Mannlegt eðli.

Ég hef æ oftar spáð í það sem við köllum mannlegt eðli undanfarið.  Það er ef til vill vegna þess að ég hef sjálf þurft að fara í naflaskoðun, vegna breytinga í mínu lífi, vegna hrunsins mikla, líka vegna viðbragða fólks á alla vegu við því sem það les og svarar.  En ef vil vill fyrst og fremst vegna þess að ég er orðin 65 ára gömul og reynslunni ríkari.  Hef gert allar þær skyssur og vitleysur sem hafa þroskað mig og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.  Og ekki síst vegna þess að ég hef alltaf haft gaman af að skoða mannlífið og hlusta á umhverfið, og ekki bara mannanna heldur líka bæði dýra og plantna. 

Þegar ég segi plantna og dýra, þá hristir einhver haus.  En málið er að allar lifandi verur hafa tjáningu og vilja til að lifa af.  Það má vel sjá tjáningu hjá hundum og köttum.  Þeir hafa lifað svo lengi með okkur, að þeir hafa jafnvel svipbrigði og viðbrögð sem sýna vel hvað þeim finnst.  Önnur dýr hafa líka tjáningu en ef til vill ekki jafn skýra.  Plöntur hafa líka tjáningu en hún er okkur oftast hulin.  Það er hægt að mæla viðbrögð þeirra, en það sem hægt er að sjá er til dæmis viðbrögð þeirra við birtu, þar sem þau snúa framhlið blaðanna alltaf að ljósinu, en líka geta þau komið sér upp varnarkerfi til dæmis ef sjúkdómur herjar á skóg, þá mynda trén inn í skóginum vörn við honum.  Ráðstöfun náttúrunnar segja menn.  En á ráðstöfun náttúrunnar bara við um dýr og plöntur en ekki fólk?

Erum við undanskilin? Ég held ekki.  Til dæmis vorum við hjónin fyrir allmörgum árum á skútuferðalagi um Grísku eyjarnar, með tvö ung börn okkar.  Þar sem við komum að landi settu börnin sig í samband við börn á svipuðum aldri í höfnum Grikklands, og orð virtust óþörf.  Þau skildu hvort annað án tungumálsins, þar var bara notuð líkamstjáning.  svona rétt eins og hjá dýrunum.

En ég ætlaði að tala um mannlegt eðli.  Og hvernig mikilvægi þess eykst þegar upp koma vandamál.  Það er alltaf allt í lagi meðan menn eiga nóg að eta og hafa rúm til að sofa í.  Þegar grunnþarfir hans bregðast, þá er kemur í ljós að við erum eins og dýr merkurinnar.

Sumir grípa til þess að reyna að halda í það sem þeir hafa sankað að sér, nota öll meðul til að fá að halda prikinu sínu, meðan þorrinn verður að sætta sig við að vera á gólfinu.  Við höfum komið okkur upp goggunarröð sem erfitt er að riðla.  Líka vegna þess að þeir sem hafa valist til að ráða samfélaginu þurfa að reiða sig á þá sem sitja á prikinu.  Það er liðið sem hefur komið þeim þangað sem þeir sitja.  það er því takmarkaður vilji til að breyta neinu, alveg sama hvað menn kalla sig, pólitískt séð.  Þeir hafa meira og minna selt sig priksitjurunum. 

Völd spilla, það er alveg dagsljóst, hvað þá völd sem hafa viðgengist áratugi.  Því lengur sem menn sitja því erfiðara er að snúa þróunninni við.  Því allt hefur jú miðast við að tryggja völdin.  Og þó til dæmis svo komi að þeir missi tímabundið tangarhaldið.  Þá hafa þeir búið svo um hnúta að arftökum gengur ekki vel að halda völdunum. 

Margir muna sjálfsagt eftir breskum þáttum sem hétu Já Ráðherra.  þar sem ráðuneytisstjórar réðu nánast öllu, og snéru kjánalegum ráðherrum eftir sínu höfði.  Ég hef á tilfinningunni að það sé einmitt að gerast hér hjá okkur.  Það hefur komið fyrir oftar en ekki að skjöl týnast, plögg frá erlendum aðiljum sem vilja koma til hjálpar finnast eftir dúk og disk, þegar farið er að grennslast um þau.  Það vekur upp spurningar um hvernig það geti gerst að svona plögg gufi upp. 

Hef reyndar heyrt svona á skotspónum, án ábyrgðar að fólk sem ráðið er af fyrrverandi stjórnvöldum sem situr í ráðuneytum dragi lappirnar og reyni allt til að gera óskunda fyrir þá ráðamenn sem nú ríkja.  Það væri ágætt að fá um það staðfestingu að það væri ekki rétt.  En meðan enginn segir neitt lifir þessi saga góðu lífi hér niðri í lágróðrinum, sem kallast grasrótin.

Ég vaknaði s.l. sunnudagsmorgun við það að ég heyrði viðtal við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann fullyrti að Sjálfstæðisflokkurinn væri velferðarflokkur.  Ég viðurkenni að í fyrstu í svefnrofunum hélt ég að hér væri á ferðinni spaugstofuútgáfa hjá útvarpinu.  Og ég lagði við hlustir.  Þarna kom fram að það væri alrangt að Sjálfstæðisflokkurinn ætti nokkurn þátt í hruninu, og að þeir væru hinir einu og sönnu björgunarmenn fólks sem minna má sín.  Allt gott hefði komið frá Sjálfstæðisflokknum og allt slæmt frá hinum.  Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta. 

En það er nokkuð ljóst að áróðursmaskína Valhallar er komin á fullt og farin að mala, rétt eins og alltaf.  Þeir misstu sig dálítið svona í miðju hruninu, en nú koma þeir aftur á fullu og ætla sér að koma því inn hjá almúganum að þeir muni bjarga öllu.  Hvað sagði slagorðið? Ábyrg fjármálastefna? Nei ég man það ekki og nenni ekki að rifja það upp.  En það sorglegast við þetta allt, er að það er fullt af fólki tilbúið til að gangast undir þennan "sannleika" enn og aftur.  Hvers vegna? Jú af því að sú ríkisstjórn sem nú ríkir er ekki að standa sig.  Hefur ekki staðið undir væntingum og orðið ber að því að svíkja kosningaloforð sín, eins og skjaldborgina margfrægu og allt upp á borði.  Meira leyndó hefur ekki viðgengist í manna minnum.  Og allt kapp lagt á að styrkja bankana og fjármálakerfið í staðin fyrir heimilin.

Sem sagt Sjálfstæðisflokkurinn er að græða á því í dag, að það er ekkert sem tekur við.  Borgarahreyfingin sem margir bundu vonir við brást illilega.  Sem er enn ein birtingarmynd forpokunar okkar íslendinga.  Að taka alla af lífi sem ekki eru svartir hrafnar.  Eða þannig.  Hrafninn gerir það nefnilega hann drepur hrafn sem er svo óheppin að fæðast hvítur, og hver man ekki eftir Jónatan Livingstone mávi?

Frjálslyndi flokkurin lifði í tíu ár, og vonandi fær að fljúga aftur.  Honum var fórnað einmitt af því að vera ekki í slagtogi við fjórflokkinn. Það var fundið flokknum allt til foráttu og menn nýttu sér að öfgafullir einstaklingar fengu tímabundna fótfestu þar.  Þar fór fólk sem virkilega vildi breyta samfélaginu til hins betra, og ein besta stefnuskrá sem gerð hefur verið og stendur enn.  Það dugði samt ekki til.  Því fjórflokkurinn leyfir ekki nýjum framboðum að lifa.  Það er of hættulegt fyrir samtryggingu spilltra pólitískra afla, sem manni finnst mest hafa það að fá að vera í friði með sitt á þurru. 

Sama var um Íslandshreyfinguna.  'Eg er alveg viss um að Ómar Ragnassyni gekk gott eitt til að stofna þá hreyfingu.  því miður lenti hann í svipuðu og við að fá yfir sig allskonar besservissera sem alltaf grípa tækifærið þegar ný framboð koma.  Fólk sem sér tækifæri til að komast til valda og ráða í skjóli annara.  Ég held að það hafi líka orðið innan Borgararhreyfingarinnar, og mín persónulega skoðun er að þrír þingmenn hennar hafi orðið fyrir holskeiflu illra afla sem tókst að kæfa góðar ætlanir í fæðingu.  Vegna reynsluleysis þeirra sem þar völdust til forystu.  Það þýðir nefnilega ekki að segja mér að Birgitta Jónsdóttir til dæmis sé haldin drottnunargirni eða stjörnustælum.  Þar fór góður biti í hundskjaft.  Þau voru tekin eins og gerðist hér í denn í vilta vestrinu,  velt upp úr tjöru og fiðri og hengd án dóms og laga. 

Í dag er ég sorgmædd yfir því hve þröngsýn við erum og tilbúin til að leggjast á þá sem vilja gera vel.  Eins og hungruð úlfahjörð, okkur er auðvitað stjórnað þó við vitum það ekki, af þeim sem trompin hafa, okkur er sigað á þá sem ógna valdastrúktúrnum.  Og við erum nógu barnaleg og tilbúin til að drepa til að láta hotta okkur til að gera nákvæmlega það sama og gert var í vilta vestrinu.  Þegar búið var að egna þorpsbúa nógu mikið til að fara og taka þann sem bæjarstóranum stóð mest ógn af og hengja án dóms og laga.

Já við erum lítil þjóð, við ættum svo sannarlega að geta haft það svo gott og látið kærleikan fylla allt.  En smæðin er sennilega okkar akkilesarhæll.  Því öfundin og illgirnin er oft á tíðum það sem stjórnar okkur í stað þess að reyna að átta sig á heildarmyndinni og sjá að við erum þrátt fyrir allt öll í sömu súpunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásthildur.

Þetta er allveg satt með Ráðuneytisstjórana, þeir eru alltaf þeir sömu þó Ríkistjórnir komi og fari. Og ég hlustaði á Bjarna Ben og.........................!.

Og þetta með frama og valdapotið, hvort maður þekkir dæmi......OJH !

Þetta er frábær grein hjá þér og það sem meira er þarna er allt óhrekjanlegt.

Gangi þér og öllum þínum allt í haginn

Kærleikskveðja á ykkur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:59

2 Smámynd:

Ásthildur mín. Þetta eru svo sönn skrif hjá þér. Þar vildi ég að eitthvað gott færi að gerast.

, 22.9.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð og sönn að vanda Ásthildur mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2009 kl. 19:00

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

yndisleg, hreinskilin hugleiðing  Vildi að ég hefði sama kjark og þú að tjá mig um menn og málefni.  Knús í Kúluhús

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2009 kl. 19:16

5 identicon

Frábært eins og alltaf.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 19:55

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Traustur grunnur, nýjir tímar!" Eða eitthvað slíkt og þvílíkt sögðu sjallarnir...........

Vissulega nýjir tímar en ekki á svo mjög traustum grunni!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2009 kl. 21:15

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Flott hjá þér Ásthildur, kemur líka svo flæðandi fram hjá þér og því svo einlægt.  .. held samt að Frjálslyndir hafi þurft betri hirði til að halda utan um óstýriláta hjörð .. það getur verið býsna erfitt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.9.2009 kl. 22:33

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ztjórnzýzlan ræður, þar hefur þú rétt fyrir þér.   Því fara lítil framboð fallítt á einhverjum velmeinandi vitleyzínum af einztaklíngum yfirleitt, vér Frjálzlyndir öngvan vegin undanzkildir.

Þú zkrifar það zem ég hugza enn...

& gerir það vel.

Steingrímur Helgason, 23.9.2009 kl. 00:14

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Já svo sannarlega þurfum við að hugsa upp á nýtt, og fara að skilja að okkur er svo sannarlega stjórnað gegnum fjölmiðla.  Gagnrýnislausir eða litlir fréttamenn éta upp það sem þeir eru fóðraðir á.  Og taka viðtöl við þá sem hafa réttu skoðanirnar.  Fréttirnar eru líka valdar til að hnykkja á því sem stjórnvöld eru að gera hverju sinni. 

Og við spilum með.  Sem betur fer hefur blogg og spjallrásir opnað augu margra og þjóðfélagið er opnara en áður.  Samt reyna stjórnmálamennirnir að berja haus við stein, og líka útrásarvíkingar og aðrir sem hafa komið okkur í þessa aðstöðu.  Þetta er ekki þeim að kenna, og allt sem er upplýst kemur þeim á óvart, því það er allt bara misskilningur á misskilning ofan.  Meira að segja ráðherrar misskilja hlutina, af því að sannleikurinn hentar ekki viðkomandi.

Það verður að rífa upp samfélagið og rista á leyndóin, stinga á kýlum og kreista fram sannleikann.  Fyrr getum við ekki lifað sátt í samfélaginu.   Og við verðum að gera okkur grein fyrir að ÞAÐ GERIR ENGINN FYRIR OKKUR, ÞÁ VINNU VERÐUM VIÐ AÐ GERA ÖLL SAMAN.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2009 kl. 08:47

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2009 kl. 08:56

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BESTU BLOGARAR MBL.IS ERU AÐ HÆTTA HVERJIR AF ÖÐRUM...ÁN ÞESS AÐ MÆLAST TIL UM ÞAÐ FYRIRFRAM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband