2.10.2009 | 14:05
Laugardagskvöld. nóv. 1988.
Laugardagskvöld nóvember 1988.
Til mömmu og pabba frá svarta sauði famelíunnar.
Ég ákvað að skrifa bréf en veit ekkert kvað ég á að skrifa.
Ég gæti sennilega talið á annari hendi þau bréf sem ég hef skrifað yfir allt mitt líf.
Með þessu kroti er ég sennilega líka að spekulera í mínum vandamálum sem mig langar mest af öllu í heiminum til að leysa. Þá meina ég eins og þið vitið hvers vegna. Ég hef frá því ég var tólf þrettán ára dottið í það nærri því á hverri helgi og í síðustu ár gerst má segja dópari.(hassisti)
Mig langar miklu meira til þess að vera heima hjá mér hjá ykkur, heldur en hírast meira og minna má segja á götunni hér í Reykja vík. Ég ætlaði mér aldrei að fara suður og vera svona lengi. Reyndar aldrei. Láta aldrei vita af mér. Það er eins og ég límist fastur í einhverju einhvernveginn og ég loka mig burt frá öllum.
Ég á bestu fjöldkyldu í þessum heimi og ég elska ykkur meira en orð geta lýst og hef brugðist ykkur svo mikið og það kvelur mig mest. Ég hef fengið svo mörg tækifæri, svo marga sjénsa en alltaf sama sagan aftur og aftur. Ég er inn á Síðumúlanum þegar ég skrifa þetta, fyrir ávísanafals og þegar ég slepp út, ætla ég að reyna og ég meina virkilega reyna allt sem ég mögulega get til þess að stoppa þetta HELVÍTI.
Ég ætla mér það og ég skal geta það og þið viljið hálpa mér ég veit það.
Inga Bára sendi mér sígarettur, tannbursta, skrifblokk og penna á miðvikudag, og þetta er það fyrsta sem ég skrifa og ég búinn að vera með pennan í höndunum síðan þá, svona nærri því og spekulera í því hvað ég ætti að krota niður og nú get ég varla hætt.
Jón Ólafur spurði mig hvort ég vildi fara inn á Vog eða fara vestur.. Ég veit það ekki. Ég meika varla að fara í meðferð eftir fyrri kynni en mundi þá sennilega taka þessa tólf daga sem er Vogurinn og sleppa eftirmeðferðinni. Xxxx xxxxx xxxxxx og Xxxxx Xxxxx voru síðast þegar ég vissi báðir á leið í meðferð. Ég er ennþá að spá í það.
Áður en ég klára allt blekið úr pennanum hennar Ingu þá ætla ég að hætta þessu mér líður svo miklu betur eftir að hafa skrifað þetta. Mér þykir vænt um ykkur öll og bið að heilsa öllum.
Júlli.
Unglingurinn minn.
Barnið mitt.
Í faðmi fjölskyldunnar.
Giftingarmyndin okkar allra.
Alltaf góður við alla.
Alltaf hjálpsamur.
Í faðmi fjölskyldunnar á gamlársdag 98.
Á hamingjudegi að skíra litla Þórð Alexander Úlf, og pabbi heldur barninu undir skírn, enda nafni hans Þórður Júlíusson
Hann var alltaf hrakfallabálkur þessi elska. Þegar hann datt og meiddi sig var hann farin að segja mamma ekki láta sauma. Í baksýn má sjá Óla, sem var dúkka sem fylgdi krökkunum lengi vel ef eitthvað bjátaði á, þá var Óli bestur. Set inn þetta bréf hans. Þar sést svo ekki verður um villst að börnin okkar vilja EKKI vera í þessu HELVÍTI, það er ekki rétt að hengja sig í svona mýtur sem eru hreinlega ekki réttar. En nú er ég orðin algjörlega orkulaus og þarf að fara út og hressa mig við. Þetta tekur á allstaðar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022948
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að leyfa mér að lesa þetta bréf, það er gott að fá að kíkja inn í sálarkima þeirra sem erfitt hafa átt og sjá kærleikinn og væntumþykjuna til sinna nánustu sem aldrei bregst þótt margt annað bili. Sonur þinn var góður drengur.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2009 kl. 14:44
Ofsalega er það mikið lán að það eru til svona margar myndir af Júlla. Það er svo frábært að fá að sjá hann með augum móður sinnar, eins og við vitum þá horfa þau augu með ást og umburðarlyndi á börnin.
Guð geymi Júlla.
Ég er viss um að við hittum þá aftur þegar okkar tími verður kominn til að færa okkur um svið
Ragnheiður , 2.10.2009 kl. 14:44
Takk Ásdís mín mín er ánægjan.
Elsku Raggna mín ég held í þá von að ég fái að sjá hann aftur kátan og glaðan heilbrigðan.
Takk innilega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2009 kl. 15:22
Knús og kram og ástarkveðjur til ykkar frá okkur ....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.10.2009 kl. 16:21
Þakka þér fyrir að samþykkja mig sem bloggvin.
Sonur þinn var greinilega yndisleg mannvera... innilegar samúðarkveðjur
Jónína Dúadóttir, 2.10.2009 kl. 17:24
Mínar dýpstu samúðarkveðjur elsku Ásdís mín
Heiða Þórðar, 2.10.2009 kl. 17:28
Sem betur fer eru góðu minningarnar fleiri og sterkari en hinar. Enginn VILL lenda í svona, en við lendum öll í aðstæðum sem við ráðum ekki við. Spurningin er líka hversu erfitt eða auðvelt er að ná sér út úr þeim. Það er svo miklu auðveldara að standa hjá og dæma en standa í sporunum. Við getum ekki dæmt það sem við höfum ekki reynt. Það var svo gott að heyra röddina þína í gær og tala við þig.

. Ást þín og væntumþykja fylgir honum allsstaðar.
Dísa (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 19:45
Takk fyrir þetta. Það þarf sterk bein til að takast á við vandamál sem á hug manns allan og maður stendur ráðþrota gagnvart. Þá hlýtur að vera mikilvægt að nánasta umhverfi og samfélagið sýni skilning og ábyrgð. Við höfum rætt þetta áður. Þú ert sterk manneskja Ásthildur, eins sterk og móðir getur verið í þessum sporum. Bestu kveðjur til fjölskyldunnar.
Sigurður Þórðarson, 2.10.2009 kl. 21:28
knús
Elín Helgadóttir, 2.10.2009 kl. 22:31
Sigrún Óskars, 2.10.2009 kl. 22:46
Hann gleymdi Morgan Kane sem ég keypti á sjoppunni á horni Dalbrautar og Kleppsvegar. Enda kannski ekki hans uppáhaldsbókmenntir.
Inga Bára (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 23:20
Ég sendi þér og þínum mínar mestu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Júlli var góður drengur, það vita allir sem honum kynntust.
kv Guðmundur Guðjónsson
Guðmundur Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 23:33
Það er greinilegt á bréfinu hvað það er sárt að vera fastur í viðjum fíkninnar og hvað löngunin er mikil til að geta hætt. Gaman að sjá þessar gömlu myndir. Mér hefur alltaf fundist Úlfur vera líkur pabba sínum, en þarna sést að hann er bara alveg "copy-paste" af Júlla
Kærleiksknús. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.10.2009 kl. 23:37
Elsku Ásthildur, votta ykkur samúða mína. Drengur góður er genginn en minningarnar lifa í hjörtum þeim sem eftir lifa. Knús til Úlfs og ykkar allra.
Katrín, 3.10.2009 kl. 00:08
Innilega takk öll sömul. Já Inga Bára mín, Morgan Kane ég held að hann hafi lesið fátt annað í fangelsinu, nema ég lánaði honum líka Harrý Potter. Það er svo skrýtið að þegar börnin okkar ánetjast vímuefnum, þá virðist þroski þeirra stöðvast á þeim punkti, og þau halda áfram að vera börn þangað til þau hætta, þá fer þroskinn af stað aftur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2009 kl. 09:30
Kæra Ásthildur.
Votta ykkur samúð mína
minning lifir um góðan dreng 
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.10.2009 kl. 10:31
Takk Heiður
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2009 kl. 10:52
Elsku hjartans Ásthildur. Það er svo snnarlega satt að það ætlar sér enginn og vill enginn vera í þessu helvíti. Þakka þér fyrir að sýna okkur hvernig alvöru móðir bregst við, líður og miklu fleira.
Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 11:14
Elsku yndislega Ásthildur. Ég var að frétta þetta. Ég votta þér mína dýpstu samúðarkveðjur.
Ég er búin að lesa nær allt sem þú ert búin að skrifa frá því það gerðist og augu mín eru tárvot og ég er með stóran kökk í hálsi.
Þú skrifar svo fallega um hann Ásthildur að annað er ekki hægt!
Ester og Helgi (sem þekkti Júlla á yngri árum)
Ester Júlía, 3.10.2009 kl. 11:34
Takk elsku Valdís og Ester. Þið gefið mér þrek til að halda áfram það er margt ósagt ennþá í þessari sögu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2009 kl. 21:20
Elsku Ásthildur, þakka þér enn og aftur þú ert yndisleg kona og hann Júlli þinn hefur svo sannarlega verið eins og þú fullur kærleiks, hjálpsamur og gull að manni. Ég votta þér líka virðingu mína því ég veit að það er ekki auðvelt að berskjalda sig svona fyrir alþjóð eins og þú og deila með öllum þínum innsta kjarna, en vonandi færðu líka styrk á móti frá okkur öllum sem erum að lesa , skrifa og biðja fyrir ykkur því ég veit hvað kærleikurinn getur verið öflugt afl og að samhygð linar oft sárar þrautir.
Hulda Haraldsdóttir, 4.10.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.