Bréf til Landspítala Háskólasjúkrahúss. Geðdeild 33A.

Áður en ég held áfram lengra, þá vil ég segja að sonur minn dó með hreint sakarvottorð.  Það var honum mikilsvirði og að mínu mati ótrúlegt afrek í ljósi bæði hve langt hann var leiddur og svo meðhöndlunin sem hann fékk hjá kerfinu.  Ég græt inn í mér af reiði þegar ég les þessi bréf og hugsa til meðferðarinnar á honum, og veit um leið að hann er ekki einn um þessa meðferð.  Þess vegna vil ég segja söguna hans til að fólk átti sig á hver forgangsröðunin er í kerfinu og hvaða meðhöndlun fíklar fá.  Sem sagt frá hinu opinbera ekkert nema skít og skömm. Það eru aðrir sem standa í eldlínunni við að bjarga því sem bjargað verður.  Og einstaka fólk í kerfinu sem er með hjartað á réttum stað.  Það eru nefnilega ekki allir vondir. Það er kerfið sem er helsjúkt, sjúkara en nokkur fíkill.  Það verður að segjast eins og er.  Og ég á eftir að sýna fram á það.

Hér kemur bréf sem ég skrifaði Landspítala Háskólasjúkrahúsi Geðdeild 33A, en fékk auðvitað ekkert svar þar frekar en fyrri daginn i kerfinu.

Ísafirði 22. ágúst 2002.

Landspítali Háskólasjúkrahús

Geðdeild 33A

b.t. yfirmanns

     Sonur minn Júlíus K. Thomassen var vistaður á Geðdeild 33A föstudaginn 2. ágúst s.l. Hann var þá búinn að fá pláss á Krýsuvík í langtíma meðferð.  Skilyrði frá þeirra hendi var að hann færi í afeitrun áður en hann kæmi til þeirra. 'Eg hafði fengið tíma hjá Jóhanni Bergsveinssyni kl. 10 þann 2.8.

Byrjun málsins var sú að ég taldi og tel enn að Júlíus sé kominn á hættulegt stig í eiturlyfjaneyslu.  Svo hættulega að ég ætlaði að svipta hann sjálfræði.  Var mál þetta komið fyrir dómara, og mætti Júlíus þar ásamt mér og lögfræðingi sem var skipaður honu.  Lá þá fyrir að langtímameðferð í Krýsuvík stæði til boða og staðfestur tími hjá fyrrgreindum lækni á Geðdeild.  Júlíus bað þá um að hann fengi að ganga þessa þrautargöngu án þess að vera sviptur, hann var alveg samþykkur því að fara í Krýsuvík, en taldi sig ekki þurfa afeitrun.  Það var hins vegar öllum ljóst öðrum sem í kring um hann voru að það var nauðsynlegt.   'Eg sá aumur á honum og því miður samþykkti að bíða með sviptingu, en gerði honum jafnframt ljóst að stæði hann ekki við sitt myndi svipting vera eina ráð mitt honum til bjargar.

 

Föstudaginn 1. ágúst sendi ég hann suður með morgunvél og til að tryggja að hann kæmist alla leið borgaði ég manni til að fylgja honum alla leið inn á Geðdeild.  Laugardaginn 2.8. hleypur hann hinsvegar út eftir því sem mér var tjáð seinna, og kom lögreglan með hann aftur þangað sama dag.  Á miðvikudaginn 7. ágúst hringir hann í mig og fleiri ættingja og kunningja og reynir að fá peninga fyrir að kaupa sér tannkrem og sigarettur.  Ég hafði þá samband við við hjúkrunarfræðing sem var á vakt og lýsti áhyggjum mínum af þessum ákafa hans að fá aura og taldi að hann ætlaði sér að fá pening fyrir lyfjum.  Hún sagði mér að hann mætti alls ekki fá peninga, hann gæti fengið tannkrem og slíkt hjá þeim og það væri heppilegra að senda einhvern til hans með sigarettur, hann fengi hvort sem er ekki að fara neitt án fylgdarmanns.  Fimmtudag sendum við svo stjúpbróður hans með sigarettur og sælgæti til hans, á föstudag fór afi hans suður og ætlaði að færa honum sigarettur, en þá er sagt að það sé afar óæskilegt að hann fái heimsóknir.

Föstudaginn frétti ég svo af honum í Hafnarfirði að reyna að kaupa sér læknadóp.  Maðurinn minn hringdi þá fyrir mig á deildina (ég hreinlega treysti mér ekki til þess, var í slíku uppnámi) og þar fengum við þær upplýsingar að hann væri í bæjarleyfi, en hann ætti nú að fara að skila sér.  Auðvitað skilaði hann sér aldrei.  Hann ætlaði að gera það en hafði enga orku til að standast freistingar og þess vegna fór þessi prósess í gang.  Hann er ennþá á vergangi í Reykjavík og ég veit ekkert hvar hann er, bara að hann er einhversstaðar og mjög veikur.  Hann er búin að missa plássið í Krýsuvík því miður og ég er ráðalaus og örvingluð.

 

Mánudaginn 26. ágúst n.k. fer ég aftur fyrir dómara með sama málið, þar er síðasta hálmsgtráið sem ég hef til ´að bjarga syni mínum.  Þá mun hann að öllum líkindum sviptur sjálfræði og er þar með án mannlegra réttinda. 'Eg fer því fram á að hann verði tekinn inn á Geðdeild Langspítala Háskólasjúkrahúss, deild 33A og fái þar meðhöndlun og vistun þangað til mér tekst að koma honum í langtíma meðferð.  Ég er búin að sækja um að koma honum aftur í Krýsuvík, en þar er víst langur biðlisti, vonandi tekur það samt ekki langan tíma.  Beiðni mín er studd umsögn sálfræðings sem þekkir vel til, heimilislænis hans og félagsmálayfirvalda á Ísafirði.  vona ég að beiðni mín fái jákvætt svar.

Virðingarfyllst Ásthildur Cesil.

 

Jákvætt var svarið ekki, raunar fékk ég ekkert svar.  Og hef ennþá ekki fengið svar við því af hverju drengurinn mátti ekki fá heimsókn frá afa sínum, en er á sama tíma í bæjarleyfi. 

En svona er Ísland í dag.  Börnin okkar sem erum í sárum eru ekki á forgangslista, ekki einu sinni á lista.  Þau teljast ekki með hvað þá meira.  Þó stendur skýrt í stjórnarskrá lýðveldisins að allir eigi að njóta sama réttar.  Það er bara svo auðvelt að víkja sér undan því að hugsa um þessa einstaklinga.  Og brotnir örþreyttir foreldrar eru vissulega engin þrýstihópur. 

En þrátt fyrir þetta allt gat sonur minn rifið sig upp úr þessu öllu saman og orðið sá sem hann var í dag.  Það er hetja sem getur slíkt.  Og ég er sannfærð um að einmitt hann getur breytt þessu.  Ég vona það allavega.  Við tvö saman hann og ég. 

Júlli minn1

Synir hans voru það besta sem fyrir hann kom, ásamt vinkonu og barnsmóður hans móður Sigurjóns Dags.  Og það má heldur ekki gleyma börnunum sem hann varð stjúpi og vinur Önnu Lilju, Arons og Ólafar Dagmar.  Þau syrgja hann líka og trega mjög.  Öllum var hann góður.

Júlli minn12

ég er endalaust að heyra af ungu fólki bæði ættingum hans og öðru ungu fólki sem hann fylgdist með og veittið viðvörun ef hann hélt að þau ætluðu að stíga röng skref. Benti þá á sjálfan sig sem viðvörun.  þau eru mörg ungmenninn sem eiga honum að þakka að hafa ekki fetað þennan veg svartnættis.

Ég er sjálf tóm í dag,  það komu margir í heimsókn og mér þótti vænt um það.  Það tekur á að ryfja þetta upp og lesa sig gegnum alla pappírana bréfin og það sem fylgir.  Það er eins og ég hafi á einhvern hátt vitað að ég þyrfti að standa í þessu fyrir hann og mig.  Það eru margir þarna úti sem eru í sömu sporum og hann var.  Brotið fólk sem þarf að bjarga.  Foreldrar sem eru eins og ég var brotnir og vita ekki hvernig þeir eiga að fara að.  Þess vegna verður að fara þessa leið.

Meira á morgun.  Megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert algjör hetja. 

Dísa (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 22:07

2 Smámynd: Sigrún Óskars

já þvílík hetja - sendi samúðarkveðjur til þín

Sigrún Óskars, 4.10.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur til þín, fjölskyldunnar allrar og vina. 

Það er virkilega tímabært að opna umræðu um meðferð yfirvalda á einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða og að auka úrræði til að hjálpa þeim er hjálpar þurfa.  Engir foreldrar ættu að þurfa að berjast við kerfið eins og þið hafið þurft að gera, því kerfið á að vera fyrir fólk.  Aðstoðin á að vera til staðar fyrir börnin okkar.

Anna Einarsdóttir, 4.10.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: IGG

Já Ásthildur mín þú ert sannarlega mikil hetja og yndisleg móðir og amma og allt það. Ég dáist að þér og styrk þínum. Kærleikskveðja

IGG , 4.10.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mínar kæru.  Já það þarf að rippa upp ansi mikið, með velferð fíkla og aðstandenda að leiðarljósi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2009 kl. 23:23

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Knús í daginn þinn. Megi hann verða eins góður og mögulegt er.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.10.2009 kl. 08:23

7 identicon

Þú ert sannarlega sterk kona mín kæra.

Myndirnar frá því á föstudag voru svo fallegar og friðsælar. Úlfur stendur sig eins og hetja við þessar aðstæður. Það má ekki koma í veg fyrir að krakkarnir fái að kveðja. 

Það er ekkert skrýtið þó að þú hafir ekki fengið svar frá 33a, þar erum við foreldrar ekki virtir viðlits. Samt skeði hið ótrúlega þegar minn var þar að þegar ég kom með sígarettur og klink til hans að mér var boðið að koma inn og skoða. En ef ég hringdi þá fékk ég engar upplýsingar, ekki einu sinni hvort hann væri inni eða ekki.

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 09:36

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín. 

Málið er Kidda mín að það eru svör á fáum stöðum í kerfinu. Þannig er það bara.  Við eigum bara að þjást og þegja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2009 kl. 10:17

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir að vekja athygli á þessu Ásthildur, ég las svo merkilegt áðan og hugsaði til þín og Júlla þíns.

Kerfið setur fólk í fangelsi og refsar fyrir þjófnað, en stelur kerfið ekki miklu meira af fólki en fólkið af því þegar kerfið hefur rænt fólk lífi þess?  Hver refsar kerfinu?

Á meðan kerfið fær að grassera með allan sinn þjófnað þá lagast umhverfið ekki og mönnum með brotnar sjálfsmynd er ekki fylgt af villigötum né hjálpað við að byggja sig upp,  heldur er þeim hrundið í völundarhús, þar sem engin undankomuleið er fyrir hina brotnu sál, önnur en sú að fljúga upp úr líkamanum til að verða heil á ný.

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.10.2009 kl. 12:58

10 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Elsku Ásthildur mín, megi Drottinn sjálfur hugga þig og þína, umvefja og taka ykkur sér í faðm. Ég þekki sorgina, reyðina, vanmáttinn og öll EF-in, kæra vina mín. Eitt er víst að eins og við fæðumst í þennan heim, að þá förum við öll einhvern tíman.

Ég missti bróður minn í sjálfsvígi aðeins 23ja ára gamlan, við ólumst upp í brotinni fjölskyldu, þar sem að faðir minn var mjög veikur á geðsmunum. Allstaðar voru veggir sem ég gekk á í leit að lausnum varðandi foreldra mína og þá sérstaklega pabba. Hann dó í febrúar á þessu ári, en nú hef ég mömmu til að hugsa um, hún er langt gengin krabbameinssjúklingur og á mjög bágt í sálinni sinni.

Ég og mitt fólk erum til staðar fyrir hana, eins og þú og fjöldskyldan voruð til staðar og eruð, fyrir son þinn. Ég skil og veit að þetta er sárt, sárara en orð fá lýst, en Guð er miskunnsamur og hefur tekið hann til sín og leyst frá böli þessa heims, trúðu því og leifðu Drottni að hugga þig. Eins og segir í Opinberunarbókinni;" þar er engin umbreyting eða skuggi ... "

Elsku vina megir þú finna gleði aftur í hjarta þínu og ylja þér við góðu minningarnar um son þinn, þær eru svo dýrmætar

Ég samhryggist ykkur öllum innilega og megi Drottinn Jesús vera með ykkur og í ykkur 

G.Helga Ingadóttir, 5.10.2009 kl. 22:19

11 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Já Áshildur mín kæra Það ert ekki bara þú sem ert hetja, heldur hefur hann Júlli þinn verið stórkostleg hetja líka og ég votta ykkur alla mína virðingu og mikið væri heimurinn nú betri staður ef fleiri væru eins og þið. 

Hugurinn er hjá ykkur og allar mínar bænir 

Hulda Haraldsdóttir, 6.10.2009 kl. 14:03

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2009 kl. 14:14

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú ert sterk kona Ásthildur eins og við er að búast af Atlastaðafólkinu úr Fljótavík.  Ég hef lesið allt sem þú hefur skrifað um son þinn og veit að það þarf mikinn kjark til að skrifa svona.  En oft er gott að skrifa sig frá sorginni og takast þannig á við erfiðleikanna.  Það er eitt það versta sem getur komið fyrir foreldri að missa frá sér barn, sem aldrei verður bætt nema með góðum minningum um góðan dreng.  Ég hef oft haldið því fram að Vogur er misheppnuð stofnun að mörgu leyti, því þar er því haldið að fólki að eðlilegt sé að falla í fíknina aftur og koma þá bara aftur á Vog.  Því fleiri innlagnir því meira fæst af peningum og það sama má segja um Geðdeild Landspítalans.  Að berjast við þetta kerfi er eins og að berjast við vindmyllur og gert var í frægri sögu.  Þú getur þó huggað þig við eitt, sem er að núna getur enginn áreitt elsku drenginn þinn, því enginn dómur er verri en dómstóll götunnar.  Því miður er fólk oft miskunnarlaust í sínum dómum, en lítur sjaldan í eigin barm.

Því miður er skilningsleysið hjá stjórnvöldum nær algjört, en þú segir réttilega að dropinn holar steininn.  Það er enginn sem ætlar að verða fíkill.

Ég vil að lokum votta þér og þinni fjölskyldu mína samúð og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni og útförin verði falleg og vel við hæfi að lagið Söknuður verði flutt, því það á svo vel við og segir svo margt eins og þínar fallegu myndir gera.  Hafðu það svo sem allra best og haltu áfram að vera sterk og skrifa.

Jakob Falur Kristinsson, 10.10.2009 kl. 23:52

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk Jakob Falur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband