Kúlulíf.

Verð að segja að það er hálf einmanalegt í kotinu þennan morgunin.  Engir litlir armar utan um ömmu sín, eða góðan daginn amma frá þeirri stærri.  En ég veit að þær eiga yndislega daga í réttunum sjá allar kindurnar og hin dýrin, hesta, hunda og hvað eina.  Heart

IMG_3890

Þarna vill Ásthildur sitja, hún er eins og besta hússkraut þarna LoL

IMG_3899

ég er að týna blómvönd fyrir mömmu mína.

IMG_3900

Þetta verður fínn vöndur.

IMG_3902

Ætti ég að hafa fleiri liti?

IMG_3905

Nei mamma verður svo glöð með þennan vönd. Heart Blóm handa þér mamma mín.

IMG_3908

Þessi er ekki fyrir viðkvæma. Hún er tröllsleg kóngulóin.

IMG_3909

Og loksins varð svo klukkan brottfarartími.  Þær höfðu þá farið með afa í bókasafnið til að láta tímann líða.

IMG_3910

Fjörugir ferðalangar.

IMG_3912

Heppin var ég að Hrólfur Vagnsson var þarna á ferð og það var sko ekkert mál að bera ábyrgð á þeim stelpunum suður.  Takk Hrólfur minn.

IMG_3914

Þessi var þarna líka Dorritlaus, ég er samt viss um að hann hefði tekið stelpurnar fyrir mig ef ég hefði lent í vandræðum.   Það er einhvernveginn svo að við erum alltaf fyrst og fremst manneskjur, en ekki titlar og tog.  Hann heilsaði mér meira að segja með virktum fyrr um daginn.

IMG_3915

Kvöldið er fagurt.

IMG_3917

Og dagurinn líka.

IMG_3918

Svo kom elsku Júlíana mín í heimsókn með vinkonu sína.  Það var yndislegt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað hefði hann passað stelpurnar fyrir þig elskan, skil að þú saknir þeirra
það er alltaf tómlegt þegar þau fara, þau eru jú englarnir okkar.

Kærleik í kúluna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fyrirgefðu elsku Ásthildur mín,hvað ég hef verið ódugleg að svara þér og öllum.

Ég skil vel að þú saknar stelpnanna en þær koma aftur fljótlega vona ég kær kveðja í fallega kúluhúsið sem er draumur og alltaf nóg að gera skemmtilegt hjá ykkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Ásthildur.

Það er alltaf jafn gaman að kíkja í heimsókn til þín.

Eigðu góðan dag. Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 19.9.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Njóttu þess samt að hvíla þig kæra Ásthildur    Ásthildur yngri er að breytast svo mikið í útliti.  Gaman að fylgjast með þessum yndislegu fjörkálfum

Sigrún Jónsdóttir, 19.9.2009 kl. 17:49

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ásthildur junior er kattliðug ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2009 kl. 19:57

6 identicon

Alltaf er það svona, maður saknar alltaf fjörkálfanna ef þeir fara þó maður geti stöku sinni óskað þess að fá ró augnablik.  Þær eiga örugglega góða helgi með dýrunum og njóttu þess að hvíla þig á meðan.

Dísa (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Fallegar myndir að vanda hjá þér Ásthildur, enda hvergi fallegra en á Vestfjörðum.  Nú hef ég tekið endanlega ákvörðun og flyt aftur til Bíldudals um næstu mánaðarmót.  Þannig að þá fjölgar um a.m.k. einn.  Ég get ekki sagt með góðri samvisku að ég kveðji Sandgerði með söknuði.

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2009 kl. 16:46

8 Smámynd:

, 20.9.2009 kl. 17:59

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll, ég var í leti alla helgina, það er svona þegar litlu englarnir fara, þá er bara legið í leti. 

Satt og rétt Milla mín elskuleg, maður saknar þeirra um leið og þær hverfa út úr dyrunum.

Katla mín, gaman að sjá þig aftur.

Sömuleiðis Kalli minn.

Takk Sigrún mín, já það er gaman að þessum fjörkálfum.

Jamm Hrönn mín, hún er mjúk og liðug sú stutta.

Dísa mín svo sannarlega naut ég þess að hafa bara sjálfa mig og Ella

Gaman að heyra þetta Jakob minn, vertu velkomin vestur.

Knús Dagný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2009 kl. 08:47

10 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Góðan daginn Ásthildur, gaman að skoða myndirnar hjá þér, ég kíkti á kúluna í sumar þegar við Ebba litla vorum að skottast um Ísafjörð en engin var heima, reyni aftur næst. Hafið það sem allra best

Herdís Alberta Jónsdóttir, 21.9.2009 kl. 10:45

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ en leiðinlegt Dísa mín.  Það hefði verið gaman að hitta þig.  Lofa að vera heima næst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband