Tómleiki, en áfram heldur lífið.

Ég geri mér ljóst að nú fer í hönd ákveðin tómleiki.  Nú þegar allt er um garð gengið og drengurinn minn kominn á sinn stað.  Í gær var mikið um að vera, fólk að kveðja og fara.  Einn sonur minn að fara til Noregs, elskulegir ættingjar og vinir að fara heim, eftir að hafa lagt á sig að koma Júlla mínum til heiðurs, í leiðinda veðri og ófærð. Einhverjir komust ekki sem eðlilegt var miðað við veðrið.

Ég er eiginlega hálf tóm í hjartanu.  Þó býr það einhver innri gleði vegna þessarar fallegu athafnar og samhuganum sem ég fann svo vel, bæði hjá þeim sem voru að hjálpa til, þeirra sem tóku þátt og þeirra sem hafa sent mér kveðjur bæði hér og annarstaðar.  Ég ætla mér að halda áfram að skoða og sýna fram á hve ranglega við erum að meðhöndla okkar öðruvísi börn.  Og ég ætla mér að sýna fram á það með því að setja hér inn fleiri bréf.  Það er ekki til enskis að ég hef geymt alla þessa pappíra svona langan tíma.  Ég held ef til vill að ég hafi innst inni vitað að til þessa kæmi.  Og drengurinn minn vissi það eflaust líka.

Nú er hann engill og tekur á móti öðrum öðruvísi börnum, eins og Guðrún vinkona mín sagði við mig.  Og þá verð ég að sætta mig við að hafa hann ekki lengur hjá mér. 

IMG_4374

Sumir tóku ekki einu sinni eftir því að veðrið var rosalega vont á leiðinni.  En sumir eru bara að eðlisfari bjartsýnir og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

IMG_4408

Margeir blessaður missti gleraugun sín í óveðrinu og skemmti bílinn.  En hann kom samt. 

IMG_4409

Mamma Úlfs kom líka og stóð sig vel.

IMG_4426

Sigrún mín og Áróra hér að kveðja.

IMG_4438

Tími til að kveðja og halda áfram að lifa og vera til.  Það er lífsins gangur.  En mikið var gaman að hitta svona marga.

IMG_4441

Skafti minn farin í atvinnuleit til Noregst, auðvitað óska ég honum góðs gengis, en vona samt að hann komi heim fljótt aftur. 

IMG_4445

Og það var ennþá til nóg meðlæti, takk allar bökunarkonur.  Hér hjá mér eru nokkur föt sem hægt er að nálgast.  Ég er ykkur innilega þakklát fyrir umhyggjuna.

IMG_4448

Gamlar vinkonur hittast.  Það er notalegt.

IMG_4452

Við höfum svo sem alltaf verið góðir vinir, og synir mínir tveir Ingi Þór og Júlli, áttu heilmikið í þessum tveimur þegar þeir voru litlir.

IMG_4339

Og nú er pabbi farin heim líka.  Pabbi vinna, mamma í skóla. Það er dálítið erfitt fyrir litlar hnátur að skilja.  En það er samt voða gott að vera hjá ömmu og afa.  Og ég er upp á þær komin í dag, með fjör og glaðværð.

IMG_4345

Afi les.

IMG_4361

Feimin fyrirsæta.

IMG_4365

Og önnur sem nýtur sín.

IMG_4372

Og sumir vilja bara fylgjast með.

IMG_4377

Aðrir eru bara professional.

IMG_4417

Og alltaf jafn hugvitssöm.

IMG_4418

Knús er það sem gildir í dag.

IMG_4432

Má ég halda á henni.

IMG_4435

ég get líka haldið á henni Sólveigu Huldu systur minni.

IMG_4444

Lítill rauðhaus sem harðneitaði að fara úr kúlunni og af hestinum. En það er ekkert nýtt.

IMG_4427

Ísafjörður er líka dálítið dapur.

IMG_4453

Þegar við vorum búnar að skila mömmu á pabba á flugvélina, fórum við og keyptum púsl svona til að dreyfa huganum.  Það er auðveldara fyrir hana en mig.

En svo líður tíminn og við lærum að lifa með reynslunni. 

Eigið góðan dag mín kæru.  Og innilega takk fyrir allar kveðjurnar, heimsóknirnar, alla vinnu sem lögð var í þessa fallegu athöfn og bara allir sem hugsa til okkar og senda góðar hugsanir.  Það hefur verið mér ómetanlegt á þessum erfiðu tímum.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásdís mín.

Já,segi ég. Þú talar svo eðlilega og blátt áfram um allt í kringum lát sonar þíns og nú kemur tómleikatímabilið.

 Það er rétt, ég hef sjálfur farið í gegn um þau og aldrei eru þau eins , en það er svo miklsvert að eiga sannan og tryggan stuðning allra sinna nánustu að það léttir þetta ferli og lífið heldur áfram .

Ég er oft hjá ykkur í huganum og óska þess svo innilega að allt megi blessast hjá ykkur.

Siðan þín af heimilinu ykkar hefur yljað þjóðinni og ég trúi því að svo verði áfram.

Kærleikskveðjur á ykkur öll.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:03

2 identicon

Fyrirgefðu Ástildur að sjálfsögðu átti þarna að standa. Sæl Ásthildur.

Ég er líka annars hugar.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsk Þói minn takk fyrir þetta.  Ásdís er gott nafn líka alveg eins og mitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2009 kl. 14:22

4 Smámynd: IGG

Mig langar til að taka undir allt sem hann Þói segir hér á undan og sendi kærleikskveðju í Kúluna.

IGG , 12.10.2009 kl. 14:38

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þói hefur verið að hugsa um mig  og þig í bland.  Kærleikskveðja til þín Ásthildur mín, tómleikinn hellist nú yfir, vertu dugleg að tala við okkur hér í bloggheimum, það er svo gott.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er rétt nú kemur "tómleikatímabilið" ég hef farið í gegn um þau nokkur og eins og Þórarinn segir þá er ekkert þeirra eins en það hefur reynst mér best í gegnum tíðina að hafa nóg fyrir stafni svo leiðinlegar og daprar hugsanir nái ekki tökum á manni.  Hugur minn er hjá þér Ásthildur mín og megi allar góðar vættir vaka yfir þér og þínum.

Jóhann Elíasson, 12.10.2009 kl. 14:40

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir öll sömul.  Já ég er innilega þakklát fyrir ykkur öll þarna úti sem hugsið til okkar og biðjið fyrir okkur.  Það er einhvernveginn svo góð tilfinning og vinnur dálítið á sársaukan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2009 kl. 14:42

8 identicon

Áfram skulu berast vestur til þín frá mér kærleikskveðjur og straumar. Lífið heldur svo sannarlega áfram og þótt ský sé mörg á himni þessar stundir og daga þá veit ég að elskulegur sonur þinn gerir sitt til þess að blása þeim í burt og hleypa sólargeislunum inní sálartetrið á ykkur.Kveðja Ásthildur mín.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:59

9 Smámynd:

Sendi hlýjar kveðjur til ykkar í kúluna. Það er gott að afi og amma hafa litlu gleðiljósin sín til að huggast við í tómleikanum eftir áfallið

, 12.10.2009 kl. 16:01

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

endalaus kærleikur og knús

Heiða Þórðar, 12.10.2009 kl. 16:53

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Knús elsku Ásthildur mín. Þið eruð í huga mínum.  Það gekk vel hjá okkur á heimleiðinni.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.10.2009 kl. 17:14

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita Sigrún mín kæra.  takk fyrir að koma og takk fyrir knúsið. 

Takk elsku Heiða mín.

Takk elsku Dagný mín

og takk elsku Ragna mín, ég þarf svo sannarlega á öllu þessu knúsi að halda, og kann svo vel að meta það.

Ég fer að komast í samt lag og get farið að kíkja á ykkur og það sem ykkur liggur á hjarta elsku bloggvinir mínir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2009 kl. 17:51

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj elsku stelpan mín. Þetta er svo erfitt

Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 18:05

14 identicon

Ég hugsa mikið til þín,orð eru svo lítil við þessar aðstæður.Ég bið góðan Guð um að gefa ykkur styrk og kraft til að takast á við hverja stund.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:20

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín og Birna Dís. Orð eru líka huggun séu þau veitt af kærleika, þannig skynja ég það allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2009 kl. 18:37

16 identicon

Sendi allan þann styrk sem ég get sent til þín og þinna Ásthildur, vá hvað þú ert sterk kona.

En þessi blogg þín og myndir eru huggun fyrir aðra það er hárrétt hjá þér, ég dáist að þér hvað þú ert dugleg við þetta. 

Góði guð gefðu þeim styrk og kraft til að takast á við sorgina, ekki gleyma ykkur . 

Kær kveðja vestur. 

p.s ég les alltaf bloggið þitt Ásthildur 

Harpa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 19:46

17 identicon

Tómleikinn tekur við þegar allt er yfirstaðið, en allir litlu englarnir ykkar sem eru hér enn taka sitt pláss í huganum og styrkja. Þú ert búin að vera rosalega dugleg ogátt eftir að ná orku eins og áður, oft hefur blásið á móti þér eins og vel hefur sést á skrifum þínum. Ég hugsa mikið til þín þessa dagana og vildi geta knúsað þig, en það geymist þar til við hittumst. Okkar gamla vinátta styrkist frekar en hitt með árunum.

Dísa (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 20:09

18 Smámynd: Magný Kristín Jónsdóttir

Kjærleikur til ykkar allra elsku Ía mín

Magný Kristín Jónsdóttir, 12.10.2009 kl. 22:03

19 identicon

Bestu kveðjur. Orð eru svo lítils megnug þegar svona stendur á en sendi kærleikskveðjur frá Akureyri. Guð veri með ykkur öllum.

Margrét Traustadóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 22:37

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk öll. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2009 kl. 09:42

21 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elsku sterka,duglega kona, Ásthildur.

Takk fyrir ad gefa okkur svona mikid núna tegar tú ert ad syrgja.Takk fyrir ad deila sorginni med okkur hinum.Ég hugsa mikid til tín elsku vina.Ef ég hefdi verid á landinu hefdi ég komid til tín.Ekki af tví vid tekkjumst svo vel nei nei heldur til ad sýna tér hversu mikid mér tykjir vænt um tig og tad sem tú hefur gefid okkur.

Tad er ómetanlegt.

Hjartanskvedja

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 13.10.2009 kl. 09:50

22 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Ásthildur, það er einmitt fjölskyldan og vinirnir, nándin sem þau veita sem er besta smyrslið í gegnum öll ferli sorgarinnar, eins erfitt og það ferli er. Þar ertu lánsöm með þennan yndislega hóp í kringum þig og yndislegu börnin sem geta ekki annað en gefið gleði og ljós  

Sendi kærleik og ljós til ykkar allra.

Knús og kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.10.2009 kl. 11:16

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Ragnhildur mín.

Elsku Guðrún þakka þér fyrir þessa fallegu hugsun

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2009 kl. 12:22

24 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sendi ykkur líka endalaust knús og kveiki hér á kerti ykkur til handa og elsku Júlla

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.10.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband