26.9.2009 | 11:19
Minnihlutastjórn Vinstri grænna fram á vorið.
Mér lýst vel á tilllögu Páls Vilhjálmssonar um að Vinstri grænir sitji sem minnihlutastjórn til vors, og að kosið verði aftur þá.
Sjá hér:
Laugardagur, 26. september 2009
Minnihlutastjórn Vinstri grænna
Bretar og Hollendingar hafna fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Þar með er ríkisstjórnin fallin. Aðeins á eftir að tímasetja afsögn ríkisstjórnarinnar. Minnihlutastjórn Vinstri grænna ætti að taka við og sitja fram á næsta vor, þegar kosið yrði á ný.
Minnihlutastjórn myndi starfa í skjóli breiðrar samstöðu á Alþingi um brýnustu mál. Vg er með hreinar hendur af hruni og er treystandi fyrir framkvæmdavaldinu. Stjórnmálaflokkarnir þurfa tíma til að móta stefnu sína til að bjóða kjósendum valkosti við næstu kosningar. Eftir hrun hefur reddingarpólitík verið ráðandi og verður um sinn.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga að lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að verja minnihlutastjórn Vg falli. Samfylkingin mun emja enda ekki skipuð fólki yfirvegunar.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er búin að vera.
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/954876/
Með þessu yrði ESB-ógninni aflétt í bili allavega. Þ.e. ef menn tjúna Steingrím niður. Þeir hugsa öðruvísi en Samfylkingin það er nokkuð ljóst.
Ég er líka sammála því að lítið hefur breyst í reddingapólitíkinni. Og að enginn tími hefur farið í að bjarga heimilum og atvinnufyrirtækjunum. En allt púðrið farið í hlaup eftir duttlungum útlendinga, svo sem eins og ASG, ESB og Icesave. Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að allt þetta sé runnið að mestu undan rifjum Samfylkingarfólksins. Þar er yfirborðsmennskan meiri að mínu mati.
Ég gæti vel hugsað mér að Vinstri græn bæru áfram stjórn landsins fram að kosningum, og aðrir flokkar færu þá í ímyndarvinnu og settu sér raunhæf markmið um hvað þau ætla að standa fyrir eftir næstu kosningar. Vinstri Græn verða auðvitað líka að huga að sínum loforðum, og ganga til baka með vitleysuna sem samstarfsflokkurinn hefur greinilega verið allof ráðandi um.
Margir kusu þá einmitt vegna andstöðu þeirra við ESB og Icesave. Og það er ekki gott að breyta svo í lauf þegar sætin eru í höfn. Það verða þeir að læra.
En allir hinir fjórflokkarnir eru gjörspilltir og rotnir inn að beini því miður. Döpur endalok Borgarahreyfingarinnar setur fólk líka í vanda. Mér finnst það synd að svona fór, því þetta hefur styrkt fjórflokkinn í sessi. Það má ekki gerast. Það breytist ekkert ef við höfum ekki kjark til að senda það fólk út í hafsauga sem skóp vandræði okkar, og situr ennþá og kjamsar allt kjöt af beinum, fyrir sig og vini sína.
Ég les daglega í DV niðurdrepandi upplýsingar um bruðl, svindl, svínarí og þjófnaði og ótrúlegan hroka ári eftir hrunið, og menn segja bara að þetta taki svo langan tíma. Það er einfaldlega ekki svo, það ætti þá að bæta við fólki, það ætti að vera nóg framboð af frambærilegu fólki í dag til að vinna að rannsókn mála og flýta því að þjófagenginn verði sett bak við lás og slá. Það er einfaldlega komið nóg.
Þess vegna skulum við gera þessa kröfu. Allir rétthugsandi alþingismenn verji minnihlutastjórn Vinstri Grænna falli, og kosið verði næsta vor.
Og þá verða líka kjósendur að hafa þor og vilja til að kynna sér stefnur flokkanna og láta vera að kjósa af gömlum vana, en fara að kjósa eftir sannfæringu sinni og þora að refsa þeim sem illa standa sig. Öðru vísi er vonlaust að skapa nýtt Ísland.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 16
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2023123
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott innlegg. Það er mögulegt að þetta gæti gengið. A.m.k. gengur núverandi ríkisstjórn ekki.
, 26.9.2009 kl. 16:21
Nákvæmlega Dagný mín. Þetta gæti verið góð lausn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2009 kl. 16:24
já sammála dagný, gott innlegg, sorglegt þó allt saman !
ljós frá sveitakonunni
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 09:02
Gott að sjá þig hér Steina mín knús til þín líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2009 kl. 10:05
Hæ, Ásthildur.
Það hefur engin Ríkisstjórn klúðrað eins miklu á eins stuttum tím og þessi.
Ég er orðinn þreyttur á að tala um það, en er ekki hættur .......langt í frá.
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 11:15
Flott að setja íslenska fánann, fólk er orðið allt of hnípið og ósátt - og þjóðarsálin særð og buguð. Ég var að blogga af einhverjum hjartans innlifunarkrafti og langar að sjálfsögðu að þessi þjóð fari að rífa sig upp á rassgatinu og standa með sjálfri sér, án þjóðrembings að sjálfsögðu.
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.9.2009 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.