3.10.2009 | 22:15
Tvö bréf.
Ísafirði 5. desember 1996.
Nú er í umræðunni hjá stjórnvöldum að einbeita sér að úrræðum gegn fíkniefnaneyslu.
Um leið og ég fagna því framtaki vil ég jafnframt lýsa því yfir að þessi mál hafa alltof lengi fengið að þróast ranga leið, án afskipta stjórnvalda og enn er langt í land.
Ég er eitt þeirra foreldra sem hafa þurft að horfa upp á barnið sitt fara neðar og neðar. Hvert hálmstrá sem sá unglingur hefur gripið hefur reynst fúið og feykst. Samfélagið hefur ekki heldur farið vel með hann. þetta fólk dettur milli þils og veggjar allstaðar í kerfinu og foreldrar standa ráðþrota því enginn haldbær úræði eru fyrir hendi.
Það þaf að byrja á að sortera úr þá afbrotamenn sem eru einungis í afbrotum til að fjármagna neyslu eiturlyfja, það er óþolandi öllu lengur að þeir séu settir inn með raunverulegum glæpamönnum. Þessir menn eru sjúklíngar en ekki glæpamenn. Allstaðar í norðurlöndum annarsstaðar en hér eru komin meðferðarheimili sem eru lokuð þ.e. menn fara þar inn í 4-6 mánuði lágmark. Eru sóttir aftur ef þeir strjúka. Þessi heimili eru byggð upp á Minnessotakerfinu eins og Vogur - Til að fyrirbyggja allan misskilning þá tel ég Vog góða stofnun sem þjónar sínum tilgangi, en menn eins og sonur minn eru komnir langt framhjá því að "opin" stofnun leysi vanda þeirra. Þó er hann alltaf að klóra í bakkan og reyna að ná sér út úr þessum vítahring. Fyrir hann dugar ekkert minna en lokuð stofnun þar sem menn eru byggðir upp og hjálpað- út í lífið aftur, og að bjarga sér með einföldustu hluti eins g að sækja um vinnu og umgangast venjulegt fólk. Þetta er hægt og þess vegna er sárt að vita að ekkert er gert. Við höfum ekki efni á að missa allt þetta unga fólk hreinlega í dauðann. Í Skandinavíu er farið aðdæma menn í svona meðferð í staðin fyrir fangelsi. 'Eg sé fyrir mér að opna slíkt heimili t.d. á Reykjanesi ið Djúp, eða Núp í Dýrafirði Þar eru skólar sem myndu henta mjög vel og standa auðir. Væri nú ekki hægt að koma upp meðferðarheimili fyrir eiturlyfjasjúklingana okkar þar sem þeim væri hjálpað út úr viðjum eiturs og kennt að takast á við lífið á ný með langtíma vistun. Auðvitað er ekki hægt að bjarga öllum, en ég er vissum að þetta er miklu heppilegri leið en sú forbannaða aðferð að fylla fangelsin af mönnum sem í raun eru fangar eigin fíknar og sjúkir á líkama og sál og þurfa hjálp en ekki refsingu.
Ísafirði 23 september 2003.
fangelsismálastofnun ríkisins.
b.t. Erlendar Baldursonar
Blessaður Erlendur. Mig langar að biðja þig að senda mér upplýsingar um Júlíus K. Thomassen son minn. Kennitalar hans er 080769-3269.
Ég þarf upplýsingar um hve oft og hvaða ár hann hefur setið í fangelsi frá upphafi. Tilefni þessa er að ég ætla að beita mér fyrir því að sett verði á stofn lokuð meðferðardeild. Þangað sem hægt verður að dæma illa farna áfengis- og fíkniefnaneytendur í staðin fyrir fangelsi. 'Eg ætla mér að nota líf sonar míns og mitt til að sína fram á þörfina til þessa máls. Ég álít að þetta sé mjög brýnt verkefni og hef fengið vilyrði fyrir því að þessu máli verði fylgt eftir á alþingi.
Það er að segja af drengnum mínum, að hann er eins og er í Krýsuvík og líkar vel. Hann fór þangað inn með aðstoð sýslumannsins hér, sýslufulltrúa og lögreglumannsins Hlyns Snorrasonar. ef eitthvað getur bjargað honum þá er það einmit þetta. Enginn veit það samt ennþá.
Með vinsemd og virðingu. Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Ég á fleiri svona bréf. Fékk samt ekkert svar frá Erlendi við minni fyrir spurn, enda hvað eiga svona menn með að vera að svara kerlingum út í bæ með svona spurningar. Og um pakk sem ekkert þarf að gera fyrir.
Ónei en ætlum við að láta bjóða okkur þetta endalaust? ekki bara börnunum okkar, heldur okkur sjálfum sem sitjum varnarlaus og illa haldinn og skömmumst okkar, látum allt yfir börnin okkar ganga. Fordómarnir á fullu og okkur talin trú um að best sé að gleyma þessum einstaklingum. Þau séu hvort eð er ekki þess virði að vera andvaka yfir þeim. Við getum þrátt fyrir að afneita fíklinum, staðið vörð um mannréttindi barnsins. Ekki láta yfirvöld segja okkur neitt annað. Þó þau séu í bullandi neyslu og ömurlega á sig komin, þá eiga þau rétt á því að vera meðhöndluð sem manneskjur en ekki skepnur.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 2022944
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega mín kæra, þetta er fólk en ekki skynlausar skepnur. Það á ekki að koma fram við þau eins og úrhrök.
Takk fyrir þessa hugleiðingu !
Ragnheiður , 3.10.2009 kl. 22:36
Sæl Ásthildur mín.
Ég er svo hreykin af því að fá að vera vinkona þín. Þú ert kona að mínu skapi.
"Aðgát skal höfð í nærveru sálar" Allir hafa sama rétt, alveg sama hvort það er forstjórasonur-dóttir eða sonur-dóttir fátæks verkamanns. Við erum öll jöfn frammi fyrir Guði og þannig á það líka að vera í þjóðfélagi sem segist vera "kristið"
Það er tími til komin að taka öðruvísi á þessum málum en hefur verið gert hingað til. Fíklar eru líka fólk og þau þurfa á hjálp að halda. Það er oft orsök fyrir vansæld þessa fólks. Oft eitthvað komið fyrir í barnæsku eða á unglingsárum sem þarf að grafa upp og því fyrr því betra fyrir okkur öll.
Það er dýrt fyrir samfélagið að gera ekkert í þessum málum. Hræðilegar afleiðingar og hefur í för með sér kostnað fyrir þetta sama samfélag. Aukum forvarnarstarf.
Við sjáum t.d. með börnin sem voru í Breiðavík. Lífshlaup þeirra hefur verið sorgarsaga. Því miður vissum við ekki hvað var að hjá þessum einstaklingum en við þekkjum örugglega öll einhvern sem var þarna. Ég þekki mann sem var þarna. Hann er búinn að ganga í gegnum miklar þjáningar á sinni lífsgöngu. Hann var óreglumaður en orsökin var falin í tugi ára.
Glöggir kennarar t.d geta komið með ábendingar og þá á að taka mark á því og reyna að hjálpa börnunum. Guði sé lof að kennarar eru meira vakandi í dag en hér áður fyrr. Ég get ímyndað mér að þeim sé kennt í dag ýmislegt sem ekki var þekking fyrir eins og t.d. þegar Breiðavík var í rekstri.
Dómskerfið hér á landi er rotið. Það þarf eins og Ásthildur bendir réttilega á að flokka fanga. Sumir fangar haf framið ljóta glæpi og sumir eru í hræðilegu ástandi. Þeir eiga ekki samleið með fíklum sem hafa stolið til að geta keypt sér efni en það þarf líka að hjálpa þeim. Tími til kominn að hugsa þannig að fangelsisvist sé mannbætandi fyrir þá sem því miður lenda þangað. Því miður hefur verið sparað og sparað í þessa málaflokka á meðan þjóðin dansaði í kringum Gullkálfinn. Það voru til nógir peningar en þeim var sóað í að dýrka Mammon og það meira að segja af forráðamönnum þjóðarinnar í allskyns snobb, ferðalög út um allan heim og engu til sparað á kostnað t.d. þeirra sem minna mega sín á þessu vesæla skeri.
Nú er tími til kominn að hætta að sparka í þá sem liggja í vegkantinum. Við sem gerum það munum fá okkar dóm. Við uppskerum eins og við höfum sáð til og þegar við förum héðan og stöndum frammi fyrir hásæti Guðs þá þurfum við að svara til saka fyrir ljótar gjörðir. Viljum við það?
Megi almáttugur Guð hjálpa okkur að breyta rétt gagnvart náunga okkar
Megi almáttugur Guð styrkja þig Ásthildur hetjan mín.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.10.2009 kl. 23:23
Ég las ansi merkilega grein eftir geðlækni í Mogganum fyrir nokkrum árum. Í greininni var því haldið fram að afar margir fangar og fíklar væru haldnir persónuleikaröskun og þyrftu meðferð, ekki fangelsun. Samtalsmeðferð væri það eina rétta, engin lyf, og þetta yrði að fara fram í lokaðri meðferð sem tæki allt að ári.
Allir sem eiga og hafa átt fíkil vita að þeir geta gengið út af meðferðarstofnunum hér á landi og gera mikið af því. Viðkvæðið er þá iðulega "að þeir hafi bara ekki verið tilbúnir, ekki viljað nógu mikið". Það á eflaust við einhverja en alls ekki alla og það er lífsnauðsynlegt að koma svona lokaðri meðferðarstofnun á laggirnar. Verst er hvað þessi veikindi mæta miklum fordómum, ef barnið manns væri hjartveikt væru allir boðnir og búnir til að hjálpa og skilja en ekki í þessum veikindum. Það verður eitthvað að gera. Allt of mörg mannslíf hafa tapast vegna skilningsleysis og skorts á vilja til að gera nokkuð. Ein besta meðferðarstofnun landsins, Krýsuvík, er fjársvelt, sem er skammarlegt, en árangurinn þar hefur verið afar góður, enda meðferðartíminn langur þar og fagfólk við störf.
Bestu kveðjur og samhugur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.10.2009 kl. 02:47
Innilega sammála
Jónína Dúadóttir, 4.10.2009 kl. 08:25
Takk fyrir svör ykkar.
Það væri gaman að fá í hendur þessa grein Guðríður. Það er svo sannarlega satt og rétt að það er eina rétta aðferðin sem dugar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2009 kl. 09:17
Þetta er svo sannarlega rétt hjá þér Ásthildur mín.
, 4.10.2009 kl. 09:29
Elsku vina ég tek undir með henni Rósu hér að ofan mér er heiður af því að vera vinkona þín hér. Það er sem þessi mál hafi aldrei þótt nægilega mikilvæg í okkar þjóðfélagi, móðir mín heitin sem lést 53 ára gömul árið 1992 hafði lengi beitt sér fyrir úrbótum í þessum málum um árabil án nánast nokkurs Þorsteinn Njálsson sem var minn heimilislæknir um árabil lagði allt undir til þess að sinna þessum málaflokki var lagður í einelti af læknastéttinni og pólitísk tekinn af lífi. Ég veit hún móðir mín grætur með þér í dag og ég veit hún leiðir hann Júlla þinn því ég veit að hún hefur haldið sinni baráttu áfram hinu megin og líklegt finnst mérnú að hann Júlli þinn sinni samskonar starfi hinu megin líka. Læt þessu lokið í bili en spjalla kannski meira um þessi mál 'i gegnum email þegar betur lætur. Kærleiks knús HH
Hulda Haraldsdóttir, 4.10.2009 kl. 14:07
Ég skal finna þessa grein og senda þér hana. Hún er án efa inni á Moggasafninu.
Bestu kveðjur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.10.2009 kl. 16:53
Takk fyrir.
Takk Dagný mín.
Það er einmitt málið að ekki einu sinni læknaeiðurinn er virtur í þessum málaflokki. Það er nokkuð á hreinu. Og það vitum við foreldarnir. Hulda mín.
Takk Gurrí mín, mér þætti vænt um að fá hana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2009 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.