29.9.2009 | 00:19
Í minningu ástkærs sonar.
Ég fékk þá köldustu kveðju í hádeginu í dag sem nokkur móðir getur fengið. Þó var hún sögð hlýlega og af ástúð. En það dugir ekki til.
Í dag fékk ég að vita að elskulegur sonur minn Júlíus Kristján Thomassen er dáin, farin fyrir fullt og allt. Ó hve sárt það er að missa svona allt í einu barnið sitt. Í yfir 30 ár hef ég borið hann fyrir brjósti, barist fyrir hann eins og ég hef getað. Ég veit að hann var þakklátur fyrir það. Nú er hann horfinn þessi ljúflingur og yndislegi drengur, sem alltaf setti aðra fram fyrir sjálfan sig. Krafðist aldrei neins, en var alltaf sá fyrsti sem kom færandi hendi eða lét vita af ást sinni og kærleika. Barnið sem þurfti mest á móður sinni að halda.
Það á að setja í lög að börnin eigi skilyrðislaust að lifa foreldra sína. Hitt er of sárt.
Elsku hjartans barnið mitt, ég hef ekki orku til að skrifa mikið, ég er tóm af sorg. En þú varst perla sem öllum vildir vel, og varst alltaf tilbúin til að hjálpa til. Í dag grétu öll börnin þig. Og þau grétu sárt. Þú áttir alltaf tíma fyrir þau, fara með þau að veiða, í sund eða bara fjöruferð. Sú minning mun lifa með þeim löngu eftir að þau verða fullorðin. Hvað sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel, hvort sem það var að elda fiskisúpu fyrir tugir manns, eða steikja fisk, svo ekki sé talað um listaverkin sem þú varst að gera undanfarin ár, og gafst flest þeirra til fólks sem þér fannt þurfa á þeim að halda.
Hjarta mitt er yfirfullt af sorg. Þegar presturinn og lögreglan komu í hádeginu til mín, vildi ég að þeir hyrfu á braut. Ég vissi hvað þeir vildu segja mér, en ég vildi ekki heyra það. Gat ekki trúað því að tími aðskilnaðar væri komin. En ég vissi það. Ljúflingurinn minn, það eru margir sem sakna þín. Því þú varst alltaf tilbúin til að hlú að öðrum, þó þú værir sjálfur í rúst. Eða eins og sonur þinn sagði í dag; pabbi átti alltaf tíma fyrir alla aðra, en hann átti aldrei tíma fyrir sjálfan sig. Þetta er óréttlátt og ég vil ekki að það sé svona.
Nú blaktir sorgarfáni við hún í kúlu. Sjálf er ég í rusli, og langar mest til að draga sængina mína yfir haus og láta sem þetta sé bara erfiður og vondur draumur. Að þú sért ekki farin horfin mér og okkur hinum. Huggunin er samt að við vitum að þú ætlaðir ekki að deyja. Heldur var tíminn þinn einfaldlega komin.
Vertu sæll barnið mitt og vegni þér vel hjá englunum. Við munum hittast síðar.
Sonur minn
Þú flýtur sofandi að feigðarósiog vilt ekki vakna.
ég stend álengdar, en næ ekki til þín.
Þó elskan ég þig svo mikið.
Ég kalla til þín með hjartanu en þú heyrir ekki.
Ég kalla til þín með skynseminni en þú skilur ekki.
Ég kalla til þín með örvæntingu en þú aðeins flýtur framhjá.
Hvað á ég að gera.
Ég get ekki varið þig fyrir áföllunum,
ekki hlíft þér við miskunnarleysi mannanna.
Þú ert fastur í víti þar sem ég næ ekki til þín.
En ég elska þig.
Kanske nær ástúðin að bræða burt kalið í hjartanu þínu,
svo Ísdrottningin vonda haldi þér ekki að eilífu.
Mamma.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 16
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2023123
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Ásthildur.
Innilegar samúðarkveðjur til þín og þinna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.9.2009 kl. 00:41
Kæra Ásthildur mín, samúðarkveðjur frá mér & mínum, til þín & ykkar. Orð eru fánýti á dona stundum.
Steingrímur Helgason, 29.9.2009 kl. 00:42
Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar þinnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.9.2009 kl. 00:48
Elsku Ásthildur mín
Innilegar samúðarkveðjur
Þetta eru spor sem ég vildi að enginn þyrfti að ganga, að jarða barnið sitt. Litli drengurinn hittir líklega naglann á höfuðið. Börn eru einstök að því leyti.
Ragnheiður , 29.9.2009 kl. 00:51
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.9.2009 kl. 00:59
Elsku hjartans Cesil, Elli. systkin og börnin öll
Mínar dýpstu samúðarkveðjur vegna fráfalls hans Júlla þíns. Þetta var þinn mesti ótti, mæður vita svoleiðis er það. Nú er ljúfi listamaðurinn þinn horfin til sköpunar á öðrum slóðum þar sem sólin skin og friður ríkir. Ég kveiki á kerti fyrir ykkur og bið af öllu hjarta fyrir ykkur öllum og umvefna ykkur af kærleik.
Kærleikskveðja, Halla B. Þorkelsson og fjölskylda.
Halla B. Þorkelsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 01:00
Elsku Ásthildur mín, enn og aftur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Minningin um Júlla mun lifa með okkur.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.9.2009 kl. 01:00
Mínar innilegustu samúðarkveðjur, til þín og þinna, Ásthildur mín.
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 01:26
Kæra Ásthildur. Ég votta þér og þínum mína innilegustu samúð. Megi góður guð vera með ykkur og vernda og varðveita.
Þráinn Jökull Elísson, 29.9.2009 kl. 02:00
Innilegar samúðarkveðjur sendi ég þér og þínum. Og megi Guð gefa ykkur styrk og huggun í sorginni.
Kv. Erna Einisd.
Erna, 29.9.2009 kl. 02:08
Elsku, Ásthildur mín og þín fjölskylda.
Ég votta þér og fjölskyldu þinni ,mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Minn hugur er hjá ykkur,Ásthildur mín
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 02:12
Kære Kona, Móðir, þú segir svo satt þetta er það sem engin móðir eða faðir vilja heyra, og þegar við lesum þetta þá kemur hræðslan upp, sem við getum ekki stjórnað, hræðslan við að missa.
En þú veist, eins og ég að við missum aldrei, þetta er leið yfir á aðra vídd, þar sem við mætumst aftur. Þessi hugsun er kannski sú sem hjálpar í gegnum svona erfiðleika. Raunveruleikaheimurinn er ekki hér, það er hér sem við leikum hlutverk okkar á sviði tilfinninganna til að verða meistari í að lifa.
Að upplifa svona sorg, setur sár sem aldrei gróa, en gefur styrk og dýpt sem sem er gjöf á leiðinni löngu.
Ég hugsa til þín og sendi þér allan þann styrk sem mér er mögulegt.
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.9.2009 kl. 06:01
Elsku, Ásthildur mín og fjölskylda, innilegustu samúðarkveðjur til ykkar.
Megi guð varðveita og gefa ykkur styrk í sorginni.
Hallgrímur Guðmundsson, 29.9.2009 kl. 06:58
Elsku Ásthildur, Elli og ekki síst Úlfur, innilegar samúðarkveðjur Júlli er dáinn en minningarnar eru eftir þær fara aldrei. Mig skortir orð á þessari stundu eina sem ég get gert er að hugsa vel til þín og þinna og senda þér eins góðar hugsanir og frekast er unnt.
Jóhann Elíasson, 29.9.2009 kl. 07:00
Elsku Ásthildur mín, ég votta þér og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Júlíusar
Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2009 kl. 07:15
Elsku hjartans Ásthildur mín og fjölskylda innilegar samúðarkveðjur til ykkar megi guð gefa ykkur styrk í sorginni.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.9.2009 kl. 07:24
Ég votta dýpstu samúð.
Jens Guð, 29.9.2009 kl. 07:29
Elsku Ásthildur mín ég votta þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð
Solla Guðjóns, 29.9.2009 kl. 07:52
Mín kærasta Cesil! Orð fá ekki lýst sorg minni og samúð með þér.
Ég sendi ykkur mínar allra hlýjustu hugsanir og faðmlag um leið og ég kveiki á kerti sem stendur á fiski gerðum úr steini frá honum og fær allt í einu svo miklu meira vægi í mínum huga
Hrönn Sigurðardóttir, 29.9.2009 kl. 07:56
Kæra Ásthildur og fjölskylda. Við vottum ykkur innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Erna, Árni og Snæfríður Lillý.
Erna Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 08:12
Hjartans samúðarkveðjur
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 08:20
Elsku Ásthildur og fjölskylda
Sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur og þær hlýjustu hugsanir sem ég á til. Ég hugsa að ég sé ein af mörgum sem alltaf hefur dáðst að Júlla úr fjarlægð, það var einhver ólýsanlegur sjarmi sem hann hafði yfir sér, en sérstaklega fannst mér yndislegt að sjá hann með börnunum sínum.
Yfirleitt ert það þú sem telur kraftinn og kjarkinn í fólkið hér á síðunni þinni og smitar út frá þér þinni einlægni og hlýju og vona ég svo sannarlega að þú fáir það margfalt til baka til að styrkja þig í þinni sorg.
Með bestu kveðjum frá Danmörku
Anna Margrét
Anna M. Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 08:23
Elsku Ásthildur og fjölskylda innilegar samúðarkveðjur til ykkar megi Guð styrkja ykkur í framtíðinni.
Guðrún Jónsdóttir, 29.9.2009 kl. 08:26
Ásthildur mín ég sendi þér, Ella og börnunum mínar innilegustu samúarkveðjur.
Matta
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 29.9.2009 kl. 08:35
Elsku Ásthildur mín...Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra í Kærleikskúlunni.
Kærleikurinn deyr aldrei og þau bönd slitna aldrei.....ekki heldur þegar hlé verður á samvistum við ástvini okkar.
Bið um styrk og ljós fyrir ykkur í sorginni.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.9.2009 kl. 08:42
Hjartans elsku vina mín, er við fengum fréttir um þessa sorg í gær, voru englarnir mínir hér og þekktu þær hann vel, þó sérlega Dóra mín, rifjað var upp, og við segjum að engin geti sagt neitt illt um hann Júlla, hann var góður drengur.
Sendum þér og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur og munið að hann er bara rétt handan glærunnar og fylgist með og styður ykkur í ykkar lífi.
Guð blessi ykkur öll
Milla og fjölskylda.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2009 kl. 08:46
Elsku Íja mín, Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Verkin hans Júlla lifa og minningarnar um allt það góða sem hann skildi eftir og ekki síst börnin. Guð gefi ykkur kraft.
Dísa (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 08:48
Innilegar samúðarkveðjur elskulega Ásdís og fjölskylda.
Karl Tómasson.
Karl Tómasson, 29.9.2009 kl. 08:49
Elskulega Ásthildur ætlaði ég auðvitað að segja.
Karl Tómasson.
Karl Tómasson, 29.9.2009 kl. 08:51
Elsku Ásthildur, innilegar samúðarkveðjur til þín og þinna, hugsa til ykkar.
Kær kveðja, Ásthildur Gestsdóttir
Ásthildur Gestsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 09:06
Elsku Ásthildur og fjölskylda,
Ég votta ykkur samúð mína af öllu hjarta. Sendi hlýja strauma til ykkar allra, stóru hjartahlýju fjölskyldunni. Mikið eru drengirnir hans heppnir að eiga ykkur að.
kær kveðja
Harpa Oddbjörns
Harpa Oddbjörnsdóttir, 29.9.2009 kl. 09:10
Elsku Ásthildur mín og fjölskylda. Sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur í kúluna. Megi minningin um góðan dreng lifa sem lengst.
Kveðjur
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 29.9.2009 kl. 09:12
Orð eru fátækleg á svona stundu en það er eina sem ég á til að færa þér, í þessari miklu sorg. Innilegar samúðarkveðjur
Halla Signý Kristjánsdóttir, 29.9.2009 kl. 09:22
Elsku Ásthildur ég votta þér mína dýpstu samúðar, ég bið um að Guð styrki ykkur í sorginni.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 09:25
Ég þakka ykkur öllum hlýjar hugsanir og meðtek kærleikan frá ykkur. Ég sit hér og get ekkert nema grátið. En tárin eru heilsulind eftir því sem sagt er og það er lausn að geta leyft þeim að streyma.
Innilega takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2009 kl. 09:35
Kæra Áshildur og fjölskylda.
Innilegar samúðarkveðjur.
Sigurjón.
Sigurjón Þórðarson, 29.9.2009 kl. 09:36
Elsku Ásthildur
Ég vott þér mína dýpstu samúð
Guð styrki þig og börnin hans
Verndi ykkur,huggi og umvefji í sorginni
Ruth, 29.9.2009 kl. 09:41
Elsku Ásthildur og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Gunna Guggu (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 09:48
Elsku Íja, Elli og fjölskylda mínar dýpstu samúðaróskir.
Rannveig H, 29.9.2009 kl. 09:53
Elsku Cesil og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur vegna brottfarar Júlla.
Megi allar góða vættir umvefja ykkur á þessum sorgartímum.
Kærleiksknús til ykkar allra
Kidda (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 09:54
Elsku Ásthildur, innilegar samúðarkveðjur til þín og ykkar allra.
Í gegnum bloggið þitt kynntumst við Júlíusi sem yndislegum syni, góðum föður og skemmtilegum frænda og svo þessum mikla listamanni. Þannig lifir hann áfram í hugum okkar og hjörtum og verður sárt saknað þó við höfum aldrei hittst í þessu lífi.
Elsku hjartans Ásthildur, Guð og góðir vættir gefi ykkur styrk og frið.


Ragnhildur Jónsdóttir, 29.9.2009 kl. 09:59
Sendi þér og allri þinni fjölskyldu innilegar samúðar kveðjur elsku Ásthildur.
Ingibjörg Snorra (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:00
Innilegar samúðarkveðjur sendi ég þér og þínum. Og megi Guð gefa ykkur styrk og huggun í sorginni.
Guðrún Guðmannsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:14
Elsku Asthildur og fjölskylda ég votta mina dyfstu samúð við fráfalls ykkar ástkæra Júlla .Það er sko sorgar fáni sem blaktar i kúluni og það efast eingin um ,við sem þekktum Júlla vitum það svo vel missirin er mikill og hans verður svo sárt saknað .Eg hugsa til ykkar og kveiki á kerti fyrir hann Júlla minn .Kæra fjölskylda hlyjar hugsanir til ykkar .Minning hans lifir i hjarta okkar allra sem þekktu Júlla
Rakel Þórisdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:16
Elsku hjartans vinkona, hjarta mitt blæðir af harmi þeim sem sótt hefur ykkur heim. Hvernig er hægt að lifa barnið sitt ég spyr, megi algóður góð blessa minningu drengsins ykkar og styrkja ykkur öll í þeim erfiðleikum sem framundan eru, ég mun biðja fyrir ykkur öllum og vona að það geri eitthvað gott fyrir ykkur öll, guð blessi Júlíus.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2009 kl. 10:17
Elsku hjartans Ásthildur mín og stórfjölskyldan öll.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Það eru bara fallega minningar sem renna í gegn um hugann þegar ég hugsa um Júlla þinn.... svo yndislegur og góður drengur. 'Eg var beðin að koma til ykkar samúðarkveðjum frá Viktoríu minni, hún átti bágt í gær, enda var Júlli henni afar góður. Það var ekki síst fyrir hans orð að hún er nú á þeim góða stað sem hún er á, hann þekkti þetta líf og lagði áherslu á það að hún ætti að snúa til baka á meðan hún gæti.
Elsku Ásthildur mín, lífið er ekki alltaf réttlátt eins og þú hefur svo réttilega bennt á. Mundu elsku Ásthildur að Júlli þinn átti MIKIÐ þau ár sem hann var hér, hann átti ÞIG sem móður.
Farðu vel með þig yndislega kona, risaknús í kúlu
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:18
Kæra bloggvinkona, mínar innilegustu samúðaróskir til ykkar kúlubúa vegna fráfalls drengsins þíns. Þetta er svo innilega rétt hjá þér að maður á ekki að þurfa að lifa börnin sín, en mennirnir álykta en guð ræður. Sendi þér mínar hlýjustu bænir.
., 29.9.2009 kl. 10:24
Samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar.
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 29.9.2009 kl. 10:28
æ.... Ásthildur! Knús og klemm
Elín Helgadóttir, 29.9.2009 kl. 10:33
Elsku hjartans Ásthildur mín, Elli og fjölskyldan öll
Ég á engin orð til að lýsa þeirri sorg og samúð sem ég finn til með ykkur á þessari erfiðu stund, yndislega fjölskylda. Að þurfa að sjá á eftir barninu sínu er það skelfilegasta sem lagt er á foreldra, já slíkt ætti að vera bannað með lögum.
Ég endurupplifi þá sorg sem ég gekk í gegnum fyrir nokkrum árum er ég missti drenginn minn og finn svo til í hjartanu með ykkur dásamlegu kærleikskúlu-fjölskyldunni en ég lofa ykkur því að með tímanum munu yndislegu minningarnar ylja og Júlli ykkar mun ávallt fylgja ykkur eins og hingað til, aðeins nú sem engill
Ég og fjölskyldan mín öll sendum ykkur af öllu hjarta okkar dýpstu samúðarkveðjur, ljós og kærleika og biðjum Guð um að styrkja ykkur og umvefja í sorginni
Ingunn Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:55
Innilegar samúðarkveðjur
til þín og allrar fjölskyldunnar!
Við förum öll þessa leið í eilífðina.
Sigurður Þórðarson, 29.9.2009 kl. 10:56
samúðarkveðjur - megi góður Guð fylgja ykkur í gegnum þessi erfiðu spor
Sigrún Óskars, 29.9.2009 kl. 11:06
Elsku besta Ásthildur. Ég á engin orð, finn bara ólýsanlegan trega í brjóstinu fyrir þína hönd og þinna.
Kveiki á kerti fyrir ykkur. Megi almættið vaka yfir ykkur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2009 kl. 11:21
Elsku hjartans Ía mín. Mikið sem ég vildi að ég gæti knúsað þig núna.
Ég hef ekki getað hugsað um neitt annað síðan ég fékk þessar skelfilegu fréttir í gær. Þessi yndislegi drengur.
Það logar stöðugt kertaljós við fyrsta fiskinn sem hann seldi.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín og ykkar allra.
Laufey B Waage, 29.9.2009 kl. 11:23
Kæra kúlufjölskylda sendi ykkur samúðarkveðjur og kærleik í sorg ykkar.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 29.9.2009 kl. 11:31
Mínar innilegustu samúðarkveðjur elsku Ásthildur og fjölskylda.
sara vilbergs (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:33
Enn og aftur takk öll. Það er gott að lesa kveðjurnar ykkar. Þó ég gráti yfir þeim, þá gerir það mér gott. Losar aðeins um stífluna sem er þarna í hjartanu mínu.
Júlli var yndislegur drengur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2009 kl. 11:49
Innilegar samúðarkveðjur til þín og allrar fjöldkyldunnar. Júlla verður sárt saknað enda var hann drengur góður.
Baldur Smári Ólafsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:52
Kæra Ásthildur og fjölskylda
Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Auði. Öll tárin fyrr og síðar eru talin og glitra sem gimsteinar í fjársjóðskistu kærleikans. Við vitum að baráttan var löng og erfið. Nú er henni lokið og hægt að hugsa bara um það góða og fallega. Guð geymi hann Júlla.
Þórir sendir einnig kveðjur sínar og minnist fornvinar og baráttufélaga.
Jakob Ágúst Hjálmarsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:58
Mínar innilegustu samúðarkveðju kæra Ásthildur.Guð gefi þér og þínum styrk
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 12:01
Elsku Ásthildur mín. Það sker í hjartað að fregna að Júlli þinn sé dáinn. Hugur minn er hjá þér og fjölskyldunni þinni sem ég hef haft þau forréttindi að kynnast á blogginu undangengið ár. Votta þér, Ella, Úlfi og fjölskyldunni allri mína innilegustu samúð. Megi allt hið góða í heimi hjálpa ykkur í þessari miklu sorg
, 29.9.2009 kl. 12:20
Elsku Ásthildur og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð gefa ykkur öllum styrk

Huld S. Ringsted, 29.9.2009 kl. 12:26
Elsku Ásthildur. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar á þessum erfiða tíma.Ég sendi ykkur ljós og kærleik og vona að það verði ykkur styrkur á sorginni.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 12:26
Hafið hjartans þökk fyrir öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2009 kl. 13:08
Innilegar samúðarkveðjur sendi ég ykkur öllum.
Þórhildur Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 13:21
Elsku Ásthildur og fjölskylda Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra,Já orð eru lítils megnug á svona stundu en minningin lifir um góðan dreng
Sigurður (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 13:22
Innilegar samúðarkveðjur til þín, Ásthildur, og fjölskyldunnar.
Helga Rebekka Stígsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 13:37
Elsku hjartans Ásthildur mín. Það eru engin orð, sem geta lýst samúð minni og sorg. Af litlum mætti vil ég þó votta hana hér. Júlli var góður og hæfileikaríkur dregngur, sem gaf allt þegar hann gat. Megi allar óðar vættir styrkja ykkur Ella á þessari sorgarstund.
Ykkar einlægi vinur.
Jón Steinar.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 13:47
Falleg skrif Ásthildur.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til þin.
hilmar jónsson, 29.9.2009 kl. 13:59
Elsku Ásthildur og fjölskylda!
Mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Ég á eftir að muna Júlla eins og ég þekkti hann. Í ljósinu og voninni. Með bros á vör og blik í auga. Svo kærleiksríkur og gjafmildur. Svo dæmalaust góður, alveg í gegn. Í dag er ég sorgmædd. Samt get ég ekki annað en brosað þegar ég hugsa til Júlla. Í ljósinu, þar sem hann er núna.
Berglind Hálfdánsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:09
Ásthildur mín, við hjónin sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Tveir augasteinar sem við eigum sameiginlega í Reykjavík grétu sárt þegar þau komu úr skólanum í gær, og fengu heyra að Júlíus frændi þeirra væri dáinn. Hann var þeim góður frændi og sannur vinur móður þeirra.
Með von um að æðri kraftur styrki ykkur í þessari raun.
Ágústa og Bjarni.
Bjarni Líndal Gestsson, 29.9.2009 kl. 14:09
Takk öll sömul. Já Bjarni minn augasteinarnir okkar syrgja sárt. Eins og við hin. Kærar þakkir öll fyrir hlýju og kærleika.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2009 kl. 14:15
Samúðarkveðjur.
Einar Einarsson
ThoR-E, 29.9.2009 kl. 14:50
Elsku Ásthildur það er með sorg í hjarta að ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunar. Megi kærleikurinn lina ykkar hjartasorg.
Jónína Eyja (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:54
Votta mína samúð af alhug.
Árni Gunnarsson, 29.9.2009 kl. 15:24
Elsku Ásthildur mín
Ég votta þér mína dýpstu samúð. Hugur minn er hjá þér.
Ég vona að þú getir beðið til Guðs um styrk og huggun nú þegar hann Júlli er horfinn á braut.
Mig langar að skrifa inn kór sem við syngjum oft við jarðarfarir.
"Er frelsarann sá ég við vatnið,
hann sagði við mig:
Ég veit þú ert þreyttur
og þráir minn frið.
Í leynd er þú grætur
vil ég gefa þér ró.
Ég vil að þú munir,
hvers vegna ég dó.
Megi almáttugur Guð styrkja ykkur í sorginni
Guð veri með ykkur öllum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.9.2009 kl. 16:33
Innilegar samúðarkveðjur til þín Ásthildur og fjölskyldu þinnar
Hallgrímur Óli Helgason, 29.9.2009 kl. 16:35
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Megi minningin um drenginn ykkar lifa í fallegu fiskunum hans stórum og smáum.
Ingólfur H Þorleifsson, 29.9.2009 kl. 16:41
Kæra Ásthildur.
Innilegar samúðarkveðjur til þín, Úlfs og fjölskyldunnar. Megi ljós lífsins og kærleikans umvefja ykkur og gefa ykkur styrk.
Svanhildur Sif Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:05
Innilegar samúðurkveðjur Ásthildur mín, og megi Guð blessa minningu þessa ljúfa drengs sem fallinn er nú frá. Þú og fjölskylda þín verður í bænum mínum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.9.2009 kl. 17:25
Innilegar samúðarkveðjur til þín og þinna Ásthildur mín. Megi minning um góðan dreng lifa.
Kolbrún Baldursdóttir, 29.9.2009 kl. 17:33
Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar.
Kjartan Sæmundsson, 29.9.2009 kl. 17:52
Falleg skrif um ljúfan dreng. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Megi minningin um Júlíus verða ykkur ljós í komandi tíð. Guð blessi ykkur öll og varðveiti.
Kveðja af Skaganum.
Anna Bjarna (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:54
Elsku Ásthildur, Elli og Úlfur, innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Júlla. Hann var svo indæll strákur og góðhjartaður, Guð blessi hann.
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 18:35
Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar Ásthildur mín megi guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma .
Sigríður Karlsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 18:37
Kæra Ásthildur, ég votta þér og fjölskyldu þinni, mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Megi Guð gefa ykkur styrk og huggun í sorginni.
KV/Jenni
Jens Sigurjónsson, 29.9.2009 kl. 19:40
Elsku Ásthildur
Innilegar samúðarkveðjur til þín og þinna frá okkur hér í eyjum.
Kveðja
Matthilda og Georg
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 29.9.2009 kl. 19:49
Yndislegu manneskjur, þið svo sannarlega gefið mér mikið með því sem þið segið hér. Innilega takk fyrir okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2009 kl. 21:42
Orð eru innatóm vaki allir englar yfir ykkur, samúðarkveðjur til ykkar allra
Kveðja Hulda Bergrós
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 29.9.2009 kl. 21:59
Kæra Ásthildur
Ég votta þér og þinni fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Kveðja
Páll Blöndal
Páll Blöndal, 30.9.2009 kl. 00:58
Samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar Ásthildur mín!
Óskar Arnórsson, 30.9.2009 kl. 04:31
Kæra Ásthildur,
Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar þinnar
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.9.2009 kl. 05:10
Kæra Ásthildur.
Innilegar samúðarkveðjur.
Lýður Pálsson, 30.9.2009 kl. 12:04
Elsku Ásthildur!
Þetta eru sárar fréttir.
Sendi þér og þínum samúðarkveðjur -
og samgleðst ykkur einnig með hve áttuð og eigið enn, góðan og sérstakan son, bróður og frænda..
Hlédís, 30.9.2009 kl. 13:40
Elsku vinkona ! Hvað lífið getur verið ósanngjarnt og sárt. Sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar kæra fjölskylda. Steini og Dísa, Borgarfirði
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 14:10
Eva Lind Þuríðardóttir
Eva , 30.9.2009 kl. 15:39
Maður veit aldrei hvað maður á að segja á svona stundum.. samúðarkveðja
DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 17:46
Kæra Ásthildur
Innilegar samúðarkveðjur.
Óskar (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 02:02
Kæra vina, stundum er ekkert hægt gera nema að biðja til æðri máttarvalda og það er þannig í þessu tilviki, ég mun minnast þín og fjölskyldu þinnar í öllum mínum bænum.
Ég bið þess að þú og þínir ástvinir verði umvafin kærleik, og ljósi. Ég bið þess að ljúfu börnin hans muni eiga hamingjusama og gæfuríka ævi og uppfyllta gleði en ekki sorg.
´Eg bið að þau muni sinn föður, með kærleik í hjarta og hans hlýju faðmlög sem hann verndandi veitti.
Ég bið að sorgin og söknuðurinn sári megi með tímanum víkja úr hug þínum og hjarta uns þið hittist á ný.
Með þessari kveðju votta ég þér og þínum mína dýpstu samúð og þó ég hafi ekki þekkt son þinn í efninu þá finn ég hann í anda.
Að lokum þá þakka ég þér að deila þessu með okkur og það var yndislegt að lesa það sem þú skrifar svo fallega.
Hulda Haraldsdóttir, 1.10.2009 kl. 05:25
Samúðarkveðjur...
Mofi, 1.10.2009 kl. 10:17
Elsku Ásthildur og stórfjölskylda,
sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur - kveiki ljós og hugsa til ykkar.
Ingileif
Ingileif Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 15:44
Innilega takk öll sömul. Ég er djúpt snortin af kærleikanum og góðum óskum frá ykkur öllum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2009 kl. 16:45
Innilegar samúðarkveðjur
Benedikt Halldórsson, 1.10.2009 kl. 19:53
Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar þinnar.
Halla Rut , 1.10.2009 kl. 21:30
Mínar innilegustu samúðarkveðjur, Cesil, til ykkar.
Haukur Nikulásson, 1.10.2009 kl. 21:56
Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar.
Marinó G. Njálsson, 1.10.2009 kl. 23:32
Kæra Ásthildur
Ég finn til með þér. Innilegar samúðarkveðjur. Ljóðið er ákaflega fallegt. Þú ert sterk að geta tjáð þig svona einlægt og deila með þér tilfinningum þínum á svo erfiðri stundu. Þú heldur áfram að vera sterk.
Kær kveðja,
Svanur
Svanur Sigurbjörnsson, 1.10.2009 kl. 23:34
Elsku Ásthildur og fjölskylda.....
Sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls elsku sonar ykkar,föður,barnabarn,bróður,mág og frænda.....
Biðjum Guð og hans fögru engla yfir ykkur vaka,vernda og veita ykkur góðan styrk í sorg ykkar
og megi minning hans veita ykkur ást og frið.
Ástarkveðjur Linda,Gunnar og dæturnar
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.10.2009 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.