Lífið í kúlu gengur sinn gang.

Líðan mín er misjöfn dag frá degi.  Í dag er ég algjörlega orkulaus og lost.  Þyrfti að drífa mig út að labba eða eitthvað.

Elsku frækna mín Sunneva kom til mín í gær og litaði og klippti á mér hárið.  Hún vildi leggja það af mörkum til mín, og hún er að gera fullt af öðrum yndislegum hlutum fyrir mig.  Ætlar að sjá um að setja músik inn á disk með uppáhaldslögunum hans Júlla, það er gott að spila slíkt meðan fólk er að koma til kirkju.  Það verður líka flutt lifandi músik.  Þorsteinn Haukur Þorsteinsson vinur Júlla ætlar að syngja fyrir okkur í kirkjunni.  Hann ætlar að syngja Söknuð eftir Vilhjálm Vilhjálmsson, svo er hann með lag sem hann er með á diskinum sínum, sem hann tileinkaði Júlla þegar diskurinn kom út.  Og svo er hann að semja lag við ljóðið mitt.  Yndislegur maður Haukur.  Annar vinur Júlla hefur líka beðið um að fá að flytja lag sem hann samdi um Júlla minn.  Jarðarförin hans verður flott. 

IMG_4213

Sunna tók þessar myndir af kerlunni.

IMG_4223

Og nú er ég svo logandi fín um hárið þökk sé henni.

IMG_4207

Hér eru svo smáknúsírúsínumyndir.

IMG_4209

Það er svo notalegt að kúra inn í peysunni hans afa.

IMG_4210

Og ekki hefur afi síður gaman af þessu brölti.

IMG_4211

Yndislegt að hafa þessa gleðigjafa á þessum drungalegu tímum.

Hér er enn eitt bréfið sem ekki fékkst svar við, eða viðbrögð.

Ísafirði 1. nóvember 2001.

Fangelsismálastofnun ríkisins

b,t, Erlendar Baldurssonar

Borgartúni 7

105 Reykjavík.

 

Varðar Júlíus K. Thomassen, vegna boðunar í fangelsisvist.

 

Ég vil láta kom fram ýmis atriði vegna Júlíusar til að styrkja bón hans um að fá að fara í meðferð og samfélgasþjónustu.

Í fyrsta lagi þá hefur hann staðið sig í vinnu í sumar, og verið vel látinn.  Var að vinna við garðyrkju og þjónusta garðeigendur.  Hann var vel liðinn í þess starfi.

 

Hann fékk heilablóðfall í vor og þurfti að fara í erfiðan heilauppskurð og er þess vegna oft með höfuðverk og minnisleysi.  Læknar segja þó að hann muni ná sér.  En öll andleg áreynsla er ekki góð fyrir heilsu hans.

 

Hann var búinn að taka ákvörðun sjálfur í sumar um að gera eitthvað í sínum málum og fór og ræddi við starfsfólk félagsmálastofnunar.  Hann var líka búinn að taka endanlega ákvörðun um að fara í meðferð áður en bréfið kom til.  Einar Axelsson læknir var búinn að sækja um fyrir hann og hann er búinn að fá plass í þessum mánuði.

 Hann er dauðhræddurvið að fara á Litla Hraun vegna þess að þar sitja inni menn sem eiga honum grátt að gjalda vegna þess að hann hætti við að taka á sig sök fyrir þá.  Honum var margoft hótað og ekki bara honum heldur allri fjölskyldunni.  Það var honum erfitt að standast það. En hann ákvað samt sem áður að láta þetta ganga til baka.  Ég þarf auðvitað ekki að segja þér hvernig þessi heimur er sem hann er að reyna að slíta sig út úr.

 

Hann er búinn að fá loforð fyrir a ð komast inn á Vog í þessum mánuði. Ég er líka sannfærð um að það gerir honum ekkert gott að fara inn í fangelsi og tel það miklu líklegra til árangurs að hann fái að fara í meðferð og síðan í samfélagsþjónustu.  Að minnsta kosti að hann fari þá á Akureyri eða á stað þar sem ekki er allt vaðandi í eiturefnum.

Með von um að tekið verði tillit til þessa.

Með virðingu Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

Ég held að það sé örugglega í þetta skipti sem þeir rifu hann úr eftirmeðferð á Staðarfelli til að stinga honum inn.  Ég bað þá um að leyfa honum að vera kyrrum í meðferðinni, en við það var ekki komandi.  Og svo sagði hann við mig: Mamma mín ég þoli ekki álagið að vera í meðferð og vita að ég þarf að fara í fangelsið.  Það er víst best að ljúka þessu af.

Ég sótti hann upp á Staðarfell og fór með hann til Erlendar Baldurssonar og sagði við hann, að ef drengurinn yrði settur inn á Litla Hraun í þetta skipti, skyldi ég gera allt vitlaust.  Sem betur fer fékk hann að dvelja í Kópavoginum.  Þar eru góðir menn í vinnu, sem ég kannast vel við. 

En er þetta ekki alveg síðasta sort?

Það er von að fíkniefnavandinn á Íslandi er jafn hrikalegur og raun ber vitni miðað við hvernig farið er með brotnar manneskjur. 

IMG_4217

Það var fallegt veður í gær.

Júlli fjölskyldumynd.2

Í nokkur ár höfðum við alltaf brennu fjölskyldan í svokölluðum Bárulundi, til minningar um mömmu mína.  Við kveiktum í brennu og borðuðum svo saman kvöldverð.  Systkini mín og börnin okkar.  Og alltaf var Júlli fremstur í flokki að safna timbri og vera á vaktinni.  Hann elskaði þessar stórfjölskyldusamkomur.  Hann átti nógu stórt hjarta fyrir okkur öll.  Og hann fylgdist með öllum krökkunum og var mættur ef þau sýndu einhver merki um að ætla að taka ranga beygju.

Júlli fjölskyldumynd.3

Gömul fjölskyldumynd. 

Júlli fjölskyldumynd.4

Brotnu einstaklingarnir mínir og stubburinn minn. 

Júlli fjölskyldumynd.6

Við stýrið á leið í Fljótavíkina, en hann elskaði þann stað.  Því miður komst hann ekki með í þetta skipti, því hann þurfti að vinna listaverk sem var gefið til tónlistaskóla Eddu Borgar.  En nú getur hann bara farið þangað þegar hann vill.

Júlli mamma og Ingi Þór

Í fanginu á mömmu.  Mikið elskaði ég þetta barn, eins og öll hin.  Þessi bara gat ekki slitið naflastrengin, og ég var því að berjast með honum, reyna að verja hann eins og ég gat.  Það verða foreldrar að hafa í huga.  Standa með barninu en útiloka fíkilinn.  Við verðum að láta viðkomandi yfirvöld vita af því að þau komast ekki upp með að brjóta mannréttindi á börnunum okkar.  Það er því miður gert allof mikið að því, mjög sennilega enn þann dag í dag.

Ég skrifaði honum líka bréf daglega þau skipti sem hann sat inni.  Svo hann myndi að hann átti fjölskyldu sem elskaði hann.  Það skiptir svo miklu máli. 

Eigið góðan dag.  Og fyrirgefið hvað ég er ódugleg við að heimsækja ykkur elsku bloggvinir.  Ég er bara svo rótlaus og ónóg sjálfri mér. En fæ útrás í þessum skrifum, líka af því að ég veit að það getur ef til vill hjálpað einhverjum.  Og svo eru vinir og vandamenn sem segja mér að skrifin hjálpi þeim.  Fyrir það er ég þakklát.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Áshildur mín og þið öll.

Kærleikskveðja til þín og allrar þinnar fjölskyldu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: IGG

IGG , 5.10.2009 kl. 12:53

3 identicon

Sæl Ásthildur,

  Ég sendi ykkur samúðarkveðjur en bendi ykkur á að þessi umræða er þörf. Takk fyrir að þora

Ég vildi einng benda ykkur á síðu sem heitir andlat.is. Falleg síða fyrir falleg minningarorð.

Kv Begga

Begga (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 13:13

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús,kram og klemm

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.10.2009 kl. 13:32

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guð blessi ykkur öll, ég hugsa til ykkar alla daga.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2009 kl. 13:47

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 5.10.2009 kl. 13:53

7 identicon

Ég hugsa oft á dag til þínég þekki alltof vel sporin þín .Guð styrki þig kæra Ásthildur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 13:57

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega.  Ég verð einhvernveginn að losa mig við þetta allt fyrir jarðarförina.  Svo ég geti kvatt hann með ást og virðingu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2009 kl. 16:01

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Elsku Ásthildur mín, ég fer svo sjaldan á moggabloggið núorðið.  Er slegin yfir sorg þinni og fjölskyldu þinnar!

Sem betur fer var ég svo heppin að fá að njóta "steinfiskanna" og sjá greinilega listamanninn sem lifir áfram...ekki spurning. 

Stórt knús til Úlfs...

Kærleikskveðja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.10.2009 kl. 17:50

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Anna mín. Ég sakna þín héðan svartfuglinn minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2009 kl. 20:02

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

SÖMULEIÐIS MÍN KÆRA...það er svo skrítið að suma hittir maður á hverjum degi á höfuðborgarsvæðinu og þeir breyta litli um lífsskðun manns...en þegar ég hitti þig kæra Ásthildur markaðir þú kross í hjarta mitt!

Líka sköpunarverk "fiskanna" sem eru mér og syni mínum ógleymanleg!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.10.2009 kl. 22:39

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Ásthildur mín, hugsa stíft til þín á hverjum degi.  Þú ert frábær kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2009 kl. 10:27

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk báðar tvær.  Það er svo gott að fá svona knús. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2009 kl. 13:28

14 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæra vina mín ég er búin að virkja allar þær bænaleiðir sem ég þekki og nú er beðið fyrir ykkur víðsvegar um heim fólk sem tilheyrir ýmsum trúarbrögðum og nú síðast lagði ég inn bænaefni fyrir ykkur til yndislegu nunnanna í klaustrinu í Hafnarfirði bænir þeirra hafa styrkt marga í gegnum tíðina og þar á meðal mig. 

Hulda Haraldsdóttir, 6.10.2009 kl. 14:19

15 identicon

Hæ elskuleg.... varð bara að kasta hér inn hrósi fyrir hárið :)  Sunnann klikkar ekki ..... knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 22:07

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Hulda mín.  Vopnafjarðarrósa kempan sú kom við í dag og ég fékk knús og bænir.  En takk mín elskulega Hulda.

Nákvæmlega Beta mín Sunna klikkar ekki. Knús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2009 kl. 22:28

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.10.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband