Bréf til forseta Alþingis.

Síðast á árinu 1997 sendi ég öllum alþingismönnum 63 bréf, það var stutt með gögnum og bréfum.  Þetta fjallaði um það sem mér fannst vera áhugaleysi, vanræksla og vísvitandi illvilji gagnvart fíklum, á þessum tíma var ég að berjast líka fyrir tengdadóttur mína þáverandi.  Ég ætla reyndar ekki að fjalla um hana hér.  En ég fékk tvö svör frá alþingismönnum, annað var frá Halldóri Ásgrímssyni almennt orðað.   Hitt var frá Ólafi G. Einarssyni svohljóðandi.

 Frú Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Seljalandsvegi 100

Ísafirði.

 

Ég hef móttekið bréf þitt, dags 5. þ.m. en bréfinu fylgdu ýmis gögn varðarndi mál tengdadóttur þinnar.

Allt þetta hef ég lesið yfir og kynnt mér gögnin og hef mikla samúð með málstað þínum.  Allt ber að gera sem verða má til að bjarga einstaklingum eða fjölskyldum frá fíkniefnavanda.  RÖk þín virðast sannfærandi og því er varðar þitt fólk.  Mig skortir hins vegar þekkingu á verklagsreglum Fangelsismálastofnunar, náðunarnefndar og dómsmálaráðuneytis til þess að geta lagt mat á þeirra niðurstöðu og í göngu þeirra sem fylgdu bréfi þínu kemur ekki fram rökstuðningur fyrir synjun.

Ég mun kynna mér málið frekar.
Með ósk um jákvæða niðurstöðu. 

Ólafur G. Einarsson.

Ekkert breyttist samt sem áður og ekki hef ég séð neinar tillögur frá hinu háa alþingi um endurskoðun eða endurbætur á lögum og umhverfi fíkla.

En ég sendi svohljóðandi svar:

Ísafirði 14. janúar 1998.

Hr. forseti Alþingis Ólafur G. Einarsson

Alþingi Íslendinga.

 

Kæri Ólafur þakka þér svarbréf þitt.  Ég var mjög ánægð að heyra frá þér.  Ég veit að Fangelsismálsastofnun, náðunarnefnd og dómsmálaráðuneyti hafa farið eftir starfsreglum og eru í fullum rétti.  Það sem ég er hins vegar að reyna að benda á er, að það þarf að breyta reglunum og gera þessar stofnanir mannlegri og sveigjanlegri.  Ég vil benda sérstaklega á að náðunarnefnd fær vottorð frá lækni, félagsfræðingi og sálfræðingi um að mjög óheppilegt sé að slíta tengsl fjölkyldunnar, en segir síðan að þeir þurfi ástæðu til náðunar.  Það er sem sagt ekki næg ástæða að líf og hamingja litlu fjölskyldunnar sé í hættu.  Þó ekki sé tekið nema þetta eina dæmi úr allri sorgarsögunni þá sýnir það að þörf er á að breyta áherslum hjá stofnuninni.

Af því að ég þekki þennan vanda mjög vel og þekki líka hvernig ástandið breytir fólkinu í mannleg flök, þá veit ég að sérstök þörf er fyrir að hlú að þessu blessaða fólki. Við verðum að fara að átta okkr á því að það þarf oft svo lítið til að bjarga svo miklu.  Smá hlýja og umhyggjusem getur oft gert kraftaverk.  Það var það sem bjargaði tengdadóttur minni, allir töldu hana vonlausa, mér var sagt af bæði rannsóknarlögreglunni í Reykjavík og fleirum að henni væri ekki bjargandi. Það tók mig fleiri mánuði að ná trúnaði hennar, en það tókst og hún er orðin öll önnur í dag.  Það sem gerðist var að hún uppgötvaði að þarna var einhver utan við vítahringin, sem þótti vænt um hana sem manneskju.  Mér var sagt eftir félagsmálastjóra Ísafjarðarbæjar eftir starfsfólki fangelsisins þar sem hún er að þetta sé ekki sama stúlkan sem þeir þekktu frá fyrri tíð.  Ég skrifa henni líka næstum á hverjum degi tið að segja henna að mér þyki vænt um hana.

Það sem ég er að hugsa um eru allir hinir, sem ekki eiga neinn að sem lætur sér annt um þá, eða eru án fjölskyldu ,ég hef hert mörg svo sorgleg dæmi um hjálparleysi þeirra gagnvart kerfinu.  Það er þar sem þarf að breyta, það er þar sem hægt er að grípa inn í og hjálpa.  Það er þarna sem við eigum að setjast niður og hugsa um hvernig getum við brugðist við.  Við þurfum að spyrja okkur sjálf hver er tilgangurinn með innilokun einstaklinga og hvernig getum við fækkað í þessum hópi.

Ég vil benda á þá hrylliegu staðreynd að oft er eina hjálpin sem fíkniefnaneytendur vita af þegar þeir koma út úr fangelsinu eru dópsalarnir, sem eru tilbúunir að "lána" þeim peninga aftur og aftur þangað til þeir geta ekki borgað til baka, þá eru þeir bjargarlausir í klóm stóru karlanna, sem alltaf sleppa.   Þá eru þau send út í vændi eða dópsölu, eða til að taka á sig sök.  Ég veit að þetta er svona.  ég þekki dæmi meira að segja úr minni eigin fjölskyldu.

Þessvegna mæli ég með því að í staðin fyrir að dæma fíkniefnaneytendur í fangelsi verði hafist handa við að koma á stofn lokuðu meðferðarheimili annað hvort í samvinnu við SÁÁ eða á vegum félagsmálastonfunar sem tekur við þessu fóki og þar verði læknar, sálfræðingar og félagsfræðingar sem annist það.

Í Guðsbænum við getum ekki látið þetta ganga svona lengur, við erum nú þegar búin að missa allt of margt ungt fólk. Það verður að gera eitthvað róttækt.  Nú er lag að vinna að þessu í samhengi við fíkniefnalaust Ísland árið 2002.

Með von um að þú skoðir máli í þessu samhengi kæri forseti Alþingis. 

Með kveðju Ásthildur Cesil.

 

Snjór 001

Megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda.  Megi einhver sem getur ráðið einhverju um þessi mál vakna og fara að vinna í því að laga ástand sem ætti að heyra sögunni til árið 2009. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir þetta heilshugar elsku Ásthildur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það fer ekki á milli mála að þú hefur barist eins og sú hetja sem þú ert fyrir velferð þinna nánustu. Það er nöturlegt að hugsa til þess að öll þessi barátta hafi verið til einskis og enginn hlustað á þig. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað ég hef mikla samúð með þér. Ekkert getur verið verra en að missa barnið nema þá að fygljast með þrautagöngu þess þangað til gröfin tekur við.

Helga Magnúsdóttir, 6.10.2009 kl. 14:32

3 identicon

Kæra Áthildur.

Þú ert hetja og ég trúi því að bráðum farai ráðamenn að vakna. En til þess þarf manneskjur eins  og þig.

Guð blessi þeig

alla tobba (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 14:43

4 identicon

Ætli það sé ekki kominn tími á breytingar í þessum málum. Ekki mun ástandið í þjóðfélaginu fækka fíklum eða þeirra vandræðum. Það vantar nauðsynlega svona lokaða meðferðarstofnum þar sem hægt er að koma fíklum inn í nokkra mánuði. Það er ansi margt sem þarf að breyta. Eins þarf að breyta lögunum í sambandi við að koma helsjúkum fíklum í meðferð jafnvel án þeirra vilja. Þeir eru oftar en ekki óhæfir til að meta sjálfir hvað er þeim fyrir bestu.

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 14:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar. 

Helga mín það er mín von að þessir erfiðleikar mínir komi fólki til að hugsa.  Þetta gengur ekki lengur.

Takk Ásdís mín.

Takk Alla mín.

Sammála því að það er ekki nokkur leið fyrir illa farna fíkla að komast að í meðferð eins og málin eru í dag.  Því miður Kidda mín. 

Þessu verður að breyta.  Það eru nógu mörg líf farin út af þessari framkomu og skilningsleysi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2009 kl. 16:40

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2009 kl. 19:35

7 identicon

sæl Ásthildur

.. og takk fyrir að leyfa okkur hinum sem erum svo heppin að þekkja ekki heima fíknarinnar og það að missa barn að skyggnast inn í hugarheim þinn. Það er svo auðvelt að lifa sig inn í það sem þú skrifar að maður upplifir ósjálfrátt þær tilfinningar sem fylgja. Oft er ég búin að lesa sum bloggin þín aftur og aftur og spá í þetta og spegulera...eins að skoða myndirnar af fallega stráknum þínum ... virkilega fallegur strákur...sviphreinn og greinilega barngóður og ljúfur strákur...strákur segi ég...hann er nú töluvert eldri en ég en samt finnst mér hann vera strákur því þannig upplifi ég hann í gegnum skrif þín. Æi ég kvitta aldrei á blogg hjá ókunnugum en og þú og sonur þinn eruð í huga mínum á hverjum degi núna og allt í einu er ég farin að kíkja á bloggið þitt oft á dag til að vita hvort það sé komið eitthvað nýtt.... :)

 Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur í því sem framundan er... endalaus kærleikur til ykkar allra 

ókunnug (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 20:34

8 Smámynd:

, 6.10.2009 kl. 20:47

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókunnug takk fyrir falleg orð og þann kærleika semúr þeim skín.  Innilega þú hefur glatt mig mikið með þessu innleggi.

Elsku Hrönn mín og Dagný takk og knús. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2009 kl. 20:50

10 identicon

Hæ elsku Ásthildur mín.   Enn og aftur, takk fyrir skrifin þín elskan. Ég hef setið stjörf yfir bréfunum þínum og margt sem hefur runnið í gegn um hugann. Það er svo satt sem þú skrifar. Lausnin fyrir fíklana okkar er ekki fangelsi !!! Eitt af því sem ég velti fyrir mér núna er með Viktoríu mína. Hún á eftir að sitja af sér nokkurra vikna dóm fyrir brot sem hún framdi fyrir 2 árum. Hvað verður ef allt gengur vel, hún klárar Krísuvík og hvað svo ??? Á þá að senda hana í kvennafangelsið ??? Hvað þá ??? Eins brotin og hún hefur verið sé ég það ekki sem lausn..... er svo sammála því að hún þarf hjálp, lokuð meðferðastofnun,með sérfræðiaðstoð væri miklu betri kostur fyrir hana, ég held að það myndi skila henni miklu betri manneskju út í lífið aftur.

Það rann líka í gegn um hugann svar sem ég fékk einu sinni hjá sálfræðing sem ég leitaði til, buguð og brotin. Ég gekk út af stofunni hjá honum eftir ansi stutt spjall með orðin " Ég nenni ekki að sinna fíklum eða foreldrum fíkla, það er svo mikið vesen á þeim"   Ansi kaldar kveðjur sem EKKI bættu mína líðan. Þetta er bara svo típískt viðhorf í okkar garð og hvað þá til öðruvísi barnanna okkar..... við hverju er að búast ef þetta eru svör frá "fagfólki"????

Farðu vel með þig elskuleg, knús í kærleikskúlu

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 22:04

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó já Beta mín einmitt ég nenni ekki að hafa áhyggjur af fíklum og foreldrum.  þau eru svo erfið.... nákvæmlega, er það ekki einmitt vegna sársaukans og alls sem foreldrar og börn bera á bakinu í þessum efnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2009 kl. 22:30

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það þarf fólk eins og þig, sem hefur mikla reynslu af þessu málefni, til að byggja upp hugmyndir fyrir lokaða meðferðarstofnun. Að sjálfsögðu á ekki að fangelsa helsjúkt fólk, það þarf sjúkrameðferð. Það er svo greinilegt á því sem kemur fram hér, hvað kerfinu er gjörsamlega alveg sama um fíkla og aðstandendur. Ég hélt líka að sálfræðingar væru til að hjálpa fólki en ekki flokka það í dilka..

Ljós og knús til ykkar.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.10.2009 kl. 23:33

13 Smámynd: IGG

IGG , 7.10.2009 kl. 01:37

14 identicon

Ég hef sjaldan verið eins niðurbrotin eins og eftir þetta "viðtal"..... maður getur skilið að fólk úti í bæ sem hefur sem betur fer ekki upplifað þennan viðbjóð, skilji ekki hvað við aðstandendur og fíklarnir sjálfir göngum í gegnum... en að Sálfræðingur skuli tala svona við niðurbrotið foreldri er með öllu óskiljanlegt... Í minni þrautargöngu með skottið mitt hef ég svo oft upplifað það að þykja ég svo misheppnað foreldri og að ég sé endalaust að reyna að fá aðra til að bjarga mínu barni sem virðist ekki eiga sama rétt og aðrir.......  Ásthildur mín, ég er svo stolt af þér að birta allt sem þú hefur reynt...... það styrkir mig í að berjast áfram.... að láta ekki brjóta mannréttindi á mínu barni og horfa bara á !!!  Í mínum augum ertu hetja!!!  Júllinn þinn var einstaklega lánsamur að hafa átt þig sem móður.

Knús í kúluna

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 01:49

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta elsku Beta mín.  ég var að hugsa í nótt hvort fólki fyndist ekki vera komið alveg nóg af þessu hjá mér.  En ég sé að ef til vill getur sorgarsagan mín og Júlla míns stappað stáli í foreldra sem svo sannarlega eru þarna úti á sama róli og ég var á þessum tíma. Og hve lítið hefur breyst.

Knús Ingibjörg mín og takk.

Takk Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2009 kl. 08:22

16 identicon

EKKI HÆTTA elsku Ásthildur mín, skrifin þín eru mögnuð. Þau svo sannarlega stappa í mig stálinu. Það er líka svo gott að lesa það sem fólk svarar þér, svo gott að heyra að það er til fólk þarna úti sem lætur sig varða þessi málefni þó það sé svo heppið að þurfa ekki að fara þessa ömurlegu leið. Skrifin þín hjálpa fólki til að skilja þennan skelfilega sjúkdóm, líðan okkar og líðan fíklanna okkar, það er svo mikilvægt. Haltu endilega áfram að blogga, það hjálpar mér oft að henda einhverju inn á mitt blogg, það er einhvernvegin auðveldara að takast á við hlutina þegar maður nær að hreinsa til í sálinni, t.d. með því að skrifa.

Knús á þig STÓRKOSTLEGA kona, knús í kúlu

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband