12.10.2009 | 18:21
Bréf til allra alþingismanna í lýðveldinu Íslandi 1998 og bréf til sonar.
Árið 1998 sendi ég alþingismönnum þetta bréf. Ég geri mér grein fyrir að umgengni við fíkla er ekki auðveld, og það er oft erfitt að hafa þá inn á heimili sínu. En það gefur samt ekki rétt til að þau séu algjörlega hunsuð og fordæmd.
Það voru reyndar lítil viðbrögð við þessu bréfi mínu. Enda bara kerling út í bæ sem var þarna að skrifa eitthvað óþægilegt og um einhverja sem skipta hvort sem er engu máli... eða hvað?
Ísafirði 5. janúar 1998.
Ágæti þingmaður íslenska ríkisins.
Er það ekki rétt hjá mér að þú sitjir á Alþingi til að gæta hagsmuna allra þegna kjördæmis þíns?
Ég vil benda þér sérstaklega á hóp ungs fólks sem full þörf er á að kannað sé með sérstökum hætti, hvernig hægt sé að koma til hjálpra. Málið þolið enga bið.
Þetta eru fíkniefnaneytendur.
Ég er að tala um þá sem svo djúpt eru sokknir að þeir eru komnir í lögbrot. Ég er ekki að tala um unglinga, heldur ungt fólk alveg upp úr skalanum.
Í þjóðfélagi okkar er í dag litið á þetta fólk sem glæpamenn, en ekki sjúklinga og þeir meðhöndlaðir samkvæmt því í okkar réttarkerfi.
Ég álít að það þurfi að fara í saumana á dóms- og réttarkerfi Íslands í dag og færa þar hlutina til nútímalegra horfs.
Ef við ætlum að stefna að fíkniefnalausu landi árið 2002 þá er þetta eitt af veigameiri þáttum sem þarf að lagfæra.
Það gengur ekki lengur að þessu fólki sé stungið inn í fangelsi án tillits til hvar og hvernig það er statt í lífinu, það brotið niður og síðan sent út á götu aftur án neinnar raunverulegrar aðstoðar. Fangelsi á Íslandi eru heldur ekki í stakk búin að taka við þessu fólki, þar sem aðeins mun vera einn sálfræðingur starfandi við stofnunina, engir læknar og félagsfræðingar. Ekkert fagfólk sem meðhöndlar sjúklingana
Hér þarf líka að taka tillit til hvort fólkið sé að bæta sig og komið í nýtt líf, áður en það er rifið upp og sett í fangelsi fyrir brot sem það framdi í annarlegu ástandi löngu áður. Og hver er þá tilgangurinn með innilokuninni?
Til að sýna fram á fáránleika framkvæmda í málum þessa unga fólks ætla ég að senda hér með einstakt mál sem er mér tengt Eg vil taka fram að þetta einstaka mál verður að meðhöndla sem trúnaðarmál, því meiningin rauðvitað að þessi mál verði skoðuð í heild sinni og fundinn mannsæmandi lausn fyrir sjúklingana okkar.
Ung kona tengd mér var komin ansi langt niður í fíkniefnaneyslu hún var búin að komast oft í kast við lögin. Hún var búin að eignast nokkur börn sem öll eru í vörslu foreldra hennar. Henni hafði m.a. verið meinað að fara með ungt barn sitt í fangelsi sem varð til að böndin slitnuðu.
Þessi stúlka var búin að taka sig á ástfangin, búin að gifta sig og komin með barn. Maðurinn hennar var líka búinn að vera fíkill lengi, reikandi og festi ekki tilfinningabönd við nokkurn mann. Þessi tvö voru sem sagt búin að finna hvort annað og farin að feta veginn þrönga og mjóa saman. En yfir hvíldi einn skuggi, stúlkan átti yfir höfði sér 15. mánaða fangelsi. Hún var kölluð inn í ágúst s.l.
Ég gerði allt sem ég gat til að forða því að hún yrði sett inn ég var hrædd um að þetta áfall yrði framtíð þeirra svo þungt högg, að allt sem áunnist hefði í þeirra lífi væri í hættu. Ég fékk vottorð frá heimilislækni þeirra, vottorð frá sálfræðingi sem ræddi við þau í nokkrum samtölum og vottorð frá félagsfræðingi.
Ekkert tillit var tekið til umsagnar alls þessa fagfólks. Og ég segi hefði ekki verið heppilegra í þessu dæmi að breyta dómnum í skilorðsbundið fangelsi og sjá hvort unga fólkið stæði sig ekki til langframa, heldur en að rífa litlu fjölskylduna sundur og senda hana hvert í sína áttina og taka áhættu á að þau færu aftur í sama horfið og litla barnið til annara? Og ég segi enn og aftur hver er eiginlega tilgangur fangelsisvistunar á Íslandi í dag?
Á hinum norðurlöndunum er allstaðar til staðar lokaðar meðferðarstofnanir. Það er lífsnauðsynlegt að koma slíku á hér, þá er hægt að dæma fólkið í meðferð allt frá þrem mánuðum til árs eða svo.
Fangelsismálastofnun virðist starfa eftir mjög þröngt afmörkuðum reglum og ekkert svigrúm virðist gefið til mannúðar á þeim bæ.
Þessu verður að breyta.
Ágæti þingmaður! Ég bið þig að lesa þetta bréf og meðfylgjandi plögg vandlega og vita hvort þér finnst ekki ástæða til að skoða nánar aðstöðu og aðbúnað óhamingjusams fólks sem vegna veikleika og kjánaskaps en ekki glæpaeðlis hefur lent milli steins og sleggu og er hjálparlaust og vonlaust í okkar velferðarríki. Ég þekki nógu marga af þessu óhamingjusama fólki til að geta sagt að oftast er þetta yndælis fólk, en veikgeðja og hefur þess vegna látið glepjast þangað til ekki varð aftur snúið. Við höfum réttindi og skyldur gagnvart þessu fólki, viðhöfum ekki heldur efni á að missa það í dauðann, en þar enda allof oft margir ef ekkert verður að gert, annað hvort úr sjúkdómum eða fyrir eigin hendi. Það er margt sundurtætt foreldri úti ´þjóðfélaginu sem hefur engin ráð til bjargar.
Opin meðferðarstofnun hefur ekkert að segja, því flestir þessa hóps eru komnir of langt til að vistast þar sem það getur gengið út daginn eftir. Ég segi þetta vegna þess að ég hef upplifað þetta sjálf og vil engum svo illt að ætla honum að ganga í gegnum slíkt helvíti, þar sem alltblandast saman ástin á afkvæminu, sjálfsblekkingin, lygin og vonleysið, reiðin út í eiturlyfjasalana og ekki síst reiðin út í kerfið sem frekar slær á hverja veika tilraun til sjálfsbjargar en að vera til hjálpar reiðubúið.
Með virðingu Ásthildur Cesil Þórðardóttir, móðir, tengdamóðir og amma.
Bréf til sonar desember 2005.
Desember 2005.
Hæ Júlli minn.
Ég sendi þér þessar bækur til að lesa. Vonandi líkar þér þær. En ég finn ekki ljóðabókina sem þú baðst um. En ég sendi þér samt þessa bók, hún hefur að geyma mörg af ljóðunum í bláu bókinni. Ég ætlaði að kaupa eintak en það er ekki fáanlegt. Þessi bók er orðin algjört raritet.
Vona að þú hafir það gott og komist upp úr þessari vitleysu. Þú virðist vera ákveðin í að standa þig og það er gott. Það er eina pottþétta ráðið til að þokast upp úr þeirri lægð, að virkilega vilja halda áfram á beinu brautinni.
Úlf hlakkar mikið til að fara í ferðalagið. Hann er að skrifa jólasveininum og biðja um allskonar dót í skóinn. Ég veit ekki hver er að plata hvern. Held að hann sé meira að plata mig.
Hann er búin að vera órólegur undanfarnar vikur. Hann er það næmur að hann finnur að foreldrarnir eru óstabílir. En hann veit að mamma hans er mikil óreglumanneskja, hann stólar meira á þig nú orðið, svo þetta ástand á þér hefur orðið honum erfitt. Það hefur komið fram í skólanum og ýmsu öðru atferli. Þess vegna skiptir miklu máli að þú bregðist honum ekki og vinnir að því að ná fullri heilsu á ný.
Hann grét um daginn og sagðist hafa svo miklar áhyggjur af því að verða táningur ef hann færi að drekka og veðar fíkill. Við sögðum honum að það væri alveg undir honum sjálfum komið. Tíu ára guttar eiga ekki að þurfa að burðast með svona hugsanir. Hann er samt rosalega dugelgur og góður strákur.
Mér er mikið létt að þú skulir vera kominn í meðferð. Það var erfið biðin vitandi að þú fórst alltaf lengra niður, eftir allt uppbyggingarstarfið sem þú hefur verið í.
Jæja þá er jólaundirbúningurinn framunda. Ég lauk við síðasta jólakortið í gær og fer með þau í póstinn í dag. Það var rosaleg rigning hér í gær var feginin að það gerði ekki svona slæmt veður fyrr en eftir að þú varst farinn suður.
Hnífsdalsvegurinn var lokaður í alla nót vegna aurskriða. Hér eru allir lækir á fullu. Vonandi fer þessum lægðum að ljúka og komast á stabílla veður.
Jæja Júlli miinn, vona að þú hafir það gott og hugsaðu bara um það eitt að komast til heilsu. Okkur þykir öllum vænt um þig og viljum fá þig heilan heim, þó það taki tímann sinn. Um að gera að ljúka meðferðinni og hýða ef þeir ráðleggja eftirmeðferð.
Við sendum þér bestu kveðjur mamma Úlfurinn og pabbi.
Megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2022938
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 19:14
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 19:33
IGG , 12.10.2009 kl. 19:35
Dísa (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:26
Mér finnst svo flott Ásthildur, hvað þú ert að vinna á áhugaverðan þátt úr sorginni. Þú ert að fara í gegnum allavega bréf og minningar tengdar syni þínum. Þetta birtir þú svo á þessari víðlesnu bloggsíðu. Þú hefur ýtt við fullt af fólki með þessum skrifum og birtingu gamalla sendibréfa. Fullt af fólki sem aldrei hefur leitt hugann af þessu málefni er farið að hugsa fram og til baka um þessu alvarlegu mál. Ég er allavega ein af þeim . Ekki gefast upp þrátt fyrir að Júlíus sé farinn, þú skal berjast, berjast og berjast fyrir þessum málaflokki. Áfram Ásthildur.
Berglind (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:21
Sæl Ásthildur mín og samúð með Júlla, hann var einn af þeim sem réðist ekki á mig, ég sá hann
síðast nokkrum dögum fyrir lokun hellussteypunnar ykkar, hann var að pússa stein.
Þetta er allt satt og rétt hjá þér. ég vil að sveitarfélag eins og Isafjarðarbær sameynist Bolungarvík og Súðavík og verði umönnunarbær og fangabær fyrir fyrirmyndafanga.
Eihvað verur að gera í málefnum hjá þessum hóp, þetta eru ekki vondir krakkar en fóru útaf sporinu og allto fáir vilja rétta hjálpahönd. Þá mun skapast atvinna fyrir þann kvóta sem tapast hefur, þetta mun vekja heims athygli og munu margir foreldrar senda börn sín í meðferð vestur.
Strákurinn minn þurfti að fara suður útaf veðrunu sem gekk yfir landið en er á leiðinn vestur til að ganga frá þakinu. það þarf að stofna hlutafélag ég er til og mikið af góðufólki. kv.benni
Bernharð Hjaltalín, 12.10.2009 kl. 23:31
Jónína Dúadóttir, 13.10.2009 kl. 06:15
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 09:28
Takk mín kæru.
Berglind mín, takk fyrir hvatninguna.
Ég hef fundið fyrir miklum og góðum viðbrögðum við þessum skrifum mínum, og tel að þetta sé eitthvað sem þarf að koma fram. Þó það sé erfitt. Sumt bara verður að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2009 kl. 09:44
Laufey B Waage, 13.10.2009 kl. 10:13
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.10.2009 kl. 19:25
Innilega takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.