8.10.2009 | 14:51
Tvö bréf og kúlulíf.
Tvö bréf. Ég hef sagt frá því áður að ég sendi bæði syni mínum og þáverandi tengdadóttur oft bréf meðan þau dvöldu í fangelsi. Ég held að fólk sem hefur lent á rangri braut í lífinu þurfi á því að halda að vita að það er einhver þarna úti sem þykir vænt um þau. Þetta er auðvitað ekki algilt frekar en annað í þessum heimi. Mér leið alla vega betur sjálfri og líðu ennþá betur í dag vegna þessa.
Ég ætla að birta hér núna tvö bréf sem ég skrifaði, annað til Júlla míns hitt til vinar hans.
Ísafirði 19. desember 1997.
Sæll Máni minn.
ég vona að þú hafir það bara gott. Þrátt fyrir allt. Ég veit að það er alltaf erfitt þegar þessi tími nálgast að vera einn. En þú skal muna samt að það eru margir sem þykir vænt um þig og hugsa til þín þannig að maður er raunverulega aldrei einn. Það er alltaf einhver þar til staðar fyrir mann, ef maður bara réttir út hendina. Mérr finnst það gott mál að þú ætlir að gera eitthvað í þínum málum. Eins og ég sagði áður, þú átt svo sannarlega margt gott að hverfa til ef þú bara kemst upp úr vitleysunni. Og það er sannarlega þess virði. ég er líka alveg sannfærð um að þrátt fyrir allt þá er þetta kjörið tækifæri til að vinna bug á sjálfum sér. En mundu að þú verður að sættast við sjálfan þig og læra að elska sjálfan þig. ef þú getur það ekki, þá getur þú ekki ætlast til að aðrir geri það heldur. þess vegna skaltu þegar þú horfir í spegilinn segja við sjálfan þig "Máni mér þykir vænt um þig". Þú skal segja það alveg þangað til þú trúir því sjálfur.
Talaðu líka við líkamann þinn og segðu honum að þið ætlið sameiginlega að sigrast á fíkninni. Ég veit Máni minn að þetta er hægt. Og hugur manna er svo sterkur að hann sigrar allt. Þú þarft bara að temja huga þinn. Þess vegna er kanske góður tími þarna til að nota einmitt til þess. Þú getur sest niður alltaf á sama tíma og hugsað upp í ljósið og kærleikann. Biddu um styrk og þrek til að standa þig. Ég get lofað þér því að þú munt finna þína leið út úr þeesssu þannig. Gerðu þetta bara fyrir sjálfan þig.
Það er alveg með eindæmum hve veðrið er gott þessa dagana, maður trúir því varla að það skuli vera 19. desember það er alveg auð jörð og hlýindi. Þetta styttir óneitanlega skammdegið fyrir manni. Enn og aftur hafðu það gott Máni minn og líði þér ve. Kær kveðja Ásthildur.
Ísafirði 24. mars 1997.
Halló elsku Júlli minn. Hvað segirðu í dag? Allt gott vonandi. Héðan er allt gott að frétta. Veðrið er gott. Setning Skíðavikunnar fór vel fram í gær. Svo voru tónleikar um kvöldið með Emilíönu Torrini, Stefáni Hilmars og K.K. Jóhanna fór með Arnar son sinn þangað og amma og afi voru að passa litla prinsinn. Hann var dálítið óþekkur í nótt og Jóhanna greyið sagði " vildi óska að Júlli væri heima, þá myndi ég láta hann vaka með hann". Ég sagði að það myndi hann örgglega vilja gera. Hjúkrunarkonan sem kom og skoðaði hann um daginn sagði að það væri eðlilegt að þau tækju svona dillur þegar þau væru 2ja vikna. Þá tækju þau vaxta kipp og þyrftu alltaf að vera að borða. Hvolparnir eru líka farnir að borða. Þeir eru komnir fram í garðskála og Tinna er ekkert ánægð með aað þurfa að sofa frammi hjá þeim. Hún vill bara komast inn í hlýjuna. Hvolparnir eru ágætir þeim finnst gott að fá volga mjólk á morgnana. Jæja elskan nú sendum við þér myndirnar af litla manninum. Ég er viss um að þér finnst dálítið skrýtið að eiga svona lítið krýli. En þú átt nú eftir að kynnst honum betur. Hann er óttalegt flón ennþá, gerir sér takmarkaða grein fyrir umhverfinu. Ég held að hann skynji bara mömmu sína og þá af því að hann þekkir af henni lyktina og hún gefur honum að borða. En þetta kemur furðufljótt. Ég ætla ekki að hafa þetta engra núna elskan. Ég vona bara að þér lði vel. Líttu á þetta sem prófstein á þolinmæði. Ef þér tekst að takast á við sjálfan þig og vinna sigur ertu nokkuð öruggur um að standa þig þegar þú kemur út aftur.
Mundu að okkur þykir vænt um þig. Og það verður gaman þegar þú kemur heim.
Bless elskan. Mamma.
Á góðri stund í Kúlu.
Synir með pabba sínum.
Litla fjölskyldan. Þau og Úlfur er það besta sem henti Júlla minn.
ég týni saman fiskana sem voru í íbúðinni hans og setti þá í þennan glerskáp, þar verða þeir þangað til drengirnir okkar komast til vits og ára.
Fiskarnir hans.
Þessi er nýlegur.
En það er ekki bara sorg í kúlunni. Mamma er komin heim og tvær litlar telpur eru svo glaðar.
Það var gaman að taka upp úr töskum og skoða hvað mamma hefði meðferðis.
Margt fallegt kom í ljós. Flott föt og fleira skemmtilegt.
Og svo er það knúsírúsínan mín.
Mamma er alltaf það besta sem maður á.
Þrjú á einum hesti.
Töffaraskvísa.
Og nú er það mamma sem matar, pabbi kemst ekki lengur. En hann fylgir syni sínum alveg örugglega.
Alltaf jafn flott.
Í nýjum fötum á leið í leikskólann í morgun.
Hún kann þetta ennþá.
Og litla skottið og Músin. Sem reyndar er rotta. En það má ekki segja það. Þetta er nefnilega músin.
En í dag förum við öll saman í kistulagninguna. Drengurinn okkar tilbúin til að fara sína hinstu ferð í kirkjuna. Og við að reyna að vera sterk og kveðja með reisn. Í dag kom Haukur. þ.e. Þorsteinn Haukur vinur okkar og flutti okkur lag sem hann hefur samið við ljóðið mitt. Ég bað hann um að flytja lög í kirkjunni. Þetta er yndislega fallegt lag. Maður heyrir allt sem var Júllí í því. Hafið, öldurnar og fjöllin. Ég er svo ánægð með það. Ég fæ disk og mun setja þetta hér inn eftir jarðarförina. Það verða fleiri að fá að njóta þess sem Haukur hefur fram að færa.
Eigið góðan dag elskurnar og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Bréfin hér að ofan set ég inn til að hvetja aðstandendur til að muna að skrifa nokkur hughreystandi orð til sinna sem sitja inni. Þó allt virðist vonlaust, þá er það bara ekki þannig. Saga Júlla míns sýnir þrátt fyrir allt að hann gat risið upp og dó með reisn, með hreint sakarvottorð. Það er alltaf von. Þeirri von verðum við að hlú að, og með öllum ráðum blása í glæðurnar bæði með því að elska okkar brotnu börn, og gæta þess að þau njóti þeirrar verndar sem stjórnarskrá landsins gefur okkur.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku vinkona, þú segir satt, móðirin er það besta sem maður á og það er víst og satt að þú ert góð móðir, mættum við allar búa yfir þínum eiginleikum. Guð veri með ykkur, ég hugsa til ykkar alla daga og biða Júlla góðrar heimkomu í himininn. Himnamyndirnar þínar eru sterkar í huga mínum þegar ég hugsa vestur til ykkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 15:09
Megi allar góðar vættir styrkja ykkur í dag og aðra daga.
Edda Sigurdís Oddsdóttir, 8.10.2009 kl. 15:27
Jónína Dúadóttir, 8.10.2009 kl. 16:24
, 8.10.2009 kl. 16:31
Anna Ragna Alexandersdóttir, 8.10.2009 kl. 16:59
Hann Júlli þinn hefur greinilega verið mikill listamaður. Það er svo sorglegt að hann skuli hafa þurft að fara frá börnunum sínum svona ungur og frá ykkur öllum vitanlega.
Helga Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 17:01
Gott fyrir litlu "snúllurnar" að fá mömmu sína heim. Ég bið góðan guð að styrkja ykkur í gegnum þessa erfiðu daga. En fallegar og góðar minningar eigið þið alltaf og þegar myrkur og kuldi sækja á er gott að eiga minningarnar til að ylja sér við. Kann Brandur að meta "músina"?
Jóhann Elíasson, 8.10.2009 kl. 17:17
Kærleikur til ykkar allra !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 17:45
Elsku Íja mín,mig skortir orð, en hugur minn er hjá ykkur, megi guðdómlegt ljós vaka yfir ykkur og styrkja. Ég var þeirri gleði aðnjótandi að hitta Júlla í sumar(þú varst erlendis) og keypti af honum lítinn fisk, sem ég horfi á á hverjum degi,en nú hefur þessi litli fiskur dýpri merkingu. Stórt faðmlag til þín og kveðjur þín gamla Sigga Bogga.
Sigríður A Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 18:11
Innilega takk öll. Jóhann Brandur virðir músina ekki viðlits.
Gott að heyra í þér elsku Sigga Bogga mín.
Og gott að fá þessar yndislegu hlýju kveðjur frá ykkur öllum. Ég held að ég muni sitja og lesa þetta mörgum sinnum þegar allt þetta er yfirstaðið og einmanaleikin hellist yfir. Þá er gott að eiga þessi orð og hlýjar kveðjur. Innilega takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2009 kl. 19:34
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.10.2009 kl. 19:35
Kærleikur og ljós til ykkar allra
IGG , 8.10.2009 kl. 20:56
Reyndu bara að hanga í þeirri hugsun að Júlli er ekki þar sem þú sérð hann þessa dagana. Hann stendur við stýrið og siglir í gegnum öldurnar, svo glaður og geislandi
Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.