Ég ætla að setja inn nokkrar myndir fyrir þá sem þykir vænt um Júlíus en eru fjarri í dag, og komast ekki.
Ljúflingurinn minn lifir ennþá í minningum okkar allra.
Sorgin er sár
svíður hjarta.
Tómleiki og tár
tilfinning svarta.
Samt lifir sú von
að góð sé þín köllun
minn elskaði son
á Ódáinsvöllum.
Ljúflingur og ljósið mitt
leggðu á veginn bjarta.
Löngunin og lífshlaup þitt
liggur mér á hjarta.
Í dýpstu sorg um dáinsgrund
döprum hug mig teymdir.
en fórnfýsi og fagra lund
í fylgsnum hugans geymdir.
Ekki barst þú mikið á
elsku sonur mildi.
Varst samt alltaf þar og þá.
Þegar mamma vildi.
Í mér sorgin situr nú
sárt er upp að vakna.
Hér ég vildi að værir þú
vinur þín ég sakna.
Englarnir nú eiga þig.
engan frið það lætur.
Við það sætta má ég mig
móðirin sem grætur.
Elsku Júlli ástin mín.
yfir þér nú vaka.
Allir vættir. Ævin þín
er óvænt stefnutaka.
Ég veit að elsku mamma mín
miðlar með þér gæsku.
Hún var æðsta ástin þín.
öll þín árin æsku .
Nú gráta blessuð börnin þín.
bestur alltaf varstu.
alltaf setja upp í grín.
alla tilurð gastu.
Sendi ég þér sátt og frið.
með söknuði í hjarta.
held þú eigir handan við,
hamingjuna bjarta.
Alltaf tilbúin til að aðstoða ungviðið. Bæði sín eigin og annara.
Hann var líka duglegur við að segja þeim að borða hollan mat, og kenndi þeim góða umgengni.
Í faðmi fjölskyldunnar. Þar var hann ánægðastur.
Hann færði Dvalarheimilinu Hlíf 18 fiska, sem hafa verið hengdir upp á veggin hússins og eru til mikillar prýði.
Stolt sinnar móður.
Glettinn og skemmtilegur var hann.
Og fannst gott að koma til mömmu og fá sér í gogginn. En oftast kom hann þó færandi hendi, með fisk, harðfisk eða fallegan stein, eða eitthvað til að gleðja mig.
Þetta er Júlli minn, alltaf svo góður við börnin, enda elska þau hann öll.
Hann gat líka verið töffari.
Eða natnin uppmáluð.
Hér hjálpast þeir feðgar að við að elda fiskisúpu (Gourme) Ofan í fjölda manns.
Og hann var einlægur aðdáandi Frjálslyndaflokksins.
Hann tók þátt í öllu með börnunum.
Og eins og ungamamma með syni sína.
Sama hvað var.
Alltaf leikið með.
Borða saman ís.
Synd hvað sá litli hafði lítin tíma með pabba sínum.
Skemmtileg mynd sem vinkona hans Frída tók.
Fallegi grallarinn minn.
Og listaverkin flott.
Steinninn varð lifandi í höndunum hans.
Hann var mjög hreykin af þessum steini.
Hulk í góðum fíling.
Og aðstaðan var enginn, hálfónýtur gámur og ljósavél. En aldrei kvartaði hann. Það var fjarri honum að kvarta yfir einhverju. Hann tók hverju eins og það var. Og var búin að fyrirgefa öllum þeim sem svo sannarlega reyndust honum vondir. En flestum þótti vænt um hann.
Hjartað sem hann gaf mömmu sinni. Ég á eftir að slípa það aðeins betur mamma sagði hann og brosti.
Skreyting hjá Frjálslynda flokknum í kosningunum.
Ég bið að þið eigið öll góðan dag. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum sem hafa hringt og komið til okkar á þessum erfiðu tímum. Öllum sem hafa boðið fram aðstoð og viljað hjálpa til. Það verður örugglega haft samband.
Með kærri kveðju Ásthildur Cesil.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 16
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2023123
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 13:47
Mínar dýpstu hjartans samúðarkveðjur, elsku Cesil mín, til þín og þinna.
Væri ég hjá þér myndi ég faðma þig og biðja góðan Guð að vera með þér og ykkur, öllum stundum.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.9.2009 kl. 14:09
Takk Gmaría mín.
knús á þig Ragna mín og takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2009 kl. 14:12
Elsku Ásthildur, sendi þér og fjölskyldu þinni mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hann Júlli var góður og hjartahlýr drengur. Algóður Guð er með ykkur og veitir ykkur styrk í gegnum erfiðleikana.
Samúðarkveðjur til ykkar allar.
Hulda Björk Gunnlaugsdóttir
Hulda Björk Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:46
Yndislega fallegt hjá þér og örugglega gott fyrir bæði ykkur og hann allar þessar góðu hugsanir sem fylgja honum héðan.

Dísa (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:00
Elsku fjölskylda. Mínar innilegstu samúðarkveðjur til ykkar.
Brynja Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:04
Elskulega Ásthildur.
Mikið hef ég hugsað til þín og fjölskyldu þinnar í dag. Þeir sem hafa lesið bloggið þitt reglulega hafa væntanlega allir séð þá ást og hlýju sem þú berð til fólksins þíns. Allar fallegu myndirnar þínar úr kúlunni og víðar, hafa verið góð skilaboð til allra um, hvað það er sem öllu máli skiptir í lífinu.
Guð blessi þig og allt þitt fólk.
Kær kveðja. Karl Tómasson.
Karl Tómasson, 29.9.2009 kl. 15:14
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2009 kl. 15:45
Elskulega Ásthildur mín, falleg orð og fallegar myndir af góðum dreng
Ég er ein af þeim heppnu sem fékk gefins listaverk frá honum Júlla. Hitti mig fyrir utan Tjöruhúsið með alla strolluna með mér, rétti mér og sagði það vera frjósemistákn því ekki veitti af
Alveg yndislegur
Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til þín og þinna, megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
Kær kveðja Heiða
Heiða Jóa og Svanfríðar (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 16:30
Yndislegar myndir af Júlla þínum, greinilega alltaf svo góður. Það er langt síðan ég fór að fylgjast með hans baráttu og langt síðan þið mæðgin stimpluðuð ykkur í hjarta mér. Þar eruð þið og verðið.
Vonandi hefur Himmi getað tekið á móti, þeir voru ekki ólíkir .
Hjartans knús elsku Ásthildur
Ragnheiður , 29.9.2009 kl. 17:14
Mig langar að taka undir orðin hér að ofan með hvað það skín í gegnum öll skrif þín ást og hlýjan sem þú berð til fólksins þíns. Ég hef lesið mannbætandi bloggið þitt í langan tíma. Mikið var strákurinn þinn heppinn að eiga þig sem mömmu og þú heppin að fá að eiga hann. Sérstök kveðja til Úlfs frá okkur systrum (Svanhildi í Ævintýralandi).
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.9.2009 kl. 17:29
Fallegt ljóð og fallegar myndir af yndislegum dreng. Þið voruð rík að hafa átt hann þótt það væri allt of stutt. Guð geymi góðan dreng.
, 29.9.2009 kl. 17:42
Elsku Ásthildur og fjölskyldan þín, sendi ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur, hugur minn er hjá ykkur. Hann Júlli var svo sannarlega góður drengur og með hjarta úr gulli.
Guðfinna Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:42
Elsku Ásthildur sendi þér og fjölskyldu þinni mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Rúna Ásgeirsdóttir og fjölskylda.
Guðrún M Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:58
Elsku Ía mín, Ég votta þér innilega samúð mína .
Samúðarkveðja frá mömmu
Elísabet Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 18:01
Kæra frænka. Votta þér innilega samúð mína. Jóhanna í Borgarnesi.
Jóhanna Skúladóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 18:20
Elsku Cesil mín, ef bara ég gæti tekið utan um þig núna
Hrönn Sigurðardóttir, 29.9.2009 kl. 18:41
Elsku 'Asthildur. Vil senda þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur,og gefi ykkur styrk í sorginni. Kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 29.9.2009 kl. 18:44
Fallegt ljóð og yndislegt að ylja sér við myndirnar. Ég held að öllum sem hafi kynnst Júlla hafi þótt vænt um hann. Það er bara ekki annað hægt. Þó ég hafi ekki umgengist hann síðustu ár þá er eins og ég hafi alltaf verið að hitta hann, í gegnum myndirnar þínar. Og elsku litli Sigurjón Dagur, sem missir pabba sinn svona ungan, hann á eftir að ylja sér við myndirnar sem þú hefur verið svo dugleg við að taka. Ljós til þín mín elskuleg.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.9.2009 kl. 19:18
Elsku Ásthildur og fjölskylda. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Þegar ég heyrði um Júlla í gær varð mér allt í einu ljóst að ég hafði svo oft hugsað til hans að undanförnu. Júlli var mikið sérstakur og ég er glaður yfir að hafa átt hann fyrir vin í bernsku. Þið eruð duglegt og góðhjartað fólk sem hug minn allan á núna.
Kær kveðja
Hermann
Hermann Þorleifsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 19:36
Elsku fjölskylda.
Júlli var indæll drengur og einlægur. Ég talaði einmitt við hann á laugardag og þá brosti hann breitt eins og maður sá hann alltaf.
Við Bryndís viljum senda ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Gaui og Bryndís
Guðjón M. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 19:44
Hjartans Asthildur og fjolskilda eg sendi ykkur innilegar samudarkvedjur.Eg vona ad gud styrki ykkur oll.
Asta Bjork
Ásta Björk Solis, 29.9.2009 kl. 20:23
Elsku Ásthildur og fjölskylda
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, minning um góðan dreng lifir áfram.
Takk fyrir að deila þessum myndum með okkur, þær eru dásamlegar.
Heiðrún og fjölskylda
Heiðrún Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:08
Takk innilega öll sömul. Ég verð að segja að það er svo notalegt að koma hér inn og lesa allt það fallega sem þið segið um drenginn minn og finna væntumþykjuna og samhyggðina. Það er bara ómetanlegt. Innilega takk fyrir okkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2009 kl. 21:40
Elsku frænka ég hugsa hlýtt til ykkar. Við Judith amma vorum saman í gær og hún sýndi mér fiskinn hans Júlla. Innilegar samúðarkveðjur.
Elísabet Ronaldsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 22:06
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar vegna elsku Júlla, hann fór alltof snemma frá okkur, ég mun sakna hans alltaf hann átti stóran stað í hjarta mínu og mun alltaf eiga.
Kristján H Gíslason (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 22:34
Innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum til ykkar allra. Hann Júlli mun ávallt lifa í minningunni og hans verður sárt saknað Ásthildur mín. Gaman að sjá þessar myndir af honum og gleðjandi að vita að þú varst ávallt með vélina á lofti og því til ótal margar minningar um þennan góða dreng.
Ágúst G. Atlason (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 22:53
Elsku Ásthildur og fjölskylda við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur,ég á einmitt hjarta frá honum Júlla blessuðum sem hann gaf mér spes og sagði í leiðinn að ég væri svo góð, þessi orð hans ylja mér er ég hugsa um hann ásamt fleiri fallegum hlutum sem hann gaf okkur og prýða okkar heimili.Hann var yndislegur drengur.
Kveðja Didda Hjalta og Magnús Hrafn.
Málfríður Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 22:56
Kæra Ásthildur.
Ég votta þér og fjölskyldu þinni samúð vegna fráfalls Júlla. Guð vaki yfir ykkur og blessi minningu góðs drengs. Kveðja, Laufey
Laufey Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 22:56
Elsku vinkona, þetta er ósanngjarnt eins og svo margt annað sem við fáum ekki breytt. Ég sendi ykkur Ella og fjölskyldu ykkar, samúðarkveðjur. Steini Árna, Borgarfirði
Þorsteinn Arnason (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 23:05
Innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Júlla. Guð styrki ykkur.
Valdimar og Sigga Dögg
Valdimar Birgisson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 23:33
Kæra fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar frá okkur Billu, hugurinn er hjá ykkur
Elfar Logi Hannesson, 29.9.2009 kl. 23:38
Mydirnar af ljúfum dreng og ljóðið þitt fallega um hann hræra hjartað. Minning hans mun lýsa um alla framtíð. Kærleikskveðjur til ykkar allra, Ingibjörg G G
IGG , 30.9.2009 kl. 01:52
MEgi dagurinn verða þér eins góður og bjartu og mögulegt er kæra cesil. Hef hugsað mikið til þín.
Kærleikur og Ljós
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 05:23
Mínar innilegustu samúðarkveðjur Ásthildur mín.
Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 05:44
Kæra Ásthildur, Elli og stórfjölskylda. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, minning um góðan dreng sem hafði stórt hjarta mun lifa áfram í ykkur. Bið fyrir styrk til ykkar til að takast á við það sem framundan er. Kveðja Arndís Baldursdóttir.
Arndís Baldursdóttir, 30.9.2009 kl. 08:22
Elsku hjartans Ásthildur mín.


Kristín Katla Árnadóttir, 30.9.2009 kl. 09:48
Einstaklega fallegt ljóð. Það hlýtur að vera dýrmætt fyrir þig elsku Ía mín í þinni miklu sorg, að geta tjáð tilfinningar þínar á svona undurfagran hátt.
Fallegar og skemmtilegar myndir, sem segja mikið.
Laufey B Waage, 30.9.2009 kl. 11:51
Elsku Ásthildur og allir hinir.
Hugsa til ykkar.
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 30.9.2009 kl. 12:14
Innilegar samúdarkvedjur til thín og fjölskyldunnar.
Bjarni.
Bjarni Thor Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:21
Elsku Ásthildur mín. Innilegar samúðarkveðjur til þín og ykkar allra. Þetta eru fallegar myndir af drengnum þínum. Og ljóðið kemur við hjartað í mér.
Auður M
Auður M (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:17
Cesil mín, ég samhryggist þér innilega. Ég þekkti ekki Júlíus persónulega, aðeins af afspurn og þar af góðu einu.
Ég ætla að leyfa mér að vitna í Hávamál, það rit sem ég sæki mér huggun í þegar lífsins harmur sækir að.
Að þessum orðum sögðum hygg ég að drengur góður deyji aldrei í hugum og hjörtum aðstandenda og óska ykkur huggunar á erfiðum tímum.
kv.
Einar V.Bj. Maack
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.9.2009 kl. 13:21
Elsku Ásthildur, mikið er þetta fallegt ljóð, sterkt, sárt og fallegt. Myndirnar segja svo mikla sögu af góðum dreng og hans sterku ljúfu fjölskyldu.
Ragnhildur Jónsdóttir, 30.9.2009 kl. 13:26
Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 13:41
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar hjóna megi englar vaka yfir ykkur öllum sem eigið um sárt að binda
kv Íris Jónsd.
Íris (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:43
Lútur eg sat,
lengi eg hölluðumst,
mjög var eg þá lystur að lifa
En sá réð
sem ríkur var;
frammi eru feigs götur.
Heljar reip
komu harðlega
sveigð að síðum mér.
Slíta eg vildi
en þau seig voru;
létt er laus að fara.
Sól eg sá,
svo þótti mér
sem eg sæi göfgan guð.
Henni eg laut
hinsta sinni
alda heimi í.
Sól eg sá
síðan aldregi
eftir þann dapra dag,
því fjalla vötn
luktust fyrir mér saman,
en eg hvarf kallaður frá kvölum.
Vonarstjarnan flaug
- þá var eg fæddur, -
burt frá brjósti mér.
Hátt að hún fló,
hvergi settist,
svo hún mætti hvíld hafa.
Anna Lilja (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 14:01
Takk innilega fyrir mig
Anna Lilja mín knús til þín líka. Ég veit að hann var þér afskaplega kær líka, eins og besti vinur og pabbi líka á tímabili.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2009 kl. 12:30
Mikið er þetta fallegt ljóð takk fyrir að deyla því með okkur. Megi guð og allir góðir vættir leiða ykkur og styrkja
, 2.10.2009 kl. 12:42
Takk Áslaug mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2009 kl. 12:51
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.10.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.