8.10.2009 | 22:19
Kistulagning, sorg, fegurð og kærleikur.
Í dag var kistulagningin. Hún fór fallega fram, það var erfitt en við vorum öll saman fjölskyldan og það er gott að vera í kærleika og umhyggju. Það er það besta sem til er í raun og veru úr því að svona er komið.
Haukur kom í eftirmiddaginn og söng fyrir okkur lagið við ljóðið mitt. Og það var svo yndislega fallegt. Það var eins og Júlli. Enda eru allar bænir og kærleikur sem umvefja okkur öll á þessum erfiða tíma.
VestfjarðarHaukurinn setur inn bakspil. Yndisleg músik sem verður frumflutt á Laugardaginn.
Lítil skotta gleðigjafi.
Það var ákveðið að öll börnin settu eitthvað frá sér í kistuna. Þessi þrjú eru að teikna myndir.
Með ástarkveðju til pabba.
Næstu myndir eru ef til vill ekki fyrir viðkvæma, en mér finnst ég verði að setja þær inn. Pabbi hans hringdi frá Danmörku. Hann var niðurbrotinn maður og var staddur hjá móður sinni ömmu Júlla míns. Hann á líka vini á mörgum stöðum í Noregi og fyrir sunnan og allstaðar. Sem syrgja og sakna. Þannig að ég vil gefa þeim hlutdeild í þessari fallegu athöfn sem fór fram í dag. Reyndar fengu svo vinir hans að kveðja hann þegar við vorum farin. Mér fannst það skipta máli fyrir þá að fá líka að kveðja kæran vin. Því það er ákveðin léttir að fá að kveðja og knúsa.
Við erum mörg í fjölskyldunni eða yfir 50 manns, og þar mættu allir sem gátu.
Hann er svo fallegur þessi elska.
Það er hræðilegt að kveðja barnið sitt og bróður sinn en verra er að kveðja barnabarn eins og elskulegi pabbi minn þurfti að gera í kvöld. Elsku karlinn minn stóð sig eins og hetja. Þeir voru svo nánir og góðir vinir.
Móðir og sonur.
Úlfur stóð sit líka eins og hetja.
Elsku pabbi minn.
Elsku pabbi minn, ég ætla að reyna að muna þig. Úlfur mun hjálpa mér til að muna allar skemmtilegu stundirnar sem við þrír áttum saman. Veiða, týna grjót og fara í fjallaferðir, týna krabba.
Það eru ekki allir sem fá lestur yfir sér bæði á spænsku og íslensku. En Það þarf ekkert minna fyrir Júlla minn. Enda var kærleika hans engar skorður settar.
Fallegur og friðsæll mínir kæru vinir og vandamenn. Hér getið þið séð að hann fór með friði og kærleika. Það er gott að geta grátið og það er gott að geta fundið til.
Umvafin ást og söknuði var drengurinn minn í dag.
Samhugur ást og kærleikur. í dag var allt það sameinað sem sundraði áður. Í dag ríkti kærleikurinn.
Lítill drengur ljós og fagur og yndisleg manneskja sem valdi sér það hlutverk að vera prestur.
Versu kærleiksríkt getur andrúmsloftið orðið. Drengurinn minn sefur, þó vakir hann.
Og himnagalleríið er opið í dag.
Yndislegar manneskjur buðu okkur í súpu eftir kistulagninguna. Og annað yndislegt fólk lánaði tjöruhúsið, vettvanginn sem Júlli minn elskaði svo mikið til að við gætum hist og sameinað sorgina. Hvar var meira tilhlýðilegt að hittast nema einmitt þar.
Tveir litlir karlar sem misstu pabba sinn alltof fljótt. En minningin mun lifa hjá þeim báðum um ástríkan föður.
Hér eru þær þessar óbeisluðu konur sem buðu okkur upp á súpu í dag. Innilega þökk fyrir okkur elskurnar mínar.
Bára frænka og stubbur.
Fjölskyldan okkar var sameinuð og sterk í dag.
Afi gamli kom líka. Hann er líka hetja.
Krakkarnir voru glaðir og þeim fannst gaman í súpuveislu.
Rauðhausar og kjarnakonur.
Ef ykkur finnst ég væmin í kvöld, þá er það af því að ég er barnafull af kærleika og stolti. Stolti yfir því hve vel liðin drengurinn minn var og hve allir eru boðnir og búnir til að gera allt fyrir okkur. Glöð yfir því hve allir bera mann á höndum sér. Og þakklát fyrir allt það sem fólk um allan bæ og allt landið er að gera fyrir okkur.
En nú er ég búinn á því elskurnar. Þetta hefur verið bæði erfiður dagur en þó svo yndæll. Þetta er sennilega allt spurning um hvernig við sjálf tökumst á við sorgina og þá sem nærri okkur eru. Þó sorgin sé sár, þá þurfum við að meðtaka það góða sem að okkur er rétt. Og vera þakklát bljúg og viðkvæm. En fyrst og fremst muna að lífið heldur áfram. Ég ætla að setja ljóðið mitt aftur hér inn. Ég er reyndar dálítið stolt af því ef satt skal segja.
Sorgin er sár
svíður hjarta.
Tómleiki og tár
tilfinning svarta.
Samt lifir sú von
að góð sé þín köllun
minn elskaði son
á Ódáinsvöllum.
Ljúflingur og ljósið mitt
leggðu á veginn bjarta.
Löngunin og lífshlaup þitt
liggur mér á hjarta.
Í dýpstu sorg um dáinsgrund
döprum hug mig teymdir.
en fórnfýsi og fagra lund
í fylgsnum hugans geymdir.
Ekki barst þú mikið á.
Elsku sonur mildi.
Varst samt alltaf þar og þá.
Þegar mamma vildi.
Í mér sorgin situr nú
sárt er upp að vakna.
Hér ég vildi að værir þú
vinur þín ég sakna.
Englarnir nú eiga þig.
engan frið það lætur.
Við það sætta má ég mig
móðirin sem grætur.
Elsku Júlli ástin mín.
yfir þér nú vaka.
Allir vættir. Ævin þín
er óvænt stefnutaka.
Ég veit að elsku mamma mín
miðlar með þér gæsku.
Hún var æðsta ástin þín.
öll þín árin æsku .
Nú gráta blessuð börnin þín.
bestur alltaf varstu.
alltaf setja upp í grín.
alla tilurð gastu.
Sendi ég þér sátt og frið.
með söknuði í hjarta.
held þú eigir handan við,
hamingjuna bjarta.
.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kær kveðja vestur mín kæra, myndirnar eru yndislegar. Hjartans Úlfur...og allir sem sakna. Guð styrki ykkur öll
Ragnheiður , 8.10.2009 kl. 22:35
Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 22:36
Elsku Ásthildur og fjölskylda, takk fyrir fallega stund í kvöld.....okkar var ánægjan og þakklætið að fá að njóta hennar með ykkur.
Gunna Guggu (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:39
Elsku Ásthildur.Takk fyrir að leyfa okkur að taka þátt í þessari sorg þinni sem á sér þó systur sem heitir gleði.Ég hef margoft skrifað það til þín hversu mikill kærleikur frá þér streymir í blogginu þínu og þakkað fyrir að fá að vera þáttakandi í lífi ykkar.Mínar dýpstu samúðarkveðjur til þín vinan og fjölskyldunnar og minningin um ljúfan dreng lifir um alla eilífð hjá þeim sem hann þekktu og unnu.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:39
Jónína Dúadóttir, 8.10.2009 kl. 23:07
Hjartans litli Úlfurinn. Þessi dagur hefur verið erfiður honum
Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 23:09
Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 23:09
IGG , 8.10.2009 kl. 23:27
Elín Helgadóttir, 9.10.2009 kl. 00:10
Innilega takk öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2009 kl. 00:24
Þakka þér fyrir að veita mér og öðrum hlutdeild í sorg og erfiðleikum jafnt og gleðistundum. Þetta hefur verið erfiður dagur fyrir ykkur. Ég finn mikið til með Úlfi - mikið á drenginn lagt á viðkvæmum aldri. Sendi ykkur öllum kærleikskveðjur
, 9.10.2009 kl. 02:36
Kristín Katla Árnadóttir, 9.10.2009 kl. 06:16
Guðrún Jónsdóttir, 9.10.2009 kl. 08:34
Elsku Íja mín, það er yndislegt að fá að sjá ykkur öll sameinuð í sorginni. Þetta er erfiður tími en ég held að þessi kveðjustund verði Úlfi dýrmæt þegar frá líður. Hjartans kveðja til ykkar allra, ekki síst pabba þíns. Guð geymi ykkur öll.


Dísa (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 08:56
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.10.2009 kl. 09:20
Elskulega fjölskylda.
Takk.
Takk fyrir að deila þessum erfiðu stundum. Takk fyrir að sýna "hinum" að fíklarnir okkar eru líka manneskjur, ekki bara fíklar.
Fíkillinn minn er í bata. Honum líður vel. Fyrir það er ég þakklát. Sagan ykkar minnir mig á hvað er stutt á milli gleði og sorgar, fyrir nokkrum mánuðum síðan óttaðist ég á hverjum degi að fá heimsókn eins og þið fenguð, frá lögreglu og presti. Takk fyrir að minna mig á.
Sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur.
Margrét (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 09:31
Innilega takk fyrir okkur. Það er alveg rétt að það þarf hugsanabreytingu í þjóðfélaginu varðandi brotna fólkið okkar. Hornrekurnar. Ég er að vonast til að okkar sorgarsaga geti brotið ísinn á einhvern hátt. Það þarf nefnilega samstillt átak eða vilja til að breyta. Það gerist ekkert nema með umtali, þrýstingi og áróðri. Þess vegna nýti ég mér sorg mína til góðs, eða ég tel það. Finnst það á umræðuni og samtölum sem ég fær og kveðjur. Og ég veit að sonur minn vildi öllum vel, hann notaði sitt lífi öðrum til varnaðar ef hann hélt að einhver kring um hann væri að taka ranga stefnu. Þá var hann mættur til að leiðrétta kúrsinn. Einn af þeim krökkum kom hingað í heimsókn með foreldrum sínum og var að fara í meðferð, líka vegna hvatningu frá Júlla. Ég sagði við hann, leyfðu Júlla að fylgja þér alla leið í gegnum þetta. Hafðu hann með í hugsun þinni og óskum um gott líf. Já sagði drengurinn, það ætla ég sannarlega að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2009 kl. 09:58
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2009 kl. 10:03
Elsku Ásthildur, duglega kona. Þessar myndir sýna ekkert nema friðsæld og fegurð og geta ekki valdið neinum ótta. Takk fyrir að deila þeim með okkur og megi allar góðar vættir fylgja ykkur á morgun við útför drengsins þíns.
., 9.10.2009 kl. 10:04
Fallegar og frðsælar myndir frá þessum erfiða degi í lífi ykkar allra.
Ljóðið þitt er yndislegt. Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur en mest finnur maður til með Úlfi. Alveg eins og foreldrar eiga ekki að kveðja börnin sín þá eiga ung börn ekki að kveðja foreldra sína.
Knús í kærleikskúluna
Kidda (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 10:07
Takk elsku Ásthildur fyrir það að hjálpa mér í gegn um sorgina. Mér finnst svo rosalega gott að lesa bloggið þitt. Þú ert einstök perla. Mér þykir óendanlega vænt um þig elsku frænka. Ég er alltaf til staðar ef eitthvað er. Mér finnst þú hjálpa mér miklu meira en ég get nokkurntíman hjálpað þér!! hljómar kannski skringilega en það er bara svo.
Sunneva (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:28
Elsku duglega hjartahlýja Sunneva mín. Þú hjálpar mér jafnmikið og ég þér ljúfust mín, fyrir utan alla hina sem eiga skjól hjá þér.
Takk Kidda mín.
Takk Jenný og Halla.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2009 kl. 13:43
Knús á ykkur

Greta (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 14:05
Takk Gréta mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2009 kl. 14:37
Takk, elsku Ásthildur, fyrir að deila þessu með okkur. Fallegar myndir og falleg skrif.
Sérstakt knús til Úlfs.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.10.2009 kl. 16:09
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.10.2009 kl. 16:22
Takk fyrir þetta Guðríður mín og Lísa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2009 kl. 16:57
Góðan hug sendi ég þér. Þú átt gott fólk að og ert sterk manneskja. Guð blessi þig.
Guðmundur Pálsson, 9.10.2009 kl. 20:14
Takk kæra Ásthildur fyrir að deila þessu með okkur. Innilegar samúðaróskir til þín og þinna.
Kolbrún
Kolbrún Valvesdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 21:35
Fallegar myndirnar Ásthildur, ég sit hérna grátklökk við tölvuna og minningarnar hrannast upp. Mér þykir ofurvænt um ykkur öll og verð að segja að þú ert hetja. Guð verndi og blessi ykkur.
Inga Sóley (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 22:41
Takk Guðmdur Kolbrún og elskulega IngaSóley mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2009 kl. 00:12
Sunneva mælir fallega til þín elsku Ásthildur mín, og þið frænkurnar skiljið og vitið að þetta gengur út á að hjálpa og styðja við hvort annað.
Guð blessi ykkur öll
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2009 kl. 07:54
Innilegar samúðarkveðjur og á sama tíma takk fyrir að deila þessari fallegu stund með okkur

Dísa Dóra, 10.10.2009 kl. 18:23
Innilegar samúðarkveðjur kæra fjölskylda. Ég les oft en hef ekki skilið eftir athugasemd áður. Takk fyrir að deila með gestum þessari fallegu stund sem vekur mann til umhugsunar um það hversu dauðleg við erum og hve mikilvægt það er að meta og elska fólkið meðan maður hefur það, það getur allt verið breytt á morgun.
Með virðingu,
Þórhildur.
Þórhildur S Þórmundsd. (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.