Við fengum að sjá drenginn okkar í gær.

Við fengum að sjá drenginn minn í gær.  Séra Magnús ráðlagði okkur að fara og sjá hann, taka Úlfin með.  Það myndi létta pressunni af þegar kistulagningin fer fram.  Hann er svo fallegur og mikill friður yfir honum.  Það vottar fyrir brosi á munni hans.  Það var gott að fá að sjá hann.

IMG_4127

Okkur líður betur á eftir.  En við vitum að hann er ekki þarna lengur, heldur meðal okkar.

IMG_4136

Og mikið held ég að hann hafi orðið hreykin af Úlfi litla, þegar hann sagðist vilja leiða bæn yfir pabba sínum.  Hann bað þess að englar vektu yfir öllum sem syrgja pabba hans, ættingjum og vinum.  Þetta var falleg bæn og Séra Magnús var með honum í þessu, séra Magnús er sérstök perla. 

Á eftir fórum við öll heim í kúlu og tengdadæturnar elduðu pizzur, og allir hjálpuðust að, nema mamman sem var hálf frosin.

IMG_4123

Símon Dagur ljúflingur.

IMG_4139

Hann sagði hátt og greinilega afi. Ingi Þór pabbi hans hefur nefnilega verið að segja okkur að hann hafi sagt pabbi og við bara hlóum að honum.  En svo heyrðum við í gær að drengurinn sagði hátt og skýrt nokkrum sinnum afi, og meira að segja afi minn einu sinni. 

IMG_4142

Tinna að undirbúa pizzuveislu. Hanna Sól hjálpar til.

IMG_4144

Alveg í anda Júlla míns fullt hús af börnum.

IMG_4147

Það er gott að vera saman og deila sorginni.

IMG_4154

Við erum öll vinir það er gott.

IMG_4156

Svo var farið í fatakistuna hjá ömmu og farið í búninga.

IMG_4159

Prinsessur af báðum kynjum.

IMG_4160

Stóru börnin voru þó sýnu alvarlegri.

IMG_4165

Heart

IMG_4170

Þeim finnst ótrúlega gaman að fara í allskonar búninga og leika sér þannig öll saman.

IMG_4171

IMG_4172

Pizurnar voru mjög góðar og við áttum yndislega kvöldstund saman.

IMG_4178

Verst þykir mér hvað þessi litli stubbur missir af að kynnast pabba sínum.

IMG_4180

Úlfur ætlar samt að segja honum frá pabba og rifja upp með honum sögur af fjöruferðum, veiðiferðum og öðru skemmtilegu sem þeir voru alltaf að gera saman.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af bloggi Guðrúnar vinkonu Júlla míns.

9135_159456487358_599867358_3650009_5850696_n

Júlli í góðum félagsskap, Guðrún og vinur hans Ásgeir. 

9135_159456497358_599867358_3650011_3312653_n

Fallegi drengurinn minn.

9135_159456592358_599867358_3650024_3421811_n

 

Með æskuvini sínum Símoni, sem nú er látin fyrir nokkrum árum.

Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 11:31

2 identicon

Halldóra Karlsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 3.10.2009 kl. 12:24

4 Smámynd: Ragnheiður

Júlli var fallegur að utan og innan og drengirnir hans eru myndarstrákar.

Fallegar myndir elskuleg..og Úlfur mikið duglegur í erfiðum sporum.

Ragnheiður , 3.10.2009 kl. 12:31

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Elsku Ásthildur mín.

Ég finn svo til með ykkur og hér græt ég og ég sem er nýbúin að mála mig því ég er að fara í jarðarför Stefáns sem var eiginmaður Kötu frænku minnar. Við Kata eru systkinadætur. Stebbi lést þegar bíll sem hann var farþegi í fauk út af vegi í Jökulsárhlíð á föstudaginn var.

Ég veit hvernig Úlfinum þínum líður. Mamma var 43 ára þegar hún dó og þá var ég á tíunda ári. Knúsaðu Úlfinn þinn frá mér. Segðu honum að hann eigi vinkonu á Vopnafirði sem skilur hann alveg og ég hef áhyggjur. Guði sé lof að hann á ykkur að. Vil ekki að hann fari brotinn út í lífið eins og ég og þar var ég tekin fyrir í einelti og kynferðislegri áreitni til margra ára. það viðgengst því ég var í maski og hafði engan kraft að berjast á móti, fannst ég eiga þetta skilið því ég var núll og nix. En í dag veit ég að þetta er þvæla en nú hef ég uppskorið vefjagigt og viðbjóð af þessu öllu. Gigtlæknirinn minn sagði að fólk með forsögu eins og ég því væri hættara við vefjagigt en öðru fólki. Ég fór í vinnuna í tæpa tvo áratugi með spennta vöðva, óttaðist hvað verður í dag.

Megi almáttugur Guð varðveita Úlfinn þinn frá svona fólki.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.10.2009 kl. 12:52

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman innilega. 

Já Ragga mín, Úlfur er duglegur og skýr strákur.  Þess vegna þarf að passa vel upp á hann. 

Rósa mín þakka þér fyrir þessa fallegu hugvekju og kjark. Nei ég skal lofa þér því að Úlfurinn mun aldrei fara einn og brotinn út í lífið.  Það verður sett um hann skjaldborg kærleika og umhyggju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2009 kl. 13:33

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Friðsælar tvær efstu myndirnar þínar og ég efast ekki um að Úlfinum þínum líður betur á eftir

Hann Sigurjón Dagur er perla

Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2009 kl. 14:05

8 Smámynd:

Mikið er Úlfur duglegur. Það er gott að hann skuli eiga skjól hjá ykkur afa sínum. Mig langar að deila með ykkur grein sem ég skrifaði einu sinni um sorg barna þótt ég viti að enginn getur betur huggað en þið sem standið börnunum næst. Það er gott þegar fjölskyldur standa svona saman - Guð veri með ykkur.

, 3.10.2009 kl. 14:26

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Fallegar myndir og friðsælar efstu myndirnar. Mikið er Úlfur duglegur og vonandi líður honum betur á eftir. Hann er heppinn að eiga ykkur að sem munuð gæta hans og umvefja ást ykkar.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.10.2009 kl. 14:39

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2009 kl. 15:41

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Ásthildur, það fylgir alltaf svo mikill kærleikur orðum þínum og myndum. Börnin þín og barnabörn eru lánsöm að alast upp í slíkri orku. Maður finnur líka á svona stundum eins og þið eruð að ganga í gegnum, hversu mikilvægt er að standa öll saman, eins og sést hjá ykkur

Knús og Ljós til ykkar allra

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.10.2009 kl. 17:54

12 identicon

Dísa (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 18:32

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

 Elsku Ásthildur mín megi Guð og hans fögru Englar yfir ykkur vaka og vernda og veita ykkur frið í sorg ykkar...

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.10.2009 kl. 19:05

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 3.10.2009 kl. 19:10

15 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 3.10.2009 kl. 22:11

16 Smámynd: IGG

IGG , 3.10.2009 kl. 23:11

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mikið vildi ég að ég hefði fengið að kveðja hann pabba minn, en merkilegt nokk þá var dánardagur hans  sami og fæðingardagur Júlla þíns Ásthildur mín. Einn kemur og annar fer. Það þótti ekki passa að ég sjö ára barnið færi í útför föður míns, og reyndar trúði ég því aldrei að hann væri dáinn og hélt það væri verið að ljúga að mér. Hann hefði í raun bara stungið af, eða væri að vinna fyrir leyniþjónustu eða eitthvað álíka. Barnshugurinn er svo virkur og fullur ímyndunar.

Það þarf að umgangast dauðann á jafneðlilegan hátt og lífið, og þakka ég þér fyrir að gera það svona opinskátt og öðrum til fyrirmyndar. Dauðinn er ekkert feimnismál.

Sendi ykkur engla og góðar óskir

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.10.2009 kl. 01:04

18 identicon

Kæra fjölskylda.

Ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Ég held að þetta sé eitt það erfiðasta sem maður gerir í þessu lífi, að horfa á eftir barninu sínu burt úr þessum heimi. Það er einhvern veginn svo andstætt öllum lögmálum.  En ég er sammála því að dauðann á ekki að fela, því það er jafn eðlilegt að deyja og að fæðast. Stundum gerist það bara alltof snemma......

Kristrún Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 01:41

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir svörin.  Já það er allof oft að fólk fer í felur með dauðann.  Dagný mín þakka þér fyrir greinina, ég ætla að leyfa Siggu mömmu hans Sigurjóns litla að lesa hana, þetta er góð grein og ég finn einmitt fyrir svona doða og andþyngslum.

Innilega takk öll saman, það er mér ótrúlega mikils virði að finna samhug og hlýja strauma.  Það hjálpar mér ótrúlega mikið.  En ég á líka yndislega fjölskyldu sem gerir allt fyrir mig.  Bæði börnin mín og tengdabörn og svo systkini mín, sem svo sannarlega hafa reynst mér vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2009 kl. 09:28

20 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 11:38

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2009 kl. 13:16

22 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Enn og aftur 'Asthildur þú ert engri lík og það er dásamlegt að þú skulir deila þessu öllu með okkur og það er yndislegt að sjá hvað þú átt sóra og samheldna fjölskyldu það er ómetanlegt hann Úlfur litli er náttúrlega alveg einstakur enda ekki langt að sækja það og hann litli Sigurjón Dagur er alveg gullfallegur engill eins og pabbi sinn og þeir feðgar báðir alveg ótrúlega líkir þér. Kærleikskveðja HH

Hulda Haraldsdóttir, 4.10.2009 kl. 13:35

23 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 4.10.2009 kl. 13:43

24 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Knús

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 13:52

25 identicon

Ég þekki þig ekkert, en mikið finn ég til með þér.

Farðu vel með þig mín kæra

runar (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 15:59

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk öll sömul. 

Velkomin hingað Rúnar.  Og takk fyrir mig.

Takk kærlega Hulda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2009 kl. 16:31

27 identicon

Hæ elskan  Yndislegar myndir Ásthildur mín. Mikið er Úlfurinn duglegur!!

Það rifjaðist upp fyrir mér skemmtileg minning þegar ég sá myndina af Símoni frænda með Júlla.                               Ég kom vestur eitt sumarið og var í Pólgötunni hjá Gísla Sigurjóns og Hönnu Dóru, var eitthvað um 12-13 ára... Júlli og Símon buðu mér með í Skóginn, það átti að reisa stíflu !!! Þeir voru á hjólum en sunnlenska mærin hafði ekkert hjól... þeir vinir voru ekki ráðalausir, skruppu bara í næstu götu og fengu "lánað" þetta líka fína hjól og fór ég alsæl í stíflugerð með þeim á hjólinu fína. (Komst svo að því að hjólið átti Gunna Sigga, (Gunnu Valgeirs) og mundi hún ekki eftir að hafa lánað hjólið... skrítið  ) Jæja, allan daginn var hamast í skóginum og stíflan kláruð, við rennandi blaut en sátt við dagsverkið. Ég var með splunkunýja voða flotta peysu með mér og tímdi ekki að fara í hana yfir blautu fötin, hún var því fest á hjólið hjá Júlla svo var haldið heim. Ekki vildi betur til en blessuð peysan losnaði og flæktist í keðjunni og gjörðinni og þurftu strákarnir að skera hana úr með litlum vasahníf. Ég átti ekki að vera í þessari peysu, en hlustaði auðvitað ekki á það, þannig að nú voru góð ráð dýr !!! Ekki gat ég farið heim með peysuna fínu í henglum. Júlli þinn dó ekki ráðalaus, meðan hann sat og huggaði mig sendi hann Símon í Brúarnesti til að fá lánaða skóflu, síðan var haldið vel út fyrir veg og gróf Júlli peysuna (undir Bónus) meðan Símon vaktaði veginn og passaði að ættingjarnir yrðu ekki vitni að þessum ósköpum.... aumingja ég stóð hjá Júlla meðan hann gróf og gróf og grét enn hærra örlög peysunnar fínu  Strákarnir vorkenndu mér svo mikið að mér var boðin frostpinni í Brúarnesti á leiðinni heim í sárabætur fyrir peysuna .....        hahahahahahaha Það hefur ekki dottið af mér brosið á meðan ég skrifaði þetta... gaman að þetta skuli rifjast upp núna.....         

Knús til ykkar í kúlu

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 16:22

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa frábæru sögu Beta mín.  Já það var margt brallað örugglega á þessum árum.  Þeir voru líka eins og samlokur Símon Júlli og nokkrir fleiri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2009 kl. 16:37

29 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Elsku Ásthildur. Mig vantar réttu orðin, en hugurinn er skýr og finnur til með ykkur. Það var dásamlegt að skoða myndirnar. Þú átt svo fallega fjölskyldur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.10.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022945

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband