi mér margt.
Eigirðu leið suður þá væri gott að hittast
Ragnheiður , 14.10.2009 kl. 12:06
Þú alla mína samúð Ásthildur , fíklar eru erfiðir við að eiga ,og alltaf virðist því miður sækja í það sama hjá þeim ,þó margir þeirra náist upp úr þessu skelfilega fari ,og það er líka hin hliðin á málinu eða heilsugeirinn og lögreglan ,þar er mikið búið að skera niður vegna kreppunnar . En það er verulega sárt að missa fólið sitt út í slíkt og það er bara barátta á milli lífs og dauða ,öll vitum við það og fíkillinn líka .En það er skelfilegt að það skuli ekki vera hægt að stöðva þessu eiturefni til landsins og hræðilegt er að slík efni skuli vera framleidd hér heima í stórum stíl oft án þess að það náist til þeirra ,þetta fólk sem er í þessari framleiðslu og eru að selja efnin eru bara morðingjar það er einfalt .
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:18
Elsku Ragga mín það væri mjög góð tilhugsun að hittast og ræða saman.
Takk fyrir innleggið Jón Reynir. Það verður þrautin þyngri að uppræta þessa sem eru efstir í pýramídanum og undarlegt nokk virðist ekki vera mikill áhugi á að ná þeim, það er mín skoðun. Það er meira lagt upp úr því að endalaust eltast við þá sem eru í neðsta þrepinu, fórnardýrin. Gerendurnir skipta víst ekki máli og bera enga ábyrgð, rétt eins og með útrásarvíkingana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 14:25
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.10.2009 kl. 16:05
Já því miður er þetta erviður róður og verst er að þessi undyrheimastarfsemi er þannig virðist manni að höfuðpaurarnir virðast altaf fá aðra til að garfa í þessu fyrir sig ,þannig að ervitt er að ná til þeirra þó eitthver skörð komist í kerfið hjá þeim ,og eflaust eru þessir gaurar háttsettir flibbar sem leika leikinn í altaðrat áttir en haldið gæti ,slóttugir refir sem koma vel fyrir . Það er sorglegt að í okkar litla landi skuli þannig vera komið þar sem við búum bara á eyju . Maður gæti helst haldið að hagsmunaseggir standi beggjanegin við borðið í ransóknum slíkra mála .En alt þetta eru bara getgátur hjá mér ,en lífið í undirheimunum er vel skipulagt virðist manni ,og hrillir manni við slíku .
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.