27.9.2009 | 22:38
Smá mömmó í kúlu.
Smámömmó. Við mæðurnar blívum þó allt annað hrynji. Og þannig mun ég allavega setja hér inn myndir af börnunum, þó ég finni mætavel að allt hér fer hnignandi. Allavega þar til ég hef fundið eitthvað annað sem tekur við og fólkið mitt getur fundið og skoðað. En það gæti allt eins orðið fljótlega.
Það þarf náttúrulega að matreiða snjóinn að hætti kokksins.
Þar duga enginn vettlingatök
Og svo er að smakka.
Ungfrú Hanna Sól, er að verða svo stór stúlka. Hún var í afmæli í dag hjá enn einni vinkonu sinni henni Sunnevu Sól.
Við vorum líka í afmælisboði í gærkveldi, Alejandra okkar elskuleg er orðin 13 ára.
Myndarleg og dugleg stelpa. Skyldu yfirvöld veita henni leyfi til að verða sá íslendingur sem hún vill verða.
Drottin blessi heimilið, hvað getur fjölskylda orðið íslenskari en það, enda hafa Pablo og Ísobel nú íslenskt ríkisfang, en ekki litla stúlkan þeirra, það er vegna regluverks sem ekkert vit er í skriffinnsku og asnalátum sem eiga að vernda en birtast hér í algjörri andhverfu sinni og hafa gert Alejöndru ótrúlega erfitt fyrir. Vonandi lagast það.
Og afi gamli er auðvitað heiðursgestur.
Og börnin eru mörg.
Sólveig Hulda og afi.
Hér er hún með mömmu sinni. 'Eg gæti verið að missa þessi yndislegu barnabörn og fleiri til Noregs, vegna ástandsins og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar. Það verður sárt.
Dansað upp á borði.
Hún er með músikina í blóðinu þessi stelpa.
Dansa dansa!!
Og Hanna Sól ræðir við afa. henni finnst gaman að spá og spekulera, núna er hún á fullu að læra stafina.
Þau tvö eru bestu vinir
Það hringdi í mig vinnufélagi og vinur í kvöld og sagði mér að hann hefði verið að skoða myndirnar úr djúpinu sem ég setti hér inn um daginn, og þar hefði hann séð andlit á einni myndinni. Ég skoðaði hana og sá þetta andlit, set það hér inn í gamni.
En það var svo annar maður sem sá andlit í annari mynd í sömu færslu. Ég fór að skoða það og sá þessar.
Ef vel er skoðað má sjá þarna mannsmynd.
en það þarf ef til vill að rýna aðeins í myndirnar til að sjá þær í fyrstu. þetta er nú bara til gamans.
En eigið góða nótt elskurnar mínar.
Og svo sem hér líka.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.9.2009 kl. 08:38
Datt hér inn fyrir tilviljun og má til með að senda innlitskvitt.
Svo gaman að sjá litlu börnin leika sér með snjó í skál. Það þarf ekki mikið til að gleðja blessuð börnin. Oft eru þau ánægðust með einfaldleikann. Fólk má hafa það í huga.
Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 08:52
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 09:22
Knús Hrönn og Jóhanna.
Gaman að sjá þig hér Guðrún mín.
Já það er satt það þarf lítið til að gleðja ungar sálir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2009 kl. 10:07
Knús á ykkur öll í Kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 28.9.2009 kl. 10:38
Ég fæ bara tár í augun - vona að þú missir ekki börnin þín og barnabörnin úr landi - nóg að Bára sé í útlöndum þótt tímabundið sé. Og skelfilega asnalegt að Alejandra skuli ekki vera með íslenskan ríkisborgararétt úr því foreldrar hennar eru það.Skil bara ekki svona. En þær eru yndislegar snúllurnar þínar - vangasvipur afa og Hönnu Sólar er bara alveg eins
Hún Hanna Sól minnir mig svo á hana Margréti mína - grönn og tíguleg og dálítill spekingur 
, 28.9.2009 kl. 10:45
Dakk Sigrún mín sömuleiðis
Takk Dagný mín fyrir hlýju orðin þín. Því miður tel ég að tveir synir mínir fari til Noregs í vetur. Annar þeirra fer núna 2. október. Það verður sárt að missa fjölskyldurnar úr landi.
Ekki minnkar reiði mín og pirringur út í stjórnvöld við þetta. Vil að þau steinhætti þessu helvítis ESB kjaftæði og Icesave dellu og snúi sér að fólkinu í landinu. Ég hef enga trú á því að þau geti ekkert gert af viti hér heima fyrr en þau hafa sleikt hollenska og breska rassa. Best væri að þau segðu af sér og hefðu manndóm í sér til að viðurkenna að þau geta þetta ekki. Ég mæli með aðferð Páls Vilhjálmssonar um að Vinstri Grænir sitji sem minnihlutastjórn varin af öðrum alþingismönnum fram á vor. Þeir ættu að minnsta kosti að geta afsagt ESB ef þeir þurfa ekki að vera undir rassinum á Samfylkingunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2009 kl. 11:08
Knús knús og ljúfar kveðjur......
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2009 kl. 11:40
Af hverju í .... er Aljendra ekki komin með íslenskan ríkiborgarararétt? Því miður er maður alltaf að heyra um fleiri og fleiri sem eru að fara út eða eru alvarlega að íhuga það að flytja út. Ef ég væri ung með börn þá myndi ég örugglega íhuga það en ég er orðin of gömul til þess, held ég.
Það er sorglegt að ekkert skuli vera gert til að hindra fólksflóttann og sundrungu fjölskyldna sem ekkert hafa gert af sér annað en að vera til. Alveg sammála þér um að hætta þessu bévítans ESB kjaftæði og Icesave dellu. Þjóðinni á ekki að blæða út fyrir nokkra frjármálaglæpona.
Snjókrap með súkkulaði og jarðarberjum ásamt ýmsu öðru gæti verið algjört sælgæti. Ódýrt og gott
Vona að það hafi ekki snjóað mikið fyrir vestan um helgina.
Knús í eftirréttakúluna
Kidda (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:17
Knús Kidda mín og Linda.
Af hverju er Alejandra ekki komin með íslenskan ríkisborgararétt? Málið er að íslensk stjórnvöld taka ekki mark á pappírum undirituðum af báðum foreldrum hennar um að afi og amma hafi fullt leyfi til að hafa hana hjá sér hvert á land sem er. Þess vegna fær hún ekki dvalarleyfi nema 600 mánuði í senn og hefur gert þau nærri tíu ár sem hún hefur dvalið hér. Hún þekkir orðið ekkert annað en Ísland og Ísafjörð, hér eru vinirnir og fjölskyldan.
Ég bara skil ekki af hverju ekki er hægt að veita henni fullt dvalarleyfi og síðan ríkisborgararétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2009 kl. 12:29
Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 13:26
Bestu kveðjur til ykkar í kúlunni.
Jens Sigurjónsson, 28.9.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.