Lífið er upp og niður, svo er það okkar að vinna úr því.

Ég er innantóm í dag. Var með fólkinu mínu og vinum að ganga frá dótinu hans Júlla mín.  Fara yfir þau föt sem hann átti og skoða hvað við eigum að klæða hann í á morgun fyrir kistulagninguna.  Þetta tekur á og er slítandi.

Ég hef því ekki mikla orku eins og er.  En það er gott að finna allan hlýhug sem okkur er sýndur hvarvetna.  Og hve vinir hans eru alveg jafn aumir og ég sjálf.  Það er ljóst að Júlli minn var ljúflingur sem allir bera góða sögu.  Margir sem tala um að hann hafi verið þeim góður þegar þeir áttu bágt.  Og alltaf virtist hann vera nálægur ef einhver þurfti á hjálp hans að halda. 

Fallegasta kveðjan sem ég hef fengið og eru þær margar fallegar, er þegar ein vinkona mín hringdi í mig og sagðist hafa dreymt hann.  Hann var með vængi, sagði vinkona mín og hann gekk á vatninu, kring um hann voru jarðarlitirnir, brúnn, og blár eins og hafið. 

Og gegnum huga minn streymdu orð sem voru kveðja til þín, sagði hún.  Og kveðjan er svona;

Þegar Jesú talar, var eins og öll veröldin þagnaði.  Hann talaði til hafsins fjallanna og tindanna sem við trúum fyrir draumum okkar.  

Hann talaði til englanna handan við móðuna miklu, og orð hans blunda í brjóstum okkar eins og ástaróður sem brýst inn í hjörtu okkar gegnum þokuna inn í hug okkar.

Þetta er bara svo fallegt og jákvætt, hljóðlátt alveg eins og sonur minn var alltaf.  Innilega takk fyrir þetta. Heart

En á morgun verður kistulagning, og þá kveðjum við hann öll fjölskyldan, systkin foreldrar börn, systkinabörn og allir sem eru í fjölskyldunni.

Og á laugardaginn kl. tvö verður jarðarförin, þá verður hann kvaddur í hinsta sinn í þessu lífi.  En hann lifir meðal okkar, minningarnar um fallegan góðan töffara mun lifa með okkur áfram.  Og ég vona að fyrir hann og dökku minningarnar sem ég hef reynt að setja hér niður vakni fleiri upp og það verði hugarfarsbreyting til öðruvísi barnanna okkar, og að fólk átti sig á því að bak við hvern fíkil er fjölskylda, mömmur pabbar afar ömmur systkini börn og unnustur. 

Það hefur enginn maður leyfi til að setja sjálfan sig ofar annari manneskju.  Hverjir eruð þið að dæma?  Sá sem upphefur sjálfan sig á kostnað annara, lítillækkar sig gagnvart almættinu.  Ó þér hræsnarar sem þykjast vera betri en aðrir.  Þið megið skammast ykkar fyrir fáfræði ykkar og vesaldóm.

svona hljómar tilkynningin.

Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir, barnabarn, frændi og vinur
Júlíus Kristján Thomassen er látinn. 
Jarðarförin fer fram í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 10. október  kl. 14.00.
Fyrir hönd annara aðstandenda
 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir                           Elías Skaftason
Þórður Alexander Úlfur Júlíusson                  Sigurjón Dagur Júlíusson
Ingi Þór Stefánsson                                         Matthildur Valdimarsdóttir
Bára Aðalheiður Elíasdóttir                            Bjarki Steinn Jónsson
Skafti Elíasson                                                Tinna Óðinsdóttir
Arinbjörn Elvar Elíasson                                 Marijana Cumba
Þórður Júlíusson
 

IMG_5495

Á góðum degi, síðustu árin hans var hann hamingjusamur og átti fjölskylduna sína að og var sjálfur að gefa svo mikið af sér.   Átti nægan tíma handa öllum.  Heart

IMG_3549

Elsku drengurinn minn þú lifir svo sannarlega í minningunni.  Og jarðarförin þín mun verða falleg.  Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 16:28

3 identicon

Elsku Cesil - ég hugsa mikið til þín þessa dagana. Hugur minn fer líka sterkt til móður minnar sem átti sinn "Júlla".  Þú minnir mig sterklega á hana núna.  :)  Hún barðist eins og ljón við mann og annan og það fuku hausar einn og jafnvel tveir þegar hún sýndi klærnar. Hún dó 39 ára og náði aldrei að sjá sinn "Júlla" komast á beinu brautina. Það fannst mér sorglegt og finnst ennþá.  Þegar "Júlli" minn tók svo beina veginn í ein 10 ár eða svo segir hann söguna af mér þegar ég hellti mér yfir hann með skömmum ( hann segir það :)  með þessum orðum.  "skammastu þín að hafa ekki hætt áður en hún mamma dó"! 

 Elsku Cesil ég hugsa til þín og þinna.  kveðja Ruth 

Ruth Bergsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 16:37

4 identicon

Allar ljúfu minningarnar eiga eftir að ylja ykkur.  

Dísa (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:16

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

ást og kærleik ég sendi yfir til ykkar allra.

Heiða Þórðar, 7.10.2009 kl. 18:30

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

elsku elsku....

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 18:51

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 7.10.2009 kl. 19:14

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 19:28

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Sendi þér og þínum Kærleika og Ljós elsku Cesil !

Hann er núna á góðum stað !

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 19:32

10 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 19:37

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Stórt knús og ljúfar kveðjur...

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.10.2009 kl. 20:00

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 Mikið voru þetta yndisleg skilaboð til þín Ásthildur mín frá vinkonu þinni.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 20:56

13 Smámynd:

 honum líður vel - segir draumurinn  Friðurinn fylgi ykkur á morgun og alla tíð

, 7.10.2009 kl. 21:17

14 identicon

Skiladu kvedju til vinar míns, loksins hefur hann fundid frid.

Ásgeir Ingólfs (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 21:47

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Elsku Ásthildur, ég sendi hugheilt kærleiksknús til ykkar allra

Sigrún Jónsdóttir, 7.10.2009 kl. 22:13

16 Smámynd: IGG

IGG , 7.10.2009 kl. 23:44

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Megi ykkur hlotnast sá styrkur er þið þurfið á morgun. 

Anna Einarsdóttir, 8.10.2009 kl. 00:02

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ásthildur Cecil.

Þú ert hetja.

Vertu það líka á morgun, fyrir strákinn þinn...

Líklega munu tár flæða, & láttu þau bara flæða, enda ekkert minni hetja fyrir mér eða öðrum sem að lesa.

Steingrímur Helgason, 8.10.2009 kl. 00:32

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ást og kærleikur til ykkar.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.10.2009 kl. 08:45

20 Smámynd: Ragnheiður

Elskuleg  

Dagarnir verða miserfiðir og engin leið önnur en að þrauka þá þrátt fyrir að manni finnist það ekki gerlegt. Það  sem maður á eru tárin og þau hreinsa. Maður á líka styrk í fólkinu sínu og styddu þig við þau.

Svo erum við hér. Af fenginni reynslu veit ég að það hjálpar líka.

Allan minn styrk sendi ég til þín elskuleg.

Ragnheiður , 8.10.2009 kl. 08:50

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kveiki á kerti fyrir ykkur

Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 09:54

22 Smámynd: Helga skjol

Kæra Ásthildur og fjölskylda. Ykkur sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur

Helga skjol, 8.10.2009 kl. 09:54

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk öll fyrir mig og okkur öll.  ég fer hér inn til að fá fró af hlýjunni og kærleikanum frá ykkur, þegar ég er ein. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2009 kl. 10:12

24 identicon

Verð með ykkur í huganum á þessum erfiða degi.

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 11:12

25 Smámynd: Sigga Hjólína

Ég samhryggist þér svo innilega. Ég man svo vel eftir honum Júlla þínum í tengslum við kvöldverð sem ég átti með mömmu, Möggu (Oddsdóttur Péturssonar) og Lóu í Tjöruhúsinu sumarið 2008.  Mér fannst magnað að sjá höfund þessara flottu steinfiska sem sátu í búrinu fyrir utan hamast eins og þeytispjald þarna fyrir innan. Greinilega fjölhæfur maður á ferð. Gott að þú gleymir ekki að hlúa að sjálfri þér, það er svo auðvelt að gleyma sjálfum sér í svona mikilli sorg.

Sigga Hjólína, 8.10.2009 kl. 13:50

26 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskulega fjölskylda verð með ykkur í huganum og megi góður guð styrkja ykkur og hugga.
Kærleikskveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband