Má bjóða ykku í smábíltúr um Djúpið?

Langar að bjóða ykkur í haustferð um Djúpið.  Við skruppum inn í Heydal í gær, með Úlfinn okkar, en hann hefur fengið að fara í vikuferð þangað.

IMG_3921

Aldrei er Ísafjarðardjúp fallegra en á haustinn, þegar litadýrðin er sem mest.

IMG_3922

Við erum rétt komin inn í Hestfjörðinn hérna.

IMG_3924

Reyndar eru litirnir ekki alveg komnir fram, vegna þess að hér hefur verið tiltölulega hlýtt og rigning.

IMG_3925

Þetta sem er hvanngrænt enná er reynirinn okkar, en honum hefur fjölgað mikið á þessum slóðum í góðu árferði undanfarin ár.  Og nú er hann víða fullur af berjum, svo vonandi eykst hann mikið enn.

IMG_3926

Gróður og grjót er falleg blanda.

IMG_3928

 meira að segja klettarnir eru litskrúðugir.

IMG_3929

Það var ekki stoppað, svo þetta er tekið á ferð, enda er ég orðin þrælvön að taka myndir út um bílrúður LoL

IMG_3930

Hvalskurðará.  Hún er í Skötufirðinum.

IMG_3931

Hlíðin mín fríða má líka segja hér, Hjalla meður græna.  Reyndra rauða, gula og gráa í dag.

IMG_3933

Hér er svo brúin yfir Mjóafjörð komin í gagnið loksins.  Við tókum rúnt yfir hana, en þar sem við vorum að fara inn í Heydal, fórum við aftur til baka og héldum okkar ferð áfram hinu meginn.

IMG_3936

Heydalur þetta er móttökustaður fyrir gesti, hlaðan hefur verið gerð upp og er virkilega notaleg og hlýleg.  Hér keypti fólk frá Reykjavík, en þau hafa sest hér að og gert Heydalin að ferðaþjónustu.  Hér er heitt vatn sundlaug og hesta og kajakleiga.  Virkilega skemmtilegt að koma.

IMG_3937

Stubbur var ánægður með aðstöðuna, hann hlakkar til að eyða hér einni viku í afslöppun.

IMG_3938

Virkilega kósý og skemmtilega gerð upp gamla hlaðan.  Þetta fólk er alþjóðlegt, þau eru hér á vegum félagsskapar sem kallast Seeds, eða svipað og Veraldarvinir.  Vinna hér við ýmsar lagfæringar fyrir gistingu og mat.  Svona á lífið að vera.

IMG_3939

Stubbur strax farin að láta til sín taka. LoL

IMG_3940

Hér kveðjum við hann í bili þessa elsku.  Hann mun hafa það gott í sveitiinni.

IMG_3941

Haldið heim aftur, þetta skilti hef ég ekki séð áður.  Skemmtilegt, og hverfandi eftir því sem malarvegum fækkar hef ég trú á.

IMG_3942

Endalaus fegurð.

IMG_3943

Skarfurinn er tignarlegur fugl, sérstaklega þegar hann er að þurrka vængina, þessum finnst greinilega ekki þörf á slíku.

IMG_3947

Vigur sú fræga eyja, sem margir heimsækja sumar og haust.  Eyjan græna.

IMG_3949

Á hvað ertu eiginlega að glápa? það er dónalegt að stoppa svona og glápa á mann LoL

IMG_39491

Og ég er sko hvergi banginn við þig frú mín góð.

IMG_3953

Flott útstilling, gæti allt eins verið listaverk einhvers útilistamanns.  en ekki hvað.

IMG_3955

Fyrstu jarðgöng á Íslandi, voru auðvitað hér.  Hamarsgatið.

IMG_3958

Komin heim og þetta er sorbus decora, eða skrautreynir, ber nafn sitt með rentu.

IMG_3959

 

Svo útsýnið okkar venjulega.

IMG_3960

Hér er vinaleg mynd af fólki að gefa hrossi.  Við erum á leið inn á flugvöll að sækja englana okkar.

IMG_3961

Músikfólk, Maggi Reynir bassaleikari og Ingibjörg okkar sem alltaf er kölluð Ingibjörg í BG.  Heart

IMG_3964

É datt í drullupoll amma.

IMG_3965

ég hljóp svo hratt, að ég hrasaði og datt.  Heart

IMG_3966

Og það er gott að komast heim í durtu:

IMG_3967

er hún að verða mátuleg afi?

IMG_3968

Og nú er allt komið aftur í fastar skorður.

Eigið góðan dag elskurnar megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur öllum og vernda. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já það er ekki síður fallegt á Íslandi á haustin en á sumrin - bara öðruvísi. Ég hef nú einhverntíman ferðast um vestfirðina með foreldrum mínum en það er langt síðan. Kannast þó við berjabláar brekkur frá þeirri ferð. Æ hvað Ásthildur litla er glöð að komast í ömmufang. Þeim líður nú alltaf best í hversdagsleikanum þessum elskum

, 21.9.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Fallegar eru myndirnar þínar Ásthildur.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Flottar myndir hjá þér Ásthildur eins og ávalt. Ég tel mig sjá andlit í klettunum á sjöttu mynd ofan frá. Gaman væri að vita hvort fleiri komi auga á þá felumynd.

Bjarni Líndal Gestsson, 21.9.2009 kl. 15:36

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég sé einnig andlit í klettunum og það er nú ekki erfitt að lesa hinar ýmsu myndir allt í kring í djúpinu.
Takk Ásthildur mín, ég hef alltaf elskað að aka djúpið, það er svo magnað.
Hún var glöð að koma heim sú stutta, enda best að vera hjá ömmu og afa.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2009 kl. 16:16

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Flottar myndir eins og ávallt Selurinn æði og skrautreynirinn alveg meiriháttar Perlurnar þínar standa svo sannarlega fyrir sínu, meira að segja grátandi.

koss á báttið

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.9.2009 kl. 21:47

6 identicon

Djúpið fallegt eins og alltaf og gaman að sjá gleði litlu dúllanna að koma aftur og ömmu og afa að fá þær. Reynirinn flottur og líka Magnús Reynir og Ingibjörg, bónus að sjá þau. Kær kveðja í Kúlu.

Dísa (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:03

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir þínar Ásthildur mín eins og alltaf.Ég bið að heilsa  Ingibjörgu hún var  svo góð við mig þegar ég átti mjög erfitt.á vissum tíma . En nú hefur það breyst mikið.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2009 kl. 22:27

8 Smámynd: Laufey B Waage

Fallegir haustlitirnir í Djúpinu.

Eru einhvers konar skólabúðir í Heydal, eða er Úlfur þar í prívat-viku?

Laufey B Waage, 22.9.2009 kl. 09:07

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.

Það er  mikið af berjum í Djúpinu Dagný mín.   Fólk fer gjarnan inn í Hestfjörð til að týna ber. 

Takk Jakob minn.

Takk Bjarni minn, skemmtilegt með andlitið í mynd nr. 6.

Takk Milla mín, já það er heillandi að aka Djúpið á þessum tíma og upplifa alla litadýrð náttúrunnar.

Ragnhildur mín já selurinn var skemmtilegur, hann rótaði sér ekki, þó ég stoppaði til að taka myndina af honum. 

Takk Dísa mín, og ekki skemmir fyrir þessi nýja flotta brú skal ég segja þér.

Ég hugsa að skilaboðin þín séu komin til hennar Katla mín.

Laufey, það eru ekki beint skólabúðir, en krakkar sem eiga eitthvað undir högg að sækja fá að dvelja þar viku tíu daga eða svo.  Þeim til slökunar.  Minn var að greinast ofvirkur og með athyglisbrest, og það er verið að taka á hans málum sem betur fer.  Aðstaðan og fólkið í Heydal er í alla staði til fyrirmyndar.  Og virkilega gott fyrir unglinga að fá að dvelja þar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2009 kl. 09:28

10 identicon

Sé alveg greinilega andlitið í klettinum. Gaman!  Mjög skemmtilegar myndir.  Þú ert orðin góð að taka myndir út um bílrúðuna!

Kærar þakkir og kveðjur.

Auður M

Auður M (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:33

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Auður mín.  Þegar ég skoða betur sé ég bæði andlit af barni en líka af Úlfi við hliðina, ætli þetta sé ekki bara Rauðhetta og Úlfurinn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2009 kl. 14:03

12 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Fallegar hálfhaustmyndir, örstutt síðan að ég var á ferð og þá var allt grænt :o) knúsí kúlu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.9.2009 kl. 20:45

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka Hulda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband